Morgunblaðið - 02.11.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.11.1997, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ „Stríðsmenn andans“ MYNPLIST Listhúsið Borg MÁLVERK LJÓÐSKREYTING ÞORLÁKUR KRISTINSSON THOR VILHJÁLMSSON Opið daglega frá 12-18. Laugardaga og sunnudaga frá 14-18. Til 3. nóvember. ENN er Tolli á ferðinni með sitt villta málverk, sem hann sótti um árið til höfuðstöðva þess, á þeim tíma tvískiptrar Berlínarborgar. Hann er tvímælalaust helstur full- trúi hinnar óheftu listastefnu hér á landi, vettvangurinn rafmagnað- ar hremmingar heimsborgarinnar, en eins og menn muna var borgin bitbein stórveldanna frá lokum heimsstyrjaldarinnar 1945 til falls múrsins 1989. Margt öfugsnúið þróaðist í þessu háskalega um- hverfi, þar sem andstæð pólitísk öfl börðust um andrými, og meðal þess var hið svonefnda veggjakrot, graffiti. Annars staðar einangrað- ist það helst við neðanjarðarstöðv- ar eða auða veggi yfírgefínna verk- smiðjuhúsa, en í Berlín var ósóm- inn út um allt, vestan megin þó aðallega eftir endilöngum múrn- um. Rýninum var hins vegar ekki ljóst fyrr en nú í sumar hve krotið var yfírþyrmandi í austurhlutan- um, en mál skipuðust þannig að í pakkaferð var honum vísað til hót- els í Lichtenberg, sem er lengst í austurhlutanum og tekur heilar 30 mínútur að ná til miðbæjarins, Berlin Zoo, með lest og allt að 40 mínútur í leigubíl. Berlín er stór, yfírgengilega stór. Útsýnið úr lest- argluggum og leigubílum var því hið breytiiegasta því farið var gegnum ýmsa afmarkaða hluta Berlínar, en hvort heldur sem var blasti veggjakrotið við á hinum Fjáröflun- artónleikar á Flateyri TÓNLEIKAR á vegum Minningar- sjóðs Flateyrar verða haldnir á morgun, mánudag kl. 20.30, í íþróttahúsinu á Flateyri. Fram koma Þóra Einarsdóttir sópran- söngvari og Bjöm Jónsson tenór- söngvari. Undirleikari er Jónas Ingimund- arson. Flutt verða verk eftir innlend og erlend tónskáld, bæði þekkt verk og minna þekkt. Minningarsjóður Flateyrar var stofnaður eftir snjóflóðið sem féll á byggðina hinn 26. október 1995. Hlutverk sjóðsins er að byggja upp og varðveita skrúðgarð í minningu þeirra sem fómst. Tónleikarnir á mánudaginn eru árlegir íjáröflunar- tónleikar Minningarsjóðsins. Bjöm Jónsson stundaði nám við Söngskólann í Reykjavík, Trinity School of Music og Guildhall School of Music and Drama í London. Björn lauk námi frá óperudeild Guildhall á síðasta ári og hefur síðan sungið m.a. hlutverk Borsa í Rigoletto og hlutverk Nemorinos í Ástardrykkn- um hjá English Touring Opera. Þóra Einarsdóttir stundaði nám við Söngskólann í Reykjavík hjá Ólöfu K. Harðardóttur og hjá Laura Sarti í Óperudeild Guildhall School of Music and Drama í London. Strax að loknu námi var Þóra ráðin við Glyndebourne óperuna og söng þar hlutverk Mirror og Zerlinu. Meðal annarra hlutverka Þóru er- lendis er Pamina í Töfraflautunni hjá Opera Factory. ólíklegustu stöðum og æstist frek- ar eftir því sem farartækin nálguð- ust hið mikla holrými þar sem múrinn var áður. Að sjálfsögðu var þetta ólöglegur verknaður, nema kannski hvað múrinn vestan megin snertir, fyrsta, önnur og þriðja reglan var því að vera snöggur, lífið gat legið við. Þetta var undir- staða vinnubragðanna sem teljast grunnur villta málverksins, sem sló í gegn í vesturhlutanum undir heit- inu „Die Neuen Wilden“, þótt sjálf útfærslan gæti verið önnur, enda málað á mjúka dúka afmarkaðra stærða á vinnustofum en ekki veggi. Þá er að segja frá því, að einn nafnkenndasti fulltrúi stefn- unnar, Karl Horst Hödicke, bjó í háhýsi á Dessauer Strasse 6/7 og hafði útsýni yfír múrinn vestan megin sem var í mörgum lögum útbíaður veggjakroti, sem hafði drjúg og afgerandi áhrif á listsköp- un hans. Hödicke þessi var prófess- or við listháskólann og mun hafa verið helstur lærimeistari Tolla. Villta málverkið átti mestu fylgi að fagna á níunda árratugnum og graffiti-listin sömuleiðis, og