Morgunblaðið - 02.11.1997, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 02.11.1997, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ Í8 SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1997 Ferjumaðurinn er alltaf nærri Dauðinn er eins áþreifanlegur og síðdegislúr Gríkkj- anna, steikjandi hádegissólin og svartklæddu ekkjumar eða ekklamir með svartan borða um handlegginn, skrif- ar Sindri Freysson í fyrsta Grikklandsbréfí sínu o g veltir fyrir sér mismunandi afstöðu til dauðans. DAUÐINN er mishávær eftir löndum og menningarsamfélögum, eða réttara sagt hvernig eftirlifendur meðhöndla og ég leyfi mér að segja natreiða dauðann. Mjög víða, ekki síst í fjöl- nennum ríkjum sem teljast til tæknivæddra, ít dauðinn annars vegar afþreyingarefni í ijónvarpi og hins vegar persónulegt hvísl, sem aánast hvílir launhelgi á. Jarðarförin fór fram ! kyrrþey. íslendingar, fámennir og fyrir vikið ooðberar þess viðhorfs að hvert mannslíf skipti máli, skrifa mikið um hina látnu og deila þann- ig sorgum sínum með allri þjóðinni. Hinn látni er kvaddur með bleki. Seinast þegar ég fékk Morgunblaðið í hendur, taldi ég átta blaðsíður með minningargreinum og dánartilkynningum í 72 síðna blaði, eða yfir ellefu og þá eru ótald- ar hugsanlegar fregnir um andlát heima og erlendis annars staðar í blaðinu. Þegar vina- margir einstaklingar eða sérstakir merkis- menn geispa golunni þekur umfjöllunin ótal síður og framhalds er að vænta næstu vikurn- ar. Þessi sorg á blaðatorginu virðist lítt hafa hjaðnað þrátt fyrir ráðstafanir til að stytta minningargreinar, skera burt endurtekningar í æviágripum og annað skylt stagl. Oftar en ekki eru jarðarfarir fjölmennar samkomur og erfidrykkjan sömuleiðis. Á Grikkiandi liggur dauðanum einnig hátt rómur, þótt með öðrum hætti sé. Dauðinn er eins áþreifanlegur og síðdegislúr Grikkjanna, steikjandi hádegissólin og svartklæddu ekkj- urnar eða ekklamir með svartan borða um handlegginn. Dauðinn er líka söluvara, hvort sem litið er til litlu búðarinnar við eina aðalgöt- una sem selur eingöngu svört, látlaus föt eða búðanna sem selja kerti og annað sem tilheyr- ir eða búðanna sem seija eingöngu gerviblóm á leiði. Af sama meiði er stuttermabolur í minjagripaverslunum sem ber tilvitnum í krít- verska rithöfundinn Nikos Kazantzakis: „Ég vænti einskis. Ég óttast ekkert. Ég er fijáls," en þegar hann lést fyrir réttum fjórum áratug- um voru þessi orð rituð á leiði hans í Iráklion að hans ósk. Og ennfremur má telja dauðann vera söluvöru, þótt slíkt sé ekki sérgrískt á nokkurn hátt, þegar litið er til nýútkominnar bókar Dimítru Liani-Papandreou, ekkju for- sætisráðherrans fyrrverandi, Andreas Pap- andreous (einnig ættaður frá Krít) en hann lést fyrir tæpum sextán mánuðum. Bókin, sem hefur valdið miklu fjaðrafoki hér, hefur verið kölluð „pólitísk árás úr gröfinni" í grískum fjölmiðlum, árás sem beinist ekki síst að mörg- um helstu ráðherrum ríkisstjórnar Grikklands. Dauðinn er líka á skjánum, því þegar einhver nafnkunnur einstaklingur deyr sýnir sjónvarp- ið ósjaldan frá minningarathöfninni eða jarða- förinni nærmyndir af ekkjunni og móðurinni með grátbólgna hvarma. Fyrir framan mark- aðstorgið í Xania, stóra byggingu sem mynd- ar mjög táknrænan kross, er veggur dauðans, spjald þakið auglýsingum um andlát ýmissa ágætra íbúa þessarar borgar. Gamla fólkið nemur þar staðar í litlum hópum eftir að hafa keypt ferskan fisk, kjöt af nýslátruðu eða brauðbita, og les hveijir hafa gefið upp and- ann síðan í seinustu verslunarferð. Á sunnu- dögum eru þessar tilkynningar síðan rifnar niður og veggurinn blasir nakinn við, fyrir utan hvítar tætlur sem aldrei nást af. Á ljósa- staura eru slíkar tilkynningar límdar og þær heftar á tré í almenningsgörðum og síma- og rafmagnsstaura; svartur texti í gylltum ramma. Stundum fylgir með