Morgunblaðið - 02.11.1997, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.11.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1997 25 Gróska kynnir drög að málefnagr undvelli Borgarnesi. Morgunblaðid. OPINN fundur Grósku, áhugafólks um sameiningu jafnaðarmanna og félagshyggjufólks var haldinn í Hyrnunni í Borgamesi sl. föstu- dagskvöld. Fundinn sóttu innan við 10 manns, auk frummælenda. Á fundinum voru kynnt drög að mál- efnagrundvelli væntanlegrar stjómmálahreyfingar, „hin opna bók Grósku", en tekið var fram að þau væru orðin töluvert breytt frá þeirri mynd sem lögð var fram á fundinum. í „hinni opnu bók Grósku", mátti m.a. lesa. „Bókin lýsir helstu sjónarmiðum sem byggjast á frelsi, jöfnum tækifærum, samhjálp og virku lýðræði." „Gróska er á móti fátækt og hafnar tekjuleysisteng- ingu bótafmmskógarins“, og „við leggjum til afdráttarlausar aðgerð- ir gegn launamisrétti kynjanna", og ennfremur „Gróska vill ekkert sukk og svínarí. Við viljum skapa stjórnmálamönnum, stjórnkerfi og peningavaldi það virka aðhald sem þarf.“ Til að ná markmiði okkar viljum við og ætlum að skapa á íslandi stóran jafnaðarmannaflokk er gerir tilkall til forystu í lands- málum“. Robert Marshall sagði að þau drög að málefnagrundvelli sem lögð væru fyrir fundinn væru af- rakstur 9 mánaða vinnu áhuga- hópsins. Miðstjórn Grósku myndi síðan ganga endanlega frá honum um helgina og síðan yrði hann kynntur í fjölmiðlum. Unnið að málefnasamningi Björgvin G. Sigurðsson rakti að Gróska hefði verið stofnuð þann 18. janúar sl. og sagði svo: „Síðan þá hefur verið unnið grimmt í málefnasamningnum og þannig fylgt eftir vilja þeirra sem vildu að fyrir lægi málefnagrundvöllur áður en frekari samfylkingaráfor- mun væri framfylgt." Sagði Björg- vin að vinnan hefði farið fram í 8 eða 9 vinnuhópum. Tekist hefði verið á um málin og þau rædd til hlítar og útkoman vel viðunandi að flestra máli. „Í fiskveiðimálum fylgjum við í kjölfar umræðu Al- þýðuflokksins um auðlindagjald, í utanríkismálum tökum við þann pól í hæðina að hafa tvöfalda þjóð- aratkvæðagreiðslu um Evrópu- sambandið." Vilhjálmur H. Vilhjálmsson kvaðst alltaf hafa verið utanflokka og ætla að vera það þar til sameig- inlegur jafnaðarflokkur væri orð- inn að veruleika. Vilhjálmur sagði vinstri flokkana ekki vera trúverð- uga og ekki höfða lengur til fólks. „Það er bullandi ágreiningur í Sjálfstæðisflokknum en þeir taka slaginn innanflokks og koma svo sameinaðir útávið og það er eitt- hvað sem við á vinstri vængnum þurfum að lfera. Að læra það að starfa í stórum flokki þar sem er rúm fyrir margar ólíkar skoðanir og sætta okkur við það þegar við verðum undir, og standa að baki ákvörðun meirihlutans. Það er ein- faldlega þannig sem þetta virkar Svo er það auðvitað hinn kostur- inn, sem menn í þessum flokkum hafa í dag. Það er að standa fast á sínu og gefa ekki eftir í einu einasta máli. Hafna öllum málam- iðlunum og halda áfram að starfa í þessum áhrifalitlu flokkum og taka stoltið yfir því að hafa ekki orðið undir í einu einasta máli með sér í gröfina. Þetta er auðvitað kostur sem einhver mun taka, það er alveg ljóst að við munum fá