Morgunblaðið - 02.11.1997, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 02.11.1997, Qupperneq 8
8 SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Vinaspj allid hækkar^ mn 124% á einu ári ÞAÐ þýðir ekkert að hringja í lögguna, blaðrararnir ykkar. Þetta er topp leyndó rán . . . Fyrirlestur sérfræðings um öryggi gagnabanka Ekki má gleyma hættunni af ónákvæmni og villum ÞEGAR rætt er um persónuupplýs- ingar er yfirleitt einblínt á friðhelgi þeirra, en Leslie Roberts, sem hefur sérhæft sig i öryggi gagnabanka í áratug og flutti fyrirlestur á ráð- stefnu Skýrslutæknifélags íslands í vikunni, sagði í samtali við Morg- unblaðið að ekki mætti heldur gleyma hættunni af ónákvæmni eða villum í gögnum. Roberts sagði að þegar setja ætti upp gagnabanka þar sem til dæmis væru upplýsingar um starfs- menn fyrirtækja eða gögn úr rann- sóknum til hvers nota ætti upplýs- ingamar og hvað mundi gerast ef þær yrðu misnotaðar. Síðan yrði að gera nauðsynlegar ráðstafanir með hvað hagkvæmustum hætti til að fyrirbyggja misnotkun og draga úr þeim áhrifum, sem hún gæti haft í för með sér. „Það er mikilvægast að gleyma ekki hættunni og afleiðingunum," sagði hún. „Það verður að nást jafn- vægi.“ Ýmsar gildrur Að hennar sögn Ieynast ýmsar gildrur þegar slík kerfi eru skipu- lögð. Sérstaklega beri að huga að því hversu mikil nákvæmni sé við- höfð vegna þess að fólk sé mann- legt, geri mistök og geti skjátlast. „Tökum sem dæmi að skráð hafí verið rangt eða villa leynist í gögn- um,“ sagði Roberts. „Síðan verði farið að nota röng gögn. Þá væri hættan ekki aðeins sú að öll vinnan færi forgörðum heldur gæti komið fram beinlínis hættulega vara, til dæmis lyf. Því er nauðsynlegt að tryggja að gögnin standist þannig að menn fái ávinninginn, sem þeir sækjast eftir.“ Með síaukinni tölvu- og netvæð- ingu eykst samgangur milli gagna- banka. Upplýsingar, sem áður voru aðeins aðgengilegar í ákveðinni stofnun, er nú hægt að nálgast milli stofnana og jafnvel utan þeirra. Roberts sagði að í þessu sam- bandi væru vandamálin meiri í Bandaríkjunum en á Bretlandi. „í Bandaríkjunum er hægt að komast að nánast hveiju sem er um hvem sem er og innan um alla þá, sem nota þetta í saklausum tilgangi, lejmast einn eða tveir þijótar," sagði hún. „Þegar verið er að vernda gögn þarf að huga að þrennu," sagði hún. „Til að misnota gögn þarf þekkingu, menn þurfa að fá tæki- færi til þess og hafa viljann. Það er ekki hægt að stjóma þekking- unni og enginn hefur hugmynd um hvað annað fólk vill, en það er hægt að stjórna því hvort menn fá tækifæri til þess að vinna einhvern óskunda. Aðeins þar er hægt að taka á vandanum. Stór fyrirtæki og stofnanir ganga hins vegar oft út frá því að fólk annaðhvort hafí ekki þekkinguna eða viljann og sú ályktun er ekki á traustum gmnni byggð.“ Misnotkun valdið uppnámi en ekki ijóni Hún sagði að afstaða Breta til varðveislu gagna væri af tvennum toga. Annars vegar væm þeir, sém stæði á sama um það hver vissi hvað um þá. Hins vegar væm þeir, sem teldu að verið væri að ryðjast inn á borgaraleg réttindi þeirra. Ýmis lög hefðu verið sett til að vemda rétt þessa fólks, en það væri enginn vafí á því að upplýs- ingar væru misnotaðar. „Þetta hef- ur valdið mörgum uppnámi," sagði Roberts. „En ekki beinlínis tjóni.