Morgunblaðið - 13.01.1998, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1998
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
n d i n g
KitchenAid U.S.A. leitar eftir gömlum KitchenAid
hrærivélum til að nota til útstillinga í Evrópu.
Ef þú átt eina siíka bjóðum við þér að taka hana
upp í nýja KítchenAid K90 i guium lit iýrir
kr. 5.000
Ástand og útlit skiptir ekki máli. Nýttu þér þetta
einstaka tækifæri strax!
KltchenAld K90, gul.......... kr. 33.400
Gömul KUchenAld ............. kr. 5.000
Þú grelðlr kr. 28.400
Eða staðgreltt............... kr. 26.730
///”'
Einar
Farestveit&Cohf
Morgunblaðið/Silli
GRUNDAGARÐUR á Húsavík er mikið til uppbyggður af kaup-
leiguíbúðum.
Félagsleg'ar
íbúðir vandamál
Húsavík - Kaupskylda sveitarfé-
laga á félagslegum íbúðum er víða
orðið nokkuð vandamál og að sögn
bæjarstjórans á Húsavík, Einars
Njálssonar, gerir áætlunin ráð fyr-
ir óbreyttum rekstri félaglegra
íbúða og að ekki verði keyptar eða
byggðar nýjar íbúðir í kerfínu.
„Vert er að hafa í huga að eftir-
spurn eftir íbúðum í félagslega
kerfínu hefur minnkað. Víða er
þetta orðið vandamál en sveitarfé-
lögum ber skylda til að leysa til sín
íbúðir sem ekki seljast. í upphafi
árs 1998 verða 9-10 íbúðir skráð-
ar í eigu Húsavíkurkaupstaðar.
Þær eru flestar í leigu,“ sagði Ein-
ar ennfremur þegar fjárhagsáætl-
un yfírstandandi árs var lögð fram.
A smærri stöðum, meðal annars
í lögsagnarumdæmi Þingeyjar-
sýslu, Raufarhöfn og Þórshöfn, er
farið að bera nokkuð á þessu
vandamáli.
Morgunblaðið/Sig. Fannar.
ÞAU kunna lagið á því leikskólabömin á Hellu.
Nýtt íþróttahús
rís á Hellu
Selfossi - Það voru leikskólabörnin
á Hellu sem tóku fyrstu
skóflustunguna að nýju íþróttahúsi
sem kemur til með að þjónusta íbúa
á Hellu og nágrenni. Iþróttahúsið
er 1215m2 að stærð og er byggt upp
úr límtré og Yleiningum frá Límtré
hf.
í mörg ár hafa íbúar Hellu beðið
eftir því að fá íþróttahús en fyrir er
mjög góð aðstaða til sundiðkunar.
Það var á seinasta ári sem hrepps-
nefndin tók þá ákvörðun að ráðast í
byggingu hússins. Byggingaverk-
takinn Rangá hefur tekið að sér að
annast framkvæmdir en um alútboð
er að ræða. Framkvæmdum verður
lokið á miðju ári 1999 og verður
íþróttahúsið tekið í notkun um
haustið
Húsdýraúrgangur
til landgræðslu
Vogum - Um 500 tonnum af úr-
gangi frá loðdýrabúinu að Auðn-
um á Vatnsleysuströnd hefur ver-
ið ekið í hauga á Vogastapa þar
sem hann verður notaður til land-
græðslu.
Hafsteinn Hilmarsson hjá verk-
takafyrirtækinu Hafsteinn og
Gunnar segir að búið sé að aka um
500 tonnum af loðdýraúrgangi og
um eitt þúsund tonnum af mold á
Vogastapa þar sem efnin verði
hörpuð og grasfræi blandað í þau
og síðan dreift til uppgræðsluör-
fokalands.
Það eru samtökin Gróður í land-
námi Ingólfs sem standa fyrir
þessu framtaki.
Átta ára drengur valinn Sunnlendingur ársins 1998
Borgartúni 28 7? 562 2901 og 562 2900
Selfossi - Lesendur Dagskrárinnar
og hlustendur Utvarps Suðurlands
völdu Sverri Gestsson, 8 ára gaml-
an Selfyssing, Sunnlending ársins
1997.
Sverrir Gestsson hefur á sein-
asta ári gengið í gegnum mjög erf-
ið veikindi. Snemma á árinu
greindist hann með illkynja æxli í
heila. Hann þurfti að gangast und-
ir erfiða aðgerð ásamt geislameð-
ferð. Sverrir hefur þótt sýna ótrú-
legan viljastyrk í veikindum sínum
og hefur framganga hans og yfir-
vegun m.a. orðið til þess að hjálpa
honum yfir erfiðasta hjallann.
Fjölskylda Sverris hefur staðið
eins og klettur á bakvið piltinn í
veikindúm hans. Foreldrar Sverris
eru þau Rannveig Árnadóttir og
Gestur Traustason. Sverrir á eina
systur, Díönu Gestsdóttur, sem
gengur undir nafninu systir ársins.
Er á batavegi
í dag er Sverrir á batavegi, að-
Vilja-
sterkur í
veikind-
um sínum
gerðin heppnaðist vel og er hann
nánast komin á fullt skrið á ný.
Þeir sem þekkja til segja viíja-
styrkinn og yfirvegun drengsins
hafa hjálpað honum mikið. Gestur,
faðir Sverris, segir að húmorinn
hafi líka mikið að segja. „Við fjöl-
skyldan höfum reynt að hafa um-
hverfið eins létt og hægt er siðan
veikindin komu í ljós. Það hjálpar
börnum sem eiga við veikindi að
stríða að líta á björtu hliðarnar til
þess að finna vonina og það hefur
Sverrir svo sannarlega gert.“
Sverrir hefur stundað nám síðan
í haust, þó svo að hann hafi ekki
alltaf mætt sem skyldi vegna veik-
inda sinna en með aðstoð móður
sinnar hefur hann lagt hart að sér
við heimalærdóminn og fyrir síð-
astliðin jól tók hann mjög góð
próf.
Mikil hvatning
Sverrir er mjög ánægður með
tilnefninguna. Rannveig segir
þetta hjálpa honum mikið. „Til-
nefningin er öðruvísi hvatning sem
virkar vel á hann.“ Þau Rannveig
og Gestur vilja færa öllum þeim
sem sýndu honum þennan heiður
bestu þakkir. Einnig vilja þau
þakka Styrktarfélagi krabba-
meinssjúkra barna fyrir aðstoð og
hjálp en Styrktarfélagið hefur
unnið mikið og gott starf fyrir þau
börn sem hafa þurft að beijast við
krabbamein.
Morgunblaðið/Sig. Fannar.
ÖRN Grétarsson, ritstjóri Dagskrárinnar, afhendir
Sverri skjal til staðfestingar á valinu sem lesendur
blaðsins stóðu að.
FJÖLSKYLDA Sverris. F.v. Gestur Traustason, Dí-
ana Gestsdóttir, Rannveig Árnadóttir og Sunnlend-
ingur ársins, Sverrir Gestsson.
HAUGAR loðdýraúrgangs á Vogastapa.
Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson
l
.
I
í
I
I
t
i
[
I
s
l