Morgunblaðið - 02.11.1997, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.11.1997, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÓLÖF PJETURSDÓTTIR + Ólöf Pjeturs- dóttir fæddist í Reykjavík 24. ágúst 1933. Hún lést í Landspítalanum 23. október 1997. For- eldrar hennar voru hjónin Pjetur Finn- bogi Runólfsson skrifstofumaður í Reykjavík, f. 1908, d. 1960, og Guð- finna Ármannsdótt- ir húsmóðir, f. 1910, d. 1968. Systkini Olafar eru Ásgeir, f. 1932, iðnverka- maður í Danmörku, Runólfur, f. 1934, d. 1935, Runólfur, f. 1935, d. 1983, iðnverkamaður, Ármann, f. 1939, starfsmaður Almannavarna, Reykjavík, Helga Sigríður, f. 1940, húsmóð- ir í Keflavík, og Pétur f. 1943, búsettur í Reykjavík. Eiginmaður Olafar er Bjarni Árnason, klæðskeri, f. 27. des- ember 1918 í Reykja- vík. Þau gengu í hjónaband árið 1964. Foreldrar hans voru hjónin Árni Bjarna- son, skósmiður og Björg Stefánsdóttir, húsmóðir. Börn Bjarna af fyrra hjónabandi eru Árni Emil og Ástríður Björg, búsett í Reykjavík. Olöf ólst upp í for- eldrahúsum. Hún stundaði skyldunám í Miðbæjarbarna- skólanum í Reykjavík. Strax eft- ir fermingu fór hún út á vinnu- markaðinn. Aðalstarf hennar var sníða- mennska og saumaskapur á saumastofum í Reykjavík og á Akureyri en þar bjuggu þau hjónin í nokkur ár. Útför Ólafar hefur farið fram í kyrrþey. KRISTOFER SIGVALDI SNÆBJÖRNSSON + Kristófer Sigvaldi Snæ- björnsson fæddist í Ólafsvík 6. maí 1918. Hann lést á heim- ili sínu, Jökulgrunni 6 í Reykja- vik; 1. október síðastliðinn. Útför hans fór fram frá Ingj- aldshólskirkju laugardaginn 11. október. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag, því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. Og til eru ýmsir sem ferðalag þetta þrá, en þó eru margir sem ferðalaginu kvíða. Og sumum liggur reiðinnar ósköp á, en aðrir setjast við hótelgluggann og bíða. (Tómas Guðmundsson) Mig langar með nokkrum orðum að færa Kristófer frænda mínum þakklæti mitt fyrir alla hans rækt- arsemi og hlýju við okkur hjónin í gegnum árin. í raun þekktumst við Kiddi minn ekki mikið en alltaf þegar við hittumst, sem var því miður oftast við heldur dapurlegar aðstæður, svo sem jarðarfarir innan ættarinnar, þá umfaðmaði hann okkur alltaf af hlýju og innileik svo að manni hlýnaði verulega um hjartarætur. Skyldleika okkar Kidda var þann- ig háttað að mæður okkar voru systur en uppeldisaðstæður okkar urðu með ólíkum hætti. Hann missti móður sína ungur að aldri, aðeins fimm ára gamall, og fluttist þá frá Ólafsvík til Hellissands með föður sínum og ólst þar upp. Ég er fædd í Ólafsvík 1927 og flyst með foreldr- um mínum, Eufemíu Vigfúsdóttur og Einari Jónssyni, til Hafnarfjarð- ar að vori árið 1932, þá fjögurra ára gömul og síðan til Reykjavíkur þegar ég er um tólf ára gömul. Við Kiddi hittumst því aldrei í uppvextinum. Móðir mín talaði oft um Guðrúnu systur sína og börnin hennar sem höfðu misst móður sína svo ung. Ég vissi þó vel af þessum frændsystkinum mínum. Það var svo einhverju sinni á sokkabandsár- ARNI AÐALSTEINSSON + Árni Aðalsteinsson fæddist í Reylqavík 20. júní 1951. Hann lést á Reyðarfirði 22. