Morgunblaðið - 13.01.1998, Side 49

Morgunblaðið - 13.01.1998, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1998 49 VIGGÓ GUÐMUNDSSON + Vigg<5 Guðmunds- son fæddist á Hamri í Nauteyrar- hreppi 12. maí 1927. Hann lést í Reykjavík 2. janúar síðastliðinn. Viggó var sonur Hall- beru J. Hannesdóttur, f. 31. júh' 1895, d. 20. maí 1982, og Guð- mundar Torfasonar, f. 8. desember 1905, d. 20. maí 1994. Albróðir Viggós er Halldór S. Guðmundsson, f. 12. júb' 1925 búsettur í Kópavogi, hálfbróðir þeirra, samfeðra, er Kristinn Guðmundsson, f. 2. júní 1934, búsettur í Reykjavík. Viggó var tvíburi, tvíburabróðir hans lést í fæðingu. Sex vikna gamall var Viggó settur í fóstur til hjónanna Vigdísar Jónsdóttur og Þorsteins Ólafssonar sem nú eru bæði látin. Bjuggu þau lengst afá Flateyri. Viggó kvæntist Huldu Jóhannesdótt- ur, þau skildu. Synir þeirra ei-u: 1) Þor- steinn, húsasmiður, f. 8. júm' 1953, hann er búsettur í Borgarnesi. Kona hans er Ragn- hildur Helga Ragnars- dóttir. 2) Jóhannes, lögreglumaður, f. 29. júm' 1954, búsettur í Kópavogi. 3) Lárus, f. 8. júh' 1957, búsettur í Reykjavík. Kona hans er Ása Ólafsdóttir. Viggó bjó lengst af í Reykjavík og sinnti þar ýmsum störfum, svo sem sendibflaakstri og akstri hjá Hrafnistu í Reykjavík. Síðustu árin vann hann hjá Reykjavíkurborg, m.a. við gangbrautavörslu. Viggó verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Aðfaranótt 2. janúar sl. lést frændi minn Viggó Guðmundsson. Ég vil kveðja þennan káta, lífs- glaða mann með eftirfarandi broti úr Hávamálum, Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. Eg veit einn að aldri deyr dómur um dauðan hvem. Kæri Viggi, þú naust þín vel á ferðalögum og nú ert þú farinn í ferðalagið langa sem bíður okkar allra. Þín er sárt saknað. Ég sendi sonum þínum og fjölskyldum þeirra samúðarkveðjur mínar, svo og Margréti vinkonu þinni sem þú varst hjá síðustu stundirnar þínar. Kæri pabbi, þú hefur ekki bara misst bróður heldur líka náinn fé- laga sem þú stóðst með í gegnum lífsins þrautir. Söknuður þinn er sár, en við verðum að trúa því að núna líði Vigga vel. Kæri frændi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Halla Ósk. + Ástkær móðir okkar og dóttir mín, ÞÓRUNN HARALDSDÓTTIR, Kringlunni 61, Reykjavík, lést á Landspítalanum aðfaranótt þriðjudags- ins 6. janúar. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni miðviku- daginn 14. janúar kl. 15.00. Ásgeir Guðnason, Anna Sigríður Guðnadóttir, Birna Guðmundsdóttir. Ástkær dóttir mín, eiginkona, móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, SIGRÍÐUR KRISTÓFERSDÓTTIR, Möðrufelli 5, Reykjavík, andaðist á heimili sínu föstudaginn 9. janúar. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudag- inn 19. janúar kl. 13.30. ÓLAFUR ÁRNASON + ÓIafur Árnason fæddist á Akranesi 5. mars 1919. Hann lést í Sjúkrahúsi Akraness 31. desember síðastliðinn og fór út- för hans fram frá Akraneskirkju 9. janúar. Þeir sem standa þér næst eru þeir sem þú vandist aldrei að skoða sem aðskiljanlega einstaklinga; þeir voru alltaf eins og hluti af þér sjálf- um. Þetta gildir um fólkið sem þú þekkir á þann hátt að vitundin um það og tilfinningin fyrir því rennur í blóði þínu. Þetta er fólkið sem erfið- ast er að lýsa; þú sérð það aldrei, það býr í þér sjálfum. Þannig fer mér nú gagnvart móðurbróður mín- um, Ólafi Árnasyni Ijósmyndara, sem var alltaf nálægur í bernsku minni og þáði aldrei þökk fyrir að vera það tryggðatröll sem hann var. Það var ekki stærilætinu íyrir að fara hjá Óla frænda og hroki var honum framandi. Öðrum sýndi hann aldrei lítilsvirðingu né ól hann með sér öfund eða kala í garð ann- arra. Þar á móti átti hann auðmýkt og lítillæti í ríkum mæli. Hann gat verið fámáll en fáskiptinn var hann aldrei; tilfinningum sínum hélt hann ógjarnan fram en duldi þær þó ekki. Vitaskuld gat honum mislíkað, jafn- vel sámað, einkum vegna þess sem gert var á hlut annarra sem honum fannst eiga betra skilið, því hann hafði réttlætiskennd og var tilfinn- ingaríkur. En ef honum þótti við einhvem, lá hann ekki á afstöðu sinni því falsleysi var honum eigin- legt. Ef réttlætiskennd hans var misboðið gat hann orðað skoðun sína svo auðveldlega varð skilið, en sá hlátur sem gjarnan fylgdi sagði meira en mörg orð um hversu lítil- mótlegt athæfi það er að sýna yfir- gang og græðgi. Honum gat þannig mislíkað ýmislegt varðandi stjóm- mál eða framgöngu manna á opin- beram vettvangi og reyndar var hann vel virkur í baráttunni fyrir jöfnuði í samfélaginu, en þegar allt kom til alls þótti honum hæfileikar mannskepnunnar til óheilinda ein- faldlega fyndnir. Hann