Morgunblaðið - 02.11.1997, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Peronistar verða fyrir miklu áfalli í þingkosningunum í Argentínu
CARLOS Menem, forseti
Argentínu og leiðtogi per-
onistaflokksins, varð fyrir
þungu höggi í þingkosn-
ingunum sem fram fóru um liðna
helgi. Flokkurinn glataði meirihluta
sínum í neðri deild þingsins og líkleg-
ur arftaki Menems varð fyrir áfalli
í Buenos Aires sem rýrir verulega
möguleika hans á að hregpa forseta-
embættið eftir tvö ár. Úrslitin eru
túlkuð sem viðvörun fyrir Menem
og stjóm hans sem fylgt hefur af-
dráttarlausri markaðshyggju og að-
haldsstefnu á undanförnum átta
árum. Líkt og víðar í þessum heims-
hluta hefur hún skilað miklum hag-
vexti en jafnframt orðið til þess að
auka atvinnuleysi og misskiptingu
auðsins í landinu.
„Nýtt skeið er að hefjast. í hönd
munu fara tvö frábær ár ríkisstjórn-
ar minnar," sagði Carlos Menem og
brosti sínu breiðasta, sem er umtals-
vert, er hann greiddi atkvæði í
heimahéraði sínu, La Rioja, á sunnu-
dag. Hann hafði rétt fyrir sér um
það fyrmefnda en seinni lið fullyrð-
ingarinnar reyndust kjósendur í Arg-
entínu hafa umtalsverðar efasemdir
um. Næstu tvö árin eiga vafalítið
eftir að reynast forsetanum og skó-
sveinum hans erfíð.
Stj ór narandstaðan
sameinast
Peronistaflokkurinn, sem raunar
heitir Partido Justicalista (PJ), tapaði
meirihluta sínum í neðri deild þings-
ins en kosið var um helming þing-
sæta að þessu sinni. Flokkurinn hlaut
rúm 36% atkvæða, tapaði 13 mönn-
um og hefur nú 118 fulltrúa í þess-
ari deild þingsins. Þriggja mánaða
gamalt kosningabandaiag tveggja
mið- og vinstriflokka fékk hins vegar
rúmlega 45% greiddra atkvæða og
sigraði því með afgerandi hætti.
Bandalagið, sem samanstendur af
tveimur flokkum, Unión Cívica Radic-
al (UCR), sem er sósíaldemókratískur
flokkur og Frepaso-hreyfingunni svo-
nefndu (Frente Páis Solidario), sem
varð til við klofning í flokki peron-
ista, hefur nú samtals 110 menn á
þingi. Áður hafði Frepaso hins vegar
23 fulltrúa í neðri deild Argentínu-
þings en UCR 68. Saman bættu
flokkamir því við sig 19 mönnum.
Nýr flokkur, La Acción por la
República, sem fyrrum fjármálaráð-
herra leiddi og hafði uppgjör við spill-
inguna í landinu efst á stefnu-
skránni, fékk þrjá menn kjöma.
Forsetinn og flokkur hans munu
því nú í fyrsta skipti þurfa að leita
eftir samkomulagi við stjórnarand-
stöðuna til að tryggja framgang
þingmála. Þetta mun vafalítið reyn-
ast ýmsum þingleiðtogum erfítt þar
eð þeir hafa enga reynslu af slíku
samstarfi. Raunar hefur stjórnar-
flokkurinn nefnt neðri deildina Quór-
um propio á spænsku sem þýða
mætti með yfirfærðum hætti “mál-
stofan okkar“ til að leggja áherslu
á að þar á bæ tíðkist ekki samráð
við önnur stjórnmálaöfl í landinu.
„Dagar hrokans og hins óskoraða
valds eru á enda runnir. Fólkið hef-
ur fengið nóg af spilltri og óheiðar-
legri ríkisstjórn,“ sagði Carlos Al-
varez, einn leiðtoga Frepaso, sem
gjörsigraði andstæðing sinn í höfuð-
borginni, Buenos Aires.
Uppreisn hinna
„nýfátæku"
Carlos Menem, sem verið hefur
forseti frá 1989, bar sig vel eftir
að þessi afdráttarlausa niðurstaða
lá fyrir og reyndi að túlka úrslitin á
þann veg að þau væru sigur fyrir
stefnu hans síðustu árin. Þótt sú
útlegging forsetans kunni að hljóma
nokkuð sérkennilega hafði hann á
hinn bóginn nokkuð til síns máls.
Bandalag mið- og vinstriflokk-
anna lagði áherslu á það í kosninga-
baráttunni að ekki væri stefnt að
því að breyta í grundvallarefnum
hagstefnu þeirri sem stjóm forsetans
hefur fylgt. Miklu fremur væri hug-
myndin sú að milda áhrif þessara
umskipta og vinna gegn atvinnuleys-
inu auk þess sem koma þyrfti á
umbótum innan dóms- og heilbrigði-
skerfisins í landinu. Dregur kosn-
PrOVÍrtcta de Buenos Avres
Reuters
STUÐNINGSMENN bandalags mið- og vinstriflokkanna fagna sigri í kosningunum í Buenos Aires.
