Morgunblaðið - 02.11.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.11.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1997 23 Harmsagan var ekki einskorðuð við Bretana. Einn af liðsmönnum Amundsens, Hjaimar Johansen, reifst heiftarlega við hann í suður- skautsferðinni og bar brigður á for- ystuhæfileika hans. Réttu ári eftir ferðina fyrirfór Johansen sér og var þá niðurbrotinn maður. Flugið hefur nú gerbreytt öllum aðstæðum og gert ferðir til suður- skautsins auðveldari. Þegar menn ganga á staðinn er það fyrst og fremst til að reyna á eigið þrek. Fyrir tveim öldum höfðu menn ekki hugmynd um tilvist Suður- skautslandsins enda ísbreiðurnar á höfunum umhverfis það nægileg hindrun fyrir skip þeirra tíma. Cook skipstjóri kannaði höfín í grennd við Suðurskautslandið á 18. öld en talið er að Rússi og Breti hafi orðið fyrstir til að berja landið augum og_það sama árið, 1821. Ymsar þjóðir gerðu út vísinda- leiðangra á þessar slóðir en Bretinn James Clark Ross náði mestum árangri og sigldi langt inn í ísbreið- una við fastalandið á fimmta áratug 19. aldarinnar. Lítiö aó graeóa Ross uppgötvaði meðal annars tvö virk eldijöll, Erebus og Terror, og við landkönnuðinn er kennt Rosshaf. Vandinn var að Ross fann ekkert sem hægt var að hagnast beinlínis á og liðu því nokkrir ára- tugir áður en aftur var reynt að kanna þessi svæði. Leiðangur undir forystu Norð- mannsins Carstens Borchgrevinks varð fyrstur til þess að hafa vetur- setu á Suðurskautslandinu árið 1899. Borchgrevink fullyrti einnig að hann hefði orðið fyrstur til að stíga á land árið 1895 en fleiri hafa eignað sér þann heiður. Aðurnefndur Robert Falcon Scott höfuðsmaður sigldi sérsmíðuðu skipi sínu, Discovery, inn í ísinn 1901 og hafði vetursetu við McMurdosund. Scott skipulagði nokkrar sleðaferðir inn í landið. Scott komst ásamt félögum sin- um, Edward Wilson og Ernest Shackleton, næst suðurskautinu í um 800 km fjarlægð. Hinn síðast- SJÁ NÆSTU SÍÐU Dæmigerður dagur HVERNIG verður svo dæ- migerður dagur hjá þre- menningunum? Einu er hægt að treysta, það verður kalt, þurrt og vindasamt, úrkoman er minni en í Sahara. Oftast er sól, enda verður dagurinn langi, sem stendur í sex mán- uði, runninn upp þegar þeir leggja í hann. Og vegna end- urkastsins frá ísnum geta menn sólbrunnið illa. Eftir að hafa skriðið úr hlýj- um svefnpokanum er gáð til veðurs og hugað að hitastigi og vindi og nauðþurftum sinnt. Kveikt er á prímusnum og bræddur snjór. Þegar búið er að snæða morgunverð er bún- aði pakkað niður á sleðana sem eru norskir af gerðinni Fjellp- ulk og úr fisléttu gerviefni. Tjaldið er tekið niður. Gengið er að jafnaði í 10 stundir, tvo kílómetra í senn með stuttum hvíldum á milli, en veður og færð getur raskað þessum áætlunum. Að „kvöldi" er tjaldið sett upp, borðað og hvílst í 8 stundir. Allur búnaður er að sjálf- sögðu vandaður og léttur, ís- lensk framleiðsla þegar unnt er. Skórnir eru norskir, tjaldið þriggja manna og þolir verstu veður. Skíðin eru með stálk- öntum og neðan á þeim er sérstakt mohair-skinn sem er þeirrar náttúru að hárafarið veitir nokkra viðspyrnu. Maturinn er einkum svína- fíta og svonefnt pemmikan, þurrkað mauk úr ýmiss konar kjöti, fitu og kryddi. Einnig verður meðferðis smjör, sal- ami, musli, súkkulaði, kex og þurrmatur. Vegna kuldans og erfiðisins brennir líkaminn meira en tvisvar sinnum fleiri hitaeiningum á dag en venju- lega. Eitt af því sem þremenn- ingarnir gera er að fita sig fyrir ferðina. -89,6 gráóur en oftast hlýrra UÐURSKAUTSLANDIÐ, sem á erlendum málum er nefnt Antarktika, er nokkru stærra en Evrópa eða um 11 millj- ónir ferkílómetra. Er þá átt við þurrlendi en áfast því eru miklar ísbreiður á