Morgunblaðið - 06.03.1998, Síða 51

Morgunblaðið - 06.03.1998, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR PÖSTUDAGUR 6. MARZ 1998 51 •i cíhiHÓ oefhomúi! í hádeginu virka daga: Tiiboösréttir: HLAÐBORÐ SÆLKERANS Frjálst val: Súpa, salatbar og heitur matur, margar tegundir. kr.790.- GRISAHDRILDI Duxel, meö Dijon-sósu og gljáðu grænmeti apbnskr.1490,- Grillaður LAMBAVÖÐVI meö bakaðri kartöflu og Bemaisesosu. APBNSMt 1490. PASTA aö hætti kokksins, borið fram meö hvídauksbrauði. AÐQHSKR. 1.280- . Marineruð KJUKUNGABRINGA meö rjómalagaöri paprikusósu. AÐHHSKR.1.490,- Ristaðar GELLUR meö Julian-grænmeti og hvítlauksrióma aðbnskpl 1490. Grillaðar Laxakótilettur í Basilsósu. AÐOHSKR. 1.490.- Fyrirlestur um hjörtu og vistfræði fiska DR. HELGI Thorarensen, deildar- stjóri fiskrannsókna að Hólum, heldur fyrirlestur fóstudaginn 6. mars á vegum Líffræðistofnunar sem nefnist „Hjörtu og vistfræði fiska“. í fréttatilkynningu segir: „Hjörtu í laxfiskum eru mjög breytileg að stærð og er hlutfalls- leg þyngd hjartans miðað við lík- amsþunga háð ytri og innri aðstæð- um fiskanna. Þannig verða árstíða- breytingar á stærð hjartans og eru hjörtu fiska stærri að vetri en að sumri. Einnig er vitað að hjörtu í laxfiskum stækka ef þeir eru mikið á hreyfingu t.d. eru hjörtu í villtum fiskum stærri en í fiskum sem aldir eru í kerum, og komið hefur í ljós að hjörtu laxfiska, eins og hjörtu íþróttamanna, stækka við þjálfun. Hjörtu í kynþroska hængum geta tvöfaldast að stærð yfir hrygning- artímann. í fyrirlestrinum verður fjallað um lífeðlisfræðilegar rann- sóknir höfundar á þessu sviði og þær settar í samhengi við vistfræði fiskanna.“ Fyrirlesturinn er haldin í húsa- kynnum Líffræðistofnunar, Grens- ásvegi 12, stofu G-6 kl. 12:20. Öllum er heimill aðgangur. ---------------- Slökunarnám- skeið Gigtarfé- lagsins GIGTAitFÉLAG íslands heldur slökunarnámskeið sem byrjar mið- vikudagskvöldið 18. mars. Ragn- heiður Ýr Grétarsdóttir sjúkra- þjálfari fjallar um orsakir streitu og hvað sé til ráða. Áhersla verður lögð á að finna muninn á spennu og slökun og fer Ragnheiður í gegnum mismunandi slökunaraðferðir. Námskeiðið verður þrjú miðvikudagskvöld kl. 20-22. Skráning og nánari upplýsingar eru á skrifstofu GÍ, Armúla 5. Tilboð öll kvöld og um helgar. Bamamatseðill fyrir smáfólkið! JÍÍeá ötlum /xuisiimjfóm&œtii- réttum jfylijb' siífiu, ()iHiuát>\(i\ suIuIIhu' 0(j íkIhw. POTTURINN OG c/ \’ih\ f ^ ifiihm' aó aóóu ! Sveitakennar- inn“ í MÍR SIGURLIÐ 12-15 ára í dansi frá síðasta ári. Nemenda- sýning og liðakeppni í dansi NEMENDASÝNING Dansskóla Jóns Péturs og Köru verður haldin á Broadway sunnudaginn 8. mars nk. Þar munu allir nemendur í barna- og unglingahópum skólans ásamt nokkrum fullorðinshópum koma fram með sýninshorn af því sem þeir hafa lært í vetur. Húsið verður opnað kl. 13 og hefst sýn- ingin kl. 14. Strax að lokinni sýningu kl. 15 hefst liðakeppni á milli dansskóla og hefur nokkrum dansskólum verið boðið til leiks. Þar munu flest af sterkustu dauspörum ís- lands, sem mörg hver hafa staðið sig vel á erlendri grundu, eigast við á dansgólfínu, segir í fréttatil- kynningu. Keppt verður í tveimur aldurs- flokkum, 11 ára og yngri og 12-15 ára. Hvert lið samanstendur af fjórum danspörum, tveimur sem dansa suður-ameríska dansa og tveimur sem dansa standard dansa. Pimm dómarar dæma í keppninni. Miðar á sýninguna og keppnina verða seldir á Broadway 8. wmars og hefst miðasala kl. 13. Frítt er fyrir 11 ára og yngri en aðgangs- eyrir fyrir 12 ára og eldri er 500 kr. >KKAR SUR MATUR1 Kvikmynda- sýningar í Norræna húsinu KVIKMYNDASÝNINGAR eru fyrir börn í Norræna húsinu alla sunnudaga