Morgunblaðið - 02.11.1997, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 02.11.1997, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1997 9 _________FRÉTTIR________ Sala ÍS til Rússlands 15.000 tonn í ár Géðu Rússa til starfa í Reykjavík ÞAÐ sem af er þessu ári hafa ís- lenskar sjávarafurðir hf. selt 15.000 tonn af sjávarafurðum til Rúss- lands. Fyrirtækið réð fyrr á þessu ári rússneskan starfsmann til starfa á söluskrifstofunni í Reykjavík til að vinna að sölu til Rússlands. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hf. opnaði í vikunni söluskrifstofu í Moskvu, en fyrirtækið reiknar með að sala þess til Rússlands tífaldist á þessu ári og verði 9.000 tonn. Sæmundur Guðmundsson, að- stoðarframkvæmdastjóri ÍS, sagði að sala ÍS til Rússlands hefði geng- ið mjög vel á þessu ári. Það sem af er árinu hefði salan numið um 15.000 tonnum. Flest benti til að þessi markaður ætti eftir að stækka. Sala á síld til Rússlands hefði gengið vel og markaður fyrir loðnu hefði einnig verið að styrkj- ast. Ef loðnuvertíð gengi vel ætti salan til Rússiands án efa eftir auk- ast umtalsvert. Sæmundur sagði að sjálfsagt kæmi að því að ÍS stofnaði sölu- skrifstofu í Moskvu. Það væri hins vegar mikilvægt að reyna að halda sölukostnaði niðri, ekki síst til landa þar sem pakkningar væru frekar einfaldar. ÍS hefði þess vegna ákveðið að fara þá leið að ráða rússneskan starfsmann til starfa á skrifstofu ÍS í Reykjavík, en auk þess væri einn starfsmaður ÍS starf- andi í Moskvu. Þetta fyrirkomulag hefði gefist mjög vel og skilað góð- um árangri. Bílasala greiði STEF-gjöld HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt Bilasöluna Borg ehf. til að greiða Sambandi tónskálda og eigenda flutningsréttar, STEF, og Sambandi flytjenda og hljómplötuframleiðenda, SFH, 20.199 kr. með dráttarvöxtum frá 15. apríl 1995 tii greiðsludags vegna þess að tónlist var leikin á bílasölunni á árinu 1995 með þeim hætti að viðskiptavinir hafi heyrt hana. I niðurstöðu héraðsdóms segir m.a. að nægilega þyki sannað að mati dómsins að tónlist hafi verið flutt i starfstöð Bilasölunnar Borgar með gjaldskyldum hætti á árinu 1995 samanber 4. máls- grein 2. greinar höfundarlaga nr. 73 frá 1972. Þar segir að það teljist sjálfstæð opinber birting á tónverki þegar útvarpsflutningi á tónlist sé dreift til almennings með hátalara eða á annan hátt. Yeiði- menn fari vel útbún- ir til fjalla SLYSAVARNAFÉLAG ís- lands hefur sent frá sér áminn- ingu til rjúpnaskyttna. Þar kemur fram að strax í upphafi veiðitímabilsins hafi björgun- arsveitir skipulagt fimm leitir að sex rjúpnaskyttum. SVGÍ ítrekar mikilvægi þess að veiðimenn fari vel útbúnir til fjalla. í því sambandi vill Slysa- varnafélagið benda á eftirfar- andi atriði: „Huga að veðurspá og veðurútliti. Láta aðstand- endur vita um ferðaáætlun og hvenær ráðgert er að koma til baka. Staðsetja bíl á áberandi stað þannig að hann sé auð- fundinn þegar komið er til baka og einnig fyrir leitar- menn ef svo ber undir. Ef fleiri en einn fara saman, að sjá til þess að allir hafi möguleika til að komast inn í bílinn, ef þeir koma á mismunandi tíma niður af fjalli. Búa sig undir að geta hafst við í allt að 24 tíma, þó upphaflega hafi verið gert ráð fyrir skottúr. Hlýr og skjólgóður fatnaður ræður mestu um hvernig_ mönnum reiðir af á fjöllum. Áttaviti og kort af viðkomandi svæði er nauðsynlegur búnaður, einnig er gott að vera með GPS stað- setningartæki." Sunnudags-kaffihlabborb Skíöaskálans stendur frá 14 til 17 Kaffihlaðborð í dag Skíðaskálinn Hveradölum Veitingahús og veisluþjónusta frá 1935. Borbapantanir ísíma 567-2020 Útsölustaðir: Snyrtivöruverslunin Clara, Kringlunni - Snyrtivöruverslunin Glæsibæ - Andorra, Hafnarfirði - Oculus, Austurstræti - Apótek Keflavíkur - Amaro, Akureyri. Barnainniskór marqar gerðir og stærðir Verð kr. 1.490 Smáskór Sími 568 3919 YOGASTÖÐ VESTURBÆJAR í HÚSI SUNDLAUGAR SELTJARNARNESS YOGA YOGA YOGA Mánudaga og fimmtudaga kl. 17:30 og 19:00 Leiðbeinandi: Anna Björnsdóttir, yogakennari Innritun og upplýsingar í síma 561 0207 Samkvæmisfatiiaðiir til leigu NÝ SENDING AF GLÆSILEGUM SAM KVÆ MIS FATNAÐI í STÆRÐUM 10-24 Fataleiga Garðabæjar, Garðatorgi, sími 565 6680. tískuhúsi, Hverfísgöt- í dag Við kynnum sérstaklega hina glæsilegu Ariella samkvæmiskjóla á tískusýningunni um kl. 15 í dag, sunnudag. Opið frá kl. 13—17. tí&kuhú^, Hverfisgötu 52, sími 562 5110 Útsölustaðir á Ariella samkvæmisfatnail: Versl. Rósalind, Keflavík, Versl. Jón og Gunna, ísafirði, ísold, Sauðárkróki, Akurliljan, Akureyri, Versl. Lónið, Hornafirði, Smart, Vestmannaeyjum. Hádegisleikfimi kl. 12:05 Afla mánudaga og miðvikudaga, styrkjandi æfingarogpaflar! Það er fjör i hádeginu hjá Lindu i Faxafeni. Timinn byrjar stundvíslega kl. 12:05 á upphitun, síðan er létt styrkjandi leikfimi - með og án palla, og að lokum teygjur og slökun. Allt undir viðeigandi tónaflóði. Fyrír alfa korthafa, líka þá sem eiga ódýru dagskortin. Stakur tími kostar 600- krónur. • Umsjón hefur Linda Björk Ólafsdóttir, leiðbeinandi • Fjörugir og skemmtilegir tímar, í FAXAFENI. • Hver timi er ein klukkustund • Tækjasalurinn opinn fyrir og eftir tímann • Gufubað og nuddpottur fyrir þá sem vilja • Veitingasala í kaffihorninu • Hentar bæði konum og körlum - blandaðir tímar • Dagskortin gilda til kl. 16 á daginn, þau kosta 3.500- mánuðurinn og 3ja mánaða 8.500- kr. HEILSURÆKT Faxafeni, Skipholti og Langarima I Rvík. Upplýsingasími 568-9915 ____________________________________________________________________________P
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.