Morgunblaðið - 02.11.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.11.1997, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Íslqnd Í21. sæti i The World CompetStive Yearbook ísland lægst Nerðurlanda Meó nánari samskiptum þjóóa í millum fer áhugi á alþjóólegum samanburói vaxandi. Anna G. Ólafsdóttir gluggaói t The Worid Competitiveness Yearbook 1997 um samkeppnishæfni 46 þjóóa. --------------------------7--------- Hún komst aó því aó þó svo Islendingar séu komnir í 21. sæti er enn langt í land aó þjóóin nái frændum sínum á hinum Noróurlöndunum. ISLAND hefur hækkað um fjögur sæti á lista „The World Competitive Yearbook 1997“ yfír samkeppnishæfni 46 Jjjóða frá því í fyrra. Nú er Island í 21. sæti eða um miðjan lista. Hinar Norðurlanda- þjóðirnar standa allar betur að vígi og Finnar best eða í 4. sæti. Norð- menn fylgja á hæla Finnum í 5. sæti og Danir mega þokkalega við una í 8. sæti. Svíar hafa verið að lækka sig á listanum og eru nú í 16. sæti. Við gerð skýrslunnar er sérstak- lega hugað að 8 liðum, hagkerfi, alþjóðavæðingu, stjórnsýslu, fjár- málum, innviðum þjóðfélagsins, stjórnun, tækni og vísindum og fólkinu í landinu. Hverjum flokki fylgja tveir undirflokkar og er sam- tals tekið tillit til 244 breyta. Ekki verða öllum breytunum gerð skil hér. Hins vegar er forvitnilegt að huga að því hvaða breytingar í lið- unum 8 hafa haft áhrif á hreyfingu íslands á listanum. Hástökk hagkerfisins Jákvæðustu áhrifín eru án efa falin í hagkerfínu. íslenska hag- kerfíð stekkur nefnilega upp um 10 sæti á listanum. Helstu ástæð- urnar eru taldar vera aukin einka- neysla, fjárfesting, virðisauki (s.s verðmætasköpun, landsframleiðsla o.fl.) og framtíðarspá. Neikvæðari þróun hefur orðið í frammistöðu atvinnugreina og framfærslukostn- aðar. Sparnaður stendur illa en því miður lágu ekki fyrir samanburðar- tölur frá fyrra ári. Að fjármál fari upp um 6 sæti er rakið til jákvæðrar þróunar á fjármagni (s.s. á sviði aðgangs að fjármagni innanlands og erlendis auk aukins áhættufjár), fjármála- þjónustu, hlutabréfamarkaði og fjármagnskostnaði. íslendingar hækka um eitt sæti í flokkunum stjórnun og stjómsýsla. Litlar breytingar verða í flokkunum fólkið í landinu og innviðir þjóðfélagsins. Alþjóðavæðing fellur niður um 3 sæti. Ekki er hins vegar öllum breytum þar um að kenna því að innflutningur hækkar um 15 sæti og þjóðleg verndarstefna (t.d. við- horf manna gagnvart erlendri fjár- festingu) um eitt. Á öðrum sviðum versnar staðan, t.d. varðandi við- skiptahalla, útflutning á vöm og þjónustu og móttækileika fyrir er- lendum áhrifum. Á sviði erlendrar fjárfestingar standa íslendingar illa að vígi í 45. sæti eða sama sæti og árið áður. Afleit staða tækni og vísinda Lang verst, og versnar mest eða um 8 sæti, er ástandið á sviði tækni og vísinda. Helst er að telja að einkaleyfi falla niður um 6 sæti, starfsfólk í rannsóknum og þróun um 4 sæti og stjórnun tækniþróun- ar um 1 sæti. Aðeins á sviði út- gjalda er þróunin jákvæð og munar þar 2 sætum. Almennt er staða íslands á sviði hagkerfisins (7), fólksins í landinu (7), innviða þjóðfélagsins (10) þokkalega góð. Sæmileg eða léleg staða er í stjómsýslu (19), stjómun (23) og fjármálum (26). Eins og áður er getið er staðan á sviði tækni og vísinda (31) og alþjóðavæðingar (39) slæm. Gagnlegar alþjóðlegar athuganir Baldur Pétursson, deildarstjóri í iðnaðarráðuneytinu, minnir á að í ráðuneytinu sé unnið