Morgunblaðið - 02.11.1997, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.11.1997, Blaðsíða 33
32 SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1997 33 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR KIRKJUÞINGI ÞVÍ, SEM er nýlokið, gerði Ólafur Skúla- son biskup umfjöllun Qölmiðla um kirkjuþing að umtalsefni. í frá- sögn Morgunblaðsins í fyrradag af orðum biskups sagði m.a.: „Hann sagði, að áður fyrr hefði þurft að hafa mikið fyrir því að vekja áhuga þeirra (þ.e. fjölmiðla, innskot Mbl.) á þinginu. Nú hefði áhuginn aukist, einkum vegna harðra orðaskipta og yfirlýsinga kirkjuþingsmanna, en ekki vegna þess, að málefnin væru í sjálfu sér orðin áhugaverðari. Hann sagði að sumir þingmanna hefðu verið duglegir við að koma slíkum yfirlýsingum að sjónvarpsmynda- vélum og upptökutækjum blaða- manna. „Væri slíkt í sjálfu sér ekki endilega neikvætt, ef þetta hefði ekki meira borið svip af hasarfréttamennsku og frétta- sköpun en einlægri löngun til þess að efla kirkjuna, sem við eigum að hafa ofar í huga en nokkuð annað á kirkjuþingi. Og því bæti ég við og það strax, að það hefur líka verið svo, með aðeins örfáum undantekningum." Þótt biskupinn tali hér fyrst og fremst um nýafstaðið kirkjuþing er það þó staðreynd að kirkjan og kirkjunnar menn hafa mikið verið í fjölmiðlum á seinni árum. Og því miður er það svo, að það hefur ekki allt orðið þjóðkirkjunni tii framdráttar. Menn hafa oft tilhneigingu til að gagnrýna fjölmiðla fyrir ann- arra orð og verk, þótt biskupinn sé ekki að gera það í hinum tilvitn- uðu ummælum, sem beinast að kirkjuþingsmönnum sjálfum. Fjölmiðlar eru fyrst og fremst að endurspegla það, sem fram fer í samfélaginu. Hitt er staðreynd, að almenn- Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ingi hefur ofboðið að fylgjast með þeim deilum, sem staðið hafa inn- an kirkjunnar um skeið og þá ekki sízt vinnubrögð og orðbragð kirkjunnar manna, þegar þeir taka til máls utan kirkjunnar sjálfrar. Kirkjunnar þjónar mega ekki gleyma því í hita leiksins, að það er til þeirra , sem fólk leitar í öngum sínum ekki sízt, þegar erf- iðleikar steðja að, dauðsföll verða í fjölskyldum eða alvarleg vanda- mál koma upp. Vissulega leitar fólk líka til þeirra á hamingjurík- ari dögum svo sem vegna hjúskap- ar, skírnar og fermingar. Málflutningur presta á almenn- um vettvangi hefur hins vegar óhjákvæmilega áhrif á afstöðu fólks til þeirra sjálfra og þjóðkirkj- unnar sem slíkrar. Staðreyndin er sú, hvort sem mönnum líkar betur eða verr, að aðrar og strang- ari kröfur eru gerðar til presta um það, hvernig þeir haga mál- flutningi sínum í opinberum um- ræðum, en flestra annarra. Það er út af fyrir sig jákvætt fyrir kirkjuna að það skuli gert. Það sýnir, að almenningur lítur svo á, að prestar og aðrir kirkjunnar menn njóti ákveðinnar sérstöðu. En þeim mun mikilvægara er að fólk verði ekki fyrir vonbrigð- um, þegar kirkjunnar menn taka til máls utan kirkjunnar. Og það hefur því miður gerzt hvað eftir annað á undanförnum misserum. Það er ákaflega mikilvægt að þeim umræðustíl ljúki. Og það hefði verið áhugavert, ef þessi málefni hefðu komið til frekari umræðu á kirkjuþingi. Tengsl fólks við Þjóðkirkjuna eru sterk. Ábyrgð prestanna og forystumanna kirkjunnar er mikil. I þessum efnum