Morgunblaðið - 13.01.1998, Side 29

Morgunblaðið - 13.01.1998, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1998 29 Morgunblaðið/Halldór “ÞESSI nýja leikgerð Boswells hreif mig ekki og þótt aðferð spuna- leikhúss geti svo sannarlega verið bæði skemmtileg og áhrifarík var um hvorugt að ræða í þessu tilviki," segir Soffía Auður Birgisdóttir meðal annars í dómi sínum. Langdregið ævintýri LEIKLIST Þjóðleikhúsið: YNDISFRÍÐ OG ÓFRESKJAN eftir Laurence Boswell. Islensk þýðing og söngtextar eftir Þórarin Eldjárn. Lcikstjóri: Kolbrún Hall- dórsdóttir. Leikarar: Anna Kristín Arngrímsdóttir, Arnar Jónsson, Gísli Rúnar Jónsson, Halldóra Björnsdótt- ir, Ragnheiður Steindórsdóttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Val- ur Freyr Einarsson og Örn Arnason. Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson. Lýsing: Egill Ingibergs- son. Tónlist: Jóhann G. Jóhannsson. Hljóðfæraleikarar: Jóhann G. Jóhannsson, Martial Nardeau og Pét- ur Grétarsson. Hljóð: Sveinn Kjart- ansson. Dansar: Hany Hadaya. Stórasviðið ll.janúar. FLESTIR kannast við söguna af Yndisfríði og ófreskjunni, eða Fríðu og dýrinu eins og nýleg Walt Disney-teiknimynd eftir sög- unni kallast. Sagan á uppruna sinn í fornu ævintýri sem fyrst var fært í letur á 18. öld, en hefur síðan gengið í endurnýjun lífdaga í sög- um, kvikmyndum, dansverkum, teiknimyndum og fleiri listform- um, allt fram til dagsins í dag. Það verk sem frumsýnt var á Stóra sviði Þjóðleikhússins síðastliðinn sunnudag er rúmlega ársgömul leikgerð bresks leikstjóra, Laurence Boswell að nafni, sem frumsýnd var í London í desember 1996. Þótt um tiltölulega nýtt verk sé að ræða er hér ekki á ferðinni ný túlkun eða færsla til nútímans; klassískur ævintýrablær er á leik- ritinu og tími þess er „í gamla daga“. Það sem kannski helst má kallast öðruvísi við þessa útgáfu verksins, miðað við aðrar þekktar útgáfur, er að það byggist á að- ferðum spunaleikhúss og fremur lítið er lagt í sviðsmynd: stakir hlutir, ljós og miklar slæður gegna hlutverki sviðsmyndar. Fremur fá- ir leikarar taka þátt í sýningunni og leika flestir fleiri en eitt hlut- verk. Að þessu er ekkert að finna, nema í tilviki Arnar Árnasonar sem leikur bæði bróður Yndisfríð- ar og prinsinn. Útlitið leyndi sér ekki og ég heyrði nokkur barn- anna undrast af hverju bróðir Yndisfríðar væri líka prinsinn. Þessi nýja leikgerð Boswells hreif mig ekki og þótt aðferð spunaleikhúss geti svo sannarlega verið bæði skemmtileg og áhrifa- rík var um hvorugt að ræða í þessu tilviki. í heild var sýningin lang- dregin og þung og skorti sárlega kátínu og fjör, þrátt fyrir ágæta trúðslega tilburði leikaranna. Tón- list Jóhanns G. Jóhannssonar var sama marki brennd, lítt grípandi og fremur þunglamaleg. Hluta af skýringunni er að finna í leikgerðinni sjálfri. Hún er satt að segja ótrúlega rýrt sviðsverk. Stór hluti textans er lagður í munn sögumanns, sem er þó ekki sér- stök persóna heldur skiptast per- sónurnar á að segja fram texta sögumanns. Það verður leiðigjarnt til lengdar að hlusta á leiksviði á setningar í anda: „svo