Morgunblaðið - 02.11.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1997 11
dreifisendar ekki sérlega vel til
stórra svæða. í kapalkerfinu verða
sömu gæði í hvetju einasta húsi sem
verður tengt. Það er ekki hætta á
öðru en að það verði mikil þátt-
taka.“
Að sögn Jóns Þórodds er í flest-
um öðrum löndum gert ráð fyrir
að 40% heimila tengist í upphafi
og hjá P&S eru notaðar svipaðar
forsendur fyrir útreikningum á hag-
kvæmni breiðbands.
Hliðrænt kerfi
Hvers vegna er verið að byggja
upp hliðrænt sjónvarpskerfí, þegar
ljóst er að framtíðin verður í staf-
rænum kerfum?
„Breiðbandskerfið er stafrænt,
þótt sjónvarpsefnið sé sent hlið-
rænt. Sá flutningsmáti er bara
fyrsta skrefíð. Það er minnsta mál
að breyta sjónvarpinu í stafrænt,"
sagði Jón Þóroddur. En er það skyn-
samleg fjárfesting, að kaupa hlið-
ræna myndlykla og sendibúnað sem
fljótlega mun úreldast?
„Við völdum að byrja á hliðrænu
sjónvarpi vegna þess að stafræn
myndlyklakerfí hafa verið á
reynslustigi. Við ræddum það alveg
fram á sumar hvort við ættum að
hella okkur strax í stafrænt mynd-
lyklakerfi, eða það hliðræna sem
er fullprófað. Stafræna lyklakerfið
er raunar að verða til og til dæmis
notað til að læsa sjónvarpssending-
um um gervihnetti. Nú eru sjón-
varpsfyrirtæki og símafyrirtæki að
vinna að því að búa til samræmt
stafrænt læsikerfi. Þá þarf ekki
nema eina gerð af myndlykli til að
taka við efni frá hinum ýmsu aðil-
um. í dag þurfa menn sérstakan
lykil fyrir hvern sendanda og eru
með marga myndlykla.“ Að sögn
Jóns má reikna með því að þessi
samræmdi myndlykill verði í fram-
tíðinni hluti af viðtækjum og engin
þörf á að afhenda notendum sér-
staka myndlykla.
Tvenns konar
myndlyklar
Það er enskt fyrirtæki sem smíð-
ar myndlykla breiðbands P&S sam-
kvæmt lyklakerfi frá General
Instruments. Að sögn Jóns Þórodds
getur fyrirtækið útvegað nokkrar
gerðir myndlykla. Hver myndlykill
opnar aðeins eina rás í einu, en
áskrifendum verður boðið að fá
aukamyndlykil fyrir lægra verð
þannig að hægt sé að fylgjast með
tveimur útsendingum í einu, eða
horfa á eina útsendingu og taka
aðra upp.
Guðni Oddsson, deildarstjóri not-
endalína, segir að með áskrift að
breiðbandinu fylgi einóma mynd-
lykill. Fyrir lítilsháttar aukagjald
verður hægt að fá myndlykil sem
nemur víðóma hljóð, eða stereó. A
breiðbandinu verður Sjónvarpið
sent út með víðóma hljómi og tvær
til þrjár sjónvarpsrásir til viðbótar.
Víðóma lyklarnir opna stereó-hljóð-
inu beina leið inn á sjónvarpið í
gegnum loftnetstengið og ekki þörf
á svonefndu SCART-tengi. Engin
slík tengi eru á breiðbandslyklinum,
heldur svonefnd RCA audio/video
tengi.
Jón Þóroddur segir að hægt sé
að dreifa 60 sjónvarpsrásum á
breiðbandinu, með hliðrænni tækni.
P&S hefur fengið leyfi til að dreifa
24 sjónvarpsrásum og nýtir því 40%
þeirrar flutningsgetu. Auk þess
verður dreift dagskrám Sjónvarps-
ins og Bamarásarinnar. Með tækni
sem til er í dag væri hægt að bæta
við 200 stafrænum sjónvarpsrásum.
