Morgunblaðið - 02.11.1997, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
Mikilvægt að
leggja Litháa
Skúli Unnar
Sveinsson
skrifar
Það verður heilmikið í húfi í
Kaplakrika í kvöld þegar ís-
land og Litháen mætast í síðari
leik sínum í riðla-
keppni Evrópu-
keppninnar. Eins og
menn muna sigraði
Lithaén 32:29 í
Kaunas á miðvikudaginn og eru
þjóðirnar nú jafnar að stigum í
riðlinum með þrjú stig. Júgóslavar
eru efstir með fjögur stig og neðst-
ir eru Svisslendingar með tvö.
Verði tvö eða fleiri lið jöfn þeg-
ar allir leikir hafa farið fram gilda
innbyrðis leikir liðanna til að skera
úr um röð þeirra. Tvö efstu lið rið-
ilsins komast í úrslitakeppnina sem
fram fer á Ítalíu í vor.
Það er því heilmikið í húfi í
Kaplakrika í kvöld því til að losna
við að hafa það yfir sér að þurfa
að sigra í báðum leikjunum gegn
Júgóslövum verður íslenska liðið
að sigra í kvöld ætli það sér áfram.
Miðað við hvemig leikirnir í riðlin-
um hafa farið hingað til má leiða
að því líkur að Litháar leggi Sviss-
lendinga og verði því með 7 stig,
eða 9 vinni þeir í kvöld. Júgóslavar
vinna Sviss í kvöld og eru þá komn-
ir með 6 stig og íslendingar eru
með 5 stig vinni þeir í kvöld, ann-
ars þijú.
íslendingar gætu náð 7 stigum,
þrátt fyrir tap í kvöld, með sigri í
báðum leikjunum við Júgóslava,
sem þá yrðu væntanlega með sjö
stig einnig en neðar í töflunni
vegna innbyrðis leikja við ísland.
íslendingar færu þá áfram á öðru
sætinu.
Trúlega hafa strákarnir fullan
hug á að ná í tvö stig í kvöld, því
þá verður eftirleikurinn auðveldari,
eða ætti að vera það. Helst verður
að vinna með fjórum mörkum til
að standa betur en Litháar í inn-
byrðis leikjunum, ef svo skyldi fara
að þeir leggi Sviss í báðum leikjun-
um og ísland fengi tvö stig úr leikj-
unum við Júgóslavíu.
Af þessu má ljóst vera að leikur-
inn í kvöld er gríðarlega mikilvæg-
ur og því ekki að ástæðulausu sem
landsliðsmenn hafa beðið um
dyggan stuðning áhorfenda. ís-
lenska liðið lék illa í Kaunas og
ætlar að gera betur í kvöld. Það
ætti að vera hægur vandi því liðið
lék illa á miðvikudaginn, og heima-
menn að eigin sögn nokkuð vel.
Þeir tryggðu sér þó ekki sigur fyrr
en á lokasprettinum er þeir gerðu
fimm mörk gegn einu marki ís-
lands. Það mun íslenska landsliðið
ekki láta koma fyrir aftur.
Morgunblaðið/Golli
ÓLAFUR Stefánsson og Robert Julian Duranona æfðu hraðaupphlaup í Kaplakrlka á föstudag-
inn, ásamt öðrum landsllðsmönnum. Mikilvægt er að liðið sigri gestina frá Litháen í kvöld.
Júlíus fer
ekki í
framboð
JÚLÍUS Hafstein, fyrrverandi
formaður Ólympíunefndar ís-
lands, verður ekki í framboði til
stjórnar hins sameinaða íþrótta-
og Ólympíusambands íslands á
þingi þess í dag. Hann þáði hins
vegar boð um að vera þingfor-
seti.
„Ég hafði ekki hug á að fara
í framboð til forseta og kemur
þar margt til. í fyrsta lagi hefði
það hleypt miklum átökum af
stað í íþróttahreyfingunni, og í
öðru lagi á ég, sem fram-
kvæmdastjóri kristnihátíðar-
nefndar, framundan geysilega
mikið starf sem á að enda á
mikilli þjóðhátíð á Þingvöllum
um mitt árið 2000 og ljóst er
að árið þar á undan, að minnsta
kosti, hef ég ekki tíma til að
sinna öðru en þeim undirbún-
ingi,“ sagði Júlíus við Morgun-
blaðið.
Sættir
„Það er ekki launungarmál
að ég hafði frekar hug á því en
hitt að gefa kost á mér til
stjórnarsetu í samtökunum, og
hafði rætt það við ýmsa forystu-
menn og ýmsir forystumenn
rætt það við mig. Það hefði ver-
ið eðlilegt framhald á því sem á
undan er gengið; störfum mín-
um í hreyfingunni. En í fram-
haldi af átökum mínum og Ell-
erts B. Schram - sem eru engum
einum að kenna og ekki tveimur
- þá sættumst við á, fyrir til-
stilli góðra manna, að ég færi
ekki í þetta stjórnarkjör að
þessu sinni. En hann bauð mér
að þiggja þann heiður að vera
forseti þessa fyrsta þings hinna
nýju samtaka og ég hef heitið
að starfa með samtökunum, með
honum og öðrum. Ég verð áfram
í mínu starfi í hreyfingunni [sem
og Ólympíusambands íslands
Hreyfingin að
bugast undir
oki peninga- og
skilningsleysis
Fyrsta þing hins sameinaða
Íþrótta- og Ólympíusambands
íslands var sett í gærmorgun. Ell-
ert B. Schram, forseti samtakanna,
sagði í setningarræðu sinni, að með
sameiningu Iþróttasambands ís-
lands og Ólympíunefndar íslands
væri stigið spor í þá átt að íþrótta-
hreyfingin standi betur að vígi
„gagnvart þeim miklu og spennandi
verkefnum sem framundan eru,“
eins og hann orðaði það.
