Morgunblaðið - 02.11.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.11.1997, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ H Af 70 ára sjúkrahús- þjónustu í Kristnesi Sjúkrahúsþjónusta í Kristnesi átti sjötíu ára afmæli í gær, 1. nóvem- ber. Haildór Halldórs- son yfirlæknir rekur hér þessa sögu og að- dragandann. HELGI magri, fyrsti landnámsmaður í Eyja- firði, hefur líklegast ver- ið allvel kristinn enda helgar hann, einn landnámsmanna, bæ sinn Kristi og nefnir hann Kristnes. Með tíundarlögum, er komust á 1096, var fé sem gefið var til guðs- þakka undanskilið tíund og urðu snemma ýmsir góðviljaðir menn til að gefa stórmikið fé til fátækra- framfærslu og annarra menningar- mála, jafnvel jarðarparta eða heilu jarðimar til reksturs sælubúa, sem voru eins konar gistihús sem veittu ókeypis gistingu, og kristsbúa, sem í raun voru framfærslustofnanir fyrir fátæklinga. Oft gáfu menn kristsfé fyrir sálu sinni. Þegar á landnámsöld var talin drengskap- arskylda að liðsinna snauðum mönnum og þurfandi og með stofn- un hins foma lýðveldis voru fá- ! tækramálin tekin svo föstum tök- um að fágætt mun hafa verið, ef ekki einsdæmi, á þeim tímum. Eitt dæmi um kristsfjárkvöð er hvíldi á jörðum í Vaðlaþingi var að i Þorvaldur vasi Ögmundsson seldi Halldóri presti Loftssyni hálft j Kristnes 1393 með þeirri kvöð að | þar skyldi vera ævinleg ómagavist fyrir kvengildan ómaga. Kristnes virðist vera eina jörðin sem krists- fé hefur haldist á fram yfir siða- skipti og er þess getið í ferðabók Ama Magnússonar. Var kristsféð lagt til spítalans i Möðrufelli er , hann var stofnaður. Flestar krists- fjárkvaðir í Hólabiskupsdæmi hinu f forna hurfu er jarðirnar komust ‘l undir konung. Heilsuhælismálið | Kvenfélög og ungmennafélög | höfðu staðið fyrir fjársöfnun til Ibyggingar heilsuhælis fyrir Norð- urland frá 1918. í febrúar 1925 var stofnað Heilsuhælisfélag Norður- lands. Ragnar Ólafsson var formað- j ur félagsstjómar og síðar einnig formaðm- stjómar Heilsuhælisins þegar það tók til starfa. Stjómin fékk húsameistara ríkisins til að j teikna hælið og landlæknir var til j ráðuneytis. Hælinu var valinn stað- ur í Kristnesi. í apríl ‘26 var sam- þykkt að taka tilboði Jóns Guð- mundssonar og Einars Jóhannsson- KRISTNESSPÍTALI árið 1927 en hann hét fyrst Heilsuhæli Norður- lands, Kristnesi. Myndin er frá ljósmyndadeild minjasafnsins á Akureyri. Morgunblaðið/Kristján HALLDÓR Halldórsson, yfirlæknir, við málverk af Kristnesi en verk- ið málaði Freymóður Jóhannsson (12. september) árið 1927. ar um að reisa hælið og afhentu þeir stjóm Heilsuhælisfélagsins bygg- inguna 2. október 1927. Kostnaðar- áætlunin stóðst. Kostaði hælið full- búið 512 þúsund krónur og var um helmingur þess söftiunar- og gjafafé en um helmingur framlag úr ríkis- sjóði. Húsameistarinn var Guðjón Samúelsson, sem mun ekki hafa tekið greiðslu fyrir vinnu sína. Sá alþingismaður sem fastast íylgdi málinu fram var Jónas Jónsson frá Hriflu. Berklaplága Astandið í heilbrigðismálum Norðlendinga mun vægast sagt hafa verið hörmulegt á þessum ár- um. Berklarnir herjuðu svo að heil- ar fjölskyldur hrandu niður og heimili sundraðust. Arið 1925 þjáð- ust nálega þrír fjórðu þeirra sjúk- linga sem dvöldust á Sjúkrahúsi Akureyrar af berklum. Vígsla Hinn fyrsta nóvember 1927 var Heilsuhæli Norðurlands í Kristnesi vígt og kom fjöldi fólks að vigsl- unni, fjögur til fimm hundrað manns. Sr. Gunnar Benediktsson annaðist helgistund, Ragnar