“ Hún sagði að í Bretlandi væri sérstakt embætti til vemdar upplýs- ingum, sem sækti mál þegar upp- lýsingar væm notaðar í öðm skyni en þær væm varðveittar. Hún nefndi sem dæmi heilsugæslustöð á Bretlandi þar sem upplýsingar um sjúklinga hefðu legið á glámbekk og heyrst hefði til starfsmanna þar sem þeir voru að ræða alnæmis- sjúklinga með nafni yfír hádegis- verði í mötuneytinu. I þessu tilfelli hefði sennilega enginn orðið fyrir beinu tjóni, en hins vegar væri það ekki ósk sjúklinga að mál þeirra væm borin á torg með þessum hætti. A MITSUBISH Sjónvörp og myndbandstæki í hæsta gæðaflokki i - *%. /9.0. 29” með öllu! Hicam Stereo - Digítal S&und Dolby Pro Lo«jrc hcimabíð nneð 4 aukahátólurum ofl. "Best buy Av/ard" verðtaun fyrlr bostu kaupin! MITSUBISHI M-7S1 Mest selda STEREO myndbandstæki á íslandi! 6 hausa Hi-Fi Nicam Stereo, Myndvaki (Show View), NTSC afspilun (USA kerfið), sjátfvirk stöðvaleitun, góð kyrrmynd, ofl. ofl. HIJÓMCO Fákafen 11 Simi 568 8005 UMBOÐSMENN UM LAND ALLT Námstefna um forvarnir og krabbamein Tengsl krabba- meins og áhættuþátta Kristín Sophusdóttir FAGDEILD hjúkmn- arfræðinga á krabbameinssviði var stofnuð hinn 12. maí árið 1996 og vom félagar hinn 1. apríl síðastliðinn 90 talsins. Markmið deild- arinnar er að stuðla að efl- ingu forvama og auka gæði hjúkrunar krabba- meinssjúklinga með því að veita stjómum og nefndum Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga, FÍH, ráðgjöf um hjúkrun einstaklinga með krabbamein, hafa áhrif á stefnu stjómvalda í heilbrigðismálum og standa vörð um hagsmuni sjúklinganna. Jafnframt að stuðla að aukinni fræðslu til skjólstæðinga um and- leg, líkamleg og félagsleg viðbrögð og viðeigandi úrræði á öllum stigum krabbameins. Einnig að bæta menntun á sviði hjúkmnar einstaklinga með krabbamein, hvetja til aukins sam- starfs við hjúkmnarfræðinga og stuðla að aukinni samvinnu við aðrar heilbrigðisstéttir til þess að tryggja samfellu í þjónustu við krabbameinssjúklinga og fjöl- skyldur þeirra. Loks að hvetja til þróunar og þátttöku í rannsóknum á sviði hjúkmnar sem snúa að ein- staklingum með krabbamein og mynda og efla tengsl við stofnanir og félög sem veita þjónustu á sviði krabbameins. - Hvernig er starfsemi fag- deildarinnar háttað? „Við höldum reglulega fræðslu- fundi fyrir meðlimi fagdeildarinn- ar og emm meðlimir í Evrópusam- tökum krabbameinshjúkmnar- fræðinga. Stofnaðir hafa verið vinnuhópar innan fagdeildarinnar; forvamarhópur, rneðferðarhópur og líknarhópur. Ákveðið var að helga árið forvörnum og því ætlum við að þessu sinni að efna til nám- stefnu, meðal annars um krabba- meinsforvarnir." Námstefnan verður haldin á morgun, mánudag, í Tæknigarði og hefst klukkan 17. Hún er opin þeim sem vinna með krabbameins- sjúklinga og hafa áhuga á umfjöll- unarefninu. - Hvert verður umfjölluniirefn- ið? „Yfirskrift námstefnunnar er forvamir og krabbamein því við