hefur of margt farið úrskeiðis á undanförnum misserum og þess vegna stendur kirkjan frammi fyrir mikilvægu endurreisnarstarfi. Nú á dögum er það skoðun margra, að öllu máli skipti fyrir einstaklinga, fyrirtæki, félaga- samtök og stofnanir að vera mikið í fjölmiðlum, þannig að það sjáist, hvað viðkomandi aðilar eru að gera. Þetta er misskilningur. Mik- il umfjöllun í fjölmiðlum getur verið eyðileggjandi eins og dæmin sanna. Þeir sem njóta velgengni í fjölmiðlum um skeið skilja stund- um ekki hvers vegna sú velgengni getur ekki staðið um aldur og ævi. En samskipti fjölmiðla og samfélagsins eru flóknari en svo. Margt af því, sem fram fer á ekki heima í fjölmiðlum. Það á við um margvíslegt starf, sem unnið er innan kirkjunnar. Og auðvitað er mikið af því starfi unnið í kyrr- þey. Reynsla undanfarinna ára ætti hins vegar að sýna kirkjunn- ar mönnum, að það er skynsam- legt að ganga hægt um gleðinnar dyr, þegar um samskipti við fjöl- miðla er að ræða. Sú „hasarfréttamennska" og „fréttasköpun", sem biskupinn talaði um á kirkjuþingi á oftar en ekki upptök sín hjá viðmælendum ijölmiðlanna sjálfum. NÝR FOR- SETIÍR- LANDS KONUR hafa fest sig rækilega í sessi í írskum stjórnmál- um. Kona er nú kjörin forseti Ir- lands í annað sinn og meirihluti frambjóðenda voru konur. Þá vek- ur það og athygli, að hinn ný- kjörni forseti írlands, Mary McAleese, er fædd á Norður- írlandi og á rætur sínar þar. Forveri hins nýkjörna forseta írlands gat sér gott orð eins og allir vita og því var jafnvel haldið fram að kjör Vigdísar Finnboga- dóttur á sínum tímá á forsetastól hér á landi hefði haft áhrif á kjör Mary Robinson á sínum tíma. íbúar Norður-írlands standa nú á ákveðnum tímamótum. í fyrsta sinn í áratugi hafa deiluaðilar setzt að samningaborði. Ríkis- stjórn Verkamannaflokksins virð- ist staðráðin í að koma á friði. Vel má vera, að það geti stuðlað að sameiningu íra í eitt ríki, að forseti írska lýðveldisins er fædd og uppalin á Norður-írlandi. ÞJOÐKIRKJAN OG FJÖLMIÐLAR Halldór Laxness • hefur öðrum fremur minnt okkur á að sá sem lifir ekki í skáldskap lifir ekki af hér á jörðinni, einsog segir í Kristnihaldi undir Jökli. Þessi orð eru áskorun vegna þess að við erum ekki sízt mikilvæg í arfi okkar, tungu, bók- menntum og öðru því sem okkur hefur verið trúað fyrir. Þessi arfur er veruleiki sem við getum ekki hlaupizt frá ef við ætlum að vera áfram þjóð, en ekki óþjóð; þjóð sem man og hefur þrek til að líta um öxl á leið sinni inní framtíðina. Við höfum alltof mörg dæmi um þjóðir sem hafa gleymt sjálfum sér. Skáldsögur Halldórs Laxness • fjalla um hversdagslegar hetj- ur sem eru skrifaðar inní þau verk sem efni standa til og þær eiga skilið, ekkert síður en Gunnar á Hlíðarenda, Egill eða Grettir sterki; Hektor, Akkilles eða Odysseifur. Hero í enskri tungu er grískt orð að uppruna, hérós, og lýsir ofur- mannlegum hæfileikum eða hug- rekki, en á að lokum við einskonar hálfguði. Fyrst um sinn var merk- ingin hin sama í ensku og í grísku, en breyttist á 16. öld í hugrakkan eða aðdáunarverðan mann, án þess um neina goðsögulega persónu væri að ræða. En á síðari hluta 17. aldar tók orðið einnig að merkja ,aðalpersóna í skáld- sögu“. Þá merkingu hefur það einnig hlot- ið á íslenzku og því getum við talað um Jón prímus