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Reyðar- fjarðarkirkju 1. október. Elsku pabbi. Þú fórst mjög skyndilega, og vegna þess finnst mér erfiðara að kveðja þig. Pabbi, ég elska þig alveg rosalega mikið, ég veit að ég hef ekki oft sagt þér það en ég þorði það aldrei, ég var ekki viss hvernig þú myndir bregð- ast við. Fyrirgefðu? Ég sakna þín, ég sakna þess að eiga ekki föður. Þó að ég hafi aldrei búið hjá þér eftir að þú og mamma skilduð, hef ég alltaf reynt að bæta upp fyrir allan þann tíma sem við vorum aðskilin. Pabbi. Það að fara í kistulagning- una þína var það erfiðasta sem ég hef á ævi minni gert, en það var ekki fyrr en þá að ég fyrst áttaði mig á því að þú værir dáinn. t Elskulegur maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGVI SAMÚELSSON vélvirki, Álfheimum 42, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstudaginn 31. október. Anna K. Friðbjarnardóttir, Dóra Ingvadóttir, Samúel Ingvason, Anna K. Pétursdóttir, Guðrún P. Ólafsdóttir, Hlynur Ingvi Samúelsson, Ólafur Oddsson, Sabína Jónsdóttir, Hjörtur Þór Grjetarsson, Helga G. Ólafsdóttir, Halldóra K. Hjartardóttir. JÓN HÁLFDÁN ÞORBERGSSON Á kveðjustund hvarflar hugur víða. Hartnær fjörutíu ára náin og traust fjölskyldukynni þakka ég af alhug Ólöfu mágkonu minni. Hún var vakin og sofin að hlúa að því sem henni var kærast, eigin- manni, heimili, ættingjum og vin- um. Ólöf var einstök smekkmann- eskja. Hún var hamhleypa til verka og gat flestum fremur gert mikið úr litlu. Næmleiki hennar og út- sjónarsemi fann oftar en ekki far- sæl úrræði sem öðrum voru hulin. Hjónaband þeirra Ólafar og Bjama var einstaklega traust enda byggt á gagnkvæmri virðingu og vænt- umþykju. Heimili þeirra hjóna að Einars- nesi 50, Skeijafirði, er fagurt og friðsælt. Þar hafa ættingjar og vinir notið góðra stunda, ýmist innan dyra eða úti í garðinum þeirra í sumarblóma, og ávallt ver- ið velkomnir. Viðmót og verk þeirr- ar myndarlegu og kærleiksríku konu sem hér er minnst lifa með okkur sem fengum að njóta þeirrar auðlegðar. Þar sem góðir menn fara eru guðs vegir. Blessuð sé minning Ólafar Pjetursdóttur. Krislján A. Jónsson. um okkar hjónanna er við, sem ungt par, brugðum okkur í ferðalag til Ólafsvíkur og Hellissands, þar sem maðurinn minn er fæddur, að til okkar kemur maður sem vill endilega bjóða okkur heim til sín. Þar er þá kominn Kiddi Snæ. og þar hittumst við í raun og veru fyrst að því er ég best veit. Þessu heimboði fylgdi svo mikil ræktar- semi og hlýja að því höfum við aldr- ei gleymt. Við viljum því um leið þakka eftirlifandi eiginkonu hans fyrir móttökurnar forðum á Hellis- sandi. Okkur hjónum þótti afar leitt að geta ekki verið við útför Kristófers laugardaginn 11. október síðastlið- inn en aðstæður okkar leyfðu það ekki. Ég vil svo að endingu votta eigin- konu hans og ættingjum öllum sam- úð okkar hjóna. Ég vil svo enda þessi kveðjuorð og þakkarorð með erindi úr einu af ljóðum Tómasar Guðmundsson- ar: Já, þannig endar lífsins sólskinssaga! Vort sumar stendur aðeins fáa daga. En kannski á upprisunnar mikla morgni við mætumst öll á nýju götuhomi. Kæri Kiddi minn, hvíl í friði. Þín frænka, Guðrún S. Einars- dóttir Clausen. Ég skal lofa þér því, elsku pabbi, að ég skal halda sambandi við Helgu konuna þína og bömin þín yngstu, ég