Morgunblaðið - 02.11.1997, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/RAX
STARFSMENN Pósts og síma nota tækifærið og leggja ljósleiðara þegar götur eru grafnar upp.
Stefnt er að því að breiðbandið nái til 45-55 þúsund heimila á næstu tveimur til þremur árum.
BREITT BAND UM LANDIfl
Breiðband Pósts og síma hf. tekur til
starfa á næstunni. Nú þegar teygir það
þræði sína til nær fjórðungs heimila í
landinu. Guðni Einarsson kynnti sér
ýmsar hliðar þessa nýja samgöngunets
upplýsinga og afþreyingar.
FJARSKIPTI verða sífellt um-
fangsmeiri í tilveru okkar.
Þróunin er svo ör að nýjung-
ar eru varla komar í gagnið
fyrr ,en þær þykja gamal-
dags. í dag sjáum við sam-
runa farsíma, fartölva og
staðsetningartækja í tæki sem fólk
ber í vasanum; á heimaslóð stundar
fólk viðskipti, samskipti um allan
heim og hefur ofan af fyrir sér með
aðstoð gervihnatta, sjónvarpsins,
tölvunnar, alnetsins og símans.
Símafélög eru að hasla sér völl á
sviði fjölmiðlunar og rafveitur og
fjölmiðlafyrirtæki að fikra sig út í
fjarskiptaþjónustu af ýmsu tagi.
Póstur og sími hf. (P&S) er að
hefja starfrækslu breiðbands ná-
lægt næstu mánaðamótum. Auk
þess að flytja dagskrár sjónvarps-
og útvarpsstöðva verður hægt nota
breiðbandið til að tengjast alnetinu
og væntanlega talsímakerfinu inn-
an skamms.
Þrátt fyrir glæsta möguleika
breiðbands setja ýmsir spurningar-
merki við þetta nýja framtak P&S.
Þau sjónarmið eru til að breiðbands-
kerfið sé of dýrt og að völ sé á
mun ódýrari lausnum. Fyrirtækið
hefur sinnt dreifingu ljósvakaefnis
um landið og er nú sjálft komið
með útvarps- og sjónvarpsleyfi, sem
vekur spurningar um samkeppnis-
stöðu. Viðskiptavinimir eiga óhægt
um vik að færa viðskipti sín annað
vegna ráðandi stöðu P&S á fjar-
skiptasviðinu hér á landi.
Langur aðdragandi
Jón Þóroddur Jónsson er fram-
kvæmdastjóri Þjónustusviðs fjar-
skipta hjá Pósti og síma hf. Undir
hann heyrir meðal annars breið-
bandsþjónusta, símaþjónusta og
upplýsinga- og radíóþjónusta. Hann
segir að breiðbandsþjónusta Pósts
og síma hf. eigi sér langan aðdrag-
anda, jafnvel allt frá því að P&S
hóf að leggja ljósleiðara um landið
um miðjan síðasta áratug. „Við
vissum að ljósleiðarakerfið myndi
færast sífellt nær heimilunum og
inn á heimilin að lokum,“ sagði Jón
Þóroddur. Hann segir að í raun sé
breiðbandið aðeins fyrsta skrefíð í
breiðu margmiðlunarkerfí framtíð-
arinnar.
Síðastliðið sumar setti stjórn P&S
það markmið að breiðbandið næði
til 50-60% heimila landsins á næstu
tveimur til þremur árum. Miðað við
að um 90 þúsund heimili séu í land-
inu eru þetta 45-54 þúsund heimili.
Þegar er búið að tengja rúmlega
20 þúsund heimili breiðbandi. Jón
Þóroddur segir ekki ólíklegt að
breiðbandið muni ná til 70-75 þús-
und heimila á næstu 5-6 árum.