sem eina af hetjum íslenzkra bókmennta, þótt ólíkur sé þeim köppum sem áðurfyr voru lofsungn- ir í fornum grískum hetjuljóðum og íslenzkum miðaldaskáldskap. En athylgisverð er upphafleg merking orðsins hetja; það er skylt hata og hettir = fjandmaður. Það er skýrt svo í íslenskri orðsiíjabók: kappi, hraustmenni, skylt hata: bera hatur til, ofsækja; sbr. forn- ensku hettan = elta, ofsækja; hett- end = fjandmaður, andstæðingur; eða víðförull vígamaður. Þessar merkingar sýna vel hver var upp- runaleg afstaða til hetjunnar, þótt frægðarljóminn sýndi hana að lok- um í allri sinni dýrð einsog í grísk- um skáldskap. Þar eru hetjurnar mestar í dauðanum einsog við þekkjum af íslendinga sögum, ekki- sízt Gunnars sögu í Njálu. í lífinu aflar hetjan sér þess sem fomgrikk- ir kölluðu time (heiður, orðstír), en í dauðanum frægðar (kleos) og hún lifir áfram um aldir í eilífum söng skáldanna. Eitt æðsta takmarkið er að verða ódauðlegur í orðstír sín- um einsog segir í Hávamálum og lifa um aldur og ævi í hetjuljóðum, eða epískum skáldskap. Helena seg- ir í Ilíónskviðu að Seifur hafi lagt þessa þolraun á þau Hektor, eða öllu heldur álög, svo ,að jafnvel eftirkomandi menn munu orð á gera“. (6, 357.) Þegar hetjan deyr er mikilleiki hennar sunginn í ljóðum, en venju- legt fólk geymir frásagnirnar og afrekin í þessum kveðskap. Æðsta hlutskiptið er að verða nafn einsog Odysseifur og lifa í ljóðum og hetju- söngvum eins og hómerskviðum. Þetta var einnig æðsta markmið kappa o g norrænna konunga. Skáldin áttu að yrkja orðstír þeirra og hetjulund inní ódauðlegan kveð- skap. Þannig áttu hirðskáldin að tryggja arfsögnina. Þau tóku við hlutverki söngskáldanna í sagna- kvæðum Hómers. Forn hetjuskáldskapur íslenzkur minnir þannig mjög á skáldskap hómerskvæða, t.a.m. söngva Demodókusar í Odysseifskviðu, en þar segir m.a.: ,... en þeim óförum hafa guðirnir valdið, og látið mönn- um það tjón að hendi bera, svo slíkt gæti orðið að yrkisefni fyrir ókomna menn“, einsog Alkinóus kemst að orði við Odysseif undir lok 8. þáttar kviðunnar. Það er þannig enginn leyndardómur hvar rætur íslend- inga sagna liggja. Og af þessum rótum vex enn mikill skáldskapur. M. HELGI spjall REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 1. nóvember Fyrir nokkrum árum birti brezka dagblaðið Financial Times greina- flokk, sem ekki er of- mælt að segja, að hafi vakið heimsathygli. Þar rakti blaðið hvemig símafyrirtæki um heim allan hefðu tekið höndum saman um að stunda beina okurstarfsemi við verðlagn- ingu á símtölum á milli landa. Afhjúpun blaðsins á vinnubrögðum símafýrirtækj- anna hefur átt mikinn þátt í að verð á þessum símtölum hefur lækkað smátt og smátt en eru þó enn alltof há. Annar þáttur í að draga úr okurstarf- semi símafyrirtækjanna er starfsemi lítilla einkafyrirtækja, sem hafa fundið leið til að lækka verð á símtölum milli landa. Þeirri aðferð er lýst í brezka blaðinu Ec- onomist í septembermánuði sl. en hún byggist á því að til eru lönd, þar sem síma- fyrirtæki stunda ekki jafn mikla okurstarf- semi og gert hefur verið bæði hér og ann- ars staðar á millilandasamtölum. Samtali á milli tveggja landa, sem búa við ríkisein- okun, er þá fyrst beint til þriðja lands, þar sem samkeppni ríkir. Með þeim hætti er notanda tryggt lægra