Morgunblaðið - 02.11.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.11.1997, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ SCOTT (efri röð fyrir mióju) ásamt félögwm sinum á suéwr- pólnum. Oates höfuósmaóur er lengst til vinstri. Fimbul-íshellan / 7 Island i sama mælikvarða Msbr-Larsen \ íshellan ' laud drottningar- land ddell Leið íslensku Suður- skautsfaranna 'fíanne- ishéfíon SUÐURSKAUTSLANDIÐ C Póls- sléttan -•' __ u r pól I Ó 0 2.835 m (— Wesí-’ ÍShellan Patriot \»n0........ Leiö Amundsens 1911 .. \ Mari,e-\' ' / í vl /. Qrlando í fíos. - mhellan ikautslar 2000km junblaðið FYRIRHYGGJA OG FEIGÐ Á ÍSNUM Þrír Islendingar hyggjast ganga á skíðum á suðurskautið í vetur. Krístján Jónsson kynnti sér undirbúninginn að ferðinni og afrek fyrirrennara íslensku garpanna á Suðurskautslandinu. NORÐMAÐURINN Roald Amundsen, stjórnandi fyrsta hópsins sem komst á suðurskautið árið 1911, var ekki í vafa um ástæð- una fyrir því að hann sigraði. „Sá sigrar sem tryggir að allt sé í lagi. Það er kallað heppni. Ósigur er Roald Amundsen Robert Scott bein afleiðing þess að grípa ekki til nauðsynlegra varúðarráðstafana í tæka tíð. Það er kallað óheppni.“ Ferðin á skautið og aftur til skips tók Amundsen 99 daga og hann varð þjóðhetja í Noregi. Skömmu áður hafði Bandaríkjamaðurinn Robert Peary gengið á Norður- pólinn en þangað hafði Norðmaður- inn ætlað að fara fyrstur manna. Smáþjóðin hafði nú sigrað breska stórveldið í staðinn. Sjálfur hyllti Amundsen minningu látinna keppi- nauta sinna, Bretans Roberts Scotts og félaga hans sem fórust á ísnum. MEO REYNSLU AF GRÆNLANDSJÖKLI FRÁ vinsfri erw þeir Haraldur Ólafsson, Óiafwr Örn Haraldsson og ingþór Bjarnason. Myndin var fekin sumarió 1993 áówr en þeir lögów af staó yfir Grænlandsjökul. ARIÐ 1993 gengu þrír íslendingar á skíðum yfir Grænlandsjökul og tók ferðalagið tæpan mánuð. Garparnir þrír, þeir Ólafur Öm Haraldsson alþingis- maður, sonur hans, Haraldur Öm Ólafs- son lögfræðingur, og Ingþór Bjarnason sálfræðingur, ætla að bæta um betur í nóvember og ganga á skíðum á suður- heimskautið. Gert er ráð fyrir að ferðin yfir ísinn taki um tvo mánuði, timalengdin fer nokkuð eftir veðrinu. Lagt verður upp í byijun nóvember frá íslandi. Ferða- langarnir fara með flugi um Orlando í Florida, Santiago í Chile og þaðan til borgarinnar Punta Arenas í suðurhluta Chile. Frá Punta Arenas verður farið með Hercules-flugvél flugfélagsins Ad- venture Network International til bæki- stöðvar félagsins á Suðurskautslandinu er nefnist Patriot Hills. Leiðin er löng og getur þurft að bíða eftir heppilegu veðri. Flugbrautin í Patriot Hills er úr rennisléttum og glær- um ís, mynduð af náttúmnni og viðhald- ið því ekki dýrt. Islendingarnir þrir hefja gönguna á strönd Suðurskautslandsins, á mörkum svonefndrar Ronne-íshellu og þurrlend- isins og nefnist staðurinn Hercules In- let. Búnaðurinn allur, matur, eldsneyti og annað sem til þarf, verður bundinn á sleða sem skíðamennirnir draga á eft- ir sér og munu þeir ekki fá neina aðstoð á leiðinni. Á hveijum sleða verður í upphafi um 120 kílógramma byrði eða nokkm meira en þurfti í Grænlands- göngunni. Þeir munu sofa í þriggja manna tjaldi allan timann. Allir era þeir vei á sig komnir. Ólafur er elstur, fimmtugur, Ingþór 47 ára en Haraldur 25 ára gamall. Er Roald Amundsen stýrði fyrsta leiðangrinum sem komst á skautið 1911 var hann lið- lega fertugur. Félagarnir þrír tileinka fötluðum ferðina. Þess má geta að árið 1994 gengu þrír norskir skiðamenn á suðurskautið og meðal þeirra var Cato Zahl Peders- en, sem þá var 35 ára. Er hann var fjórt- án ára missti hann báða handleggi og aðra öxlina í slysi. Hann hefur ekki lát- ið fötlun sína aÍFtra sér frá því að vinna ýmis íþróttaafrek, hefur t.d. unnið fjölda gullverðlauna á Ólympíumóti fatlaðra. Leiðin er um 1.200 km, tvöfalt lengri en Grænlandsgangan, og gera íslending- amir ráð fyrir að verða tvo mánuði á áfangastað. Yfirborðið er óslétt og þar myndast víða svonefndir rifskaflar, sas- tmgi, vegna stöðugra vinda er blása allan ársins hring. Skaflamir em allt að tveir metrar að hæð, harðir og hvassbrýndir og getur verið erfítt að draga sleðana yfir þá. Ofar er háslétta en einnig þung yfír- ferðar. Sumir lílqa yfírborðinu við sand, Amundsen fannst skíðin límast við snjóinn eins og hann væri úr fískilimi. Ríkjandi vindátt er á móti göngugörpunum, kuld- inn getur vel farið í 40 mínusstig á cels- ius. Er \jóst að ferðin verður að öllu leyti mun meira átak en gangan yfír Grænland- sjökul. Meðal búnaðar verður Argos, nýtt stað- setningar- og eftirlitskerfi sem sendir reglulega merki og ætti því að vera hægt að fylgjast með því hvemig ferðalöngun- um miðar. Þegar á suðurskautið kemur verður ef tíl vill hægt að ná fjarskiptasam- bandi við ísland. Twin Otter vél frá ANI mun sækja þá félaga þegar þeir era komnir á leiðarenda og fara með þá til Patriot Hills-bækistöðv- arinnar. Þeir Ólafur, Haraldur og Ingþór gera ráð fyrir að koma heim til íslands í lok janúar. Nokkrir íslendingar hafa þegar komið á Suðurskautslandið, einkum er um að ræða vísindamenn sem hafa farið þangað með starfsmönnum sænsku pólstofnunar- innar. Blaðamanni tókst hins vegar ekki að fá úr því skorið hvort nokkur íslending- ur hefði komið á sjálft suðurskautíð en ekki er alveg útílokað að einhver hafí farið þangað með flugvél. Þess má geta að í vetur taka tveir Islendingar, Freyr Jónsson og Jón Svanþórsson, þátt í leið- angri sænsku pólstofnunarinnar tíl Suður- skautslandsins. I þeirri ferð verða reyndir jöklajeppar sem breytt hefur verið að hættí íslenskra fjallamanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.