Morgunblaðið - 02.11.1997, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1997 49
BREF TIL BLAÐSINS
„ Við gerum okkar besta“
Eg er þroskaþjálfi!
Eg sagði upp!
Frá Sigrúnu Jónsdóttur og
Sigurbjörgu K. Jónsdóttur:
„VIÐ gerum okkar besta og ennþá
betur ef það er það sem þarf..
Þessi baráttusöngur landsliðsins í
handbolta gæti auðveldlega átt við
þroskaþjálfa í starfi hvar sem er á
landinu. Undanfarin ár og áratugi
höfum við reynt að gera okkar besta
í þeim fjársveita málaflokki sem
málaflokkur fatlaðra er. Það er hins
vegar spurning hversu lengi við
getum það. Þroskaþjálfar eru fyrir
löngu búnir að fá nóg af seina-
gangi og skeytingarleysi stjórn-
valda í þeirri kjarabaráttu sem átt
hefur sér stað undanfarna mánuði.
Störf þroskaþjálfa eru ekki alltaf
sýnileg í samfélaginu og oft og tíð-
um er lítið sem almenningur veit
um starfsvið og starfsvettvang
þroskaþjálfa.
Þroskaþjálfar starfa samkvæmt
reglugerð um störf, starfsvettvang
og starfshætti þroskaþjálfa nr.
215/1987, siðareglum þroskaþjálfa
og lögum um málefni fatlaðra nr.
59/1992.
Þroskaþjálfar stjórna og bera
ábyrgð á þroskaþjálfun og felast
störf þroskaþjálfa auk þess í þjálf-
un, uppeldi og umönnun fatlaðra.
Þroskaþjálfar starfa þar sem fatlað-
ir geta notið þroskaþjálfunar, s.s. á
þjálfunarstofnunum, vinnustöðum,
skammtímavistunum, heimilum
(sambýlum), leikskólum og Grein-
ingar- og ráðgjafarstöð ríkisins.
Margir þroskaþjálfar bera ábyrgð á
starfsmannahaldi s.s. á sambýlum,
á dagvistunarstofnunum og víðar.
Þeir standa auk þess að fræðslu
um málefni fatlaðra til annarra
starfsmanna. Þroskaþjálfar stuðla
að því að koma fötluðum einstakl-
ingum til aukins þroska og taka
þannig mið af þörfum einstaklings-
ins í samræmi við aldur og fötlun.
Markmiðið með þjálfuninni er að
fatlaður einstaklingur fái að lifa í
samfélaginu til jafns við aðra ein-
staklinga.
Þjálfun - Með þjálfun einstakl-
ingsins skal stefnt að auknum
þroska og að örva getu og fæmi
einstaklingsins. Færni einstaklings-
ins er metin og markmið eru sett
fram ásamt aðferðum eða leiðum
að markmiðunum. Þjálfun hefst og
að henni lokinni er framkvæmt end-
urmat á einstaklingum. Eftir það
er tekin ákvörðun um framhaldið,
þ.e. uppsetning nýrra markmiða
með hliðsjón af endurmati.
Uppeldi - Stefnt er að því að
efla ahliða þroska einstaklingsins
svo hann geti lært og þroskast við
réttar aðstæður. Lögð er áhersla á
tilfinningar, jákvæða sjálfsmynd,
samfélagið og kröfur þess og gildis-
mat. Mikilvægt er að stuðla að
þroska einstaklingsins til að taka
ákvarðanir, auka umburðarlyndi,
ábyrgðarkennd og hjálpsemi. Síðast
en ekki síst er lögð áhersla á upp-
Beðið eftir
svari
tollstjóra
Frá Baldri Símonarsyni
HINN 3. október birtist í Morgun-
blaðinu opið bréf til tollstjóraemb-
ættisins frá Lúðvík Gústafssyni.
