Morgunblaðið - 13.01.1998, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 13.01.1998, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1998 27 Reuters ROBIN Cook og Gaynor Regan. Cook hyggur á skilnað London. Reuters. ROBIN Cook, utanríkisráðherra Bretlands, greindi frá því á sunnu- dag að hann hyggðist skilja við konu sína, Margaret, og giftast rit- ara sínum, Gaynor Regan. Fjölmiðlar hafa verið margorðir um ástir Cooks. Tony Blair, for- sætisráðherra, lýsti fullum stuðn- ingi við Cook og neitaði því að skilnaður hans myndi gera hann óhæfan til að gegna starfi sínu. Um helgina voru fréttir af einkalífi Cooks á forsíðum breskra blaða. Margaret er sérfræðingur við sjúkrahús í Edinborg og hefur áður greint frá því að Cook hafi haldið framhjá sér áður en þau skildu að borði og sæng í fyrra vegna sambands hans við Regan. The Mail greindi frá því á sunnudag að vinir Cooks spái því að innan skamms muni hann verða í fylgd Regan við opinberar at- hafnir, en Margaret hefur sagt frá því að hún hafi aldrei fengið að fylgja honum við slíkar athafnir. Margaret sagði að Cook hefði aldrei látið hana hafa lykil að íbúð- inni sem hann bjó í í London á meðan þingið sat, né heldur hefði hann boðið henni með á flokksþing Verkamannaflokksins. Bresk blöð greindu frá því um helgina að Reg- an hefði haldið tO í íbúð Cooks í London. Blöðin News of the World og Sunday Mirror sögðu á sunnudag frá konu sem var sögð hafa verið í nánu sambandi við Cook á níunda áratugnum, en hvorugt blaðanna gaf í skyn að um ástarsamband hefði verið að ræða. Ringulreið í máli Kaczynskis New York, Sacramento. Reuters. SAKSÓKNARI í Sacramento í Kaliforníu hefur hafnað annam til- lögu að dómssátt frá Theodre Kaczynski, sem talinn er vera svo- nefndur Unabomber, um að hann játi sig sekan til þess að komast hjá líflátsdómi fyrir að hafa orðið þrem að bana og slasað 29 með böggla- sprengjum. The New York Times greindi frá þessu í gær. Réttarhöld í máli Kaczynskis hófust í síðustu viku en mikil ringulreið varð er Kaczynski fór fram á að opinberir verjendur sínir yrðu látnir víkja og hann fengi að sjá sjálfur um málsvörnina. Þá tel- ur lögregla að hann hafi reynt að fyrirfara sér í fangaklefanum sem hann gistir með því að hengja sig með nærbuxum sínum. The New York Times hafði í gær eftir heimildarmönnum í dóms- málaráðuneytinu að Kaczynski hefði boðist til að játa sig sekan gegn því að verða dæmdur í lífstíð- arfangelsi. Hann hefði þó sett ákveðin skilyrði fyrir játningunni. Hann hefði krafist þess að mega áfrýja nokkrum úrskurðum sem kveðnir hefðu verið upp áður en réttarhöldin hófust og einnig gerði hann ákveðnar kröfur um verustað sinn á meðan hann sæti inni. í síðasta mánuði hafnaði sak- sóknari tilboði Kaczynskis um að hann játaði sig sekan gegn því að sleppa við dauðadóm. Honum er gefið að sök að hafa sent fjölda bögglasprengja á 17 ára tímabili og orðið þrem að bana og slasað 29. Einhverri umfangsmestu leit sem gerð hefur verið í Bandaríkjunum lauk er bróðir Kaczynskis sagði til hans 1995. Kaczynski kveðst sak- laus. Samkvæmt fregnum The New York Times eru saksóknari og opin- berir verjendur Kaczynskis að reyna að komast að samkomulagi um að binda endi á réttarhöldin. Tímaritið Newsweek greindi frá því í gær að Janet Reno, dómsmálaráð- herra Bandaríkjanna, hafi fallið frá skilyrðislausum kröfum um að Kaczynski verði dæmdur til dauða, því ringulreiðin við réttarhöldin kunni að leiða til fjölda áfrýjunar- mála. Newsweek greinir frá því að nú í vikunni muni sérstök nefnd í