Menem sýnt
gula spjaldið
ingabandalag flokkanna tveggja
raunar nafn sitt af þessum markmið-
um en það nefnist “Bandalag um
réttlætið, vinnuna og heilbrigðismál-
in“ eða Alianza por la Justicia, el
Trabajo y la Salud á spænskri tungu.
Talsmenn Bandalagsins túlkuðu
hins vegar niðurstöður kosninganna
á þann veg að kjósendur í Argentínu
hefðu viljað refsa ríkisstjórn Me-
nems. Úrslitin væru í senn krafa um
að látið yrði til skarar skríða gegn
spillingunni í landinu og að gripið
yrði tafarlaust til aðgerða til að
vinna bug á atvinnuleysinu. Það
hefur stóraukist í valdatíð Menems
og mælist nú 16-18%.
Víða inni í Iandinu hafa nú skap-
ast “fátæktarsvæði“ þar sem at-
vinnulífið hefur verið lagt í rúst í
nafni aðhalds og hagræðingar. Hið
sama á við um úthverfí höfuðborgar-
innar, Buenos Aires, þangað sem
fátæklingar og atvinnuleysingjar
hafa leitað. í forystugrein spænska
dagblaðsins El País, sagði að Banda-
lagið hefði unnið fylgi beint frá per-
onistum og hefðu það verið hinir
nýfátæku sem ákveðið hefðu að segja
skilið við flokkinn. Stjórnarandstaðan
lagði enda á það áherslu í áróðri sín-
um fyrir kosningarnar að peronista-
flokkurinn væri hagsmunagæslutæki
stórfyrirtækjanna en á sinni tíð
byggði Juan Peron, stofnandi flokks-
ins, þessi samtök sín á stuðningi al-
mennra launamanna. Þannig tókst
að kljúfa hefðbundið „fastafylgi"
flokksins auk þess sem millistéttin
var á bandi Bandalagsins.
Forsetinn kokhraustur
Yfirlýsingar Menems eftir ófarim-
ar voru fremur óljósar. Hann lýsti
yfír því að engar breytingar yrðu á
stjórnarstefnunni á næstu tveimur
árum. Hún hefði skilað gífurlegum
árangri og áfram yrði unnið að því
að bæta kjör landsmanna og skapa
ný störf. Hagvöxtur væri um átta
prósent á ári og tekist hefði að hemja
óðaverðbólguna sem forðum hefði
eitrað allt efnahagslífið í landinu.
Forsetinn sagðist jafnframt bera
„nokkra ábyrgð" á niðurstöðunni þó
svo að flokkurinn og frambjóðendur
hans hlytu að hafa ráðið mestu um
hvernig fór. „Þessi forseti er enn
ósigraður," sagði Menem, að því er
greint var frá í fréttum argentínska
dagblaðsins La Nación. Hann varaði
andstæðingana við, peronistar væru
nú að „vígbúast á ný fyrir orrustuna
miklu árið 1999.“ Talsmenn Banda-
Úrslit þingkosninganna
sem fram fóru í Argent-
ínu um liðna helgi voru
mikið áfall fyrir Carlos
Menem forseta og til
marks um vaxandi
óánægju almennings.
—
Asgeir Sverrisson
segir að niðurstöður
kosninganna megi
túlka sem viðvörunar-
skot og að eftir því
verði tekið í nágranna-
ríkjum Argentínu.
Reuters
GRACIELA Fernández
Meijide, öldungadeildarþing-
maður, fagnar sigri bandalags
mið- og vinstriflokkanna.
Fernández Meijide nýtur mik-
iliar virðingar í Argentínu.
lagsins tóku hins vegar skýrt fram
í yfirlýsingum sínum í vikunni sem
leið að þeir vildu eiga gott samstarf
við stjórnarflokkinn það sem eftir
lifði af kjörtímabili Menems.
Sögulegur kvennaslagur
Kosningarnar voru ekki einungis
mikilvægar með tilliti til meirihluta
stjórnarflokksins á þingi. Þær vöktu
aukinheldur sérstaka athygli þar
sem nýr forseti Argentínu verður
kjörinn árið 1999. I því efni varð
peronistaflokkurinn einnig fyrir
áfalli. Fulltrúi flokksins í Buenos
Aires-héraði þar sem tæp 40% kjós-
enda búa og lengi hefur verið eitt
helsta vígi peronista beið lægri hlut
fyrir frambjóðanda Bandalagsins og
kann sá ósigur að hafa langvarandi
áhrif í argentískum stjórnmálum.
