Morgunblaðið - 02.11.1997, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 02.11.1997, Qupperneq 50
50 SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA ÍDAG Kristin einingarhyggja Eftir situr í hugskotinu meðvit- undin um það, segir sr. Heimir Steinsson, að hinztu rök tilver- unnar hafí opinberazt þér skilmálalaust. KJARNI allrar trúarreynslu er meðvitund hins trúaða um ein- ingu við Guð, að Guð vefji bænar- manninn örmum og sameini hinn lotningarfulla sjálfum sér. Eining- ar þessarar er getið víðs vegar í heimildum um trúarbrögð mann- kyns. Skáld yrkja um sama veru- leika. Alkunnugt stef úr íslenzk- um nútímabókmenntum er „kraftbirtíngarhljómur guðdóms- ins“ sem frá er skýrt í Heimsljósi Halldórs Laxness. Einnig neftii ég ljóðið „Leiðslu" eftir Matthías Jochumsson. í kristnum sið teng- ist umrædd meðvitund Kristi Jesú. Vér kristnir menn, konur og karlar, gjörumst eitt með Kristi og í honum eitt með Guði i sakramentum heilagrar kirkju og í bæn vorri og íhugun. Sú eining, sem hér um ræðir, er leyndardómur trúarinnar. Þetta hugsanaferli er kennt við „mystík" á erlendum málum. Lýs- ingarorðið sem tengist því er „mystískur", og sá sem iðkar ein- ingu við Guð er nefndur „mystí- ker“. Þessi orð eru iðulega þýdd á íslenzku sem dulspeki, dulspeki- legur og dulspekingur. Sú þýðing er þó á tæpu vaði þar eð íslenzku orðin skírskota einnigtil svo- nefndra „dulrænna fyrirbæra", en þau eru alls óskyld „mystík“ í merkingunni eining Guðs og hins trúaða. Betra er að þýða orðið „mystík" sem „einingar- hyggju" eða „einingarvitund" og draga önnur orð og orðasambönd af þeim frumorðum. Einingarvitund í Nýja testamentinu Stundum er sagt, að það að vera kristinn maður merki það að trúa því, sem Jesús frá Nazar- et trúði um sjálfan sig. Jesús var einingarhyggjumaður. Vitund sína um einingu við Guð föður almáttugan skapara himins og jarðar tjáir hann t.d. með eftirfar- andi orðum: „Ég er í fóðurnum og faðirinn í mér“ (Jóh. 14:10) og síðar í sama ritningarversi: „Faðirinn, sem í mér er, vinnur sín verk.“ - Hliðstæðar yfírlýs- ingar og líkingar er víða að finna í guðspjöllunum. í beinu framhaldi af þessu seg- ir Jesús síðan við lærisveina sína: „Verið í mér, þá verð ég í yður“ (Jóh. 15:4) og einu versi síðar: „Sá ber mikinn ávöxt, sem er í mér og ég í honum, en án mín getið þér alls ekkert gjört." Hér er dregin saman eining Guðs föð- ur, Guðs sonarins Krists og hinna trúuðu. Sömu hugsun er að finna í „Fyrirbæn Jesú“, en þar biður hann þess um lærisveina sína, „að allir séu þeir eitt, eins og þú, fað- ir, ert í mér og ég í þér, svo séu þeir einnig í okkur, til þess að heimurinn trúi, að þú hefur sent mig“ (Jóh. 17:21). Fj'ölmörgum sinnum talar Páll postuli um það í bréfum sínum að vera „í Kristi“. Þessi orð merkja þá leyndardómsfullu ein- ingu við hinn upprisna og við al- máttugan Guð, er að ofan getur. Fræðimenn hafa löngum talað um „Kristsmystík" Páls postula eða „Krists-einingarhyggju" hans. Meðvitund postulans um einingu við hinn upprisna og þar með við Guð föður lýsir hvarvetna af skrif- um hans. Sú einingarvitund er í fyllsta samræmi við framanrituð orð frelsarans sjálfs. Einingarhyggja í sögu kirkjunnar í hugmyndasögu kristinna manna gætir einingarhyggju nær hvarvetna. Hún var útbreidd í fomkirkjunni og blómstrar mjög öldum saman í Austurkirkjunni, þ.e.a.s. í hinni grísk-kaþólsku kirkju. Kaþólskar miðaldir ein- kennast ítrekað af ríkulegri ein- ingarvitund fjölda