viljum hvetja hjúkmnarfræðinga og aðra til umhugsunar um tengsl ákveðinna áhættuþátta við krabbamein og hvaða hugsanlegar leiðir má fara til þess að fjarlægja hætturnar; breyta lífsstíl og greina sjúkdóminn snemma eða á forstigi. Árið 1995 greindust 1.024 íslendingar með krabbamein, sem er heldur hærra hlutfall en árin áður, og í árs- lok vom um 6.000 krabbameinssjúklingar á lífí. Á hveiju ári deyja um 500 einstakl- ingar vegna krabbameins, fíestir úr lungnakrabbameini. Vitað er að reykingar em aðaláhættuþáttur lungnakrabbameins og talið að yfir 90% tilfella megi rekja til þeirra.“ - Um hvaða þætti verður heist fjallað? „Dr. Hólmfríður Gunnarsdóttir hjúkmnarfræðingur byijar á því að tala um vinnu og krabbamein, dr. Snorri Ingimarsson læknir fjallar um streitu og krabbamein, en talið er að streita bæli ónæmis- kerfið, Margrét Hákonardóttir hjúkmnarfræðingur fjallar um ► Kristín Sophusdóttir fæddist í Reylgavík árið 1952. Hún lauk prófi frá Kvennaskólanum árið 1969 og útskrifaðist sem hjúkr- unarfræðingur frá Hjúkrunar- skóla íslands árið 1974. Árið 1979-1980 stundaði hún nám í hand- og lyflæknishjúkrun við Nýja hjúkrunarskólann og krabbameinshjúkrun við Fins- en-sjúkrahúsið {Kaupmanna- höfn 1981-82. Kristín iauk síðan BS-prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla íslands árið 1995. Hún er hjúkrunarframkvæmdastjóri handlækninga- og krabba- meinsdeilda Landspítalans og formaður Fagdeildar hjúkrun- arfræðinga á krabbameinssviði, sem er deild innan Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga. slökun og sálarró, Bryndís Eva Birgisdóttir matvælafræðingur fjallar um mataræði, vítamín og andoxunarefni, Ingileif Ólafsdóttir hjúkmnarfræðingur fjallar um reyklausa kynslóð og Steinunn Thorlacius líffræðingur talar um krabbamein og erfðir. - Hvernig er forvarnarstarf fiokkað? „Forvamir á fyrsta stigi felast meðal annars í því að draga úr áhættu með skynsamlegu matar- æði og breyttum lífsstíl. Talið er að rekja megi 30-50% krabba- meinstilfella til mataræðis og 20-30% til reykinga. Með annars stigs forvömum er átt við það að greina sjúkdóminn snemma eða á forstigi svo með- ferð beri sem mestan árangur. Ein leið til þess er sjálfsskoðun, til dæmis á bijóstum, eistum, húð og munnholi. Sjö hættumerki sem fólk getur verið á varðbergi gegn eru breytingar á hægðum og þvaglátum, sár sem ekki grær, óeðlileg blæðing eða útferð, þykkildi eða hnútar, meltingartmflanir eða kyngingarerfiðleikar, breyting á vörtu eða fæðingar- bietti og þrálátur hósti eða hæsi. Með þriðja stigs forvörnum er reyr.t að koma í veg fyrir eða draga úr afleiðingum sjúkdóms og veikinda með viðeigandi meðferð og endurhæfíngu." — Hvað annað hefur fagdeiidin verið að fást við? „í haust var boðið upp á viðbót- arnám í krabbameinshjúkrun á námsbraut í hjúkrunarfræði. Námskeiðið er sett upp í samvinnu við fagdeildina en Nanna Friðriks- dóttir lektor hefur umsjón með því. Þar er meðal annars fjallað um fyrsta og annars stigs krabba- meinsforvarnir." 500 deyja árlega vegna krabbameins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.