Morgunblaðið - 02.11.1997, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1997
ERLEIMT
MORGUNBLAÐIÐ
Sveiflur á alþjóðamörkuðum
Eðlilegt
verðfall
eðahrun?
Umrótið á verðbréfamörkuðum á undanföm-
um dögum má rekjatil þróunar á asískum
mörkuðum. Sigrún Bima Bimisdóttir
segir að hrunið hafí þó ekki komið öllum
á óvart og að skiptar skoðanir séu á því
hversu víðtæk áhrif það muni hafa.
Reuters
VERÐBRÉFASALI í Ríó de Janeiró fylgist raeð þróuninni á verð-
bréfamörkuðum um leið og hann gerir viðeigandi ráðstafanir.
Hlutabréf í Rómönsku Ameríku féllu í byrjun vikunnar og aftur
nú fyrir helgi.
MIKIL ólga hefur ríkt á
heimsmörkuðum að
undanfömu, Síðustu
vikur og mánuði hafa
verðbréfa- og gjaldeyrismarkaðir um
allan heim orðið fyrir mestu sveiflum
sem um getur frá árinu 1987.
Þó rekja megi sveiflur undanfar-
inna vikna til skyndilegs verðhruns
á mörkuðum í Hong Kong er upp-
hafs umrótsins að leita í efnahags-
hruni þeirra landa í Suðaustur-Asíu
sem nefnd hafa verið „tígrarnir". í
kjölfar mikilla efnahagsörðugleika í
Tælandi eftir gífurlegt gengisfall
tælensku rúpíunnar í júlí féllu
gjaldmiðlar í Indónesíu, Malaysíu,
Singapore og á Filippseyjum. í fram-
haldi af því varð hrun á verðbréfa-
mörkuðum þar.
Þótt nokkur tími liði áður en
áhrifa yrði vart í öðmm heimsálfum
virðist nú hafa verið óhjákvæmilegt
að hrun þessara markaða hefði við-
tæk áhrif. Hagkerfi Asíu hefur verið
það hagkerfi heimsins sem hefur
verið í hvað mestum vexti og hefur
þar af leiðandi staðið undir hagvexti
í öðrum heimshlutum. Á undanförn-
um ámm hefur hagvöxtur í þessum
löndum verið svo mikill að talað
hefur verið um efnahagslegt krafta-
verk og flestir gengið út frá því sem
vísu að hagvöxtur þar ætti einungis
eftir að aukast.
The Economist varaði hins vegar
við því í forystugrein, viku áður en
verðbréf á Vesturlöndum tóku að
falla, að verð á verðbréfum væri
almennt orðið of hátt og fólk farið
að ímynda sér að lögmál markaðar-
ins giltu ekki lengur.
Nýir markaðir í Rómönsku Am-
eríku, Asíu og Austur-Evrópu hefðu
veitt fjárfestum nýja öryggiskennd
enda gætu þeir nú dreift fjármagni
sínu á ýmis svæði og þannig dregið
úr áhættu. Þetta hefði brenglað
vemleikaskyn fólks sem þrátt fyrir
að hafa horft upp á öran vöxt og
síðan hmn markaða í Rómönsku
Ameríku á árunum 1994-95 ímynd-
aði sér að aðstæður á nýjum mörkuð-
um breyttust ekki.
Efnahagsundrið i Suðaustur-Asíu
byggðist m.a. á ódým vinnuafli, lág-
um sköttum, lágmarkshömlum á
verslun og erlenda fjárfestingu.
Gengi gjaldmiðla þessara landa var
hins vegar miðað við gengi Banda-
ríkjadollars og nú hefur komið í ijós
að það var gróflega vanmetið. Þetta
kom þeim til góða á meðan gengi
dollarans var lágt en er gengi hans
hækkaði versnaði samkeppnisstaða
þeirra á alþjóðamörkuðum.
Það hefur einnig verið nefnt að
auk þess sem eyðsla í þessum lönd-
um hafi farið upp úr öllu valdi hafi
ekki verið um uppbyggilega eyðslu
að ræða sem skilaði sér aftur út í
efnahagslífíð. Þá spilaði aukin sam-
keppni frá Kína, þar sem framboð
á ódýru vinnuafli er enn meira en í
Suðaustur-Asíu, einnig, hér inn í.
Hong Kong fellur
Þó að fjármálaspekingar séu sam-
mála um að hlutabréf á heimsmörk-
uðum hafi almennt verið ofmetin og
því hafí verið eðlilegt að markaður-
inn leiðrétti þá skekkju, tók verð-
hruns á heimsmörkuðum fyrst að
gæta eftir verðhrun í Hong Kong.
