Morgunblaðið - 02.11.1997, Blaðsíða 1
112 SIÐUR B/C/D/E
250. TBL. 85. ÁRG. SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
> ^ > Morgunblaðið/Golli
J FOTBOLTA VIÐ HLIÐASKOLA
Níræður
Rómeó í
vanda
CHARLES Barnes, 92 ára Kaliforníu-
búi, á yfír höfði sér um 70.000 kr.
sekt, vegna þess að hann hljópst á
brott með 84 ára unnustu sinni,
Connie Driscoll.
Með því braut hann í bága við rétt-
artilskipun um að ekki mætti flytja
Driscoll frá hjúkrunarheimilinu sem
hún dvaldist á. Eignir hennar nema
um 50 milljónum ísl. kr. Barnes nam
Driscoll á brott undir því yfírskini að
hann ætlaði að bjóða henni út að
borða. Ók hann henni til Los Angeles,
þar sem þau gengu í hjónaband.
Fjárhaldsmaður Driscoll segir hana
þjást af minnistapi og öðrum ellimerkj-
um og að hún verði þess lítt vör hversu
liatrammlega ættingjar hennar takist
á um eignir hennar.
Bames vísar því á bug að hann sé á
höttunum eftir peningum, segist vel
efnaður. Þau hafi þekkst í hálfa öld, en
ástin hafi ekki farið að blómstra fyrr
en eftir lát maka beggja. „Þetta er
ljóta vitleysan, ég er enginn Casanova.
Ég vil bara fá að vera með kommni
sem ég elska.“
SÞ hefja vopnaeftirlit að nýju í Irak á mánudag
Irakar munu ekki
leyfa Bandaríkja-
mönnum að starfa
Baghdad, Nevv York. Reuters.
ÍRÖSK yfirvöld ítrekuðu í gær að þau myndu
ekki leyfa bandarískum vopnaeftirlitsmönn-
um að starfa í landinu en á fundi Öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna í fyrrinótt var ákveðiþ að
vopnaeftirlitssveit SÞ hæfi að nýju störf í írak
á morgun, mánudag.
Taha Yassin Ramadan, varaforseti íraks,
þvertók í gær fyrir að bandarískir
liðsmenn vopnaeftirlitsins fengju að
koma til landsins og sagði að Irakar
myndu „að sjálfsögðu" svara í sömu
mynt, yrði gripið til hernaðaraðgerða
gegn þeim. Bandaríkjamenn og Bret-
ar hafa sagt að ekki sé útilokað að til
þess komi.
Tíu Bandaríkjamenn eru í um 100
manna eftirlitssveit Sameinuðu þjóð-
anna. Richard Butler, yfirmaður
vopnaeftirlitsins, sagði eftir að hafa
gert Öryggisráðinu gi'ein fyrir stöðu mála, að
hann myndi fyrirskipa starfsmönnum sínum
að hefja störf að nýju á mánudag. Vopnaeftir-
litið var stöðvað sl. miðvikudag eftir að írösk
stjórnvöld ákváðu að banna Bandaríkjamönn-
um að taka þátt í því.
Þjóðir sem hvatt hafa til þess að Sameinuðu
þjóðirnar slaki á stefnu sinni gagnvart Irök-
um reyndu í gær að fá Saddam Hussein, for-
seta íraks, til að sjá sig um hönd. Þeirra á
meðal voru Frakkar og Rússar en utanríkis-
ráðherrar þjóðanna vöruðu jafnframt
við einhliða aðgerðum gegn Irökum í
sameiginlegri yfirlýsingu sem gefin
var út í Moskvu í gær.
Standi írösk stjómvöld fast á sínu,
eins og yfirlýsing varaforsetans er til
marks um, munu Bandaríkjamenn að
öllum líkindum leggja fram áskorun
til SÞ eftir helgi um að íraskir emb-
ættismenn sem komi í veg fyrir
vopnaeftirlitið verði settir í ferða-
bann. Lagði sendiherra Bandaríkj-
anna hjá SÞ, Bill Richardson, áherslu á það að
ögranir íraka beindust ekki eingöngu gegn
Bandaríkjamönnum, heldur Sameinuðu þjóð-
unum og Öryggisráðinu.
Richard Butler
S Reuters
Oformlegur
fundur
RYUTARO Hashimoto, forsætisráðherra
Japans, segir að fundur sinn og Borisar
Jeltsíns, Rússlandsforseta, sem hófst í gær,
gefí þeim leiðtogunum einstakt tækifæri til
að leysa viðkvæm deilumál ríkjanna. Jeltsín
bauð Hashimoto til helgardvalar í Krasn-
ojarsk í Síberíu, sem er miðja vegu á milli
Moskvu og Tókýó. Fundurinn er óformlegur
og munu leiðtogamir m.a. fara saman í gufu-
bað, rölta meðfram bökkum Jenisei-árinnar
og veiða fisk. Vonast Jeltsín til þess að
fundurinn verði til að bæta samskipti Rússa
og Japana, sem hafa ekki enn samið um frið í
lok heimsstyrjaldarinnar síðari vegna deilna
um yfírráð yfir Kúrfl-eyjum.
BRBTT BAND UM UNDHI
Stund
í ríki
steina
HORFÐUM Á VATNIÐ
FYRSTA ÁRIÐ
ÓLÖF PÁLSDÓTTIR
Listin Og lífið
Hóggmytidalist er rkki gömul á Islandi midai vii þai stm grrist víia um krim
og tiltilulrga fáar ísltnskar konur kafa lagt hana fjrir sig. (Aof Fálsdóttur tik
sntmma ákvöriun um ai vtria myndhbggvari ogtrl hápi brautryijrnda hir
I þtirri stitt. Hún sagii GUÐRÚNU GUBLAUGSDÓTTUR frá tildrögum
þtirrar ákvórdunar sinnar, námi sinu, storfi og hlut þtss I tinkalifi sínu.