Ellert sagði íþróttir ekki einka-
mál íþróttafélaga, þjálfara og að-
standenda þeirra heldur hluta af
samfélaginu. Staðreyndin væri hins
vegar sú að íþróttafélögin í landinu
ættu við vaxandi erfiðleika að etja
við að standa undir hlutverki sínu.
„Þar liggur okkar stærsti vandi. I
krafti sjálfboðaliða og tryggðar
hefur tekist að reka félögin með
gamla laginu, þar sem menn eru
að redda hlutum frá einum degi til
annars, þar sem forystumenn og
þjálfarar mæta að loknum vinnu-
degi til að halda hlutunum gang-
andi, þar sem æskan hefur þegið
þjálfun og félagsaðstöðu í krafti
áhugamennsku og sjálfboðaliða-
starfs. En kröfurnar aukast, bæði
um íþróttalegan árangur og betri
aðbúnað, samkeppnin harðnar, for-
eldrar þurfa að borga æfinga- og
félagsgjöid og búninga og ferðalög
og ætlast til þess á móti, að þjónust-
an sé í samræmi við útgjöldin.
Skólakerfið hefur ekki hjálpað til
og ýtir íþróttakennslu æ meir út til
íþróttafélaganna eða út af náms-
skránni. Og á sama tíma er íslenskt
íþróttafólk æ meir í sviðsljósinu í
gegnum fjölmiðla og gagnrýnin er
óvægin ef illa gengur.
íþróttastarfsemin, íþróttafélögin
og ekki síður sérsamböndin, eru að
bugast undir því oki sem peninga-
leysið og stundum skilningsleysið
leggur á herðar okkar. Við ráðum
ekki lengur við verkefnin og vanda-
málin nema til komi nýr hugsunar-
háttur, ný vinnubrögð, ný liðveisla,
frá þeim sem við erum að starfa
fyrir, fólkinu í landinu, ríkisvaldi
og sveitarfélögum. Bæjarfélögin
vítt og breitt um landið hafa á und-
anförnum árum staðið myndarlega
að byggingu fjölmargra glæsilegra
íþróttahúsa. Þetta er að sjálfsögðu
vel þegið. En næst legg ég til að
sveitarfélögin og sveitarstjórnir hlúi
að innra starfi, veiti stuðning gagn-
vart þjónustu og rekstri. Það er
ekki nóg að byggja steinsteypt hús,
ef ekki er gáð að því sem innan
veggja húsanna fer fram.“
Ellert sagði ríkisvaldið hafa kom-
ið til móts við íþróttahreyfinguna
vegna ýmissa sérverkefna, og það
væri vel þegið, en hvatti til þess
að það gerðist ekki eingöngu þegar
vandamál steðji að, „heldur líka í
vaxandi mæli til uppbyggingar og
framfara, vegna þess að samfélagið
allt nýtur góðs af því sem vel er
gert innan íþróttafélaganna."
Hann hvatti stjórnvöld til að taka
höndum saman með íþróttasamtök-
unum „um að skapa skilyrði til að
íþróttafélögin hafi aðstöðu og að-
búnað til að taka við unga fólkinu.
Gleymum því ekki að af 70.000
skráðum iðkendum í hreyfingunni
eru 36.000 innan við 16 ára aldur.“
Ellert B. Schram, forseti íþrótta-
Morgunblaðið/Kristinn
ELLERT B. Schram, forseti íþrótta- og Ólympíusambands
íslands, til hægrl, og Júlíus Hafstein, þlngforseti, bera sam-
an bækur sínar vlð setningu fyrsta þings sambandsins í gær.
formaður Júdósambandsins] og
sit jafnframt áfram í þeim er-
lendu nefndum sem ég hef verið
í; nefnd alþjóða Ólympíu-
nefndarinnar um íþróttir og
umhverfismál og nefnd Evrópu-
sambands Ólympíunefnda vegna
undirbúnings næstu Ólympíu-
leika. Ellert hefur heitið mér
því, verði hann áfram kjörinn
til forystu, að styðja það starf
mitt. Við göngum því báðir heil-
ir til leiks nú og erum sáttir við
niðurstöðuna. Hún breytir þó
ekki því að þing verður aftur
haldið eftir tvö ár og fjögur ár
og nógur tími verður til að
hugsa um það hvort ég vil fara
aftur í slaginn síðar og reyna
að komast í stjórnina."
Júlíus sagði að með því að
fara ekki í framboð nú væri
hann að rétta fram sáttarhönd
„til þeirra manna sem ég hef
átt í deilum við og trúi því að
hugur þeirra sé sá sami og minn
Mér finnst í þessu sambandi að
aðrir þeir sem hafa tekið þátt í
þessum átökum og ætla að gefa
kost á sér í nýja framkvæmda-
stjórn ættu í raun að gera það
sama og ég; að Ieyfa þróuninni
að halda áfram og gefa ekki
kost á sér núna. Eg vil þó taka
skýrt fram að þarna á ég ekki
við Ellert B. Schram.“