Þar féllu hlutabréf um 33% á sjö
dögum, á meðan ráðamenn beittu
öllum brögðum til að veija 14 ára
tengingu Hong Kong dollarans við
Bandaríkjadollara. í kjölfarið hafa
verðbréfamarkaðir um allan heim
tekið hveija dýfuna á fætur annarri.
Eftir mikið verðhrun á heims-
markaði á mánudag og þriðjudag
hækkaði gengi hlutabréfa á mörk-
uðum í Bandaríkjunum seinni hluta
þriðjudags og var þá sett nýtt met
í fjölda seldra hlutabréfa á einum
degi enda var þá verð á mörgum
góðum fyrirtækjum mjög lágt.
Hækkunin hafði samstundis áhrif á
markaði bæði í Kanada og Mexíkó
og í kjölfarið hækkuðu einnig hluta-
bréf í Evrópu.
Hlutabréf á Bandaríkjamarkaði
héldu síðan áfram að hækka fram
á föstudag á meðan þó nokkuð var
um sveiflur á evrópskum mörkuðum.
Markaðir í Asíu héldu hins vegar
áfram að lækka fram á föstudag en
þá hækkaði verð þar nokkuð. Þá
virtust sem markaðir i Rómönsku
Ameríku væru þá fyrst að verða
fyrir áhrifum af sveiflum á öðrum
mörkuðum.
Fjármálaskýrandi bandarísku
sjónvarpsstöðvarinnar CNN sagðist
á þriðjudag telja ástæðu þess að
þróunin í Bandaríkjunum snérist við
vera þá að menn hefðu haldið ró
sinni og litið til þeirra áhrifa sem
áframhaldandi hrun gæti haft. Þá
hafa áhrifamenn í Bandaríkjunum
lagt sig fram um að lýsa yfir trausti
á markaðnum og m.a. sagðist Alan
Greenspan, seðlabankastjóri Banda-
ríkjanna, telja að þegar frá Iiði yrðu
sveiflur undanfarinna daga álitnar
til jjóðs.
I dagblaðinu Financial Times
sagði einnig að Bandaríkjamarkaður
væri orðinn það öflugur að hann
gæti tekið við sveiflum sem þessum
og því væru varúðarráðstafanir svo
sem lokun markaða á álagstímum
óþarfar. Öryggisvarar voru byggðir
inn í tölvukerfi kauphallarinnar í
New York eftir hrunið 1987 og við-
skipti stöðvuð ef hlutabréf féllu hratt
og mikið i verði. Nú hafa hins vegar
verið færð rök fyrir því að vitneskjan
um öryggisvarana hafí orðið til að
flýta fyrir gengisfalli þar sem miðl-
arar kepptust við að selja sem mest
áður en lokunin skylli á.
Viðhorfið breytt
Auk þess sem sveiflur undanfar-
inna daga hafa vakið spurningar
um framtíðarþróunin á heimsmörk-
uðum hafa þær vakið spurningar
um eðli verðbréfamarkaðsins. Með-
al þess sem menn velta fyrir sér
er það hvað greini á milli eðlilegs
verðfalls og hruns. Þannig hafa
menn bent á að þar sem Dow Jones
vísitalan hafi á þriðjudag fallið
meira í stigum talið en dæmi eru
til á einum degi, virðist í fljótu
bragði vera um meiriháttar verð-
hrun að ræða. Fall bandarískra
verðbréfa á þriðjudag hafi hins veg-
ar einungis verið 7,18% en til sam-
anburðar var fall „svarta mánu-
dagsins" fyrir 10 árum 22,6%.
I leiðara tímaritsins The Econom-
/sfsegir að á þeim 10 árum sem lið-
in eru frá hruninu 1987 hafi viðhorf
fólks til markaðshruns tekið miklum
breytingum. Það sem hafi komið
hvað mest á óvart árið 1987, þegar
Dow Jones vísitalan lækkaði um
fímmtung á einum degi, hafi verið
hversu lítil langvarandi áhrif það
hafði. Einstaklingar hafi tapað mikl-
um fjármunum en engin kreppa hafi
fylgt lækkuninni og því minnist
markaðurinn fyrst og fremst hinna
stórkostlegu tækifæra sem fylgdu í
kjölfarið.
Fólk hafí því allt að því verið að
bíða eftir hruni enda hafi það dregið
þá ályktun af verðhruninu árið 1987
að þótt verð á mörkuðum hækki og
lækki þurfi hrun ekki að vera svo
slæmt enda séu þau að öllum líkind-
um tímabundin.
The Economist segir hins vegar
að alls ekki megi ganga út frá því
sem vísu, þótt hrunið fyrir tíu árum
hafi ekki haft varanleg áhrif, m.a.
vegna aðgerða Bandaríkjastjórnar,
að hrun geti ekki haft geysilega
skaðleg áhrif á efnahagslíf á Vest-
urlöndum.