dóms- málaráðuneytinu koma saman til þess að ákvarða hvort reyna eigi að fá Kaczynski dæmdan til dauða. Fulltrúi saksóknara í Sacramento, Leesa Brown, bar til baka þessar fregnir. Hún sagði að þótt saksókn- ari væri ætíð reiðubúinn til að at- huga tillögur verjenda um dóms- sátt væri það „einfóldun" að segja að atburðir síðustu viku hefðu leitt til þess að allt kapp væri nú lagt á að komast að samkomulagi. í gær hófu geðlæknar á vegum saksóknara að leggja próf fyrir Kaczynski er eiga að skera úr um hvort hann sé heill að geðsmunum, eða hvort hann geti ekki talist sak- hæfur vegna geðveiki. Kaczynski hefur hingað til neitað því að gang- ast undir geðrannsókn. Verjendur hans hafa viljað byggja málsvömina á því að hann sé „andlega vanheill" en sjálfur hefur Kaczynski ekki vilj- að að það verði gert og þess vegna farið fram á að verjendur hans víki sæti og hann sjái sjálfur um vömina. 50 uppreisnarmenn falla Bujumbura. Reuters. AÐ MINNSTA kosti 50 uppreisn- armenn biðu bana í átökum við stjórnarher Búrúndís nálægt höf- uðborg landsins, Bujumbura, á sunnudag. Sjónarvottar sögðu að hermenn hefðu beitt þyrlum og flugvélum til að skjóta flugskeytum á uppreisn- armenn úr röðum Hútúa, sem em í meirihluta í Búrúndí. Talsmaður hersins sagði að fimmtíu uppreisnarmenn hefðu verið drepnir og aðeins einn stjóm- arhermaður. Arásin hefði verið gerð eftir að íbúar þorps nálægt Bujumbura skýrðu hernum frá því að uppreisnarmenn hefðu safnast saman á fjalli nálægt höfuðborg- inni. Uppreisnarmenn Hútúa hófu sókn gegn stjórnarhernum með árás sem kostaði að minnsta kosti 284 lífið norðan við Bujumbura fyrr í mánuðinum. Hútúar berjast gegn Tútsum í þrem löndum, Búrúndí, Rúanda og Lýðveldinu Kongó, sem hét áður Zaire, og fréttaskýrendur segja að æ algeng- ara sé að uppreisnarmennirnir í löndunum þremur starfí saman og geri árásir yfir landamærin. Rúmlega 150.000 manns hafa beðið bana í Búrúndí frá því í októ- ber 1993. Pierre Buyoya, leiðtogi hersins, hefur stjórnað landinu frá valdaráni hersins í júlí 1996. Staffræn gagnafform í margmidlun Farið er í gegnum þau gagnaform sem notuð eru í margmiðlun, bæði hljóð og mynd. Kostir þeirra og gallar skoðaðir auk þess hvað þarf að hafa í huga þegar ákveðið er hvaða gagnaform á að nota. Tvívíddargrafík Nemendur læra notkun tvívíðra teikniforrita, bæði bitmap og vektorforrita. Þessi forrit eru gjarnan notuð við margmiðlun, umbrot og vefsíðugerð, en eru einnig nauðsynleg stoðforrit við þrívíddargrafíkvinnslu. Hér verða notuð forritin Photoshop, Corel Draw, lllustrator og FreeHand. Þrlvíddargrafík Þrívíddargrafík verðuræ meira áberandi í margmiðlun Nemendur kynnast þrívíðri framsetningu hluta í tölvu, hvernig á að teikna hluti í þrívídd, setja á þá áferð og hreyfingar. Notast verður við 3D Studio MAX forritið. Framsetning margmidlunar Eftir að búið er að útbúa efni í margmiðlunarverk þá þarf að ganga frá því þannig að notandinn geti skoðað það á einfaldan hátt. Kennt verður hvernig á að nota forrit eins og Authorware og Directortil þess að ganga frá margmiðlunarefni. Einnig verður skoðað hvernig ganga á frá efni til dreifingar á Internetinu, t.d. Shockwave. Lokaverkefni Námskeiðinu lýkur með því að nemendur nota það sem þeir hafa lært til þess að búa til margmiðlunarverk, Skráning / og nánari upplýsingar í síma 568 5010. Skráii ykkur tímanlega. t.d. CD-ROM disk. 160 kennslustundir Kennt er tvö kvöld í viku frá kl. 18:00-21:30 RAFIÐNAÐARSKOLINIM Skeifan 11 b ■ Sími 568 5010
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.