að fjölmörgum verkefnum til að auka samkeppnis- hæfni atvinnulífsins, m.a. með ráð- stefnu með aðild OECD og fleiri verkefnum. Eins og fyrirtækja- rekstur verði rekstur efnahags- stefnu sífellt flóknari og byggi ár- angursrík efnahagsstefna í æ ríkari mæli á faglegum, þróuðum alþjóð- legum athugunum sem greini á kerfísbundinn hátt styrkleika og veikleika hagkerfa. „Því hefur ráðu- neytið m.a. aukið áherslu á þátttöku í alþjóðlegum athugunum á þessu sviði, m.a. verkefnum innan ramma EES-samningsins og á vegum OECD og á öðrum sviðum. Þessi verkefni hafa sum hver verið kynnt og önnur verða kynnt innan tíðar,“ segir hann. Hann minnist sérstaklega á IMD- skýrsluna. „IMD-skýrslan er einnig mikilvægt innlegg til umfjöllunar um samkeppnishæfni og hvernig megi bæta samkeppnisstöðu ís- lands til aukinnar verðmætasköp- unar og atvinnu. Hún er ekki síst mikilvæg til að þróa og þroska frek- ar almenna umfjöllun um þessi mál hér á landi, ekki bara í iðnaði, held- ur öllum atvinnugreinum." Hann segir að árangursrík efna- hagsstefna byggi heldur ekki leng- ur einungis á árangri á sviði al- mennra efnahagsatriða, s.s. ríkis- ijármála, gengis eða skatta, heldur í vaxandi mæli á markvissum al- mennum aðgerðum á sviði starfs- skilyrða fyrirtækja, s.s. á sviði al- þjóðavæðingar, tækni og vísinda, fjármála, stjórnunar, stjórnsýslu, innviða þjóðfélagsins, fólksins í landinu og á sviði hagkerfisins, auk verkefna á sviði stuðningsaðgerða, í samkeppni við það sem erlendis gerist á þessu sviði. Ekki sérlega góður árangur Baldur segir því ekki að leyna að ánægjulegt sé að samkeppnis- staða íslands hafí batnað um fjögur sæti á milli ára. „Hins vegar dregur úr ánægjunni að 21. sætið er ekki sérlega góður árangur. Ég get nefnt því til stuðnings að allar hinar Norð- urlandaþjóðimar standa okkur framar og flestar töluvert framar. Á móti kemur að hafa verður í huga ýmsa fyrirvara við saman- burðinn. Annars vegar er byggt á tölulegum upplýsingum úr hagkerf- um þjóðanna og hins vegar viðtölum við áhrifamenn og er í þeim hluta ekki tekið tillit til áherslumunar á milli þjóða.“ Samkeppnishæfni þjóðanna 1997 Metin samkvæmt átta mismunandi þáttum eða sjónarhornum ROÐ var RIKI 1 (D Bandaríkin 2 (2) Singapore 3 (3) Hong Kong 4 (15) Finnland 5 (6) Noregur 6 (7) Holland 7 (9) Sviss 8 (5) Danmörk 9 (4) Japan 10 (12) Kanada 11 (19) Bretland 12 (8) Lúxemborg 13 (11) Nýja-Sjáland 14 (10) Þýskaland 15 (22) írland 16 (14) Svíþjóð 17 (23) Malaysía 18 (21) Ástralía 19 (20) Frakkland 20 (16) Austuríki 21 (25) ÍSLAND 22 (17) Belgía 23 (18) Taiwan 24 (13) Chile 25 (29) Spánn 26 (24) ísrael 27 (26) Kína 28 (32) Argentína 29 (30) Thailand 30 (27) Kórea 31 (31) Filippseyjar 32 (36) Portúgal 33 (37) Brasilía 34 (28) Ítalía 35 (34) Tékkland 36 (39) Ungverjaland 37 (40) Grikkland 38 (35) Tyrkland 39 (41) Indónesía 40 (42) Mexíkó 41 (38) Indland 42 (33) Kolombía 43 (43) Pólland 44 (44) Suður-Afríka 45 (45) Venesúela 46 (46) Rússland '•.rsfy isXíffiSlfí® Heimild: IMD - The World Competitiveness Yearbook 1997 Samkeppnis- staða ÍSLANDS árin 1995-1997 Aðdráttarafl landsins 23 Framsókn atvinnulífs 25 25 Hagkerfið Alþjóðavæðing Stjórnsýsia {jœæKDgnHBi 23 1995 1996 1997 1995 1996 1997 20 20 19 Fjármái 31 32 1995 1996 1997 Innviðir þjóðfélagsins Stjórnun Tækni og vísindi 1995 1996 1997 Fólkið í landinu 31 1995 1996 1997 1995 1996 1997
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.