Hann hafði keypt bækur samkvæmt
tilboði á 18 bresk pund, en verið
gert að greiða virðisaukaskatt af
fullu verði þeirra, sem var rúm 180
pund. Hann óskaði eftir skýringum
tollstjóra á því hvers vegna skattur-
inn væri ekki greiddur af sannan-
legu söluverði bókanna. Nú eru liðn-
ar rúmar þijár vikur frá því að bréf
Lúðvíks birtist, en ég hef enn ekki
séð svar tollstjóra hér í blaðinu.
Vonandi þarf Lúðvik ekki að senda
embætti hans afrit bréfsins í
ábyrgðarpósti til þess að verða virt-
ur svars.
BALDUR SÍMONARSON,
Oddagötu 12, Reykjavík.
eldi sem skilar auknum möguleikum
til þátttöku í leik, námi og starfi.
Umönnun - Með umönnun er átt
við líkamlega og andlega velferð
fatlaðra. Þar er átt við daglega
umhirðu og fæðu, almennt heilsu-
far, aðhlynningu, lyfjagjöf og annað
er varðar umönnun einstaklingsins.
Eins og sjá má er starf þroska-
þjálfa viðamikið. Þroskaþjálfar bera
ábyrgð á miklu starfi sem oft krefst
mikillar þolinmæði og skipulags.
Nám þroskaþjálfa er þijú ár við
Þroskaþjálfaskóla íslands og munu
þeir sem hófu nám við skólann
haustið ’96 útskrifast með háskóla-
gráðu. Störf þroskaþjálfa hafa
hingað til ekki verið metin að verð-
leikum og hafa þroskaþjálfar nú
fengið nóg. Atkvæðagreiðsla um
verkfall hefur farið fram og kom í
ljós að þroskaþjálfar eru tilbúnir
Frá Sigmundi Magnússyni:
íMORGUNBLAÐINU þriðjudaginn
28. október 1997 var birt grein mín
„Stjórnvaldsníðsla - af hveiju?"
Við innslátt greinarinnar í Morgun-
blaðið hefur því miður slæðst villa
sem ekki var i handriti. í Morgun-
blaðinu segir m.a.: „framkvæmda-
stjóri lækninga á Landspítala sem
er meinafræðingur" en hér á að
standa meinefnafræðingur.
Þetta er ekki aðeins röng frásögn
af sérgrein mannsins heldur tapast
sú staðreynd að tveir mannanna
sem virðast nátengdir málinu eru í
sömu sérgrein, meinefnafræði.
Annar þeirra, framkvæmdastjóri
að leggja niður störf ef þörf kref-
ur. Verkfall þroskaþjálfa hefst því
3. nóvember. Með verkfalli þroska-
þjálfa lokast m.a. dagstofnanir og
skammtímavistanir þar sem
þroskaþjálfar starfa. Neyðarástand
skapast hjá mörgum foreldrum og
aðstandendum og álag eykst til
muna á sambýlum og alls staðar
þar sem fatlaðir búa. Þetta verk-
fall sem fyrirhugað er, bitnar mest
á þeim sem síst skyldi, þ.e. fötluðum
einstaklingum og aðstandendum
þeirra.
Það er því eindregin von okkar
að ráðamenn geri sér grein fyrir
mikilvægi starfs okkar svo koma
megi í veg fyrir það neyðarástand
sem í stefnir.
SIGRÚN JÓNSDÓTTIR,
SIGURBJÖRG K. JÓNSDÓTTIR,
þroskaþjálfar í Lækjarási.
lækninga á Landspítalanum, hefur
lagt til að rannsókna- og þar með
greiningaraðstaða blóðfræðinga,
rannsóknastofa í blóðfræði (áður
blóðmeinafræði) verði lögð undir
sameinaða rannsóknastofu undir
stjórn meinefnafræðings, þ. e. hans
eigin sérgreinar, en ekki undir
stjórn blóðfræðinga.
Ég hefi vakið athygli forstjóra
ríkisspítala, Vigdísar Magnúsdótt-
ur, á þessum hugsanlegu hags-
munatengslum í bréfí til hennar
dags. 9. október 1997.
