Morgunblaðið - 13.01.1998, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 13.01.1998, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1998 51 + Helga Fanný 01- sen fæddist í Reykjavík 5. nóvem- ber 1936. Hún lést á sjúkrahúsi Reykja- víkur hinn 3. janúar síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Björn M. Olsen, flugvéla- virki og annar af eig- endum Stálhúsgagna hf., og eiginkona hans, Svava Stefáns- dóttir. Faðir Helgu lést er hún var 5 ára gömul. Seinni maður Svövu, móður Helgu, var Steingrímur Þor- steinsson glerskurðarmaður. Bjuggu þau á Flókagötu 47 í Reykjavík. Helga giftist árið 1959 Ra- Með þessum orðum viljum við kveðja samstarfsmann okkar, Helgu Olsen, sem að ósk hinnar látnu var jarðsett í kyrrþey sl. mánudag. Helga fæddist árið 1936 og var því einungis 61 árs er hún lést eftir erfíða baráttu við krabba- mein. Helga hóf störf hjá Olís árið 1981 eða tveimur árum eftir að hún fluttist heim frá Ameríku, en þar hafði hún búið um 20 ára skeið. Starf Helgu hjá Olís við símsvörun var erilsamt, álagið oft mikið og vinnutíminn langur. Helga átti ymond Gary Graves og áttu þau heimili sitt í Bandaríkjunum. Þau eignuðust 4 börn sem öll eru búsett í Bandaríkjunum. Þau eru: Amelía Svava Graves, f. 1959, Katrín Sigrún Gra- ves, f. 1961, Reymond Daniel Graves, f. 1963, og John Eric Graves, f. 1965. Reymond og Helga slitu samvistir. Helga fluttist heim til íslands árið 1979 og starfaði hjá Olíu- verslun íslands frá 1981 þar til yfir lauk. títför Helgu fór fram í kyrrþey 12. janúar. mikil og góð samskipti við fjöl- marga umboðs- og sölumenn fé- lagsins um land allt, erlenda sam- starfsaðila, fjölmarga viðskipta- menn og síðast en ekki síst sam- starfsmenn á aðalskrifstofu félags- ins. Aðalskrifstofan var á margan hátt hennar annað heimili og fjöl- skylda. Þar eignaðist hún marga og góða vini á sama tíma og börnin hennar voru áfram búsett í Amer- íku. Helga var alla tíð lífleg, hlátur- mild, smekkleg og vel tilhöfð. Vissulega lét hún oft í sér heyra og lá ekki á skoðunum sínum. Helga lét sig varða hági vina sinna og komst í góð kynni við fjölmarga maka og vini starfsmanna gegnum, starf sitt. Helga eignaðist einnig marga erlenda vini og má þess geta að fjöldi þeirra, sem heim- sóttu Olís með reglubundnum hætti, byrjaði ávallt á því að koma við á skiptiborðinu til að kyssa Helgu þegar þeir komu á fundi til Olís. Eftir að Helga kenndi sér meins var aðdáunarvert hversu dugleg hún var þegar mest á reyndi. Þannig var hún oft sárþjáð í vinnu en keyrði sig áfram frekar af vilja en mætti. Skömmu áður en Helga lést var hún ákveðin í að mæta aft- ur í vinnuna til Olís, svo mikill var baráttukrafturinn. Samstarfsfólk Helgu kveður þessa góðu konu með þakklæti og vottar börnum hennar, vinum og öðrum aðstandendum samúð. Blessuð sé minning hennar. Samstarfsfólk hjá Olís. Nokkur kveðjuorð til æskuvin- konu minnar Helgu Fannýjar 01- sen, sem lést 3. janúar sl. eftir harða baráttu við illvígan sjúkdóm. Helgu er sárt saknað. Við Helga kynntumst ungar að aldri á Njálsgötunni en Helga bjó með móður sinni, Svövu, á Njáls- götu 86. Þær áttu fallegt heimili og þangað var ég alltaf velkomin. Eg minnist þess sérstaklega hversu þær mæðgurnar voru samrýndar. Leikvangurinn var sundið á milli Njálsgötu og Bergþórugötu. Þar HELGA FANNY OLSEN JÓN BJÖRN HELGASON + Jón Björn Helgason fæddist í Reykjavík 16. júlí 1929. Hann lést á heimili sínu, Þinghólsbraut 17, Kópavogi, 30. desember síð- astliðinn og var liann jarðsung- inn frá Hallgrímskirkju 9. janúar. Elsku pabbi, þetta er búin að vera mikil barátta. Þegar þú greindist með krabbamein í lok nóvember 1996, var það okkur öllum mikið áfall. Við höfðum öll gert ráð fyrir