Morgunblaðið - 02.11.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.11.1997, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ þrotabúum fyrir smápeninga nán- ast ónýtan íisk og demba honum á markað á fullu verði í stað þess að verðleggja í samræmi við gæðin. Pví miður hefur það verið allt of algengt í gegn um tíðina að léleg vara hafí verið á boðstólum. Þá brennir neytandinn sig og eftir það er bleikja bara bleikja og ekki spurt um hvort breytt vinnubrögð liggi kannski að baki eldinu í dag. Svona múra þurfum við að brjóta niður ef við eigum að ná almenni- legri fótfestu. En það er til þess vinnandi, bleikjan er afburða mat- fískur og þetta er að mjakast hægt og sígandi í rétta átt.“ Ber að skiJja það sem svo að þið séuð að setja betri físk á markað í dagen áður fyrr? „Eg nefndi þér dæmi um uppá- komur sem spilltu mjög fyrir mark- aðssetningu á bleikju sem matvöru. Slíkar uppákomur voru allt of tíðar. Fiskurinn sem við erum með er al- inn í lindarvatni. Við erum ekki með heitt vatn héma, en nóg af köldu vatni. Fyrir vikið erum við allt að sex mánuðum lengur að ala fiskinn í sláturstærð og þó að það sé auðvitað ekki gott frá hag- kvæmnisjónarmiði, þá teljum við að fískurinn sé betri en ella fyrir vikið. Stóri draumurinn Bleikjubændurnir slægja fiskinn er hann hefur náð sláturstærð og síðan er honum pakkað „með haus og hala“ í kælikassa og fluttur ferskur til fyrrgreinds kaupanda á Niðurlöndum. Birgir segir að kíló- verðið hafi verið stöðugt í nokkur ár, eða nálægt 350 krónur. Þetta fer eftir stöðu krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum og hefur kílóverðið minnst orðið 335 krónur sem er mun minna en það má vera til að fyrirtækið geti dafnað. í vet- ur eru horfur góðar segir Birgir og kílóverðið gæti orðið um 370 krón- ur ef gengi verði hagstætt. Og Birgir talar um „stóra drauminn“ og er beðinn um að reifa hann: „Minn stærsti draumur er að fullvinna bleikjuna og selja hana út án og margra milliliða. Til þess þarf að koma upp reykingarað- stöðu. En fyrst þarf að vinna afurð- ina betur, við fengum nýverið gæðavottun á aðstöðu til að selja á Evrópumarkað og erum komnir með alla aðstöðu til að flaka og „vacum“pakka bleikju og flytja hana út ferska eða frysta. Reykhús myndi hins vegar stórauka verð- mætasköpunina.“ Nefndu mér dæmi um það? „Jú, þetta eru einföld reiknings- dæmi. Ef við miðum við eitt tonn af slægðum fiski og þá upphæð sem við fáum í dag fyrir hvert kíló, fá- um við 350.000 krónur fyrir tonnið. Ef við flökum bleikjuna, fáum við milli 450.000 og 460.000 krónur fyr- ir tonnið. Ef við hins vegar mynd- um reykja fiskinn, fengjum við 700.000 krónur fyrir sama magn. Það kostar auðvitað peninga að koma upp þeirri aðstöðu sem til þarf og stórauka þyrfti markaðs- starfíð. En ég er ekki að segja að Glæðir eigi að koma sér upp reykofnunum. Ef við lítum á þorp á borð við Kirkjubæjarklaustur og sveitina í kring þá hefur svæðið hðið fyrir samdrátt í landbúnaði. Við á Klaustri höfum staðið frammi fyrir því að búa til okkar eigin atvinnu- tækifæri. Margir hafa litið til ferðaþjónustu og hún er blómleg á svæðinu, en það geta ekki allir ver- ið í ferðaþjónustunni og bleikjueld- ið er viðleitni til að búa til eitthvað nýtt. Eitthvað sem hefur í för með sér vaxtarbrodd. Þess vegna segi ég að Glæðir eigi ekki endilega að stækka á því sviði að setja upp reykofna og fullvinna bleikjuna. Við getum aukið framleiðslu okkar, vatnið okkar hjá Nýjabæ er fjarri því fullnýtt. Raunar erum við að koma fyrir nýju eldiskeri sem tek- ur jafn mikið og öll fyiri kerin til samans. En aðrir á svæðinu geta komið í kjölfarið, sett upp reykofna og fengið hráefnið hjá okkur eða öðrum framleiðendum á svæðinu. Samvinna getur síðan verið í mark- aðsstarfinu. Fyrsti vísirinn að þessu er þegar HORFÐ UM Á VATNIÐ FYRSTA ÁRIÐ VJÐSKDPTIAIVINNULÍF Á SUIMIMUDEGI ►Glæðir - Klausturbleikja, heitir ungt, lítið en ört vaxandi fyrirtæki í þeirri grein sem áður átti að vera óskabarn þjóðar- innar, en endaði með skelfingu, fiskeldi. Fyrirtækið er með tvískipta aðstöðu á Kirkjubæjarklaustri. Eldiskerin eru við fallega lindarlæki sem spretta undan Landbrotshrauni í landi Nýjabæjar á vesturbakka Skaftár, en verkun framleiðslunnar fer fram í litlu húsnæði inni í Klausturþorpinu. Birgir