SIGMUNDUR MAGNÚSSON,
forstöðulæknir rannsóknastofu
í blóðfræði, Landspítalanum.
Frá Magnúsi Helga Björgvinssyni:
NÚ í gær 30. október 1997 sagði
ég upp starfi mínu á Landspítalan-
um í Kópavogi. En þar hef ég starf-
að síðastliðin 13 ár. Ástæðan sem
ég gaf fyrir uppsögninni er sú að
ég tel að laun mín (89.000 kr) séu
í engu samræmi við þá ábyrgð og
umfang sem felst í starfínu. En það
er m.a.:
í fyrsta lagi er ég deildarstjóri
heimilis þar sem búa 4 þroskaheftir
einstaklingar. Flest sem lýtur að
lífí þessara heimilismanna er á
minni ábyrgð. Ég ber ábyrgð á öllu
er varðar heimilishald; klæðnaði,
mat, eftirliti með daglegu heil-
brigði, fjármálum, húsbúnaði, eign-
um heimilismanna, samskiptum við
aðstandendur, samskiptum við
þjónustu- og stoðdeildir o.fl.
I öðru lagi ber ég ábyrgð á því
að tryggja heimilismönnum tilboð
utan heimilis, bæði í formi vinnu
og afþreyingu.
í þriðja lagi ber ég ábyrgð á
skipulagningu á innra starfi heimil-
isins. Ég set heimilinu markmið, set
upp þroskaþjálfun og fylgist með
framkvæmd hennar.
í flórða lagi ber ég ábyrgð á
skipulagningu vakta og umsjón með
þeim starfsmönnum sem starfa inni
á heimilinu, ráða nýja starfsmenn,
setja þá inn í starf, skipuieggja
orlof og ráða í afleysingar. Það eru
starfsmenn inni á heimilinu allan
sólarhringinn, samtals 9 starfs-
menn. Ég sé um að gera vinnu-
skýrslur og um skil þeirra til launa-
deildar. Ég hef yfirumsjón með yfír-
vinnu og að manna vaktir vegna
forfalla.
í fimmta lagi ber ég hluta af
ábyrgð við rekstur. Ég sé um að-
föng til heimilis, eftirlit með kostn-
aði. Ég hef eftirlit með því að nauð-
synlegt viðhald sé framkvæmt á
húsnæði og húsmunum o.fl.
Auk þessa eru svo öll almenn
störf sem falla til á heimili eins og
þrif, þvottur, matseld og fleira.
Það að vera í forsvari fyrir heim-
ili sem þetta þýðir að ég er sífellt
á bakvakt. Það koma upp veikindi
starfsmanna og fleira ófyrirsjáan-
legt. Því er töluvert um ónæði og
óvænt útköll. Fyrir þetta starf fæ
ég um 89.000 krónur og á von á
hækkun eftir rúm 5 ár og síðan
ekki meir.
En hvað gefur starfíð mér! Fyrst
og fremst er það ánægjan. Það er
gefandi að sjá fatlaðan einstakling
ná árangri, heimilismenn mínir eru
skemmtilegir og krefjandi einstakl-
ingar sem ég hefði óskað að sjá ná
enn fleiri áföngum í átt til betra
lífs, m.a. sjá þá komast í þá að-
stöðu að flytja héðan. Ég hef haft
alveg frábært samstarfsfólk, bæði
fólk sem hefur unnið á heimilinu
svo og aðrar fagséttir sem hafa
veitt okkur þjónustu og aðstoð. Eins
hef ég átt góð samskipti við að-
standendur. Ég hef haft yfirmenn
sem meta störf mín. En ég lifi ekki
eingöngu á því. Ég var ekki að
mennta mig í 3 ár að loknu stúd-
entsprófi til að starfa alla ævi á
lágmarkslaunum, sérstaklega ekki
þegar aðrar stéttir með sambæri-
legt nám eru mun betur launaðar
en ég!
MAGNÚS HELGIBJÖRGVINSSON,
þroskaþjálfi.
Meinefnafræðingur en
ekki meinafræðingur