að þú mundir ná háum aldri eins og hann afi minn sem lést í fyrra rétt tæplega 97 ára að aldri, og ég held að þú hafir nú frekar gert ráð fyrir því líka. En það var mikill baráttu- hugur í þér og við smituðumst með. Þú gekkst í gegnum erfiða aðgerð rétt fyinr jólin 1996 og svo tók við erfið geislameðferð sem tók mikið á. En viti menn, eins og við höfðum öll gert ráð fyrir, þú náðir þér og undir vorið varstu orðinn nokkuð hress. Við tók yndislegur tími, eins og hjá svo mörgum sem fá svona + Hróbjartur Lúthersson fædd- ist í Reykjavík 2. október 1914. Hann lést á dvalarheimilinu Seljahlíð 3. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaða- kirkju 13. janúar. Elsku Hróbjartur, þú ert farinn frá okkur og kominn til Svövu þinn- ar hjá Guði. Við minnumst þín með hlýhug og þökkum fyrir að hafa kynnst þér og fengið að njóta góð- mennsku þinnar. Alltaf varstu reiðubúinn til aðstoðar. Mér er minnisstætt hversu fús þú varst að keyra alla, sem þig báðu, á hina og þessa áfangastað- ina. Fyrst er ég kynntist Lútheri, syni þínum, og við vorum að reyna að ná í leigubíl eina nóttina eftir dansleik þá sagði Lúther eftir langa bið eftir bíl: „Ég hringi bara í pabba og læt hann ná í okkur!“ Já, þá varð ég hissa og hugsaði með nýtt tækifæri til að lifa. Um vorið skelltirðu þér á ráðstefnu til Birmingham, og það átti nú við þig því fróðleiksfús varstu. Eftir ráð- stefnuna skelltuð þið mamma ykk- ur til London, þar sem við ætluðum að hitta ykkur, ég og mín litla fjöl- skylda, í nokkra daga. Það voru yndislegh- dagar. Eftir að heim var komið var pakkað niður í töskur á nýjan leik og flogið út til Bnissel til okkar, í þetta sinn með Asdísi og Kolbrúnu, bamabörnin ykkar, með- ferðis eins og svo oft áður. Pabbi, ég veit að þú ert samþykkur mér þegar ég segi að þetta var besta ferðin þín til Brussel. Þegar ég vaknaði á morgnana varst þú ævin- lega tilbúinn - kominn í „golf- dressið", skutlaðir mér út á lestar- stöð, skrappst í bakaríið fyrir mömmu og skelltir þér svo út á golfvöll, þar sem þú hittir tvo góða félaga sem þú hafðir kynnst í byrj- un fararinnar og kunnir svo vel við. Eftir glas af púrtvíni með félögun- um komstu heim til mömmu og mér að þessi pabbi hlyti að vera sérstakur ef hægt væri að vekja hann upp um miðjar nætur til þess að sækja harðfullorðið fólk af dans- leik. Þú fékkst reyndar að sofa í friði þessa nótt því bílfarið bjargað- ist á annan hátt. Aðfaranótt 5. apríl 1989 fékkstu ekki að sofa í friði. Við Lúther vorum gift og annað barn okkar var á leiðinni í heiminn. Þú komst brunandi og ég var drifin inn í bíl enda bara 3-5 mín. á milli hríða hjá mér. Svo ókstu hratt upp á spít- ala og ekki tók ég eftir neinu stressi hjá þér þó ég tæki nokkur andköfin. Lúther sagði mér seinna að þú hefðir verið að farast úr stressi og hefðir haldið að ég ætlaði bara að fara að fæða þarna í bíln- um. Eitt sumarið er Bjarni Jóhann var þriggja ára, Alma Lóa eins árs og það þriðja á leiðinni þá komst þú á hverjum virkum degi alla leið úr Goðheimum til okkar í Garðabæinn barnabarnanna um hádegi og þið áttum ánægjulegan eftirmiðdag með þeim þremur þangað til að við René komum heim seinnipartinn. Já, elsku pabbi minn, þetta var góður tími og ég verð að segja það að ég hélt að þú fengir nú að koma til mín til Brussel aftur. í heild var sumarið dásamlegur tími hjá þér og í dag erum við þakklát fyrir það. Um miðjan september komu svo vondu fréttirnar, meinið var komið aftur og í þetta sinn litlar sem eng- ar líkur á að það væri hægt að kom- ast fyrir það. En baráttuandinn var ekki horfinn úr þér og þú varst til- búinn að reyna allt. Mikið varstu sterkur og duglegur. Þú lagðir allt upp úr að lifa sem eðlilegustu lífi og mættir