verð. Nú hafa bandarísk stjórnvöld hins vegar ákveðið að þrýsta enn á um lækkun á verði símtala á milli landa með því að setja þak á þá upphæð, sem símafyrirtækjum þar í landi er heimilt að greiða til símafyr- irtækja i öðrum löndum. Þetta þak verður að veruleika í ársbyijun 1999. í septembermánuði sl. birti The Ec- onomist ítarlega úttekt á stöðu fjarskipta- mála í heiminum, en höfundur hennar er merk blaðakona, Frances Cairncross, sem raunar er sérfræðingur blaðsins í umhverf- ismálum og kom hingað til lands fyrr á þessu ári. Hún hefur áður fjallað um ýmsa þætti fjarskiptamála og nú í nóvember kemur út bók eftir hana um þessi málefni. í úttekt Frances Cairncross kemur m.a. fram, að ný tækni hefur gjörbreytt rekstr- argrundvelli símafyrirtækja. Fyrir 40 árum var kostnaður símafyrirtækjanna við að flytja símtalyfir Atlantshafið 2,44 dollarar á mínútu. A síðasta ári var þessi sami kostnaður liðlega eitt sent á mínútu. í þeirri upphæð er ekki talinn kostnaður við innheimtu símagjalda, markaðsmál eða aðgang að símakerfi móttökuríkis. Þessi gífurlega lækkun kostnaðar við flutning á símtali á milli landa hefur hins vegar að sögn tímaritsins ekki endurspegl- ast í sambærilegri lækkun þeirra gjalda, sem notandinn greiðir. Sérfræðingar halda því fram, að samtöl milli landa séu aðeins um 5% af þeim mínútum í símtölum, sem bandaríska stórfyrirtækið AT&T flytur en hins vegar séu þau undirstaða 40% af hagnaði fyrirtækisins. Aðstaða símafyrirtækjanna til þess að halda uppi okurstarfsemi á millilandasam- tölum byggist á samningum á milli ríkis- stjórna og símafyrirtækja, sem í flestum löndum hafa verið ríkisrekin fram á síð- ustu ár. Ríkisstjórnir hafa séð til þess að símafyrirtæki í ríkiseign hafa haft einokun á símaþjónustu. Síðan eru samningar á milli sambærilegra fyrirtækja, sem tryggja hag þeirra en ekki neytenda. Þetta gamla kerfi er hins vegar að sögn Frances Cairncross að byija að hrynja. Sum ríki hafa afnumið einokun á milli- landasamtölum, sem opnar alveg nýja möguleika á samkeppni og verðlækkun. ■■■■^■■■i STAÐAN í SÍMA- Aðstaðan má!um hefur , , venð akaflega svip- nGÉ uð og í öðrum lönd- um, sem búið hafa við ríkiseinokun í símaþjónustu og öllu, sem henni tilheyrir. Það eru ekki mörg ár liðin frá því að öðrum fyrirtækjum var heimilað að flytja inn og selja á eigin veg- um símatæki! Einokun Pósts og síma á þeirri þjónustu minnti á annað ríkiseinok- unarfyrirtækja, sem var til fyrir rúmlega 30 árum, sem var Viðtækjaverzlun ríkis- ins, sem lengi hafði einokun á innflutningi útvarpstækja! Frá því að Financial Times birti fyrr- nefndan greinaflokk um okurstarfsemina í millilandasamtölum hefur Morgunblaðið ítrekað vakið máls á þeim þætti í starf- semi Pósts og síma. Forráðamenn fyrir- tækisins hafa forðast það alla tíð að gefa nokkrar raunverulegar upplýsingar um kostnað þess af þeirri starfsemi og hagnað af honum. Málsvörn þeirra hefur fyrst og fremst verið sú, að fyrirtækinu væri gert að greiða svo háar greiðslur í ríkissjóð, að það ætti ekki annan kost en halda háu verðlagi. í þessum efnum hafa þeir haft nokkuð til síns máls. Ríkið hefur í raun og veru stund- að ákveðna skattheimtu í gegnum Póst og síma og það hefði að mörgu leyti verið eðlilegra, að sú skattheimta sæist. Að þessu er vikið hér