Ólafs- son hélt ræðu svo og Jónas Jóns- son ráðherra, Guðmundur Bjöms- son landlæknir og Guðjón Samú- elsson húsameistari. Þjónusta hafin Jónas Rafnar hafði verið ráðinn læknir hælisins um ári áður en það tók til starfa og fór þá til Norðurlanda og Þýskalands að kynna sér nýjungar í lækningum berkla og starfrækslu berklahæla þar. Hann var yfirlæknir hælisins frá upphafi til ársloka 1955. Fyrstu fjórir sjúklingarnir innrit- uðust á hælið 17. nóvember 1927 og í árslok vora 47 berklasjúkling- ar inniliggjandi. I árslok árið eftir var fjöldinn 61, í árslok ‘33 voru 74 innritaðir og 1941 fór sjúklinga- fjöldinn í fyrsta sinn upp í 80. Fyrsta, yfirhjúkranarkonan var Sólborg Bogadóttir en Margrét Einarsdóttir tók við starfinu árið eftir. Eiríkur Brynjólfsson var ráðsmaður frá upphafí, síðan framkvæmdastjóri allt til 1978. Starfsemi hælisins Snorri Ólafsson, sem kom til starfa á Kristneshæli 1951 og var yfirlæknir frá ársbyrjun ‘56 til nóv- ember ‘76, skýrði svo frá starfsem- inni í stuttri grein í blaðinu Reykjalundi 1966 að fyrstu árin og fram til um 1935 hefðu einkennst af því vonleysi sem þá ríkti í berklamálunum og algengt hefði verið að sjúklingar útskrifuðust af hælinu veikari en þeir vora við komu. Frá 1936 fram um 1960 hefði hins vegar farið að rofa tii í baráttu við berklana. Þá hefði aldrei komið fyrir að veikir sjúk- lingar væra sendir heim og verið möguleikar á að veita öllum sjúk- lingum með virka berklaveiki hæl- isvist. Með árinu 1935 hófst skipu- lögð herferð gegn berklum í land- inu með stofnun embættis berkla- yftrlæknis. A áranum kringum 1950 komu berklalyf til sögunnar sem gjörbreyttu allri læknismeð- ferð og nokkram áram síðar var farið að beita lungnaskurðaðgerð- um við berklum. I grein Snorra stendur: „Yfirleitt verða nú öll ný tilfelli af berklum læknuð. Á þessu tímabili hrapar dánartala úr berkl- um úr 2-300 á ári niður fyrir 10 á ári.“ Upp úr 1955 fer berklasjúk- lingum á hælinu fækkandi. I ársbyrjun 1961 var hælinu deildaskipt. Á A-deild vistuðust berklasjúklingar og vora í upphafi 29 innritaðir en á B-deild vora hjúkrunarsjúklingar. Berklasjúk- lingunum fækkaði stöðugt, vora í ársbyrjun ‘66 aðeins 7. Deildaskipt- ingunni lauk frá og með árinu ‘76 og þar með þjónustu við berklaveika enda þörfin ekki lengur fyrir hendi. Hins vegar fjölgaði strax við deilda- skiptinguna þeim sem vistuðust á hælinu af öðram ástæðum en berklaveiki og er heildarfjöldi inniliggjandi strax fyrsta áiið allt að 74. Mesti fjöldi inniliggjandi á Kristneshæli mun hafa verið 15. maí 1968, eða alls 94, þar af 19 berklasjúklingar. Fyrsta árið eftir að hætt var að deildaskipta vora þar fæst 76 en flest 85 innritaðir en fór síðan fækkandi, árið 1984 fæst 39, flest 61. Lífið á hælinu Ekki verður af eigin raun lýst líf- inu og þjónustunni á hælinu á berklaáranum en maður getur rétt aðeins látið sér detta í hug hvemig aðbúnaðurinn var og þrengslin, því að auk mikils sjúklingafjölda bjó starfsfólkið í hælisbyggingunni. Ibúð fjölskyldu yfirlæknisins var vestast á neðri hæðinni og sumt starfsfólkið bjó uppi á háalofti eða þar til „háaloft hælisins brennur að köldum kolum um kvöldið" eins og Jónas Rafnar skrifar í dagbók sína 7. janúar 1931. Auðvitað var þakið endursmíðað og 1. ágúst 1931 var byrjað að reisa bústað læknis og starfsfólks fyrir ofan hliðið heim að hælinu. Ellefta febrúar 1932 skrif- aði Jónas: „Flyt yfir í nýju læknisí- búðina.