Þórisson er framkvæmdastjóri Glæðis og hann var sóttur heim í suddanum nú í haust. eftir Guðmund Guðjónsson IRGIR fæddist í Reykja- vík 8. júlí 1947. Hann er útskrifaður kennari frá KI og kom fyrst til Kirkju- bæjarklausturs til að kenna árið 1970. Fimmtán árum síðar fóru þau hjón til Reykjavíkur. Kona hans Ragnhildur Ragnarsdóttir ætlaði í nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands og notaði Birgir þá tækifærið og fór í fiskeld- istengt nám við líffræðideild HÍ, auk þess sem hann starfaði við fiskeldi hjá einni af eldisstöðvum Silfurlax í Ölfusi. Kveikjan að bleikjueldi Glæðis tengist þessu námi Birgis og al- mennum áhuga hans og Jóns Hjartarsonar, fyrrverandi skóla- stjóra á Klaustri, á fiskirækt. Þeir voru ötulir og duglegir stangaveiði- menn og voru á kafi í því að sleppa seiðum í ár og læki. Fiskeldi varð valfag hjá elstu krökkunum í grunnskólanum á Klaustri og að- staða var leigð hjá eigendum Tungulax í Landbroti. „Hugmyndin að bleikjueldinu kviknaði á þessum árum og við fór- um þrír saman af stað að kanna málið árið 1993, auk mín Bjarni Matthíasson sveitarstjóri og Þor- steinn Gíslason bóndi í Nýjabæ. Það er hann sem á allt þetta vatn. Það má segja að við höfum byrjað í einum þvottabala og fyrsta árið gerðum við fátt annað en að horfa á vatnið renna til að átta okkur á eðli rennslisins. Reyndar hefur Þor- steinn verið með rafstöð í læknum um áratugaskeið og þekkir rennsl- ið út og inn, en við vildum samt hafa þetta svona. Mörg fyrirtæki í fiskeldi hafa farið flatt af ýmsum ástæðum í gegn um árin og við vor- um samstiga um að undirbúa alla þætti þessa fyrirtækis eins og best yrði á kosið og fara umfram allt hægt og rólega í sakirnar,“ segir Birgir. Það verður seint sagt um þá bleikjumenn á Klaustri að yfir- byggingin á fyrirtækinu sé að sliga það. I hraunjaðrinum eru fáein eld- isker og rennur lækur sem vatnið gefur í gegn um lægðina. Geymslu- húsnæði eru tveir vörugámar sem hafa verið grafnir inn í hól. I lækn- um morar allt af bleikju sem sleppt hefur verið í Nýjalón sem þarna er skammt undan og leitar til hrygn- ingar í straumvatnið. Lengst af hefur framkvæmda- stjórastaða Birgis verið nánast hlutastarf samhliða kennslunni, en það er til marks um vaxandi umsvif að hann er nú í ársleyfi frá kennsl- unni til að geta sinnt bleikjueldinu betur. Hvað tekur við verður að koma í ljós. Mest til útlanda Glæðir framleiðir sívaxandi magn af bleikju og mest af fiskin- um er seldur ferskur til útlanda. En hvað er þetta mikið magn og hvar endar þessi fiskur? „Magnið fer vaxandi. Þetta er svo sem ekki mikið, 11-12 tonn á þessu ári, en til samanburðar vor- um við með 8-9 tonn í fyrra og má af því sjá aukninguna. Seiðin sem við erum með í uppvexti núna duga í 20 tonna framleiðslu á næsta ári. Megnið af framleiðslunni fer til dreifingaraðila í Hollandi og hann selur um alla Evrópu. Vaxandi eft- irspurn er eftir bleikjunni þó svo að hún teljist vera dýr.“ Hvert sclur þessi dreifíngaraðili fískinn ykkar? „Ja, við vitum nú minnst um það. Hann gætir þess mjög vandlega að við fáum ekkert um það að vita. Einu sinni slæddist á kassa frá ein- um framleiðanda faxnúmerið og þá ætlaði allt vitlaust að verða og maðurinn tók ekki við sendingunni fyrr en númerið var afmáð og öllu fógru lofað að slíkt kæmi aldrei fyrir aftur. Hann óttast það auðvit- að að viðkomandi myndi sleppa milliliðnum ef komist yrði að því hverjir kaupendurnir eru.“ Væri það nú ekki bara freist- andi? „Það er vel hægt að taka undir það og hver veit nema við förum út á þær brautir, en í bili hentar þetta fyrirkomulag okkur prýðilega. Við getum selt alla okk- ar framleiðslu og það er ekki annað að sjá og heyra en að þessi aðili geti tekið við svo lengi sem við bætum við.“ En hvað með innanlandsmarkað? „Það er auðvitað markaður fyi’ir bleikju innanlands og við höfum að- eins fetað okkur þar áfram, en það er erfitt dæmi. Það vantaði metnað hér áður fyrr og fólk brenndi sig á lélegri bleikju. Hún er frekar dýr vara og þegar fólk borgar fyrir dýra vöru gerir það réttilega kröf- ur. En hér áður var miklu af rusli skellt á markaðinn. Dæmi jafnvel um að menn væru að kaupa af ÞORSTEINN í Nýjabæ t.v. og Birgir Þórisson yfir einu eldiskerinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.