Morgunblaðið - 13.01.1998, Side 45

Morgunblaðið - 13.01.1998, Side 45
í MORGUNBLAÐIl) ÞRIÐJUÍ3AGUR 13. JANUAR 1998 4S 1 I 1 I I I I I ð ■J i I I I I ð I I I AÐSENDAR GREINAR/PRÓFKJÖR Af hverju ekki að koma á atvinnuþingi? ALLT frá árinu 1991 hefur verið stöðugt atvinnuleysi hér á landi; það fór vaxandi jafnt og þétt fram- an af. Þrátt fyrir mildnn hagvöxt á undanfórnum misserum hefur at- vinnuleysið ekki horfið. Það er enn verulegt og atvinnulaush- telja yfir- leitt um 3.000 manns í Reykjavík; atvinnuleysið bitnar aðallega á konum og í ljós kemur að mestur hluti atvinnulausra eru verslunar- menn. Húsbóndi en ekki þjónn Hvað er til ráða? Venjuleg svör þeirra sem ráða forinni í efnahags- málum og stjómmálum eru þau að ekki megi grípa til sértækra að- Innan Evrópusam- bandsins eru dæmi um fjölskyldur þar sem at- vinnuleysið hefur verið hlutskipti þriggja ætt- liða samfleytt, segir Guðrún Ágústsdóttir. Island má aldrei lenda í þessum hremmingum. gerða; markaðurinn verði að fá að hafa sinn gang. Það muni hafa enn meira atvinnuleysi í fór með sér síðar; það sé bannað að trufla gangvirki markaðarins. Þó sjást þess víða merki í grannlöndum okkar að sífellt fleiri viðurkenna að hin sjálfvirku lögmál markaðarins duga ekki. Það þarf meira til; það er sjálfsagt að nýta sér lögmál markaðarins en það á ekki að beygja sig fyrir þeim. Markaðurinn er ekki húsbóndi heldur þjónn. Atvinnuþing á höfuðborgar- svæðinu í þessum anda eru málin nú rædd jafnvel í höfuðmusterinu sjálfu, Evrópusambandinu. Þar er fjallað um leiðir til þess að draga úr atvinnuleysi sem er hættuleg- asta vandamál samtímans í okkar heimshluta. Þar horfa menn á heri atvinnulausra, tugi milljóna manna, sem eru atvinnulausir ár- um, jafnvel áratugum saman. Þar Mikiá úrval af fallegum rúitifatfiaáí SkúUvöröuítÍKZ1 Stail551 40S0 Rejfk|»ik. HUGBÚNAÐUR FYRIR WINDOWS Traust kerfi Rómuð þjónusta KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 • Sími 568 8055 www.islandia.is/kerfisthroun eru dæmi um fjölskyldur þar sem atvinnuleysið hefur verið hlutskipti þriggja ættliða samfleytt. Island má aldrei lenda í þessum hremm- ingum. Það á að mínu mati að vera aðalverkefni borgarstjómar Reykjavíkur á næsta kjörtímabili að gera allt sem unnt er til þess að afnema atvinnuleysið. Þá á ég ekki við að fólk þurfi aldrei að lenda í því að missa vinnuna; það er verið að tala um að fólk verði aldrei at- vinnulaust lengur en til dæmis i einn til tvo mánuði eða svo og að samfélagið geri á þeim tíma allt sem unnt er til að vinna með þeim atvinnulausa að því að finna at- vinnu. í bréfi sem ég sendi félögum í Alþýðubandalagsfélögunum í Reykjavík á dögunum - vegna prófkjörs Reykjavíkurlistans - setti ég fram þá hugmynd að komið yrði á atvinnuþingi á höfuðborgar- svæðinu. Þar væra fulltrúar at- vinnurekenda, verkalýðsfélaga og bæjarstjóma á svæðinu. Þeir hefðu það hlutverk að leita og finna og skapa at- vinnutækifæri og að vinna með vinnumiðl- unum á svæðinu með skipulegum hætti. Um langt skeið var verðbólgan aðalvanda- mál efnahagslífsins á Islandi. Með samvinnu opinberra aðila, verka- lýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda, tókst að vinna bug á verð- bólgunni. Það sama á að gera andspænis at- vinnuleysinu. Þar hef- ur höfuðborgin skyld- ur og verk að vinna fremur en allir aðrir. Er þetta þá til marks um að nú- verandi meirihluta Reykjavíkur- listans hafi ekki tekist allt á kjörtímabilinu? Já; það hefur vissu- lega tekist að valda straumhvörfum ^ skólamálum, skipu- lagsmálum og í mörg- um þáttum umhverfis- mála. Viðmót borgar- innar andspænis borg- arbúum og lands- mönnum öllum hefur gjörbreyst. En við er- um í miðjum klíðum; atvinnumálin eiga að mínu mati að verða að- almál næsta kjörtíma- bils. Höfundur er forseti borgarstjómaf^ Reykjavíkur og þátttakandi f próf- kjöri Reykjavikurlistans. Subaru Legacjf 4WD OYX/^/VA// VERSA R Kx 5 gíra fjórhjóladrifinn með háu og lágu drifi Verðlistaverd án aukahluta kr. 2.244.000,- Sjálfskiptur og fjórhjóladrifinn með sérstakri spólvörn Verðlislaverð an .uik.ihluta kr. 2.366.000, og allt þetta fylgir meö Anniversaryxx útgáfu álíelgur qeislcispilm i Ijtii stýrd Scimlæsinq vindskeiÖ npphct'kknn t vilil ir Guðrún Ágústsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.