Jón Þóroddur segir hugmyndina
vera að selja áskrift að ákveðnum
pökkum þar sem spyrtar verði sam-
an tilteknar stöðvar. Síðar meir
verði hafín þáttasala og sýning
kvikmynda. Ekki er ætlun P&S að
vera með auglýsingar, nema þá frá
þeim sjálfum.
Auk sjónvarpsrásanna tuttugu
og fjögurra verða sendar út 11 út-
varpsrásir. Að sögn Guðna Odds-
sonar, deildarstjóra notendalína, er
tekið við stafrænum útvarpssend-
ingum frá gervihnöttum og þeim
breytt í hliðrænt útvarpsmerki sem
komið verður fyrir á FM bandinu.
Til að nema þessar stöðvar verður
að tengja loftnetstengi viðtækisins
við breiðbandið.
Auk sjónvarps og útvarps verða
NET LJOSLEIÐARA UM LANDIÐ
tækifærið notað til að
leggja ljósleiðara inn í
hvert einasta hús.
Þetta sé sú leið sem
til dæmis Japanir hafi
valið.
En verður sett upp
breiðband á örbylgju?
„Við munum eflaust
skoða það, en teljum
það ekki hagkvæmt í
dag. Örbylgjubreið-
band á því tíðnisviði
sem Stöð 2 og Fjölvarp
eru á er í raun ekki
ætlað fyrir þá notkun,
heldur var gefin und-
anþága vegna þess.
Örbylgjutíðnisviðin
sem eru ætluð fyrir
svona breiðband eru á
hærri tíðnisviðum sem
ekki er sniðugt að nota
hér á íslandi. Blauta
snjókoman, sem við
þekkjum vel á íslandi,
en er lítt þekkt annars
staðar í heiminum,
slekkur á þessum tíðn-
um. Ég held að fólk
hefði ekki gaman af
því á jólum eða gaml-
árskvöld að missa
sjónvarpið og símann
við það að svona snjór félli.“
Samkeppni við
kúnnana
Morgunblaðið/Golli
JÓN Þóroddur Jónsson, framkvæmda-
stjóri, með tvenns konar myndlykla sem
notaðir verða við breiðbandssjónvarpið.
í byijun tvær Internet-rásir á breið-
bandinu. Til að nota þessa gátt
þarf að setja sérstakt spjald í tölvu
netveija. Þá fá þeir nettengingu til
sín með 10 Mbita flutningshraða.
Breiðbandið verður ekki gagnvirkt
í uppha. og því verða netveijar að
nota símann til að koma boðum til
netþjónustunnar. Þessi mikla flutn-
ingsgeta flýtir mjög fyrir þegar
menn sækja stór skjöl á borð við
myndir og þess háttar.
Óþarft eða of dýrt?
Þeir eru til sem telja að samnet-
ið geti gegnt ýmsum þjónustum sem
áður var talið að þyrfti breiðband
til. Hefði verið hægt að nota sam-
netið meira í stað þess að byggja
upp breiðband?
„Þetta er alrangt. Þeir sem seldu
okkur samnetið eru jafnvissir um
það og við að samnetið er bara eitt
skref í þróuninni. Samnetið er mjög
gott til þeirra nota sem það er í
dag, en það verður það ekki eftir
nokkur ár. Þá mun breiðbandið taka
yfir. Auðvitað munu einhveijir láta
sér samnetið duga, líkt og sumir
láta sér duga bílinn sem þeir keyptu
fyrir 20 árum,“ sagði Jón Þóroddur.
Með nýjum aðferðum er hægt
að nota símavíra til að flytja m.a.
sjónvarpssendingar frá götuskáp til
heimila. Hefði ekki verið hægt að
nota símavírana í stað þess að
leggja kóaxkapla?