kristinna rit- höfunda. Margir andlegir forystu- menn mótmælenda á síðari öldum hafa fetað áþekka slóð. Höfuðeinkenni þeirrar ein- ingarhyggju, sem þróaðist meðal mótmælenda, var sú áherzla, er lögð var á endurheimt guðsmynd- ar mannsins. Guðsmyndin er nefnd „neisti", „þungamiðja" eða „grundvöllur“ sálarinnar, „hið heilaga sjálf‘, „innra ljós“ eða „Kristur í hjarta voru“. Með því að beina sjónum vomm inn á við lítum vér þessa auðlegð augum og sameinumst Guði í launkofa sálarinnar. Annað sérkenni kristinnar ein- ingarhyggju birtist í áherzlu á raunvemleika hugheimsins. Mað- urinn sjálfur á innstu vem sína þar. Hann á þess kost að stað- reyna hinn óhaggaða raunvem- leika hugheimsins nú þegar hér á jörðu með bæn og íhugun. Þegar kristin einingarhyggja er borin saman við hliðstæðu sína innan annarra trúarbragða, sker það úr, að í kristnum sið samein- ast vilji Guðs og vilji mannsins til góðra verka hið ytra. Kristnir einingarhyggjumenn snúa ekki baki við heiminum. Þvert á móti beina þeir kröftum sínum að hinni góðu sköpun Guðs og beita sér fyrir varðveizlu þeirrar sköpunar og aleflingu hennar. Sú innri upp- bygging, sem sprettur af einingu sálarinnar við Krist og við Guð, er hagnýtt í þjónustu Guðs ríkis ájörðu. Einingarreynslan sjálf Hér að ofan er ítrekað talað um bæn og íhugun sem forsendur þeirrar samsemdar Guðs og manns, er kristnir einingar- hyggjumenn vitna um. Með þessu fer því þó fjarri, að öll sagan sé sögð. Kristin einingarvitund byggir á trúarreynslu. Þá reynslu þekkja fjölmargir. Þeir vita, að menn verða hennar iðulega að- njótandi fyrirvaralaust og án nokkurra aðgjörða: Skyndilega er Guð nærstaddur, þar sem þú gengur eftir götunni undir þung- búnum himni eða skínandi sól. Hann strýkur þér um vanga, meðan þú situr við skrifborðið þitt eða erfiðar í skurðinum, sem þú ert að grafa. Þú skynjar óhagganlegan og altækan v_eru- leika við hjartarætur þínar. í einni andrá er öllu til skila haldið, lífi þínu og tilverunni í heild. Full- komin öryggiskennd er grunn- tónn einingarreynslunnar. Síðan líður einingin hjá. Eftir situr í hugskotinu meðvitundin um það, að hinztu rök tilverunnar hafí opinberazt þér skilmálalaust. Og einingin kemur aftur. E.t.v. líða langar stundir, unz þú stað- reynir hana á ný. E.t.v. skamm- ar. En þú veizt hún kemur aftur - og aftur. Sú vitneskja veldur því, að dyr standa þér opnar héð- an í frá. Þessar dyr heita „hlið himnaríkis", ogeinn góðan veður- dag er þér ætlað þar inn að ganga. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson ALLIR spilarar hafa bæði unnið og gefíð „vonlaus" þrjú grönd. En Michael Rosenberg hefur sennilega aldrei unnið vonlausari þijú grönd en þessi hér gegn Kínveijum 1 átta liða úrslit- um HM: Vestur gefur; allir á hættu. Norður ♦ Á 4 G984 ♦ 752 ♦ 107652 Vestur ♦ DG42 4 KD1075 ♦ 6 * DG9 Austur ♦ K9875 ¥ 3 ♦ KG84 ♦ 843 Suður ♦ 1063 ¥ Á62 ♦ ÁD1093 ♦ ÁK Vestur Norður Austur Suður Fu Zia Wang Rosenb. 1 hjarta Pass 1 spaði 2 tígiar 2 spaðai 3 tígiar Pass 3 grönd! Pass Pass Pass Ekki hefðu allir látið sér detta í hug að melda þijú grönd á spil suðurs, án fyrirstöðu í spaða. En Ros- enberg var að vona að spað- inn lægi 4-4, en þá gætu þijú grönd unnist ef mak- ker ætti svo lítið sem tígul- kóng og laufdrottningu. Fu spilaði út spaða- drottningu á ás blinds. Ros- enberg svínaði næst tígul- níu og spilaði svo drottning- unni yfír á kóng austurs. Wang spilaði spaðaníu og átti slaginn. Síðan skipti hann yfír í