Morgunblaðið - 02.11.1997, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 02.11.1997, Blaðsíða 64
Þaö tekur aöeins einn m u ■virkan dag aö koma póstinum þínum til skila tfgnnMftfrlfe <o> AS/400 er... ...þar sem grafísk notendaskil eru í fyrirrúmi 03> NÝHERJI MORGUNBLADW, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Kristj án Unnið við flottrollið STARFSMENN veiðarfæragerðar Útgerðarfélags Akureyringa hf. lögðu undir sig helminginn af bfla- stæði félagsins er þeir voru að vinna við flottroll frysti- togarans Akrabergs, enda eru flottroll gríðarlega stór og fyrirferðarmikil. Akraberg er í eigu Framherja, dótturfyrirtækis Samherja í Færeyjum. Eins og sést á myndiimi þurftu þeir Guðmundur Pétursson og Hjalti Þór Þórólfsson að taka hraustlega á við vinnu sína. Röntgenlæknar á Landspítalanum Lausn kann að vera í sjónmáli LAUSN kann að vera í sjónmáli í kjaradeilu röntgenlækna á Land- spítalanum, en þeir hafa sagt upp störfum frá 1. desember næstkom- andi. Eru röntgenlæknarnir óá- nægðir með kjör sín sem eru mun lakari en kjör röntgenlækna á Sjúkrahúsi Reykjavíkur samkvæmt niðurstöðu Ríkisendurskoðunar. Að sögn Þorvalds Veigars Guð- mundssonar, forstöðumanns lækn- ingasviðs Ríkisspítalanna, hafa við- ræður við'læknana átt sér stað og stendur til að sett verði önnur vakt á röntgendeildinni með vaxandi sérhæfingu á deildinni. Hann sagði að læknamir hefðu sannanlega unnið yfii'vinnu við undirbúning morgunfunda sem ekki hefði verið greitt fyrir, en yfirvinnubann er mjög strangt. Því banni verður létt af og fá læknarnir því greitt fyrir þessa yfirvinnu. Þá hefur verið ákveðið að gera skipulagsbreyting- ar á röntgendeildinni og fjölga yfir- læknum. „Þetta eru meginþættirnir sem hafa gerst núna og þetta jafnar stöðu þeirra eitthvað, en ekki nærri því eins og Ríkisendurskoðun segir að mismunurinn hafí verið. Aður var búið að vinna dálítið í þá átt að þeir fengju hlutdeild í viðbót sem kom inn á deildina, og allt er þetta auðvitað lagt saman,“ sagði Þor- valdur. Yfirlæknar verða Qórir talsins Röntgenlæknar á Landspítalan- um eru átta talsins og sagðist Þor- valdur Veigar vonast til að þeir hættu við uppsagnii’ sínar. Einn af þeim sem sögðu upp hefur dregið uppsögnina til baka vegna þess að hann fékk launalaust ársleyfí frá störfum. Auglýst hefur verið laus til um- sóknar staða yfirlæknis og prófess- ors í röntgenlækningum, en jafn- framt verður bætt við einni stöðu yfirlæknis og mun hún koma í hlut einhvers læknanna sem þegar starfa á deildinni. Verða yfirlækn- arnir á deildinni þar með fjórir tals- ins. Alþjóðlegur listi um samkeppnishæfni þjóða Island í 21. sæti og lakast Norðurlandanna Atkvæða- greiðsla um sjómanna- verkfall Á FUNDI formanna aðildarfélaga Sjómannasambands Islands í gær var samþykkt ályktun þess efnis að samninganefnd SSI beini því til að- ildarfélaga að þau láti fara fram at- kvæðagreiðslu um vinnustöðvun á fiskiskipaflotanum til að knýja fram kjarasamninga. Fundurinn, sem haldinn var í Vestmannaeyjum í gær og fyrra- dag, harmar að enn skuli ekki lokið gerð kjarasamnings fyrir sjómenn og að engar viðræður skuli eiga sér stað. Þá segir í ályktuninni að fram hafi komið ákveðinn vilji á fundum forystumanna SSÍ og FFSI með sjómönnum til að beita þrýstingi til að ljúka gerð kjarasamnings. TRÉSMIÐI vantar í uppsláttar- vinnu á höfuðborgarsvæðinu, verk- efni eru næg næstu tvö árin hjá mörgum verktakafyrirtækjum á suðvesturhorni landsins og kaup fer hækkandi vegna mikillar eftir- -—^kspurnar eftir iðnaðarmönnum. „Það er ákveðin þensla í augnablik- inu og meiri spenna en við höfum séð í nokkur ár,“ segir Haraldur Sumarliðason formaður Samtaka iðnaðarins. Haraldur segir að oft hafi verk- efni verið næg á haustin og framundir áramót ef