Yfir 500 milljónir
Aðspurður taldi Jón Þóroddur
að þegar væri búið að leggja meira
en 500 milljónir króna í breiðband-
ið. Hann sagði erfitt að gefa ná-
Breiðband
BREIÐBAND vísar til þess að
kerfið flytur „breitt band“ úr
tíðnirófinu. Það merkir að hægt
er að flytja margvísleg boð í
einu svo sem sjónvarp og út-
varp, tölvuboð, símtöl og margt
fleira, hvort heldur sem er hlið-
rænt eða stafrænt. Innviðir
breiðbandskerfisins sem verið
er að byggja hér á landi eru
hvorki breiðir né fyrirferðar-
miklir; ljósleiðari - örgrannur
glerþráður sem flytur ljósboð á
svipstundu heimshorna á milli -
og kóaxkaplar sem eru líkir
loftnetssnúrum. Á milli ljósleið-
ara og kóaxkapla er tæki sem
breytir Ijóshoðum í raföldur og
öfugt. Eins er mögulegt að
senda breiðbandið gegnum rad-
íósenda um loftið líkt og algeng-
ast hefur verið með útvarps-
sendingar hér á landi.
kvæmari tölu á þessu stigi málsins
því hinar ýmsar þjónustur Pósts
og síma hf. samnýta kerfi og gerir
það nákvæma kostnaðarútreikn-
inga flókna. „Við vinnum nú baki
brotnu að því að skilgreina kostnað
við hveija einustu þjónustu sem
við erum með. Það er ekki einfalt
mál og hefur reynst erfitt öðrum
símafyrirtækjum sem hafa verið
að vinna í þessu á sama tíma og
við. Þessa mánuðina erum við að
byggja upp nýtt innheimtu- og
bókhaldskerfi til að sjá nákvæm-
lega hvað hver þjónusta kostar.
Þegar nýja kerfið fer í gang á
næst ári getum við betur sagt
hvaða kostnað hver þjónusta á að
bera í þessum sameiginlegu kerf-
um,“ sagði Jón Þóroddur.
Búið er að leggja breiðband í
megnið af húsum á Húsavík en þar
eru um 800 heimili. Ekki reyndist
unnt að fá upplýsingar um kostnað
þeirra framkvæmda. Erlendur ráð-
gjafi á sviði fjölmiðlunar sem rætt
var við sagði blaðamanni að dreifi-
kerfí, byggð á notkun ljósleiðara
og kóaxkapla líkt og P&S gerir,
væru mjög dýr lausn og því dýrari
sem Ijósleiðarinn næði nær hinum
endanlega notanda. Kostnaðurinn
við að leggja slíkar lagnir vestan-
hafs væri 1.500-3.500 bandaríkja-
dalir (um 100-250 þúsund kr.) á
hvert heimili sem lagt er að. Þá er
eftir að leggja inn í sjálft húsið.
Þegar íbúðarhverfí eru breið-
bandsvædd hér á landi leggur Póst-
ur og sími tengingu inn í hvert hús
og gengur frá tengingunni í kassa,
sem væntanlega eykur enn á kostn-
aðinn.
Jón Þóroddur segir að Húsavík
sé eins konar prófsteinn á það
hvernig staðið verður að verki í
öðrum bæjum á landinu. En hvers
vegna varð Húsavík fyrir valinu?
„Þetta er bær af mátulegri stærð
og bæjarfélagið var að fara í miklar
lagnaframkvæmdir,“ sagði Jón Þór-
oddur. Til að byija með er ætlunin
að breiðbandsvæða þéttbýliskjarna
sem liggja í nánd við ljósleiðara-
hringinn. Jón Þóroddur sagði að í
sveitum landsins yrði væntanlega
notast við einhvers konar þráð-
lausar sendingar, í stað kapalkerfis,
til að tengja sveitaheimili breið-
bandinu.
Fjárhagslegur
grundvöllur
Er þá rennt blint í sjóinn með
kostnaðinn af breiðbandinu, er ekki
vitað hvort það er fjárhagslegur
grundvöllur fyrir þessu?
„Það er ekki vafi á að það er
fjárhagslegur grundvöllur fyrir
breiðbandinu," sagði Jón Þóroddur.
„Þó að við byijum með sjónvarps-
sendingar þá ætlum við að setja
margs konar þjónustu inn á þetta
kerfi. Auk sjónvarps og útvarps
ætlum við að vera með Internet og
eflaust fara símtölin og alls konar
gagnaflutningsþjónustur sem varla
er hægt að nefna í dag inn á breið-
bandið. Þessi kerfi eiga eftir að
skila sér i framtíðinni."
En hafíð þið ekki áhyggjur af
því hve margir koma svo til með
að kaupa þjónustuna?
„Auðvitað höfum við áhyggjur
af því. En ég held að ísland sé kjör-
ið fyrir strengtenginguna. Loftnet
endast ekki of vel á húsum hér, svo
er komið að endumýjun á radíó-
dreifisendum hér og þar. Mjög víða
á Reykjavíkursvæðinu ná radíó-