hafinu, sums staðar hundruð metra að þykkt. Syðra segulskaut jarðar er nú í svo- nefndu Suðuríshafi, um 2.800 km frá landfræðilega suðurskautinu en segulskautið færist 10-15 km til norðvesturs á ári. ísmassinn í þessari Klakahöll suðursins þekur um 98% landsins og er allt að 4,7 kílómetrar að þykkt. Þyngd hans þrýstir svo á þurrlendið, einkum inni í landinu, að verulegur hluti af því er í reynd undir sjávarmáli. Hæsta fjallið er Vinson, um 4.900 metrar. Á suðurskautinu er hæðin yfir sjáv- armál rúmlega 2.800 metrar, Hvannadalshnúkur er sem kunn- ugt er um 2.100 metrar. Örlítill gróður er á þurrlendinu, aðallega skófir og mosategundir. Fjöldi mörgæsa og annarra fugla lifir þar auk sela og hvala í sjónum og á ísröndinni. Svo mikið er af ís á Suður- skautslandinu að ef hann bráðnaði allur myndi yfirborð sjávar hækka að jafnaði um 60 metra. Samt sem áður er úrkoma afar lítil en ísinn hefur safnast fyrir á milljónum ára. Rússneskir vísindamenn í rannsóknastöðinni Vostok mældu 89,6 stiga kulda í um 3.500 metra hæð og 1.000 km fjarlægð frá landfræðilega skautinu í júlí árið 1983. Hlýjast hefur mælst 13,6 stiga frost. Á suðurskautinu er einn dagur sex mánuðir og nóttin jafnlöng, dagurinn eða sumarið hefst þegar haustar hér á norður- hvelinu. Friósamleg sambúó Alþjóðlegur samningur um Suð- urskautslandið tók gildi 1961 en áður höfðu allmörg ríki, þ.á m. Noregur, gert þar tilkall til yfir- ráða. Kveðið er á um nýtingu svæðisins til vísindarannsókna og samstarfs í þeim efnum, jafnframt að þar skuli ekkert hernaðarbrölt viðgangast. Allmörg ríki hafa komið sér upp bækistöðvum til rannsókna á Suð- urskautslandinu. Á sjálfu suð- urskautinu er flugvöllur og banda- rísk bækistöð, kennd við Amunds- en og Scott. Alls eru um 2.000 manns í rann- sóknastöðvunum á Suðurskauts- landinu á sumrin, þar af rúmlega 100 í Amundsen og Scott-stöðinni á sjálfu suðurskautinu. Kona kom fyrst á þessar slóðir 1969 og fyrsta barnið fæddist í argentískri stöð 1978. Fyrirlestur ilillPlllfisif ‘imsí; ■ Irmm Stoðtækjanotendur og aðstandendur, læknar, hjúkrunarfólk, sjúkraþjálfarar, kennarar, íþróttaþjálfarar, sálfræðingar og annað áhuga- og fagfólk. Össur hf. býður til fyrirlestrar og umræðna með bandaríska hjólreiðameistaranum Duane Wagner þriðjudagskvöldið 4. nóvember. Duane Wagner, sem hlotið hefur flestar æðstu orður bandaríska hersins, missti báða fætur í sprengjuárás í Víetnamstríðinu 1967. Með reynslu sinni af því að yfirvinna fötlunina og viðhorfi til lífsins hefur Wagner öðrum fremur átt þátt í að breyta viðhorfi almennings og ekki síst stoðtækjanotenda sjálfra til fötlunar. Hann hefur áunnið sér virðingu fagfólks innan stoðtækjafræðinnar fyrir árangursríkt ráðgjafastarf í þágu aflimaðra og haldið fjölda fyrirlestra í Bandaríkjunum og víðar. Þetta er maður með merkilegan feril og skoðanir sem hafa opnað mörgum nýja sýn á lífið. Duane Wagner er ekki síður þekktur sem afreksmaður í íþróttum. Hann keppir við ófatlaða jafnt sem fatlaða í hjólreiðum, s.s. í keppninni Race Across America. Fyrir íþróttaþátttökuna hafa honum hlotnast ýmsar viðurkenningar, m.a. ARETE verðlaun bandarísku ólympíunefndarinnar, sem hann deildi með golfmeistar- anum Tiger Woods árið 1994. j fyrirlestrinum fjallar Wagner um það að missa hluta líkama síns, bæði út frá sjónarhóli ráðgjafans og þess sem aflimaður er, mikilvægi viljans og hlutverk þeirra sem standa nærri, fjölskyldu og fagfólks. Fyrirlesturinn fer fram í Þing- sölum Hótels Loftleiða og er öllum opinn. Hann fer fram á ensku. Á eftir verða kaffiveitingar og opnar umræður. Missið ekki af einstöku tækifæri til að hlýða á einstakan mann. n ÖSSUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.