skal reyna að hjálpa þeim eins og ég get, þó ég geri ekki annað en að biðja fyrir þeim, Guð sér um afganginn. Ég veit að Guð hjálpar okkur öllum börnum þínum að komast í gegnum þetta. Ég mun aldrei gleyma þér, pabbi. Ég man að þú sagðir mér eitt sinn að þú elskaðir ömmu og afa ofsalega mikið þó að þú gætir sjald- an verið með þeim, ég veit að það er þeim mikils virði að vita það og kannski geturðu fylgst með þeim þaðan sem þú ert núna, hvar sem þú ert. Þín ástkæra dóttir. Árný Árnadóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang þess þess (minning@mbl.is) — vinsam- legast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línuleng — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. + Jón Hálfdán Þorbergsson fæddist á Galtarvita hinn 12. september 1931. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 11. október siðastliðinn og fór út- för hans fram frá Háteigs- kirkju 24. október. Kær frændi minn, Jón Þorbergs- son, lést fyrir aldur fram úr illvígum sjúkdómi sem hann hafði barist við á þriðja ár. Þú varst einn af mínum kærustu og uppáhaldsfrændum. Ég var svo lánsöm að fá að kynnast ykkur Siggu sem fulltíða kona þegar við fórum saman í utanlandsferð 1984 ásamt foreldrum mínum, Ragnari bróður þínum og konu hans. Það var yndislegt að sjá ykkur frænd- urna, hvernig þið stóðuð saman sem einn í rökræðum við konurnar ykk- ar um ýmis mál. Ég var oft á öðru máli en þið skemmtuð ykkur hið besta. Ég minnist líka 27. desember sl., þegar þú leiddir einkadóttur þína upp að altarinu. Stoltið og reisnin leyndi sér ekki þrátt fyrir að sjúkdómurinn væri farinn að segja til sín. Þú varst farinn að grennast aðeins, en þú gast gert grín að því og sagðir að það væri þó einn ljós punktur í þessu öllu saman því þig hefði alltaf langað til að vera grennri. Þú varst ekki maður sem barst tilfinningar þínar á torg. Ég sá þig sem feiminn og hlédrægan mann sem bar sitt í hljóði en það var alltaf stutt í bros- ið og hláturinn og þá ljómaði allt andlitið eins og sólin. Ég gleymi aldrei samtölunum sem við áttum, þá fann ég hversu hlýr maður þú varst og hvað það var auðvelt að þykja vænt um þig. Ég er alveg viss um að hann Hall- dór bróðir þinn hefur verið nálægt brosandi með útbreiddan faðminn til að taka á móti þér þegar þú kvaddir þennan heim og fórst á vit æðri heims þar sem enginn sárs- auki er. Góði guð, veittu Siggu, sem stóð + Ólafía Ragnars fæddist í Reykjavík 10. des- ember 1916. Hún lést á heimili sinu í Bólstaðarhiíð 15 í Reykjavík 23. októ- ber síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogs- kirkju 31. október. Ekkert skyggir á bernskuminningarnar um krakkahópinn á Landakotstúninu fyrir 75 árum. Við vorum þá 12 sem höfðum þau forréttindi að eiga saman þennan heim þar sem við gátum fijáls leikið okkur allan guðslangan daginn. Heimili okkar voru þijú hús, hlið við hlið vestan Unnarstígs sem þá var mjó moldargata, austan við hana gijótgarður og svo túnið sem náði alla leið að spítalanum. Gijótgarðurinn var okkur bæði skjól og hvati til alls konar leikja og stundum gerðu spörfuglar sér hreiður í einhverri holunni. Þá var gengið hægt um meðan varp og uppeldi unganna stóð yfír en hægt að kíkja og fylgjast varlega