mynd af hinum látna og ef mikið liggur við, teikning af Kristi á krossinum eða móður hans undir geisla- baug. Þannig er dauðanum komið á framfæri í Grikklandi og auðsýnt að einhveijir fram- takssamir dugnaðarpiltar þéna vænan skilding sem erindrekar dauðans, arkandi um borgina með bunka af dánartilkynningum í annarri hendi og límfötu eða heftibyssu í hinni. Og þegar einhver andast í næsta nágrenni er voldugu kistuloki stillt upp fyrir framan útidyrnar hjá viðkomandi til að enginn sem á leið hjá geti velkst í vafa um hvernig ástatt er á því heimili. Skilaboðin eru einhvern veginn þau, að í þessari borg sem eitt sinn var kölluð Feneyjar austursins stjaki Karon báti sínum um strætin, í humátt á eftir íbúunum. Innan- dyra er líkið haft til sýnis eins lengi og hægt er - sem er skammur tími því reglan er sú að greftrun fari fram ekki miklu síðar en sólar- hring eftir andlát - og syrgjendur streyma að, fylla stofuna og reka upp háværa kvein- stafi og harmagrát. Víða er eintóna útfarar- sálmur eða harmaljóð, mirologue, sungið. Og gestir í jarðarförinni samanstanda ekki af þröngum hóp nánustu ættingja, eins og al- gengt er heima og víða annars staðar, heldur hvílir nær heilög kvöð á fjarskyldum ættingj- um og tengdafólki, vinum og kunningjum að votta hinum látna og hans nánustu virðingu sína með því að mæta. Fjarvistir eru illa liðn- ar, vægast sagt, og gætu vakið úlfúð sem seint myndi linna er mér sagt, eða að minnsta kosti langvinnar umræður og kurr. Það er ekki fýsilegur valkostur að bera harm sinn í hljóði og syrgja í friði. Fyrir vikið þarf meðal Grikki að mæta í fleiri jarðarfarir um ævina en hann getur með góðu móti talið saman. Fjórar til tíu á ári er ekki ólíkleg tala, ekki síst hjá þeim Grikkjum sem eru komnir á miðjan aldur eða farnir að reskjast, á meðan yngri kynslóðin reynir frekar að sniðganga slíkt sjónarspil og fara frekar í vitjun til syrgj- enda þegar allt er afstaðið. „Mér finnst þess- ar athafnir allt of sorglegar og forneskjuleg- ar,“ sagði ungur Grikki við mig. Enginn þorir þó væntanlega að ganga jafn langt og Grikk-' inn sem áðurnefndur Kazantzakis segir frá á einum stað, en sá hafði flúið föðurland sitt og sest að í Afríku. Þar var hann búinn að velja sér grafreit fyrir utan kofann sinn og höggva á verðandi legstein áletrunina: „Hér er gafinn Grikki sem hatar Grikki." Sennilega var engum boðið að vera viðstaddur. En gríska mætingarskyldan nær miklu lengra, því algengt er að haldin sé minningar- athöfn fimm til sex vikum eftir útför, sex mánuðum eftir útför og ári eftir andlátið, og þær athafnir eru ósjaldan haldnar með við- höfn og að viðstöddu fjölmenni, eðli málsins samkvæmt. Mér skilst að þá sé oft á tíðum boðið fram kolyva, blanda af hveiti, sykri og hnetum, sem sumum fínnst bragðast ágætlega og geti í raun ýtt undir betri mætingu en ella. Dauðinn er leikhús öðrum þræði, skrautsýning sem byggist ekki síður á þeirri hugmynd að sýna sig og sjá aðra í þeirri von þegar þín hinsta stund rennur upp verði athöfnin vel sótt, heldur en því að votta virðingu og styðja nánustu ástvini í sorg þeirra. Það geta ekki allir treyst því að fá jafn marga áhorfendur og ungur breskur leikari, Wheeler að nafni, sem fórst fyrir nokkrum vikum hér á Grikk- landi með sviplegum hætti. Samfellt í þijú ár hafði Wheeler hengt sig í hlutverk Júdasar í söngleiknum Jesus Christ Superstar á hóteli á norðanverðum Halkidiki-skaganum, en í umræddri sýningu hirti hann ekki um að festa lífsnauðsynlega öryggislínu og lést fyrir fram- an 600 áhorfendur. Ríflega fimm mínútur liðu áður en meðleikarar hans áttuðu sig á að ekki væri allt með felldu. En dauðinn birtist ekki alltaf með svo dramatískum hætti. Fyrir skömmu munaði minnstu að ég arkaði inn í gríska líkfylgd sem fór um næstu götu og ég hefði væntanlega ekki skorið mig mjög úr