vegna þess að í gær, föstudag, fékkst í fyrsta sinn í sögu Pósts og síma smávægileg innsýn í starfs- hætti fyrirtækisins, sem jafnvel hörðustu gagnrýnendur þessa einokunarfyrirtækis hefðu tæplega trúað að væru til staðar. Og sjálfsagt hefur ætlunin ekki verið sú, að opna þessa litlu sýn inn í verðlagningar- kerfi Pósts og síma. Sú ákvörðun Alþingis að gera landið að einu gjaldsvæði í símamálum er eðlileg og sjálfsögð. Og tæpast var við öðru að búast en það mundi leiða til einhverrar hækkunar hjá sumum símanotendum um leið og það leiddi til lækkunar hjá öðrum. En samhliða þessari breytingu tilkynnti Póstur og sími umtalsverða lækkun á sím- tölum við útlönd. Þeirri lækkun var al- mennt fagnað. Hún var sjálfsögð og marg- falt meiri lækkun er líka sjálfsögð. Með hvaða rökum er hægt að setja fram slíka staðhæfingu? Með tilvísun til þeirra upp- lýsinga, sem fram komu í úttekt Econom- ist, að sá kostnaður, sem Póstur og sími og önnur símafyrirtæki í heiminum hafa af því að flytja símtöl landa í milli hefði hrunið án þess að það hefði komið fram að ráði í hruni þeirra símagjalda, sem notandinn greiðir. Af þessum sökum datt jafnvel hörðustu gagnrýnendum Pósts og síma ekki annað í hug en að Iækkun á símtölum við út- lönd, sem tilkynnt var á dögunum, væri bein lækkun vegna þess hvað kostnaður fyrirtækisins við þessi símtöl hefur lækkað gífurlega. En hvað kemur í ljós?! Eftir samráð ráðherra og forráðamanna Pósts og síma hf. var eftirfarandi skýring gefin: „Jafnframt var tekin sú ákvörðun að 22% lækkun á millilandasímtölum verði greidd af fyrirtækinu sjálfu en komi ekki til hækkunar á innanlandstaxtanum." Hvað þýðir þetta? Þetta þýðir, að for- ráðamenn Pósts og síma ætluðu sér alls ekki að láta af hendi nokkrar tekjur, þótt kostnaður fyrirtækisins á þessu tiltekna sviði hefði hrunið. Úr því að þeir voru neyddir til að lækka símtöl til útlanda þá skyldu símnotendur greiða það með öðrum hætti. Hvað eiga svona vinnubrögð að þýða? Og hvað fleira á eftir að koma í Ijós, þeg- ar fyrirtækið á næstu dögum leggur fram forsendur sínar fyrir þessum ákvörðunum, sem það hefur nú verið neytt til að gera? Póstur og sími hf. er fyrirtæki, sem starfar á þeim vettvangi atvinnulífsins, þar sem framtíðin er hvað mest spennandi og býður upp á ævintýralega möguleika. En viðskiptahættir fyrirtækisins eru slík forn- eskja, að með algerum ólíkindum er. Morgunblaðið hefur hvað eftir annað gagnrýnt viðskiptahætti Pósts og síma harðlega og þá ekki sízt tilburði fyrirtækis- ins til að drepa af sér alla hugsanlega samkeppni á öllum hugsanlegum sviðum, sem lítil einkafyrirtæki hafa reynt að halda uppi. En jafnvel hinum hörðustu gagnrýn- endum hefði ekki dottið í hug að fyrirtæk- ið mundi sýna þá ósvífni að ætla að flytja lækkun á millilandasamtölum yfir á innan- landsnotkun. í þessu tilviki er nefnilega ekki hægt að halda því fram, að einhvers staðar verði að finna tekjur á móti þeim kostnaði, sem leiði af millilandasamtölum. Sá kostnaður er löngu horfinn vegna tækniframfara eins og Frances Cairncross sýnir fram á. ÞESSIEINI ÞÁTT- ur málsins, hvað sem svo á eftir að koma í ljós að öðru leyti, sýnir að breytingar á stöðu Pósts og síma hf. eru óhjákvæmilegar. Það eitt að gera fyrirtækið að hlutafélagi í eigu ríkisins dugar ekki