með. í rauninni vorum við hluti af óspilltri náttúrunni þar sem leikir okkar voru í takt við aðstæður hverr- ar árstíðar. Á veturna að vaða eða hoppa af veggjum og skúrum ofan í skaflana, byggja snjóhús og renna okkur á sleðum. Búin snjósokkum, sem amma eða mamma höfðu pijón- að og saumað á sóla úr gömlum filt- höttum utan yfir skóna, varð okkur svo dyggilega með eiginmanni sín- um í veikindum hans, og börnunum þeirra styrk í missi þeirra. Vertu sæll, kæri frændi. Helga Óladóttir. Elsku afi. Það er ekki auðvelt að kveðja þann sem maður elskar, sérstaklega þegar um hinstu kveðju er að ræða. Orð fá ekki lýst söknuðinum, missinum og sorginni hjá okkur sem þekktum þig. Afi í Gandi gand, eins og ég kallaði þig sem lítil stelpa, þú varst alltaf svo skapgóður og skemmtilegur þótt þú ættir erfitt vegna veikinda síðustu mánuði. Ég minnist þess þegar ég var lítil, oft að ærslast með frænku minni Tinnu Maríu, þá varst þú alltaf jafn góður og ég veit ekki til þess að þú hafir nokkurn tímann skammað okkur þótt við höfum eflaust átt það skilið, eins miklir óþekktarormar og við vorum á tímabili. Þú gafst þér alltaf tíma fyrir okkur þótt þú hefðir nóg að gera uppi á verkstæði. Að koma til þín og ömmu í Garðs- enda var alltaf jafn gott, og við gerðum margt saman, fórum í Kolaportið, í heita pottinn, að veiða eða slappa af heima og spila rommý. í Garðsendanum var alltaf að finna kærleika og hlýju, sem streymdi frá ykkur ömmu. Sem lítil stelpa kúrði ég oft á milli ykkar og ég man að ég sagði oft að það væri svo gott að kúra hjá afa, hann væri svo hlýr og mjúk- ur. Nú verðum við að lifa án þín þótt lífið verði aldrei eins eftir að þú yfirgafst þennan heim. En ég veit að þú munt alltaf vera hjá okkur og hjálpa okkur í gegnum lífið eins og þú hefur alltaf gert. Ég er stolt af því að hafa átt þig að afa, eins góður maður og þú varst, og hver stund sem ég átti með þér var sannkölluð ánægju- stund. Sigríður Sunna. ekki kalt á fótum því að þeir náðu upp fyrir hné. Á vorin og sumrin fórum við í margvíslega leiki auk þess sem við stelpurnar fylgdumst náið með hverri jurt sem gægðist upp úr mold- inni, hvemig þær smá- stækkuðu og sprungu loks út í allri sinni feg- urð. Þar var hrafna- klukkan fallegust. Ein af litlu stelpunum í þessum hópi var hún Olla. Kröftug og fjörug, bjarthærð og falleg. „Sól rís - sól sest“, ár og dagar líða og áður en varir erum við orðn- ar gamalmenni og kveðjum sviðið. Við stelpurnar sex höfum gegnum árin haldið sambandi okkar á milli þótt straumar lífs hafi borið okkur víða síðan við vorum þessi börn nátt- úrunnar. Olla var fallegt barn og falleg kona. Persóna með reisn og glæsi- brag sem bar hana yfir mannlega veikleika. Seinni hluta ævinnar varð hún að þola margs konar sjúkleika og erfiða uppskurði sem hefðu bugað marga. Viljastyrkurinn og jákvætt hugarfar ásamt djúpri og sannri trú brást henni aldrei. Þakklát fyrir að hafa notið vin- áttu Ollu í þessu lífi kveð ég hana að sinni í vissu þess að áður en langt um líður sjáumst við aftur. Kjartani og fjölskyldunni sendi ég hugheilar samúðarkveðjur. Megi Guð milda söknuð þeirra og sorg. Ágústa P. Snæland. ÓLAFÍA RAGNARS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.