laufáttu!? Rosen- berg drap, tók tígulás og spilaði meiri tígli, enda ekk- ert annað að gera. Og aftur spilaði austur laufí. Þrátt fyrir að vörnin hefði tvívegis misst af tæki- færi til að taka spilið niður, átti Rosenberg enn aðeins sjö slagi. En þegar hann tók síðasta tígulinn, fór Fu í vestur að hugsa. Hann átti G4 í spaða, KD í hjarta og laufdrottningu. Frá hans bæjardyrum leit út fyrir að suður ætti K10 í spaða, en þá mátti ekki henda frá spaðagosanum. Og hvar var síðasta laufíð? Ef suður átti það, var Fu að halda í laufdrottningu. Eftir miklar vangaveltur henti Fu loks hjartadrottningunni. Kóng- urinn kom þá í ásinn og G9 í borði gáfu Rosenberg átt- unda og níunda slaginn. Kirkjustarf Framhald af bls 63 Árbæjarkirkja. Starf fyrir 7-9 ára böm kl. 13-14 í safnaðarh. Æskulýðsfundur yngri deildar kl. 19.30-21.30. Starf fyrir 10-12 ára böm mánud. kl. 17-18. Allir velkomnir. Félags- starf aldraðra á mánud. kl. 13-15.30. Fótsnyrt- ing á mánudögum. Pant- anir í s. 557 4521. Fella- og Ilólakirkja. Bænastund og fyrirbæn- ir mánud. kl. 18. Tekið á móti bænaefnum í kirkjunni. Foreldramorg- unn í safnaðarh. þriðjud. kl. 10. Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Hjallakirkja. Æskulýðs- félag 13-14 ára, kl. 20.30. Prédikunarklúbbur presta þriðjud. kl. 9.15. Umsjón dr. Siguijón Ámi Eyjólfsson héraðsprestur. Kópavogskirkja. Sam- vera Æskulýðsfél. kl. 20 í safnaðarh. Borgum. Seljakirkja. Fundur KFUK mánud. Fyrir 6-9 ára stelpur kl. 17.15- 18.15 og 10-12 ára kl. 18.30-19.30. Mömmu- morgnar á þriðjud. kl. 10. Hvítasunnukirkjan Filadeifía. Brauðsbrotn- ing kl. 11. Ræðumaður Vörður L. Traustason. Alm. samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Vörður L. Traustason. Aliir vel- komnir. Landakirkja. KFUM & K kl. 20.30, unglinga- fundur. Saumafundur kvenfél. á morgun kl. 20. Bænasamvera og biblíu- lestur á morgun í KFUM & K húsinu kl. 20.30. Grindavíkurkirkja. Bamastarf kl. 11. Bæna- og minningarstund kl. 18. Sungnir verða Taizé- söngvar. Sr. Önundur Björnsson, héraðsprest- ur, leiðir stundina ásamt sóknarpresti. Allir vel- komnir. Áður augl. fyrir- lestur í dag fellur niður. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Hækkun mótmælt ÖRYRKI hringdi og kvaðst óánægður með að Póstur og sími skuli hafa hækkað gjaldskrá sína. Hann telur þessa hækk- un koma illa niður á þeim sem hafa minna úr að moða. Þá kvaðst hann vera bindindismaður og sagði að eina leiðin til að fá fólk til að hætta að reykja og drekka væri að hækka svo verð á áfengi og tóbaki að eng- inn hefði efni á að kaupa það. Hvað fá símvirkjarnir? ÞAÐ VÆRI gaman að fá að vita hjá Pósti og síma, sem alltaf er að birta töflur og bera gjald- skrá sína saman við önn- ur lönd, hvað símvirkjar í þessum sömu löndum fá mörg skref fyrir tíma- kaupið sitt. Nonni SKÁK Umsjón Margcir Pctursson STAÐAN kom upp á alþjóð- lega Hellismótinu sem lauk í gær. Bandaríkjamaðurinn Dan E. Myers var með hvítt, en Ólafur Kjartans- son hafði svart og átti leik. Keyrt á bíl og stungið af INGA hringdi og sagðist hafa orðið fyrir því að óprúttinn ökumaður hafí keyrt á bíl hennar og stungið síðan af. Tjónið var töluvert og hún situr uppi með það. Vegna þess hve dýrt var að láta gera við bílinn getur hún ekki gefíð bamabörnun- um þær jólagjafír sem hún hefði viljað. Hún vill því höfða til samvisku fólks, sérstak- lega nú fyrir jólin, og biðja það að hugsa áður en það lætur aðra sitja uppi með kostnað sem það ber ábyrgð á. Tapað/fundið Bakpoki týndist GRÆNN og fjólublár bakpoki týndist fyrir utan Kvennaskólann eða ÍTR sl. miðvikudags- kvöld. Hafi einhver fund- ið pokann er hann beðinn að hringja í síma 567 3267. Anna Björg. 