Morgunblaðið - 13.01.1998, Page 12

Morgunblaðið - 13.01.1998, Page 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli opnað um síðustu helgi Fjölmenni í fjall- inu þrátt fyrir þoku og snjókomu ALLT að 500 manns renndu sér á skíðum í Hlíðaríjalli á sunnu- dag, en þá var skíðasvæðið opn- að í fyrsta sinn á þessum vetri. Veðrið var reyndar ekki upp á það besta, þoka og snjókoma. „Fólk lætur það ekki á sig fá þegar tækifærið kemur,“ sagði Ivar Sigmundsson forstöðumað- ur Skíðastaða og var ánægður með viðtökurnar þennan fyrsta skíðadag vetrarins. Hann sagði greinilegt að góður árangur Kristins Björnssonar skíða- manns hefði áhrif, „hann virkar mjög hvetjandi, það er alls stað- ar verið að ræða um hann og það virkar hvetjandi.“ Mikið hefur snjóað í Hlíðar- Qalli um helgina og í gær, mánudag, en bylur var í fjall- inu, hvasst og skafrenningur þannig að ekki var hægt að hafa opið. „Við stefnum að því að hafa allar lyftur opnar um næstu helgi og þá munum við einnig taka í notkun nýjan snjó- troðara. Þó við séum hæverskir menn og lítillátir hér í Hlíðar- íjalli, þá get ég ekki annað sagt en við séum kampakátir með byrjunina," sagði ívar. UNGA daman horfði vel og lengi á gínu við einn sýningarbásinn og fannst hún ansi skrýtin. Morgunblaðid/Kristján SUMUM þykir nauðsynlegt að skoða ökutækin bæði hátt og Iágt eins og sést á myndinni. Vetrarsport í íþróttahöllinni Aldrei fleiri sýningargestir YFIR 2.000 manns komu á sýning- una Vetrarsport’98 í íþróttahöllinni á Akureyri um helgina. Félag vélsleðamanna í Eyjafirði hefur stað- ið fyrir veglegri útilífssýningu á þessum árstíma um árabil en sýning- argestir hafa aldrei verið jafnmargir ognú. Kjartan Snorrason, formaður sýn- ingamefndar, sagði sýninguna hafa tekist mjög vel og sýnendur hafa ver- ið mjög ánægðir. Veðrið var hagstætt og sagði Kjartan að mikið af utanbæj- arfólki hefði einnig komið í Höllina. Öll vélsleðaumboð landsins voru með á sýningunni og flest jeppaum- boðin. Auk ökutækjanna var til sýnis allt það nýjasta í fatnaði, fjarskipta- búnaði, siglingatækjum, öryggisbún- aði og fleira. Þá komu aðilar í ferða- þjónustu nú að sýningunni. Kjartan sagði að færri sýnendur hefðu komist að en vildu og þyrftu menn nú að fara að skoða hvernig mætti nýta plássið betur og jafnvel að hámarka þyrfti sýningarsvæði hvers og eins. Hann sagði að ef sýn- ingin héldi áfram að stækka ár frá ári, yrði þörf fyrir stærra sýningar- svæði og ef ráðist yrði í byggingu fótboltahallar í bænum skyldu menn hafa það í huga. Morgunblaðið/Þórhallur Jónsson Hita- og vatnsveita Akureyrar Nýjar varmadælur leysa þær eldri af hólmi Morgunblaðið/Kristján GOMLU varmadælurnar hífðar á vörubílspall, en þær hafa verið í notkun í tæp 14 ár og staðið undir um 3% af heitavatnsöflun veitunnar að meðaltali. VARMADÆLUR sem verið hafa í notkun hjá Hitaveitu Akureyrar í tæp 14 ár, frá 30. apríl 1984 hafa verið teknar út úr húsnæði veit- unnar við Þórunnarstræti en nýjar dælur munu leysa þær af hólmi og er verið að setja þær upp. 78 þúsund klukku- tíma í