“ Líklega hefur annað starfsfólk flutt um svipað leyti og síðan hafa eingöngu sjúklingar vistast í hælisbyggingunni. En að í þessu húsnæði, sem við teljum eftir kröfu nútímans eingöngu rúma 42 sjúklinga, skuli hafa verið hægt að hola niður 70 til 80 og jafnvel 90 manns í senn er með ólíkindum. Dánartíðni úr berklum var mjög há framan af og sem dæmi um það sagði maður, sem var á endurhæf- ingardeildinni fyrir einu eða tveim- ur áram og hafði verið á Kristnes- hæli sem berklasjúklingur á stórri stofu nokkra mánuði, að þrír stofu- félagar hans þar hefðu látist meðan hann dvaldist á hælinu og að það hefði verið jafneðlilegt umræðuefni við morgunverðarborðið og veðrið hverjir hefðu dáið um nóttina. í upphafi var ekki mikið hægt að gera fyrir berklasjúklingana annað en veita þeim aðhlynningu, gott húsaskjól, hollt mataræði og fræðslu um sjúkdóminn. Um leið og hælið reis var komið upp legu- skálum þar sem sjúklingamir lágu undir hlýjum teppum og önduðu að sér hreinu útiloftinu. Sautjánda maí 1933 hefur Jónas skrifað: „Byrjað að liggja í efri skála.“ Sú meðferð hefur greinilega verið rek- in af hörku, ef dæma má eftir þess- ari bókun Jónasar hinn 24. október 1929: „Norðanstórhríð. Ekki legið í skála.“ Annan janúar 1928 skráði hann: „Byrjað á ljóslækningum." Félagsstarf virðist hafa verið með blóma á berklaárunum. Sjöunda desember 1938 vora samtökin Sjálfsvöm Kristnesi formlega stofn- uð af 60 berklasjúklingum sem dvöldust á hælinu og varð síðan fé- lagsdeild í SÍBS. Jónas Rafnar stóð fyrir því að koma upp bókasafni á hælinu strax við stofnun þess og skrifaði blaðagrein þar sem hann óskaði eftir stuðningi við að koma þessu bókasafni upp handa sjúk- lingum. Fólk varð vel við þessu og árið 1928 vora 480 bundnar bækur í safninu. Síðar styrkti Sjálfsvöm bókakaup til endumýjunar safninu. Á tímabfli gáfu samtökin út ársrit, stóðu fyrir skemmtunum, skemmti- ferðum og leikhúsferðum, höfðu umsjón með afmælisdegi hælisins ár hvert og útveguðu skemmti- krafta. Haldin vora spilakvöld, skákkeppnir, kvöldvökm- með söng, upplestri, leikþáttum og stundum dansi á eftir. Eins vora kaffisam- sæti og kvikmyndasýningar sem vora jafnvel tvisvar í viku þegar best lét. Sjálfsvöm rak dálitla versl- un og af ágóða hennar var stofnaður sfyrktarsjóður sem veitti sjúkling- um bæði lán og styrki. Stór hluti berklasjúklinganna var ungt fólk og allt niður í böm og því eðlilegt að það hefði þörf fyrir fé- lagslíf þegar það fór að hressast, enda buðust ýmiskonar viðburðir. Á hælið komu bæði ýmsir söngkórar, flestir úr nágrenninu, en í júni 1935 kom Karlakór KFUM og þekktir einsöngvarar komu og sungu: Sig- urður Skagfield, Eggert Stefánsson og María Markan auk heimamanna, Jóhanns Konráðssonar og fleiri. MA-kvartettinn söng á hælinu 23. nóvember 1935. Jónas hefur skrifað í dagbók sína á nýársdag 1929: „Jazzorchester, X-bandið spilar", og fyrsta nóvember 1930 á aftnæli hæl- isins: „Jazzmúsík og dans.“ Nær undantekningarlaust var einhver samkoma á vígsludegi hælisins, helgistund og gjaman einhver söngur, upplestur eða ræður, kvæðalestur og stundum dans. Vinnustofur fyrir sjúklinga í aft- urbata tóku til starfa í nýreistri viðbyggingu árið 1948. SIBS sá lengst af um rekstur þeirra. Það var saumastofa, trésmíðaverkstæði og bókbandsvinnustofa. Einnig vora búnar til vírlykkjur til að binda saman steypustyrktarjám, síðar framleidd stokktré. Má segja að þetta hafi verið fyrsti vísir að endurhæfingu í Kristnesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.