Morgunblaðið - 13.01.1998, Side 54

Morgunblaðið - 13.01.1998, Side 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 13. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens To. hanh v ' LjfUR. EfrlCI ) ÚTFYIZHZAÐ ,Sl/O HAZÐOR.'J W 01*68 Trtbun* Madla S*rvlc*«. Inc. Grettir Tommi og Jenni Ferdinand Smáfólk Ten Stupíd. Things Vogs po To Me$s Up Their Lives Þetta er frábært ... þetta líkar mér vel... Og allt sem þú þarft er góður tit- ill . . . Tíu heimskulegir hlutir sem hund- ar gera til að klúðra öllu. BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Boð og bönn Frá Ragnari Guðmundssyni: EG LAS nú nýverið í Morgunblað- inu mjög athyglisverða úttekt á tíðni ákeyrslna á búfé á þjóðvegum lands- ins, þessi úttekt og þankagangur höfundar er fróðlegur. „Lausa- göngubann", þetta orð tröllreið mörgum sveitum fyrir örfáum árum, bannið náði þá nær einvörðungu til hrossa. Nú er farið að fella nautgripi inní dæmið og sauðfjárbann einnig að líta dagsins ljós, fróðlegt að skoða aðeins bakgrunn þessara banna. Til- gang, nauðsyn og kostnað, hver á að bera kostnað af framkvæmd banns- ins, t.d. eftirlit á eyðisvæðum? Tilgangur er að minnka hættu á slysum af ákeyrslum. Gott markmið, en næst það? Er árangur sá sem skýrslan sýnir nægjanlegur? Lausa- göngubann eykur hraða, ekki bara í nánd þéttbýlis þar sem búfé er yfir- leitt allt innan girðingar, heldur og ekki síður á víðáttu þjóðveganna. Afleiðingamar eru skert eftirtekt ökumanna fyrir búsmala í nánd veg- anna og í framhaldi af því kæruleys- ishraðakstur í gegnum hópa hrossa, sauðfjár og jafnvel nautgripa. Öll bönnin sem auglýst eru vekja vissan mótþróa, sama hvemig á er litið, bóndanum finnst að sér vegið á margvíslegan hátt, ökumaðurinn of- metur rétt sinn sem leiðir til skertr- ar eftirtektar vegna búfjái- við vegi í nánd bóndabýli, fyllist ósætti ef brotalöm verður á banninu þó eng- um sé hægt um að kenna (búfé sleppur úr haldi). Bann sem tíska? Nú á síðastliðnu hausti auglýsti Reykhólahreppur hert ákvæði banns á lausagöngu hrossa í umdæmi sínu, bætti og við banni á lausagöngu nautgripa, en rúsínan í pylsuendan- um við þessa auglýsingu hlýtur þó að vera algert bann lausagöngu alls bú- fjár í Múlasveit, sem er öll í eyði og þar að auki girt frá öðmm hluta Reykhólahrepps með varnarlínu sauðfjárveikivarna. Við sameiningu allra hreppa í Austur-Barðastrand- arsýslu í Reykhólahrepp lendir þessi eyðihreppur í þeim hóp. Ógirt er milli Barðastrandarhrepps í Vestur- byggð og Múlahrepps hins forna, sömuleiðis opið til ísafjarðardjúps. Hvaða ástæða er til hins algjöra búfjárbanns í þessum hluta hrepps- ins? Þótt þarna dvelji búsmali tíma- bundið úr ári í frelsi náttúmnnar, enda opin leið að byggðum svæðum. Er ekki þarna verið að elta tískuna? Hvers vegna getum við íslendingar ekki látið okkur nægja að merkja þau svæði þar sem mest er von á lausagöngu búsmala við þjóðvegi líkt og gerist erlendis? Liggur okkur meira á hér heima? I dreifðustu byggðum Islands og eyðisveitum myndi sóma sér vel að merkja með mynd af viðkomandi skepnum þau svæði sem hættast er við á þeim veg- um, í stað þess að setja bönn við þessu og hinu, algjörlega án tillits til aðstæðna. Hér á Vestfjörðum er rúmt í hög- um og ofbeit eða þrengsli óþekkt fyrirbæri. Víðáttur miklar fyrir sauðfé og annan búsmala til hag- sældar fyrir þá sem þrauka áfram við búskap. Eg vil með greinarkomi þessu gera tilraun til að sýna fram á þá sjálfsögðu skyldu ráðandi manna í landinu, að koma í veg fyrir óþarfar yfirlýsingar og hundeltur embættis- manna við þá sem enn trúa á mátt moldarinnar, manninum til hagsæld- ar og betra lífs á allan máta. Ef bændur vilja þrauka áfram við búskap í dreifðum byggðum þessa lands, þá fyrir alla muni leyfið þeim að gera það í friði. Eg geri á engan hátt lítið úr slys- um þeim, sem af skepnum geta hlot- ist, en á ekki maðurinn einhvem þátt í því? Hvað um hin óhugnanlegu slys á einbreiðum brúm? Er nægjanleg athygli ekki að verða of fjarri öku- mönnum? Ég vil að lokum þakka ágæta skýrslu sem vitnað er í í upp- hafi þessarar greinar. En sýnir hún á nokkurn óyggjandi hátt nauðsyn og gagnsemi allra þessara lausa- göngubanna um landið vítt og breitt, ég bara spyr? RAGNAR GUÐMUNDSSON, Brjánslæk, 451 Patreksfirði Vinstelu prjóna- og heklnúmskeiðin að hejjast hjd PRJÓNASKÓLA TINNU * Almennt prjón - kennt 5 kvöld, eitt kvöld í viku * Hekl - 3 kvöld, eitt kvöld I viku * Myndprjón - 1 kvöld. Skráningarsími 565 4610 Nómskeið í Kripnlujóga SUj/i&cci, dlöúuct oy, vetCzðau Á námskeiðunum eru m.a. kenndar aðferðir til að styrkja og mýkja líkamann, losa um streitu og slaka á. 14. janúar - 2. febrúar mánudags- og miðvikudagskvöld kl. 20-22 Kennarí: Guðrún Hvönn Sveinsdóttir. 15. janúar - 3. febrúar þriðjudags- og fimmtudagskvöld k. 20-22. Kennari: Pétur Valgeirsson. Guðrún Hvönn og Pétur eru bæði með kennararéttindi frá Kripalumiðstöðinni. Upplýsingar og skráning í Jógastöðinni Heimsljósi, Ármúla 15, og í síma 588 4200 kl. 17-19 virka daga. GARNBUÐIN TlNNÁ Hjailahrauni 4, 220 Hafnarfirði, sfmi 565 4610

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.