hópnum, miðað við klæðaburð, því fyrir utan þá sem gengu í farar- broddi, voru flestir í hversdagsklæðum, galla- buxum og bol eða skyrtu. Hópurinn var vel á annað hundrað manns, sem gekk hæglátlega á eftir líkbílnum - skrautlegum hvítlökkuðum glæsivagni með gler í hliðum og í stað þaks til að kistan blasi bæði við vegfarendum og þeim sem eru nær himni - og tveimur eða þremur bílum öðrum áleiðis í kirkjugarðinn sem er í næsta nágrenni. Hann er raunar bent á móti barnaskólanum í hverfinu - eins og til að minna yngstu kynslóðina á að dauð- inn er ALLTAF nálægur. N á m s k e i ð Fyrir aðstandendur fólks með geðklofa og geðhvörf (þunglyndi og oflæti) Námskeiðið er í formi fyrirlestra og stuðningshópa undir stjóm Margrétar Jónsdóttur, félagsráðgjafa Fyrirlestrarnir eru: 12.11 Geðklofi - meðferð og batahorfur, Kristófer Þorleifsson, geðlæknir 18.11 Geðhvörf (Þunglyndi og oflæti), Kristófer Þorleifsson, geðlæknir 2S.I I Félagsleg endurhæfing, Margrét Jónsdóttir.félagsráðgjafi 2.12 Viðbrögð við breyttum aðstæðum, Kristín Gyða Jónsdóttír, félagsráðgjafi 9.12 Geðhjálp, hvað er hægt að gera, Ingólfur H. Ingólfsson, framkv.stjóri Námskeiðin eru haldin kl. 20:00-22:00 í félagsmiðstöð Geðhjálpar, Tryggvagötu9 (Hafnarbúðum). Þátttökugjald er kr. 2000 en frítt fyrir félagsmenn. Skráning í síma 552 5990, fjöldi þátttakenda er takmarkaður. GEÐHJÁLP Netfoú^ Vönduó vara á afar hagstæöu verði. Ókeypis teikningar og tilboðsgerð. Góður magn- og staðgreiðsluafsl. /FOnix HÁTÚNI6A REYKJAVlK SÍMI 552 4420 ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR Við bjóðum allt sem þig vantar INNRÉTTINGAR OG RAFTÆKI í eldhúsið, bamaherbergið, þvottahúsið og að auki fataskápa í svefnherbergið, bamaherbergið og anddyrið. Fyrirlest- ur Duane Wagners FYRIRLESTUR bandaríska hjól- reiðameistarans Duane Wagners verður haldinn þriðjudagskvöldið 4. nóvember kl. 20 í Þingsölum Hótels Loftleiða en Wagner kemur hingað til lands í boði Ossurar hf. „Fyrirlesturinn er öllum opinn en stoðtækjanotendur og aðstandend- ur þeirra eru sérstaklega hvattir til að mæta og þá ekki síður allir þeir sem tengjast fötluðum í starfí sínu s.s. læknar, hjúkrunarfólk, sjúkra- þjálfarar, kennarar, íþróttaþjálfar- ar, sálfræðingar og leikskólakenn- arar. Duane Wagner missti báða fætur í sprengjuárás í Víetnam stríðinu 1967. Þrátt fyrir alvarlega slösun varð framganga hans við að bjarga mannslífum í þeirri árás til þess að honum voru veittar flestar af æðstu orðum Bandaríkjahers. Reynsla Duane Wagners af því að yfírvinna fötlun sína og viðhorf hans til lífsins hafa gert það að verkum að hann hefur öðrum frem- ur átt þátt í að breyta viðhorfi al- mennings ekki síst stoðtækjanot- enda sjálfra til fötlunar. Hann hefur áunnið sér mikla virðingu innan stoðtækjafræðinnar fyrir árangurs- ríkt ráðgjafastarf á meðal aflimaðra og haldið fjölda fyrirlestra fyrir fagfólk jafnt sem stoðtækjanotend- ur í Bandaríkjunum og víðar. Þetta er maður með eftirtektarverðan fer- il og skoðanir sem hafa opnað DuaneWagner mörgum nýja sýn á lífið. Þá er Duane Wagner ekki síður þekktur sem afreksmaður í íþróttum á heimsmælikvarða. Hann hefur um árabil keppt við fatlaða jafnt sem ófatlaða íþrótta- menn í hjólreiðum, s.s. í einhverri erfíðustu hjólreiðakeppni sem hald- in er árlega, Race Across America keppninni, en þá er hjólað milli Austur- og Vesturstrandar Banda- ríkjanna. Fyrir þátttöku sína í íþróttum hafa Duane hlotnast margvísleg verðlaun og viðurkenn- ingar m.a. ARETE verðlaun banda- rísku ólympíunefndarinnar 1994 sem hann deildi með golfmeistaran- um Tiger Woods og hafnaboltahetj- unni Hank Aron. Auk þess að keppa í hjólreiðum leggur Wagner stund á ýmsar aðrar íþróttir og er m.a. með svart belti 2. dan í karate," segir í fréttatilkynningu frá Öss- uri.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.