gerðist þetta og svo gerðist þetta“. Leikin atriði eru í lágmarki í þessari sýn- ingu, meira fer fyrir upplýsingum sögumanna, dönsum og söngvum. í sjálfu sér geta slík atriði verið bráðskemmtileg (eins og sannaðist í barnasýningu síðasta árs, Litla Kláusi og Stóra Kláusi) en hérna skortir, eins og áður segir, fjör. Einu er þó óhætt að hrósa við þessa sýningu og það er leikur flestra leikaranna. Arnar Jónsson var frábær í hlutverki föðurins. Túlkun hans var lifandi og skemmtileg og sýndi hann marga kómíska takta. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir smellpassaði inn í hlutverk Yndisfríðar, hún var barnaleg og einlæg og á örugglega auðvelt með að ná til hinna yngri áhorfenda. Anna Kristín Arn- grímsdóttir og Ragnheiður Stein- dórsdóttir voru skemmtilega and- styggilegar í hlutverkum hinna illa innrættu systra, en minna kvað að þeim þremenningum Erni Arna- syni, Gísla Rúnari Jónssyni og Vali Frey Einarssyni í hlutverkum bræðranna, enda eru þeir í sjálfu sér ósköp karakterlausir. Svipaða sögu er að segja um hlut móður- innar sem Halldóra Björnsdóttir lék, auk annarra smáhlutverka (hún var eiginlega best í hlutverki hestsins). Niðurstaðan er sú að hér sé um frekar lítt spennandi sýningu að ræða, þótt ljósa punkta megi sann- arlega finna. Leikritið sjálft virðist einfaldlega ekki bjóða upp á mikið og ekki veit ég hvort það höfðar fremur til barna eða fullorðinna. Soffía Auður Birgisdóttir LISTIR Að sofa sig á toppinn Um goðsögnina og veru- leikann James Dean fj allar Lárus Már Björnsson í tilefni nýrr- ar bókar um leikarann sem byggist á könnun heimilda en ekki slúðri. James Dean EINHVER athyglisverðasta ævisaga síðasta árs er án efa rit bandaríska kvik- myndafræðingsins Vals Holley um leikarann og goðsögnina James Dean. Bókin heitir á frummálinu James Dean: The Biography. Ótölulegur fjöldi verka hefur verið gefinn út um Dean, sumt slúður- kennt og miður vandað. Verk Hol- leys er hins vegar „þaulkönnun", byggt á margendurteknum viðtöl- um, rannsóknum á bréfaskriftum Deans við vini og kunningja og ít- arlegri greiningu á leikferli hans, jafnt í kvikmyndum sem á sviði. Ritdómarar, sumir samtíðarmenn og góðkunningjar Deans, hafa ver- ið sammála um að verk Holleys sé hið trúverðugasta og vandaðasta sem fram til þessa hefur litið dags- ins ljós, enda óhætt að segja að gríðarieg heimildavinna liggi að baki. Holley vílar heldur ekki fyrir sér að skora á hólm „goðsagnir" og vísa á bug „hálfsannleika" og slúðri um feril og lífshlaup þessa leikara, sem þrátt fyrir ytri „glamor“ lifði í raun kyrriátu lífi; lengst af þjakaður af feimni og vanmetakennd. Barnið Jimmy sem enginn vildi eiga Það er hægt að vera munaðar- laus á margan hátt. James Byron Dean fæddist í Marion í Indiana 8. febrúar 1931. Foreldrar hans, Winston og Milfred Winston Dean, höfðu gefist hvort öðru hálfu ári fyrir fæðingu Jimmys. Faðir Jim- mys var tannsmiður, en móðir hans starfaði í lyfjaverslun. Nokkrir árekstrar urðu milli þeirra hjóna um æskilega uppeld- ishætti sonarins og var faðir hans vægast sagt tortrygginn á hin nánu tengsl