tíð hefur verið ^góð. „Það er mikið að gera núna og ÍSLAND hefur þokast upp um fjög- ur sæti á lista yfir samkeppnishæfni þjóða og er nú í 21. sæti meðal 46 þjóða. Listinn er birtur í The Competitiveness Yearbook 1997 og eru þar skoðuð atriði eins og hag- kerfi, alþjóðavæðing, stjómsýsla, fjármál, tækni og vísindi. Fram kemur í lista þessum að já- kvæðasta breytingin er varðandi hagkerfið en þar stekkur Island upp um 10 sæti. Eru ástæðurnar m.a. taldar aukin einkaneysla, fjár- festing, virðisauki og framtíðarspá. Neikvæðari þróun hefur orðið í frammistöðu atvinnugreina og heldur skortur á mönnum en engin vandamál á ferðinni. Mest er að gera hér á suðvesturhominu en ekki má gleyma því að víða úti á landi er atvinnuleysi meðal iðnaðar- manna.“ Haraldur kvaðst hafa heyit talað um að mönnum væra boðnar allnokkrar kauphækkanir en erfítt hefði reynst að fá það stað- fest. Hann benti einnig á að mjög mikið væri að gera um þessar mundir hjá verktökum í hvers kon- ar jarðvinnu og þar vantaði tækja- menn og bflstjóra. Finnbjöm Hermannsson, formað- ur Trésmiðafélags Reykjavíkur, sparnaður er talinn standa illa. Verst er staðan varðandi tækni og vísindi og versnar um átta sæti. Þar eru talin atriði eins og starfs- fólk í rannsóknum og þróun, stjórnun tækniþróunar og einka- leyfi. Island stendur mun lakar að vígi en hin Norðurlöndin en af þeim er Finnland í fjórða sæti, Noregur í fimmta, Danmörk í átt- unda og Svíþjóð er í 16. sæti og hefur sigið. Baldur Pétursson, deildarstjóri í iðnaðarráðuneytinu, segir að ár- angursrík efnahagsstefna byggist í æ ríkari mæli á faglegum, þróuðum segii’ að smiði vanti við uppslátt á höfuðborgarsvæðinu. „Ymis stór byggingarverkefni í nágrenni borg- arinnar hafa áhi’if á markaðinn í Reykjavík og taka til sín fjölda smiða,“ segir Finnbjöm og nefnir sem dæmi að 60 smiðir séu við störf við álverið á Grundartanga, stór hópur við byggingu Rúmfatalagers- ins í Kópavogi og liokkrir tugir smiða séu nú á leið í Sultartanga- virkjun. Hann segir laun svipuð í þessum verkefnum, ekki sé hægt að segja að vinna við uppslátt sé vem greidd en vinna við annars konar stórframkvæmdh’. og alþjóðlegum athugunum sem greini á kerfisbundinn hátt styrk- leika og veikleika hagkerfa. Því hafi ráðuneytið lagt aukna áherslu á að taka þátt i alþjóðlegum athug- unum. Baldur segir að árangursrík efna- hagsstefna byggist einnig í vaxandi mæli á almennum aðgerðum á sviði starfsskilyrða fyrirtækja, svo sem á sviði alþjóðavæðingar, tækni og vis- inda, fjármála og stjórnunar auk ýmissa stuðningsaðgerða í sam- keppni við það sem gerist erlendis. ■ ísland í 21. sæti/28 „Þegar vanta fer smiði hækkar kaupið, það er bara lögmálið um framboð og eftirspurn," sagði Finn- björn en kvaðst ekki geta nefnt ákveðnar tölur í því sambandi, þar væra þó engar stökkbreytingar. „Við sjáum fram á næstu tvö til þrjú árin með miklum uppgangi miðað við verkefnastöðuna núna.“ í könnun Þjóðhagsstofnunar á ástandi í september kemur fram að atvinnurekendur í byggingastai-f- semi vildu fjölga um 65 starfs- menn, 50 á höfuðborgarsvæðinu og 15 á landsbyggðinni. Er fjölgunin 0,6% af vinnuafli í greininni. Morgunblaðið/Golli A dúfna- veiðum DÚFUR eru enn vinsælar hjá strákum og með pappakassa og korn koma þeir sér fyrir við Tjörnina í von um að ná í eins og einn Toppara, fsara eða Skræpu. ----------- Banaslys í Keflavík MAÐUR um þrítugt lést í vinnu- slysi í Keflavík síðdegis síðast liðinn föstudag. Maðurinn varð undir vinnuvél við Mánatorg, þar sem verið er að gera hringtorg. Ekki er unnt að birta nafn mannsins að svo stöddu. Næg verkefni í byggingariðnaði og hjá verktökum næstu tvö árin - Smiðaskortur á höfuðborg- arsvæðinu og kaup hækkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.