„Það vita allir sem fást við þetta
að öll þessi kerfi eru að þróast yfir
í ljósleiðara, alla leið heim til not-
enda, þar sem aðstæður leyfa. Ann-
ars staðar verða notuð einhvers
konar radíósambönd. Bæði samnet-
ið og aðferðir til að nota koparþræð-
ina verða notuð þar sem er of dýrt
að leggja ljósleiðara á einhveiju
tímabili,“ sagði Jón Þóroddur. Hann
segir að allra ráða verði leitað til
að koma breiðbandsmerkinu heim
til sem flestra notenda á sem ódýr-
astan hátt. Það sé ekki ólíklegt að
sums staðar, til dæmis í nýlegum
hverfum þar sem götulagnir eru í
góðu lagi, verði það gert með því
að nota koparþræðina um einhvern
tíma. Svo kemur að því að end-
urnýja þarf götulagnir og þá verður
Ekki hefur náðst samkomulag
um að dagskrár íslenska útvarpsfé-
lagsins verði á breiðbandinu. Hvað
greiðir RÚV fyrir dreifingu á efni
Sjónvarpsins?
„Við flytjum Sjónvarpið frítt á
breiðbandinu. Það er innlend og
ólæst dagskrá. Annars er eftir að
ganga frá endanlegum reglum um
þetta," sagði Jón Þóroddur. Hann
segir þetta í samræmi við svonefnda
„must-carry“-reglu sem víða gildir
erlendis. Sú regla kveður á um að
kapalfyrirtækjum beri að dreifa efni
sumra sjónvarpsstöðva ókeypis,
ýmist ríkisstöðva, svæðisstöðva eða
stöðva sem ekki krefjast áskriftar-
gjalda.
Póstur og sími hefur byggt upp
og annast rekstur dreifikerfis Ríkis-
útvarpsins. RÚV á dreifikerfið en
hefur notið ráðgjafar P&S, sem
einnig hefur annast framkvæmdir
og viðhald gegn gjaldi. P&S hefur
einnig selt öðrum ljósvakamiðlum
þjónustu með einum eða öðrum
hætti. Til dæmis fara útsendingar
Stöðvar 2 og Bylgjunnar um ljós-
leiðara P&S til senda vítt og breitt
um landið. Stoppið þið ekkert við
það að fara í beina samkeppni við
þessa viðskiptavini og opna sjón-
varps- og útvarpsstöð?
„Þetta er það sem allir eru að
gera í kringum okkur. Af hveiju
ættum við að stoppa við það á sama
tíma og rafmagnsveiturnar eru með
hugmyndir um að fara í símarekst-
ur og Landsvirkjun vefur ljósleiðara
um stóru línurnar sínar,“ spurði Jón
Þóroddur. „Þetta er hluti af fram-
tíðar margmiðlunarþjónustu. Hvers
konar innihald er um að ræða hætt-
ir að skipta máli, við munum flytja
margs konar efni. Hver er munur-
inn á því að flytja hreyfimyndir á
Internet eða endurvarpa sjónvarps-
merki sem kemur um gervihnött?
Nú er bæði hægt að fá útvarp og
sjónvarp um Internet, eru þá net-
þjónustur ekki orðnar útvarps- eða
sjónvarpsfyrirtæki? Þurfa þær þá
ekki að fá útvarps- og sjónvarps-
leyfi? Þetta er allt að renna saman
í eitt umhverfi.“
En hvað með samkeppni ykkar,
t.d. við íslenska útvarpsfélagið, sem
telur það ekki bórga sig að dreifa
Sýn til fjarlægra landshluta vegna
hárrar verðlagningar ykkar á þjón-
ustu, um leið og þið dreifíð ykkar
sjónvarpssendingum um allt land?