19. - Rxd4! 20. Bxd4 - Hxd4 21. Hadl (Ekki 21. Dxd4? — Bc5 og drottning- in fellur) 21. - Hf4 22. Hd3 - Bc5+ 23. Kg2 - Hg8 24. Kh2 - Bxf3 25. Bfl - Hxh4+ og hvítur gafst upp, því mátið blasir við. Islandsmót kvenna í skák hefst mánudaginn 3. nóvember kl. 17 í Skákmiðstöðinni Faxafeni 12, Reykjavík. Tefld- ar verða klukku- tímaskákir. Teflt verður mánudag- inn 3. nóvember kl. 17, miðviku- daginn 5. nóvem- ber kl. 17, mánu- daginn 10. nóvember kl. 17 og miðvikudaginn 12. nóv- ember kl. 17. Þátttaka tilkynnist til Júlíusar Friðjónssonar í síma 5533922. SVARTUR leikur og vinnur Víkveiji skrifar... TVENNIR tónleikar í Royal Al- bert Hall vöktu sérstaka athygli Víkveija, er hann dvaldi í London á dögunum; frumflutt var sinfónískt verk eftir Paul McCartney og píanó- leikarinn David Helfgott flutti 3ja píanókonsert Rachmaninovs. Paul McCartney samdi Bauta- stein að beiðni EMI-fyrirtækisins í tilefni aldarafmælis þess. Sjálfur kallar höfundurinn verkið sinfónískt ljóð, en í Bautasteini eru 19 atriði, sem flutt eru af kór og hljómsveit og tengjast ljóði um vegferð manns- ins, sem McCartney orti í keltnesk- um anda. Verkið tekur um 75 mín- útur í flutningi. Gagnrýnendur voru yfírleitt á því að Bítilinn fyrrverandi skorti burði til að semja meiri háttar sinfónískt verk. Víða megi þó sjá þess stað, að hann sé frábær lagasmiður. Annars las Víkveiji dóma, sem voru allt frá því að fínna verkinu flest til foráttu til þess að lýsa því sem leiftrandi snilld. Ætli sannleikurinn liggi ekki ein- hvers staðar þarna í milli!! NOKKRUM dögum síðar en Bautasteinn bítilsins fyrr- verandi hljómaði í Albert Hall steig þar á svið David Helfgott og flutti sinn „Rach 3“. Þeir sem þekkja til sögu Helfg- otts, sem kvikmynd hefur verið gerð um, muna, að það var einmitt þessi píanókonsert, sem hann lék nemandi við the Royal College of Music áður en hann féll saman. Hann hafði ekki leikið verkið aftur í London fyrr en nú á dögunum. Helfgott var vel fagnað, eins og reyndar Paul McCartney líka. Gagnrýnendur sögðu hann greini- lega hafa haft skemmtan af því að spila; hann hafi víða raulað með og þá sungið hærra en aðrir pían- istar gera á slíkum tónleikum. Sjálfur sagðist Paul McCartney hafa skemmt sér vel á flutningi Bautasteins, þótt ekki fari sögur af söng hans. Hefur vísast látið sér nægja að raula með í huganum. OG ALVEG eins og gagnrýn- endur sögðu verk McCartneys eiga til fallega kafla, þá sögðu þeir Helfgott hafa átt góða spretti á píanóinu. Því hefur verið haldið fram, að frekar eigi að líta á Helfgott sem furðumenni, eins konar afkáralegan skemmtikraft, heldur en raunveru- legan listamann. Tónleikahald hans sé til þess eins að hala inn fé. Um Paul McCartney hefur verið sagt, að hann sé eins og trúður í klass- ískri tónlist og fyrirsögn einnar umsagnar um Bautastein var tilvís- un til Bítlalags; „Eins og hann sagði sjálfur, ást fæst ekki fyrir fé.“ Hvað sem mönnum nú kann að finnast, þá fylltu þessir tveir menn Albert Hall og komust færri að en vildu og geislaplötur með Bauta- steini og „Rach 3“ seldust vel. Þannig náðu þessir menn til fjöld- ans með tónlistinni og ef til vill er það hún, sem hagnast mest, þegar allt kemur til alls.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.