í vinnuna eftir mætti allt fram í byrjun desember. Elsku pabbi og mamma, mig langar til að þakka ykkur fyrir það yndislega heimili sem þið bjugguð okkur systrunum. Það eru ekki allir sem fá að njóta svona mikils öryggis og hlýju á uppvaxtarárunum eins og við fengum hjá ykkur. Ég veit að Ki’úsa systir er sammála mér um það. Guð blessi þig, pabbi minn, þín dóttir, Kristín. til þess að fara með Bjama á gæsluvöll eftir hádegi og svo komstu aðra ferð kl. 17 til þess að ná í drenginn aftur heim. Ég minnist sunnudaganna hjá þér. Alltaf, meðan þú hélst heimili, bjóstu til súkkulaði og þeyttir rjóma og bauðst svo fjölskyldunni upp á. „Afi, má ég fá meira kakó?“ spurðu barnabörnin. „Súkkulaði, meinið þið, elskurnar mínar,“ svaraðir þú og helltir í glösin. Börn- unum mínum fannst líka gott að eiga svona afa sem fannst allt sæta- brauð svo gott eins og þeim. Jóna Kristín kallaði þig alltaf opp-afa þegar hún var minni því erfitt fannst henni að segja nafnið þitt. Það var alltaf spennandi að heimsækja Svövu ömmu og opp- afa. Nú kveðjum við þig, Hróbjartur, og vitum að nú eru löng og erfið veikindi þín að baki og Svava hefur tekið fagnandi á móti þér. Við vottum Steinunni, Lúther, Oba og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúð. Bjarndís, Bjarni Jóhann, Alma Lóa og Jóna Kristín. HROBJARTUR LÚTHERSSON fóru æskuleikir okkar fram. Sund- höllin var líka vinsæl. Æskan leið þar sem indælt vor. Helga giftist ung og flutti til Bandaríkjanna. Hún eignaðist fjögur yndisleg börn. En eftir tutt- ugu ára hjónaband kom Helga al- komin heim, þá fráskilin. Lífið hafði ekki alltaf verið auðvelt. Henni þótti gott að vera komin heim aftur. Helga vann aðallega við skrifstofustörf hér heima, mörg síðustu árin við símaskiptiborðið hjá Olís. Þar líkaði Helgu mjög vel, bæði við vinnuna og starfsfólkið. Ég vissi að hún saknaði bamanna sinna mikið en þau em öll búsett í Bandaríkjunum. Ég sendi bömum hennar og fjölskyldum þeirra inni- legar samúðarkveðjur. Einnig systur hennar, Birnu, og hennar fjölskyldu. Þau önnuðust Helgu svo vel í erfiðum veikindum. Ég kveð kæra vinkonu. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðmundsson) Rannveig (Ransý). Skila- frestur minning- argreina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útfor er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast íyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útmnninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför HALLDÓRS GUÐMUNDAR BJARNASONAR, Hlíðarvegi 32, Siglufirði. Margrét Franklínsdóttir, Gunnhildur Halldórsdóttir, Valur J. Karlsson, Bjarni Heiðar Valsson, Ingibjörn Valsson, Halldór Karl Valsson. Innilegustu þakkir til allra, sem veittu okkur hughreystingu og samúð vegna fráfalls eigin- konu minnar, móður okkar og ömmu, GUÐRÚNAR ELÍNAR GUNNARSDÓTTUR, Neðstaleiti 4, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Örn Reynir Pétursson og fjölskylda. + Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför KARLS SVEINSSONAR bifreiðastjóra, dvalarheimilinu Felli, áður Njörvasundi 9. Fyrir hönd aðstandenda, Sveina Karlsdóttir, Páll Karlsson, Ingibjörg Karlsdóttir, Ómar Karlsson. + Innilegar þakkir fyrir samúðarkveðjur og vinar- hug vegna fráfalls og útfarar, KATRÍNAR ÓLAFSDÓTTUR, Austurvegi 32, Selfossi. Guðmundur E. Guðmundsson, Gunnar Malmquist, Unnur Erla Malmquist, Kjartan B. Sigurðsson, Harpa Mjöll, Gunnar Örn, Ólafur H. Guðmundsson, Jónína Magnúsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Ámi Guðmundsson, Jóhann, Ámý llse, Sólveig Guðmundsdóttir, Guðmunda Guðmundsdóttir, Gústav Karlsson, Elías, Arnþór, Katrín, Fríða, Hákon G. Ólafsson, Ástríður Ólafsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.