milli móður og sonar. Honum virðist og hafa fallið miður hið listræna uppeldi, svo sem dans og leiklist, sem móðirin lagði áherslu á að veita syninum. Þeim hjónum varð ekki fleiri barna auð- ið. Mildred vildi veg sonar síns sem mestan á listasviðinu og allt frá þriggja ára aldri varð honum vel ágengt, einkum í danslistinni. Torkennilegur heilsubrestur hrjáði undrabarnið unga; innvortis blæðingar, tíð yfirlið, blóðnasir og stórir, áberandi marblettir á hand- leggjum og fótleggjum. Síðari tíma rannsóknir leiddu í ljós, með óyggjandi hætti, að hann hefði sætt grófu líkamlegu ofbeldi, raun- ar pyntingum, af hálfu föður síns. Er Jimmy var sex ára flutti fjöl- skyldan búferlum til Santa Monica í Kaliforníu. Mildred var syni sín- um mildur og góður uppalandi; hún kenndi honum að leika á fiðlu, las fyrir hann sögur og kynnti fyrir honum margvíslega „ímyndunar- leiki“. Jimmy minntist móður sinn- ar ævinlega með söknuði. Hann sagði hins vegar fátt um föður sinn; hrósaði honum helst fyrir handlagni. Seinna á ævinni hagræddi Jim- my mjög sannleikanum um raun- veruleg tengsl þeirra feðga, gerði mikið úr nánu sambandi þeirra og vináttu, en allir sem til þekktu vissu betur. Þarna bar óskhyggja ungs drengs raunsæið ofurliði og sjálfur vissi hann alla ævi betur. Er Jimmy var níu ára lést móðir hans úr krabbameini í móðurlífi og skildi þetta óskabarn sitt í raun einsamalt eftir í hörðum heimi. Lyktir þess máls urðu þær að hann hvarf aftur til Indiana til föð- ursystur sinnar og fjölskyldu hennar, þar sem honum var tekið opnum örmum. Margir vina Jim- mys hika ekki við að fullyrða að hann hafi aldrei orðið samur eftir lát móður sinnar; sumir halda því jafnvel fram að hann hafi í raun „aldrei orðið eldri en 9 ára“. Enda þótt hann hafi aðeins misst annað foreldri sitt var sú sannfæring djúp með honum að hann hefði misst þau bæði. Jimmy stundaði búskapinn af skyldurækni, en lagði þess í stað meiri rækt við listir. Kunnugir herma að það hafi ekki þurft að kenna honum hlutina nema einu sinni. A þessum árum árum jókst áhugi hans á mótorhjólum, körfu- bolta, skautaíþrótt og öðru því er lagði gi-unninn að „spennufíkn" þeirri er síðar átti eftir að draga hann til dauða, langt um aldur fram. Skólafúxinn sem varð dúx í lífínu! I trássi við vilja fóður síns hóf Jimmy nám við leiklistardeild UCLA. Hann stundaði námið illa og naut i raun aðeins velvilja fárra kennara sem voru þess umkomnir að greina þá hæfileika er hann bjó yfir. Liðlega tvítugur komst hann að hjá CBS-verinu í Hollywood og naut þar handleiðslu samkyn- hneigðs leikstjóra, er virðist hafa lagt ofurást á piltinn. Störf hans þar, sem voru með afbrigðum illa launuð, stundaði hann sérdeilis stopult og illa. Vinir og kunningjar urðu oft að hlaupa í skarðið fyrir hann. En þá sjaldan hann mætti, í lörfum, sakleysislegur og drengs- legur í senn, yann hann hug og hjörtu allra. í sem stystu máli gerðist herskari samkynhneigðra leikstjóra við CBS-stúdíóið eins konar varnarher Deans og ekki laust við að þeir hafi keppt um hylli hans. Dean hóf sambúð með einum þessara leikstjóra, Roger