kl. 14. Sunnudaginn 8. mars verður sýnd kvikmyndin Nils Holgersson og ferðir hans. Strákpjakkurinn Nilli Holm- gersson er bóndasonur sem leikur sér að því að hrekkja dýrin á bæn- um. Hann reynir að hindra aligæs- ina Márten í að slást í för með villi- gæsum sem eiga leið hjá. Við það minnkar Nils og lendir á baki Már- tens og slæst í för með gæsunum á flugi þeirra um Svíþjóð þvert og endilangt. Sígild sænsk kvikmynd frá árinu 1962, gerð eftir sögu Selmu La- gerlöf. Sænskt tal, 90 mín. GÖMUL rússnesk kvikmynd, Sveitakennarinn (Sélskaja út- sítelnitsa), verður sýnd í bíósal MIR, Vatnsstíg 10, sunnudaginn 8. mars kl. 15. I myndinni segir frá kennslu- konu einni sem ræðst að loknu kenn- aranámi í Sankti Pétursborg á keis- aratímanum til stai-fa í afskekktu þorpi í Síberíu og vinnur þar fram yfir síðari heimsstyrjöldina. Sænskur fyrir- lesari um með- ferð ungra vímuefnaneyt- enda HINGAÐ til lands er væntanlegur Svíinn Torgny Peterson, fram- kvæmdastjóri ECAD (European Cities Against Drugs), og jafnframt framkvæmdastjóri Hassela Nordic Network. í sameiningu munu ísland án eit- urlyfja 2002 og Barnavemdarstofa standa fyrir málstofu með Torgny Peterson hinn 6. mars 1998 á Hótel Sögu í Ársal. Málstofan er opin öll- um þeim sem áhuga hafa á málinu. Þar mun Torgny kynna Hassela hugmyndafræðina og ræða almennt um vímuefnameðferð fyrir ungt fólk í Svíþjóð. Tekið skal fram að hánn hefur nokkrum sinnum áður komið til Islands og þekkir því nokkuð vel ástandið hér á landi og hefur m.a. heimsótt SAÁ og Tinda hér á árum áður. Málstofan verður á Hótel Sögu í Arsal í dag, fóstudaginn 6. mars, kl. 14-16. Hassela hreyfingin á upptök sín í Svíþjóð árið 1969 og er helsti frum- kvöðull hennar K.A. Westerberg. Upphaflega fólst starfsemi Hassela fyrst og fremst í uppeldis- og með- ferðarstarfi fyrir unga fíkniefnaneyt- endur en hefur síðan þróast í víð- tækt forvarnastarf og baráttu gegn eiturlyfjum. Litskyggnur frá Kína UNNUR Guðjónsdóttfr sýnir lit- skyggnur að Reykjahlíð 12 úr fyrri ferðum Kínaklúbbs Unnar laugar- daginn 7. mars kl. 15. Jafnframt kynnir Unnur næstu ferð klúbbsins þangað en hún verður farin í maí nk. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. LEIÐRÉTT Nýlistasafnið í MYNDLISTARGAGNRÝNI, und- ir yfirskriftinni Efnið talar, sem birt- ist miðvikudaginn 4. mars, er safnið sagt vera opið alla daga frá kl. 14-18. Rétt er að safnið er opið alla daga nema mánudaga. Beðist er velvirð- ingar á mistökunum. Ekki formaður hverfafélags sjálfstæðismanna í MORGUNBLAÐINU í gær er birt bréf til blaðsins eftir Unnar Har- aldsson. Þar segir Unnar að Friðrik Hansen Guðmundsson formaður íbúasamtaka Grafarvogs sé formaður hverfafélags sjálfstæðismanna í Grafarvogi. Þetta er rangt. Formað- ur þess félags er Anna S. Gunnars- dóttir og hefur hún verið formaður undanfarin 2 ár. Að hennar sögn er Friðrik Hansen Guðmundsson ekki einu sinni í stjóm sjálfstæðisfélags- ins, hvað þá formaður. Kanebo GULLIN GEISLADÝRÐ Uöl'.l zur GULLNIR KANEBO DAGAR í snyrtivörudeild Hagkaups Kringlunni föstudag og laugardag kl. 12—18. Frú Kiuchi kemur fró Japan til að kynna hina nýju förðunarlínu sem ber í sér geisladýrð sólarinnar. Sölustaðir: Snyrtivörudeild Hagkoups, Kringlunni • Evita Kringlunni • Snyrtistofnn Paradis, Rvík. Snyrtivöruverslun Laugnrvegsapóteks Snyrlivörudeild Verslunarinnar 17, Laugavegi • Snyrti- og nuddstofan Skólavörðustíg • Snyrtistofan Jóna, Kópavogi • Andorra, Hafnarfirói Gallerý Förðun, Keflavik • Snyrlislofa Ólafar, Selfossi • Apótek Veslmannaeyja • Snyrtivöruverslunin Tara, Akureyri • Húsavikurapótek e 0

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.