til. Það mundi heldur engu breyta, þótt hlutabréf í því yrðu seld á almennum markaði. Eftir sem áður mundi fyrirtækið búa að mestu við einokun og haga sér í samræmi við það. Einokunarfyrirtæki í einkaeigu eru ekkert betri en einokunarfyrirtæki í ríkiseigu. Á næsta ári hefst í fyrsta sinn sam- keppni i símaþjónustu hér á landi, þegar erlent fyrirtæki hefur rekstur GSM-síma- kerfisins. Póstur og sími hf. hefur búið vel í haginn fyrir það erlenda fyrirtæki. Við- skiptavinir munu hópast að því vegna þess að þeir verða svo fegnir að eiga annan kost en Póst og síma hf. Á næstu árum Breytingar óhjákvæmi- legar má búast við enn meira fijálsræði og auk- inni samkeppni. En Póstur og sími hf. mun beijast af mikilli hörku fyrir því að halda stöðu sinni. í fyrrnefndri úttekt Frances Cairncross bendir hún á, að það sé ekki nóg að opna fyrir samkeppni í símaþjónustu. Reynslan sýni, að þau símafyrirtæki, sem fyrir eru^ hafi algera yfirburði í þeirri samkeppni. I úttektinni metur hún það þannig, að sterkt eftirlit með rekstri fyrirtækjanna sé nauð- synlegt til að koma í veg fyrir, að keppi- nautar gefist hreinlega upp. Forskot hinna gömlu einokunarfyrir- tækja á hveijum stað er mikið, að hennar sögn. Þau byija samkeppnina með allan markaðinn í sínum höndum. Þau eru þekkt meðal almennings og hafa sterka fjárhags- lega stöðu. Þau hafa yfirleitt sterk tengsl við stjórnvöld. Forráðamenn þeirra eiga oftast að baki starfsferil hjá hinu opinbera og þekkja þar allt út og inn. Af þessum og mörgum öðrum ástæðum þurfi sterkt eftirlit til að tryggja samkeppni. í ljósi þeirra miklu umræðna, sem orðið hafa að undanförnu um viðskiptahætti Pósts og síma hf., og ekki sízt með hlið- sjón af þeim litlu upplýsingum, sem nú þegar liggja fyrir um hvað að baki bjó, fer ekki á milli mála, að ný stefnumörkun í síma- og fjarskiptaþjónustu er nauðsyn- leg. Ríkisstjórnin þarf að gera grein fyrir því, hvernig hún hyggst standa að þeim breytingum, sem framundan eru. Hver verða næstu skref til aukinnar samkeppni í símaþjónustu á íslandi? Hvernig verður staðið að því að tryggja, að samkeppnin verði raunveruleg? Hver verður framtíð Pósts og síma hf. frá sjónarhóli ríkis- stjórnarinnar? Nú þegar hefur verið ákveðið að skilja að símaþjónustu og póst- þjónustu en hvað fylgir í kjölfar þess? Er tilefni til að skipta fyrirtækinu enn frekar upp eins og Morgunblaðið hefur áður vakið máls á? Hér er um að ræða eitt stærsta mál í atvinnulífi okkar íslendinga um þessar mundir. Frelsi og samkeppni á þessu sviði getur átt þátt í því að þessi þáttur við- skiptalífsins blómstri á næstu árum með sama hætti og tölvuiðnaðurinn er að gera. Rangar ákvarðanir geta líka átt þátt í að svipta okkur þeim möguleikum. Hér er um að ræða miklu stærra mál en gjaldskrár- breytingarnar einar. „En jafnvel hinum hörðustu gagnrýnend- um hefði ekki dottið í hug að fyrirtækið mundi sýna þá ósvífni að ætla að flytja lækk- un á millilandasam- tölum yfir á inn- anlandsnotkun. I þessu tilviki er nefni- lega ekki hægt að haida því fram, að ein- hvers staðar verði að finna tekjur á móti þeim kostnaði, sem leiði af millilandasam- tölum. Sá kostnaður er löngu horfinn vegna tækniframfara eins og Frances Cairncross sýnir fram á.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.