svo mikil var eftirspumin í fyrra tilvik- inu að sumir höfðu allt að 15 að- stoðarmenn til að anna henni og voru dúkamir þó iðulega í yfir- stærðum. En svo skipuðust mál að sljákkaði á seglunum við fall múrsins, vindátt breyttist og önnur viðhorf sem verið höfðu í skuggan- um ruddu sér rúms. Nýju viðhorfm hafa svo ýtt villta málverkinu til hliðar, þótt flestir fulltrúar þess haldi tryggð við það, en sumir á öðrum forsendum og í þróaðri bún- ingi. Þetta er þannig bakgrunnur vinnubragða Tolla sem reynist þeim trúr, þrátt fyrir umskiptin og minna gengi þeirra úti í heimi, segir okkur að hann sé að því marki enginn línudansari. Það telst líka rétti hátturinn að rækta sinn garð og hér hefur nokkur misbrest- ur verið á í röðum íslenzkra mál- ara, í sumum tilfellum sorglegur ef litið er til baka. En þetta mun eðlileg afleiðing einangmnar og rótleysis, er menn eins og svífa í tómarúmi leitandi að öryggi og haldfestu. Framkvæmd listamannsins er afar skilvirkt sýnishorn af vinnu- brögðum villtu málaranna á níunda áratugnum, en í stað hremminga stórborgarinnar er sviðið íslenzkt landslag, og í einstaka tilviki leitað á vit goðsögunnar eins og í stóm myndinni „Hreinn undir fullum mána“. En hér er hraðinn, fírring- in og umbúðaleysið til staðar ásamt hvellum og hljómmiklum litum, sem eru bornir á dúkana líkt og víga- og stríðsmenn sveifli pentskúfunum. Og samkvæmt hefðinni mun þessi sýning augljós- lega hafa verið máluð í einni roku, um það eru afar keimlík vinnu- brögð til vitnis, allt í senn í lit, áferð og sértæku vinnulagi, með litlum frávikum nema helst í stóru myndunum „Heiðin andar“ (5) og „Litglóð jarðar" (7), sem minna ekki svo lítið á Kjarval. Að upplagi er Tolli líka „artisti" eins og Kjarv- al, en hefur ekki sama bakgrunn í akademískum vinnubrögðum og litirnir liggja mun lausar á mynd- fletinum. Það er líkast sem kraumi í nornakatli og á stundum er stíl- brögðum hrært saman, landslagi og fuglum skellt inn í litaslettur og litaheildir er minna á tassisma sjöunda áratugarins og útkoman verður giska flott en brigðul. Mik- il sjónræn hvíld er í aflanga mál- verkinu „Fuglar í dögun“ (19), sem er í jöfnum lit- og formrænni stíg- andi. Þá er meira um eðlilegt lífs- loft í vatnslitamyndunum. Bókin þeirra Tolla og Thors Vil- hjálmssonar er afar markverð hönnun hið ytra en hið innra ríkir formrænn óhemjuskapur. Á stund- um minnir hún á formsmiðju strangflatalistamanna sjötta og sjöunda áratugarins og ýmis þau lögmál sem þar voru tekin til með- ferðar. Einstakar síður eru þó afar formfagrar og þá helst í lokin en rofin á myndasíðunum eru líkust sjónrænum sprengingum og taka jafnt frá myndunum sem ljóð- skreytingum skáldsins. Slík sam- vinna myndlistarmanns og skálds er þó af hinu góða, en eitthvað hefur mönnum hér legið lífið á. Bragi Ásgeirsson vera hún sjálf, og gefur stöku sinnum skít í barnið sitt, af því að hún vill lesa blaðið, sauma, gera við mótorhjólið sitt, eða eitthvað annað. Maður á að þora að sýna börnunum sinum hvað manni þyki skemmtilegt. Og gott foreldri lætur vera að skipta sér of mikið af börn- unum og hugsa fyrir þau. Það er fáránlegt að reyna að upp- hugsa allar mögulegar hættur sem börnin gætu staðið frammi fyrir. Ég man eftir því þegar sonur minn, eins og önnur börn á hans aldri, var heillaður af stríðsleikföngum. Mér fannst það náttúrulega hræðilegt og vildi taka leikfangavopnin af honum. Þá horfði hann á mig og sagði: „Hvers vegna tekur þú ekki frekar stríðið í burtu?