átti til gáska, jafnvel grall- araskap og það var gaman að vera barn í návist hans. Hann var spaug- samur og fyndinn en flíkaði þeim hæfileika ekki úr hófi. Hann var ekki maður margra orða en trúnað- ur hans og vinátta fóru þó aldrei á milli mála. Sú öryggiskennd sem ég naut í bernsku var ekki síst honum að þakka. Ef taka þurfti spor í enni drengsins, var það Óli frændi sem kom honum til læknis og stóð þétt við hlið hans gegnum þá raun alla, öðru fremur til þess að mamma og amma yrðu ekki óþarflega áhyggju- fullar. Hann var vinnusamur og natinn, en natni hans sást best þegar hann var að ljósmynda börn. Þau fundu fljótt að þau áttu í honum vin sem óhætt var að treysta. Og fyrir hann brostu þau, já hlógu dátt á fjöl- mörgum portrettmyndum sem hann hrifsaði frá andránni og gaf eilífð- inni. Vinnusemi hans er vottuð af því að hann annaðist ljósmyndatök- ur ekki bara á Akranesi heldur um Vesturland vítt og breitt, allt vestur i Stykkishólm. Óli og Inga byggðu sér mikið hús með íbúð og ljósmyndastofu á granni gömlu ljósmyndastofunnar sem hafði brannið. Að húsabaki út- bjuggu þau ótrúlega gróðurvin á vindþurrkuðu og saltstroknu Akra- nesinu þar sem umhyggja, hugvit og vinnusemi fann lausn á öllum vanda, en þá voru naumast tíu skrautgarðar við heimahús á Akra- nesi. Hjá Ingu og Óla uxu jafnvel jarðarber, eitt og eitt, þar uxu lit- fögur blóm, þar var tjörn, þar voru gangstéttarhellurnar steyptar á höndum og meira að segja tré og runnar teygðu Sig til himins and- stætt öllum lögmálum sem suðvest- an stinningskaldi, sementsryk og síldarverksmiðjubrækja réðu. Þannig mátti þekkja ðla af verkum hans þótt honum væri ekki um það gefið að stæra sig af þeim. Veri góður drengur kært kvadd- ur. Árni Ibsen. HÉÐINN HANNESSON + Héðinn Hannesson fæddist f Vopnafirði 24. febrúar 1929. Hann lést á Landspítalanum 25. desember síðastliðinn og fór út- för hans fram frá Vopnafjarðar- kirkju 8. janúar. Mig langar að minnast Héðins frænda míns með nokkrum orðum. Ég heimsótti hann tvisvar í Böðvarsdal með ömmu minni og afa. I bæði skiptin sem ég kom þangað hjálpuðum við honum svolít- ið í heyskap. Héðinn hlustaði mikið á útvarp og tók ég eftir því að hann var alltaf með ferðatækið með sér, enda fylgdist hann vel með öllum fréttum. Á uppvaxtarárum Héðins bjuggu fjórar fjölskyldur í Böðvarsdal og var þar oft fjölmenni, en síðar fækk- aði fólki og að lokum var hann einn eftir á jörðinni. Böðvarsdalur er landmikil jörð, sem nær frá sjó og inn að hálendinu og skiptir Dalsá löndum Böðvarsdals og Eyvindar- staða. Þarna er víða mjög fallegt eins og sést þegar komið er að aust- an yfir Hellisheiði. Þarna undi frændi minn sér vel og vildi hvergi annars staðar eiga heima. Hann var óþreytandi við að segja mér heiti á flúðum og klettum meðfram stönd- inni og lækjum, minni og stærri, sem renna niður hlíðarnar. Þetta er líka allt skráð í samantekt um Formáli minningargreina ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dá- inn, um foreldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinun- um sjálfum. Böðvarsdal. Með Héðni er farinn síðasti ábúandinn þar, að minnsta kosti í bili, og hefur þá sama ættin búið í Böðvarsdal óslitið í um tvö hundruð og fimmtíu ár, eða frá ár- inu 1751. Ferð þín er hafin. Fjarlægjast heimatún. Nú fylgir þú vötnum sem falla til nýrra staða. Og sjónhringar nýir sindra þér fyrir augum. (Hannes Pétursson.) Farðu í friði. Helga Rún. Crfisclrykkjur Guðbjörg Jónsdóttir, Benedikt Benediktsson, Guðbjörg Ásgeirsdóttir, Matthías Oddgeirsson, Kristófer Ásgeirsson, Kolbrún Ósk Albertsdóttir, Beglind Ásgeirsdóttir, Ómar Andrés Gunnarsson, barnabörn og systkini. Hjalti Hjaltason, Poltra Hjaltason, Ævar Hjaltason, Hrefna Einarsdóttir, Kolbrún Hansdóttir, Hafsteinn Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn og faðir, JÓN SIGURÐSSON járnsmíðameistari, Ljósvallagötu 8, sem lést á Landspítalanum 7. janúar sl., verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtu- daginn 15. janúar kl. 13.30. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Guðný Skúladóttir, Margrét Jónsdóttir. + Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, SKÚLI SIGURBJÖRNSSON fyrrv. leigubílstjóri á Hreyfli, Grensásvegi 56, andaðist á Borgarspítalanum 11. janúar sl. Jarðarförin auglýst síðar, Ingibjörg Bergmann, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Útför TÓMASAR ÞORVARÐSSONAR löggilts endurskoðanda, fer fram miðvikudaginn 14. janúar kl. 13.30 frá Fossvogskirkju. Þeir, sem vildu minnast hans, láti Hrafnistu njóta þess. Systkini og aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.