Þar tókust á tvær konur, Hilde
Chiche Duhalde, frambjóðandi per-
onista og Graciela Fernández
Meijide, sem á sæti í öldungadeild
þingsins. Duhalde er eiginkona Edu-
ardo Duhalde, ríkisstjóra Buenos
Aires, sem ekki hefur farið dult með
Reuters
CARLOS Menem forseti viðurkennir ósigur peronistaflokksins í
sjónvarpsávarpi er hann flutti þegar úrslit kosninganna lágu fyrir.
að hann hyggst leita eftir því að
verða frambjóðandi flokksins í kosn-
ingunum eftir tvö ár og setjast síðan
að í Casa Rosada-forsetahöllinni.
Graciela Fernández Meijida er
hins vegar þekkt fyrir mannréttinda-
baráttu sína en dauðasveitir herfor-
ingjastjórnarinnar myrtu son hennar
í „skítuga stríðinu" svonefnda í Arg-
entínu á árunum 1976 til 1983. Sig-
ur Meijida þótti merkur pólitískur
atburður. Eduardo Duhalde sagði
að ófarir eiginkonunnar mætti rekja
beint til hans en Fernández Meijida
hefði unnið „einstakan sigur“. I Árg-
entínu velta menn nú mjög vöngum
yfir því hvort Eduardo Duhalde hafi
orðið fyrir pólitísku rothöggi. Jafn-
framt er talið að Graciela Meijida
komi nú til álita sem forsetaefni
stjórnarandstöðunnar.
Hagvöxtur en engin
hagsæld
Kosningarnar í Argentínu bregða
ljósi á ástandið í mörgum ríkja Suð-
ur-Ameríku þar sem fylgt hefur ver-
ið stefnu aðhalds og markaðsvæð-
ingar á undanförnum árum. Fáir
efast um að til lengri tíma litið geti
þessar aðgerðir orðið til þess að
auka framleiðsluna og stuðlað að
almennri hagsæld. En líkt og Jorge
G. Castanyeda, stjórnmálafræðipró-
fessor við New York-háskóla, benti
nýlega á í grein í hinni spænsku
útgáfu tímaritsins Newsweek hafa
umskiptin á efnahagssviðinu einkum
bitnað á sveitafólki í ríkjum þessum.
Milljónir manna hafa, að sögn pró-
fessorsins, verið sviptar hefðbundn-
um möguleikum á því að draga fram
lífið. Ein afleiðing þessa hafi síðan
verið aukin framleiðsla á eiturlyíjum
í sveitahéruðunum þar sem örvænt-
ing hafi víða gripið um sig.
Argentínskur blaðamaður, Mario
Diament, lýsir ástandinu í heima-
landi sínu á þann veg í þessu sama
tímariti að millistéttin í Argentínu,
sem í gegnum tíðina hafi borið hag-
kerfíð uppi, hafi verið dæmd til fá-
tæktar og sé það bein afleiðing þeirr-
ar stefnu sem stjórn Menems hafi
fylgt: „Hagvaxtarskeið er ríkjandi
en velferðin er engin.“
Krafa um atvinnu
og umbætur
Kosningaúrslitin í Argentínu eru
því talin vera viðvörun til stjórnvalda
og krafa um að mildaðar verði afleið-
ingar þeirrar róttæku stefnu aðhalds
og einkavæðingar sem Menem og
menn hans hafa fylgt. Þau sýna
einnig ljóslega að stöðugleiki á sviði
efnahagsmála, sem leyst hefur upp-
lausnina og óðaverðbólguna af
hólmi, er nú nokkuð sem menn
ganga að sem gefnu í Argentínu.
Það má teljast mikið afrek en gagn-
aðist ekki stjórnarflokknum að þessu
sinni. Almenningur í landinu telur
sig hins vegar ekki getað borið fórn-
arkostnaðinn öllu lengur og er ekki
tilbúinn til þess.
Sigur Fernández Meijida í Buenos
Aires er aukinheldur hafður til
marks um að alþýða manna í Arg-
entínu telji að endurnýjunar sé þörf
til að vinna bug á spillingunni sem
enn er landlæg. Hann sé krafa um
víðtækar breytingar og umbætur á
sviði dómsmála og að almenningur
fái notið félagslegs öryggis.
Telji Carlos Menem Argentínufor-
seti að hann geti hundsað þessi skila-
boð kunna það að reynast afdrifarík
mistök. Hann hefur notið mikilla vin-
sælda og trúlega færi hann fram á
ný heimilaði stjómarskráin það. Me-
nem er hins vegar of slyngur stjórn-
málamaður til að leiða kosningaúr-
siitin hjá sér þótt opinberlega sé hann
kokhraustur. Viðbrögð hans munu
því skipta miklu fyrir framtíð argent-
ínskra stjómmála og munu hafa áhrif
utan landamæra Argentínu, sem ver-
ið hefur í forustuhlutverki í Suður-
Ameríku hvað varðar einkavæðingu
og aðhald í ríkisfjármálum. Kjósend-
ur hafa sýnt forsetanum, sem hefur
djúpa ást á knattspymu líkt og flest-
ir landa hans, gula spjaldið. Líklegt
má því telja að það rauða fari á loft
eftir tvö ár reynist peronistar ekki
reiðubúnir að koma til móts við kröf-
ur almennings.