“ Bækurnar um Einar Áskel 25 ára Gáfulegt að vera barnalegur „ÞAÐ er gáfulegt að vera barnalegur. Við lærum - eins og á tímum Jesú - af börnun- um. En við gleymum þeim lær- dómi allt of fljótt." Svo farast Gunillu Bergström orð í samtali við Berlingske Tidende fyrir skemmstu en aldarfjórðungur er frá því að fyrsta barnabók Bergström um Einar Áskel kom út. Bergström segist fyrir löngu hafa fengið sig fullsadda af því viðhorfi sem mæti bamabóka- höfundum, að þeir séu settir skör lægra en þeir sem skrifi fyrir fullorðna. Sem dæmi um það sé sá fráleiti aðskilnaður sem sé á milli barna- og fullorð- insbóka en hann lýsi sér einna best í því að barnabókahöfund- ur hafi aldrei fengið bók- menntaverðlaun Nóbels. Bergström telur fullorðnum það ekki hollt að vera of skynsamir og duglegir. Þeir verði að geta gert annað en að vinna; geta sleppt fram af sér beislinu og leikið sér og gefið ímyndunaraflinu lausan taum- inn. „Sannur raunsæishyggju- maður tekur allt með í reikning- inn, líka það sem er að baki hinu raunverulega og því sem við þekkjum," segir Bergström. Hún þvertekur fyrir það að vera orðin þreytt á Einari Áskeli, sem er orðinn 25 ára þrátt fyrir að hann sé ennþá bara fimm ára í bókunum. „í gegnum hann hef ég möguleika á því að segja það sem ég vil, hann er málpípan mín og mér finnst eins og hann sé góður kunningi. Þegar ég byrja á nýrri bók um hann sest ég niður og finnst eins og við segjum hvert við annað; þá erum við mætt hingað aftur, gamli fé- lagi.“ Mamma Einars Áskels er fjarri góðu gamni í bókunum um hann og Bergström segir hana geta verið hvar sem er, að kaupa í matinn, eða í áfengis- meðferð. Lesendur verði að ákveða það sjálfir. Þegar hún hafi teiknað fyrstu myndirnar af Einari Áskeli hafi hún teikn- að báða foreldra hans en sér hafi fundist móðirin of plássf- rek og því hafi hún einfaldlega verið látin víkja. Að gefa skít í barnið sitt Að mati Bergström eru for- eldrar allt of uppteknir af því að standa sig vel í foreldrahlut- verkinu. „Gott foreldri er full- orðin manneskja sem þorir að Bubbi, Thor og Tolli í Gall- eríi Borg í TILEFNI af nýútkominni bók Tolla, Stríðsmenn andans, sem Thor Vilhjálmsson hefur ljóð- skreytt, heldur Bubbi Morth- ens tónleika kl. 15 í Gallerí Borg og Thor Vilhjálmsson les úr bókinni. Á morgun, mánudag, lýkur sýningu Tolla í Galleríi Borg. Galleríið er opið laugardag kl. 12-18 og sunnudag kl. 14-18. Vígslutón- leikar í Hveragerðis- kirkju SÓNÖTUKVÖLD verður hald- ið í Hveragerðiskirkju í kvöld, sunnudag kl. 20.30. Þar mun Jónas Ingimundarson vígja nýjan flygil sem Tónlistarfélag Hveragerðis og Ölfuss hafa fest kaup á. Efnisskráin samanstendur af fjórum sónötum eftir Scarl- atti, Mozart, Beethoven og Schubert. Aðgangseyririnn rennur óskiptur í flygilsjóð og er kr. 1.000, en 500 kr. fýrir tónlist- arnema. Himneskir tónar í Lista- klúbbi Leik- húskjallarans TÓNLEIKAR fyrir tvær hörp- ur verða í Listaklúbbi Leikhú- skjallarans mánudaginn 3. nóvember kl. 20.30. Það eru belgíski hörpuleikarinn Sophie Marie Schoonjans og franski hörpuleikarinn Marion Herr- era sem leika verk fyrir tvær hörpur eftir J.C. Bach, C. Gro- ot, C.P.E. Bach, J.M. Damase, C. Franck, D. Scarlatti og J. Thomas. Efnisskráin spannar tónlist allt frá baroktímabilinu fram á daginn í dag en tvö verk- anna, Rauða kistan og Ilmandi vals, eru eftir hollenskt sam- tímatónskáld, Cor de Groot. Sophie Marie Schoonjans er fædd í Belgíu og lauk námi í hörpuleik frá Conservatoire Royal de Musiqeu í Brussel 1984. Hún hefur unnið til margra verðlauna fyrir leik sinn og leikið með ýmsum hljómsveitum og sinfóníu- hljómsveitum víðs vegar um Evrópu og starfaði hjá Hong Kong Philharmonia Orchestra 1987-1988. Sophie er nú bú- sett á íslandi. Marion Herrera er fædd í Frakklandi og lauk námi í hörpuleik árið 1996 frá Cons- ervatoire National de Region í París og hafði þá lagt stund á hörpuleik í 16 ár eða frá 13 ára aldri. Strax á námsárum sínum vann Marion til margra verðiauna og viðurkenninga og hefur þrátt fyrir ungan ald- ur haldið fjölda tónleika og leikið með á hljóðritunum jafnt á samtímaverkum sem klass- ískum. Kynnir á tónleikunum verð- ur Anna Magnúsdóttir tónlist- arfræðingur. Áður auglýst dagskrá: Sjón- hverfingaleikhús fellur niður af óviðráðanlegum ástæðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.