„Flutningur á þessum merkjum
(sjónvarpi) kostar það sama fyrir
Stöð 2, okkur sjálfa eða einhvern
annan. Breiðbandsþjónusta símans
verður að borga fyrir þennan flutn-
ing sama verð og hinir greiða. Ég
get upplýst það að þessi fyrirtæki
eru ekki að greiða mjög hátt verð
fyrir þennan flutning. Við erum þar
eins og í öðru lægri en allir aðrir í
kringum okkur.“
Jón Þóroddur telur að flutningur
sjónvarpsmerkis um ljósleiðara
verði mun ódýrari eftir mitt næsta
ár þegar nýr búnaður verður tekinn
í notkun. Nú þarf 155 Mbita gagna-
straum til að flytja eitt sjónvarps-
merki en með nýja búnaðinum
(MPEG-2) verður kleift að flytja
allt að 30 sjónvarpsrásir á sama
gagnastraumi. Þessi búnaður er dýr
en þó er ljóst að hann mun leiða
til verðlækkunar. Þá segir Jón Þór-
oddur vel koma til greina að endur-
skoða gjaldskrár fyrir leigulínur á
borð við þær sem flytja sjónvarps-
merki, þannig að gjaldið sé ekki í
beinu samhengi við aukna fjarlægð.
Jón Þóroddur segir að þessi nýi
búnaður sé forsenda þess að hægt
verði að flytja breiðbandið með til-
tölulega litlum kostnaði um allt
land.
Því hefur verið haldið fram, þar
á meðal á Alþingi nýlega, að ljós-
leiðarinn hafi að mestu verið greidd-
ur af erlendum aðilum. Hvað er til
í þessu?
Jón Þóroddur segir þetta rangt.
Póstur og sími hafi byggt ljósleið-
arakerfið og eigi það. „Ljósleiðara-
hringurinn, með öllum búnaði, kost-
aði um fjóra milljarða ef mig mis-
minnir ekki,“ sagði Jón Þóroddur.
„NATO leigði mjög stóran hlut úr
þessu kerfí til 20 ára og greiddi
rúmlega milljarð í leigu fyrirfram.“
Jón segir að þessi samningur við
NATO hafi gert Pósti og síma kleift
að byggja kerfið hraðar en ella.
Fjölvarp rekst
á breiðband
Nýlega skrifaði Hannes Jóhanns-
son, yfírmaður tæknideildar ís-
lenska útvarpsfélagsins, grein í
Morgunblaðið og vakti athygli á
vanda sem skapaðist við blöndun
fjölvarps og breiðbands. Fjölvarpið
byggist á örbylgjum sem sjónvarps:
áhorfendur taka við um loftnet. í
loftnetinu er breytir sem færir sjón-
varpsmerkið á tíðni sem sjónvarps-
tæki nema. Hannes bendir á að
erfitt geti reynst að taka bæði við
fjölvarpi og breiðbandi, til dæmis í
fjölbýlishúsum. Dreifíkerfín ráði
ekki óbreytt við að dreifa svo mörg-
um rásum. Þá er annað vandamál
og ekki minna.
Póstur og sími notar svonefnt
efra S-band til að dreifa sjónvarps-
rásum breiðbandsins, en það er
sama tíðnisvið og flest fjölvarpsloft-
net nota. Þar sem slíkt loftnet er í
notkun verður ekki hægt að taka
bæði við breiðbandi og fjölvarpi í
sama loftnetskerfi, t.d. í fjölbýlis-
húsi. Guðni Oddsson, deildarstjóri
notendalína P&S, staðfesti að ekki
væri hægt að tengja saman merki
frá fjölvarpsneti sem er gert fyrir
S-band og merki frá breiðbandi.
Til er önnur gerð af fjölvarpsloft-
netum sem breytir örbylgjutíðninni
á UHF tíðni, sú rekst ekki á breið-
bandstíðnirnar. Vilji íbúar húss sem
er með S-bandsloftnet bæði hafa
aðgang að fjölvarpi og breiðbandi
verður að skipta um loftnet og gera
breytingar, sem tæplega eru á færi
annarra en tæknimanna. Sá kostn-
aður fellur á sjónvarpsnotendur.
Þróunin er ör og nýjar dreifingar-
leiðir fjölmiðla sífellt að opnast. Þar
má nefna stafrænar gervihnatta-
sendingar. Hvað finnst breiðbands-
mönnum um þá samkeppni?
„Við óttumst ekki samkeppni.