Bracket. Fleiri fylgdu í kjölfarið. Samtímis átti hann nánar vinkonur og gaf jafnan sterklega í skyn að sambönd hans við þessa „ástmenn sína“ væru hagkvæmnissambönd. Suma þeirra talaði hann um af fyr- irlitningu og hæðni, enda þótt þeir ættu sannai'lega annað skilið af honum. Jimmy gerði sér far um að varpa leynd yfir einkalíf sitt, sem jafnan var hulið dulúð og spennu. Hann átti því ekki minnstan þátt í þvi sjálfur að skapa goðsögnina um James Dean. Að sofa sig upp á toppinn Flestir samferðamenn Jimmys og vinir lýsa honum sem fádæma tækifærissinna. I reynd hafi hann verið þess albúinn að taka áhættu, „að sofa sig upp á toppinn". Ein- ungis finnast skjalfestar tvær ótví- ræðar heimildir um sambönd þar sem Dean virðist hafa sýnt ein- lægni og „gefið hug sinn og hjarta“. I öðru tilvikinu var um að ræða samband hans við leikkonuna Pier Angeli, í hinu tilvikinu ungan menntaskólastrák, sem reyndi fyr- ir sér sem dansari og leikari í Hollywood. Þeir kynntust er upp- tökur á kvikmyndinni „Rebel wit- hout a Cause“ fóru fram. Leið Deans lá, líkt og margra ungra leikara, frá sjónvarpsauglýsingum og fremur ódýrum sápum, um svið „on“ og „off‘-Broadway, til kvik- mynda í fullri lengd. Hlutverk hans urðu, e.t.v. í fullu samræmi við skaphöfn hans, hlutverk ungra uppreisnarmanna, sem stundum svifust einskis; enda ekki að ósekju, þar eð stundum var við eitilhart feðraveldi að etja. Jimmy lét ekki auðveldlega að stjórn. Hinn frægi leikstjóri Elia Kazan framleiddi og leikstýrði fyrstu kvikmynd Jimmys í fulhá lengd: East of Eden, byggðri á hinu alkunna skáldverki Johns Steinbeck. Vart er unnt að hugsa sér meiri listræna ögrun fyrir ung- an leikara, enda þemað sótt í eitt alkunnasta minni Bíblíunnar. Minnstu munaði þó að verkið rynni út í sandinn, einkum fyrir sakir slæms samkomulags Jimmys og Lees Strasberg, listræns stjórn- anda verksins. Verkið hlaut glimrandi dóma og lyfti Dean umsvifalaust á stall. I kjölfarið fylgdi verkið The Giant þar sem Dean fer vel með hlutverk sitt, en hæfir þvi e.t.v. ekki sem skyldi, enda leikur hann þar sér mun eldri mann. Um Dean segir Kazan m.a.: „Hann hefur ofgnótt innsæis, en enga tækni...“ Þetta orðspor átti síðar eftir að loða við Dean; að hann væri fæddur leikari, undrabam, sem kynni lítið sem ekkert fyrir sér í leiktækni. Þetta gerði Jimmy gramt í geði; hann átti sér þá ósk heitasta að fylla flokk Shakespeare-leikara. Svo virðist sem hæfileikar Deans hafi blómstrað er hann fékk sem mest sjálfdæmi og naut leikstjórnar „mildra" leikstjóra. Þetta á við um síðustu kvikmynd hans, „Rebel without a Cause“, en henni leik- stýrði Nicholas Ray. Ekki er ofsagt að „East of Eden“ og „Rebel without a Cause“ muni endast til að halda minningu þessa hæfileikai'íka leikara á loft um langan aldur. James Dean lést eftir hai'ðan árekstur á Porsche Spyder-bifreið sinni nálægt Cholame í Kaliforníu 30. septem- ber 1955, 24 ára að aldri. Hann ók á slíkum ofsahraða að enn eru uppi getgátur um að dauðsfallið hafi vart verið „einskær tilviljun".

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.