að sjá lítinn umhverfíssinnaðan vinstri flokk, einhvers staðar á jaðrinum." Aðalheiður Sigursveinsdóttir sagði „stóru ágreiningsmálin“ hafa orðið fyrirferðarlítil í umræðum vinnuhópanna. Aðilar hefðu orðið samstiga í öllum helstu málaflokk- um, svo sem varðandi auðlindir l-7'; ' þjóðarinnar, um rekstur ríkisins og um stoðir velferðarkerfisins. Tók Aðalheiður það fram að „hin opna bók Grósku“ væri ekkert endanlegt plagg, heldur væri hún frekar um- ræðugrundvöllur sem hægt væri að breyta og þróa áfram. Meiri samhljómur Hólmfríður Sveinsdóttir sagði umræðuna um sameiningu jafnað- armanna og félagshyggjufólks vera kannski orðna svolítið þreyt- andi útávið. Síðan sagði hún: „Þetta er umræða sem hefur kyn- slóð eftir kynslóð alltaf komið upp aftur og aftur. Spumingin er af hverju ættum við sem stofnuðum Grósku að geta breytt einhveiju sem aðrir gátu ekki breytt á sínum tíma?“ Sagði Hólmfríður að hún teldi að núna ríkti mun meiri samhljóm- ur allra aldurshópa en oftast áður fyrr um að stofna stóran og öflug- an jafnaðarmannaflokk. Morgunblaðið/ Theodór FRÁ fundi Grósku, áhugafólks um sameiningu jafnaðarmanna og félagshyggjufólks, á Hyrnunni í Borgarnesi sl. föstudag. FAflU ÞÉR HAPPAÞRENNU! HiN GLíSiLEGA TOVOTA COROLLA* 06 ENN Efi MILLJÓNIN EKKI6EN6INÖ1 * Toyotan verdur dregin út um miöjan nóvember. Þeim sem búa úti á landi og vilja vera meó í patbnum er bent á að skila Happaþrennunum b'manlega á nssta sötustað Bl að þær nái á leiðarenda fyrir útdrátbnn. BORGARFERÐ MEÐ ÚRVALI-ÚTSÝN Sturta Þórhallsson. Baldursgötu 12.230 Keflavik PIONEER HUÓMTÆKJASAMSTÆÐA Kárí í Aasmo. AsvaUagötu 53.101 Reykjavfk BOLUR FRÁ X-TRA BÚÐINNI Haukur Friðþjófsson. Nönnugötu U. 105 Reykjavik EUn Ámadóttir. Flúðaseti 94.109 Reykja vík Axel Eggertsson. Flyömgranda 4.107 Reykjavík BÍÓMIÐAR - FYRIR TV0 Hitdur B. Aðalgeirsdótbr. Alftahólum ó. 111 Reykjavík Jenna K. Jensdótlir. FHuseli 12.109 Reykjavík Þóróur F. Guðmundsson. Ljósheimum 2.104 Reykjavík Kristín G. Guðfinnsdóttír. Reynimel 34 kj. 107 Reykjavfk Einar Jónsson. Eggertsgötu 30.101 Reykjavík Gústaf A. Gústafsson. Vikurtíraut 13.700 Höfn Rósa B. Brynjarsdóttír. Selbrekku 28.200 Kópavogi 4 4 Uk ÍOVIl-ÍTIfl Stefán Ólafsson. HurðaihakL 801 Selfossi Valgerður Vattýsdóttír. Skúlagötu 4i. 101 Reykjavík Guðný Sigrún Guðnadóttír. Flúðaseti 76.109 Reykjavik Davíó Ólafssun. Grasaríma 24.112 Reykjavik Arí Benediktsson. Njörvasundi 2Ó. 104 Reyiqavik Guðbjörg N. Lðaa. Hringbraut 74.107 Reykjavrk Gunnar V. Skæríngsson, Logafold 5.112 Reytqavík Hildigunnur Sveinsdöthr, Spöarima 25.800 Setfossi Erta AustQörfl. Víðilundi 8e. Ó00 Akureyri Bergsveinn Jósefsson. Garðhúsum 6,112 Reykjavik Valgerður Úlafsdóttír. Kambasetí Ó8.109 Reykjavfk Anna Rós B.. Bræðraborgarstíg 34.101 Reykjavik Róbert Guðmundsson. Þórsgötu 27.101 Reykjavfk Daníeta Grétarsdóttir. JóniseU 17.109 Reykjavik Benedikt Valsson. Kaptaskjótsv. 51.107 Reylqavik Gunnar Öm Jóhannsson. Maríubakka ó. 109 Reykjavfk Magdaiena K. Helgad. Reynibergi 3.220 Hafnarfirði Jóhanna Ágústsdóttír. Veghúsum 29.112 Reykjavik < "" : 4 ■ i- -'A Wa. HASKOLABIO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.