Ég er viss um að hún kemur, en
við ætlum ekki að tapa samkeppn-
inni heldur vinna hana,“ sagði Jón
Þóroddur. „Við erum komnir til að
vera.“
Nýr fram-
kvæmdastjóri
loftferða-
eftirlitsins
• Pétur K. Maack, prófessor í
verkfræði, hefur verið settur fram-
kvæmdastjóri loftferðaeftirlits
Flugmálastjórn-
ar. Pétur er
fæddur í Reykja-
vík 1. janúar árið
1946. Hann varð
stúdent frá
Menntaskólan-
um í Reykjavík
árið 1965, lauk
fyrrihlutaprófi í
vélaverkfræði frá Háskóla íslands
árið 1968, prófi í véla- og iðnaðar-
verkfræði frá Tækniháskólanum í
Danmörku í Kaupmannahöfn árið
1971 oghlautPh.D. gráðu fyrir
rannsóknir í iðnaðarverkfræði frá
sama skóla árið 1975.
Pétur starfaði á námsárunum
m.a. í Steypustöðinni, Vélsmiðjunni
Þrym og hjá þýskum verktökum
að byggingu álversins. Að loknu
doktorsprófí kom Pétur heim og
vann m.a. hjá Iðnaðarmálastofnun,
nú Iðntæknistofnun íslands, jafn-
framt störfum við verkfræðideild
Háskóla íslands. Pétur vann sem
dósent að uppbyggingu kennslu og
rannsókna í rekstrarverkfræði inn-
an vélaverkfræðiskorar Háskóla ís-
lands frá árinu 1975 og síðan sem
prófessor frá árinu 1986. Hans sér-
svið er almenn rekstrarverkfræði,
arðsemismat og gæðastjórnun. Pét-
ur hefur skrifað margar greinar um
þessi mál sem birst hafa hérlendis
og erlendis, verið gistiprófessor í
Danmörku og Bandaríkjunum og
veitt fyrirtækjum ráðgjöf á þessu
sviði auk þess sem hann hefur kennt
á endurmenntunarnámskeiðum.
Pétur hlaut viðurkenningu Gæða-
stjómunarfélags íslands árið 1996
fyrir „faglega forystu og markvert
framlag til gæðamála á Islandi“.
Pétur heldur tengslum við Há-
skóla íslands en er formlega í eins
árs leyfi þaðan og mun m.a. annast
þar áfram nokkra kennslu. Pétri
er ekki síst ætlað að huga að gæða-
stjórnun loftferðaeftirlits svo og
Flugmálastjórnar sem stofnunar.
Pétur er kvæntur Sóleyju Ingólfs-
dóttur leikskólakennara og eiga
þau þrjár dætur.
» ♦ ♦--------
Verndun ósón-
lagsins - nýr
bæklingur
VERNDUN ósonlagsins - norræn
viðhorf nefnist nýr bæklingur sem
gefinn er út af Norrænu ráðherra-
nefndinni. Bæklingurinn verður
sendur í efri bekki grunnskóla og
framhaldsskóla til kynningar á
næstunni.
Ef forráðamenn skólanna telja
að bæklingurinn henti til umhverf-
isfræðslu geta þeir óskað eftir því
við Hollustuvernd ríkisins að fá
fleiri eintök send. Bæklingnum er
dreift án endurgjalds.
„í bæklingnum er fjallað um
ósonlagið og þýðingu þess fyrir
heilsu manna og lífið á jörðinni. Þá
er fjallað um eyðingu þess af völd-
um manngerðra efna og alþjóðlega
baráttu gegn ósoneyðandi efnum
sem hefur borið verulegan árangur
eftir að skrifað var undir svokallaða
Montreal-bókun fyrir 10 ámm.
Einnig er kafli í bæklingnum um
gróðurhúsaáhrif af mannavöldum
og hvernig sá vandi tengist eyðingu
ósonlagsins.
Bæklingurinn er unninn af sér-
fræðingum á Norðurlöndunum
þ.á m. Gunnlaugu Einarsdóttur hjá
Hollustuvernd ríkisins. Hollustu-
vernd hefur einnig veg og vanda
af dreifingu bæklingsins hér á
landi," segir í fréttatilkynningu frá
umhverfísráðuneytinu.
L*l