Spáð um áhrifin
Fjármálaskýrendur virðast sam-
mála um að hrunið nú muni hafa
langvarandi áhrif í Hong Kong og
Suðaustur-Asíu, helstu viðskipta-
löndum álfunnar, og í Eistlandi og
öðrum Austur-Evrópulöndum sem
hafa tekið sér Hong Kong kerfíð til
fyrirmyndar.
Því er einnig spáð að áhrif geti
orðið mikil í Japan þar sem 44%
útflutningstekna koma frá öðrum
Asíuríkjum auk þess sem efnahags-
ástand hefur verið erfitt að undan-
förnu og tekjuhalli ríkissjóðs farið
vaxandi.
í The Wall Street Journal segir
að bandarískt hagkerfi sé nú betur
undir það búið að takast á við efna-
hagssveiflur en oft áður þar sem
það hafi að undanförnu búið við
hagvöxt, stöðuga vexti, litla verð-
bólgu og síminnkandi halla ríkis-
sjóðs. Því er hins vegar spáð að
þótt hrunið nú jafnist ekki á við
hrunið 1987 geti það haft meiri
áhrif á bandarískan almenning, þar
sem mun fleiri eigi nú hlutabréf í
eftirlauna- og sparnaðarsjóðum, og
því haft áhrif á stjórnmálaþróun í
landinu þegar til lengri tíma er lit-
ið. Stjórnarandstæðingar hafa nú
þegar sakað Bill Clinton Banda-
ríkjaforseta um að bera ábyrgð á
því hvernig komið er auk þess sem
því er haldið fram að minnkandi
trúnaðartraust almennings komi
fram í breyttu viðhorfi til forsetans.
Þótt því sé spáð að atburðir undanf-
arinna vikna muni í mesta lagi
draga úr hagvexti í Bandaríkjunum
um 2%, þar sem einungis 4% af
útflutningstekjum þeirra koma frá
Tælandi, Filippseyjum, Indónesíu
og Malaysíu, er ekki talið ólíklegt
að forsetinn muni mæta meiri mót-
stöðu í efnahagsmálum á næstunni.
Svíum heímilt að flytja
inn tóbak til einkanota
Kaupmannahofn. Morgunblaðið.
SÆNSKUR einstaklingur getur
pantað sígarettur og annað tóbak
erlendis frá, án þess að greiða af
því sænskan toll og tóbaksskatt.
Þetta er úrskurður lénsréttarins í
Stokkhólmi, eftir að Gautaborgar-
búi, sem krafinn hafði verið skatta
og skyldna af sígarettum sem hann
fékk sendar, kærði málið.
Fyrir ári síðan fékk Gautaborgar-
búinn sendar 1200 sígarettur í pósti
frá Spáni, þar sem sígarettur eru
mun ódýrari en í Svíþjóð og á Norð-
urlöndum almennt. Sænsk tollayfir-
völd stöðvuðu sendinguna og kröfðu
manninn um 900 kr. sænskar í skatt
og 450 kr. í sekt fyrir að fara fram
hjá viðeigandi yfirvöldum. Maðurinn
áleit gjöldin stangast á við reglur
Evrópusambandsins og kærði málið.
ESB-réttur æðri
sænskum lögum
Niðurstöður lénsréttarins eru að
það stangist á við 9. grein Rómar-
sáttmálans um fijálst vöruflæði inn-
an Evrópu og bann við tollum og
öðrum gjöldum af því tagi að mað-
urinn hafi verið krafínn um í Sví-
þjóð. Öll gjöld og skattar eiga sam-
kvæmt ESB-rétti að greiðast í því
landi, sem varan er keypt í og því
geta sænsk yfírvöld ekki krafið tók-
bakskaupandann í þessu tilfelli um
neitt slíkt.
Sænsk lög kveða á um að sá sem
flytji inn sígarettur til einkanota frá
öðru ESB-landi þurfi að greiða 75
aura í skatt á hveija sígarettu, en
jafnvel þó sænsk lög kveði á um
annað þá er ESB-réttur þeim æðri
og gilda því í þessu tilfelli.
Þegar Svíar gengu í ESB fengu
þeir undanþágu frá ESB-reglum á
heilsufarsforsendum um fijálsan
innflutning einkaaðila, þannig að
Svíar mega flytja með sér minni
skammt af tóbaki og áfengi en aðr-
ar ESB-þjóðir. Að mati lénsréttarins
gilda þessar reglur aðeins um hvað
viðkomandi má taka með sér, þegar
hann ferðast sjálfur. Um póstsend-
ingar eru engin takmarkandi
ákvæði.