gangi Á þeim tíma sem dælurnar hafa verið í notkun hjá veitunni hafa þær verið í gangi um 70% tímans eða um 78 þúsund klukkustundir hvor. Þær hafa samtals eytt um 60 milljón kílóvattstundum af raforku og framleitt um 210 milljón kílóvattstundir af orku í formi heits vatns. Dælurnar stóðu á þeim tæpu 14 árum sem þeirra naut við undir um 3% af heildar heitavatnsöflun hitaveitunnar að meðaltali. Varmadælurnar voru keyptar á árunum 1983-4 en á þeim tíma var hluti dreifikerfis veitunnar tvöfald- aður. Þessar aðgerðir þóttu á sín- um tíma fýsilegar til að auka nýt- ingu á fremur takmörkuðum vatns- forða hennar. Við val á varmadælunum var gengið út frá ákveðnum forsendum m.a. um bakrásarvatn, en þær hafa í tímans rás breyst verulega, m.a. hefur hitastig bakrásarvatns lækk- að umtalsvert. Svo var komið að dælurnar þurftu mikillar viðgerðar við og ljóst að endumýja þyrfti millikæla þeirra auk þess sem þær þóttu háværar í meira lagi. Því var farið að huga að því á liðnu ári að skipta þeim út. Forsenda þess að rekstur varmadæla hjá veitunni sé hagkvæmur er að raforka fáist á umframorkuverði og að í gildi séu sérsamningar um „roftíma" á af- hendingu raforkunnar. Ódýrari orkuframleiðsla Hita- og vatnsveita Akureyrar hefur umhverfissjónarmið að leið- arljósi þannig að þegar ákveðið var að festa kaup á nýjum dælum voru slíkir þættir teknir með í reikning- inn auk annarra. Tvö tilboð í nýjar varmadælur fyrir Hita- og vatns- veitu Akureyrar bárust og þótti til- boð frá Kværner Fiskitæki í Reykjavík um tvær dælur frá Gram A/S í Danmörku betra. Sam- anlögð hitaafköst dælanna er 3740 kílóvött við 809 kílóvatta raforku- notkun og var heildarkostnaður við kaupin 25 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að orkuframleiðsla í þess- um nýju dælum verði ódýrari en í eldri dælunum. Puðað í líkamsrækt FJÖLMARGIR landsmenn eru farnir að huga að línunum og þá ekki síst þeir sem bætt hafa ein- hveijum kflóum á sig yfir hátíð- irnar. Eftir að hafa stigið á vigt- ina fara margir að stunda lík- amsrækt í janúarmánuði og svo er alltaf nokkuð stór hópur sem æfír reglulega allt árið og hugs- ar vel um heilsuna. Halldóra Bjarnadóttir, fram- kvæmdastjóri Krabbameinsfé- lags Akureyrar og nágrennis, hugsar vel um heilsuna og hún var að puða Iöðursveitt á spinn- inghjóli í vaxtarræktinni í Iþróttahöllinni er ljósmyndari Morgunblaðsins var þar á ferð. Morgunblaðið/Kristján Fjórtán óhöpp í umferðinni FJÓRTÁN umferðaróhöpp hafa orðið síðustu daga á Akureyri og mikið eignatjón í sumum þeirra, en lítil meiðsl á fólki. Alls voru tuttugu og fimm öku- menn kærðir íyrir of hraðan akstur í bænum, einn var tekinn íyrir meinta ölvun við akstur, þrettán voru kærðir fyrir að hafa ekki öku- skírteini sitt meðferðis og þá klippti lögregla númer af átta bifreiðum, þar sem ekki hafði verið mætt með þær til endurskoðunar. Einn vöru- bifreiðastjóri var kærður fyrir að hafa ekki ökurita í bifreið sinni. Þá fengu þrír að gista fangageymslur lögreglunnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.