Morgunblaðið - 06.03.1998, Page 59

Morgunblaðið - 06.03.1998, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1998 59 4 FÓLK I' FRÉTTUM FÖSTUDAGSMYNDIR SJÓNVAPSSTÖÐVANNA Stöð 2 ► 20.55 Töfrar vatnsins (Magic in the Waters, (‘95)), nefnist bandarísk/kanadísk mynd sem kol- féll í kvikmyndahúsum vestan hafs fyrir þrem árum og birtist nú á skjánum. Þetta er ævintýramynd um fjölskyldu sem fær að kenna á nykrinum í stöðuvatninu við sumar- bústaðinn. Ebert gefur ★)4 í Chicago Sun-Times. Með Mark Har- mon og Zane Ziminski. Leikstjóri Skotinn Rick Stevenson (Iiestless Natives). Sýn ► 21.00 Billi barnungi (Billy the Kid (‘41)). Sjá umsögn í ramma. Sjónvarpið ► 22.15 Valmyndir mánaðarins: 1.: Gagnvegir (Safe Passage, (‘94)), mynd sem naut ekki brautargengis á hvíta tjaldinu, segir af hádramatísk- um atburðum. Heimilisfaðiiinn er skilinn við konu og sex börn en kem- ur í heimsókn þegar fréttist að elsti sonurinn, í landgönguliði flotans, sé látinn. Hafí farist í stríðsátökum. Ebert gefur ★ 'Æog segir myndina voða flotta og farsæla og dramatíkin virki engan veginn. Undir það tekur Halliwell. Leikararnir eru altént góðir; Susan Sarandon og Sam Shepard leika foreldrana. Leikstjóri Todd Haynes. 2. : Annarra fé (Other People’s Mon- ey, (‘91)), hressilegt gamandrama byggt á samnefndu Broadway verki, er að líkindum skásti kostur þrennu kvöldsins. Danny De Vito er fjár- málabraskari sem kaupir fyritæki, bútar niður og selur. Hefur fengið augastað á raflagnagerð Gregory Pecks á Nýja Englandi - og lögfræð- ingnum (Penelope Ann Miller), dótt- ur hans. Hún tekur að sér að verja pabba gamla. Græðgi nútímaborgar- búans gagnvart íhaldssemi og mýkri gildum sveitamanns af gamla skólan- um og snúin ástamál í kaupbæti skapa ágæta skemmtun. Fátt eftir- minnilegt utan fínn leikur hjá De Vito. Leikstjóri Norman Jewison. ★★Vi2 3. : Gamanmyndin Lífið á lands- Byssubófinn Billy Sýn ► 21.00 Billi barnungi (Billy the Kid, (1941)) er ein af fáum myndum frá þess tíma- skeiði - öðrum en sögufrægum stórmyndum - sem gefst kost- ur á að skoða á skjánum. Fróð- legt að bera hana saman við hinn nýlega stórvestra Wyatt Earp, sem einnig er á boðstól- unum í kvöld. Þessi hartnær sextugi vestri telst ekki í þeirra hópi, en var þó engu að síður ein stærsta mynd MGM þetta árið. Á þessum tímum var MGM stórveldið í Hollywood og stærði sig af því að vera með fleiri stjörnur á sínum snærum en fyndust á festingunni. Það sýnir sig í þessari endurgerð um útlagann fræga, sem ungur að árum var orðinn rómaður í villta vestrinu fyrir gikkgleði sína, fólshátt og drápslund. Vitaskuld er hann fegraður hér í dramatísku handriti fagmannsins Gene Fowlers. Hér fer ein skærasta stjarna MGM-smiðjunnar með aðalhlutverkið, sjálfur Robert Taylor, mikill og vörpulegur náungi, sem tók sig huggulega út á tjaldinu með sitt vel snyrta yfirskegg. Hinsvegar voru leik- hæfileikarnir umdeildir. Hvað viðvék hæfni meðleikara hans, Brian Donlevy, efaðist á hinn bóginn enginn. Stærsti kostur myndarinnar, og sá sem heldur nafni hennar fyrst og fremst á lofti, er mikilfenglegt útlitið. Hún er fjarskalega vel tekin af Leonard Smith og William V. Skall, á stórfenglegum sögu- slóðum í Monument Valley og víðar. En sagnfræðin er samin í Hollywood. ★★★ ANTIKHORNIÐ FJARÐARGÖTU 17, HAFNARFIRÐI Útsala þessa viku Verslunin hættir byggðinni (Funny Farm, (‘88)), seg- ir af íþróttafréttamanni (Chevy Chase) sem leitar að friði og ró úti á landsbyggðinni, til að skrifa. Finnur flest annað, og hæfiieikarnir reynast lúra í frúnni (Madelyn Smith). Gall- inn við flestar myndir Chase hin síð- ari ár, er fyrst og fremst skortur á ærlegri fyndni. Þessi er dæmigerð, þrátt fyrir stöku brandara. ★ Stöð 2 ► 23.10 Innrásin (The Arri- val, (‘96)) er vísindaskáldsöguleg spennumynd í B-dúr, og kemur gleðilega á óvai-t. Snýst um samsæri og óæskilega gesti utanúr geimnum. Tæpast hægt að hugsa sér jafnóað- laðandi leikarapar í aðalhlutverkun- um og Charlie Sheen og Ron Silver, þeh- standa sig engu að síður með ágætum. Leikstjórinn/handritshöf- undurinn David Twohy, á örugglega eftir að láta meira að sér kveða.*** Sýn ► 23.35 Ógæfa og dauði eru fylgifiskar persónanna í Litlu Ódessu (Little Odessa, (‘95)), þung- búinni jaðarmynd um leigumorð- ingja (Tim Roth), sem snýr aftur heim í hverfíð sitt í Brooldyn og myndin dregur nafn sitt af. Ástæðan er verk sem hann þarf þar að vinna. Maximillian Schell er óvenju aðsóps- mikill sem ómennið, faðir Roths og yngri bróðir hans (Edward Furlong), sem stefnir á villigötur. Vanessa Redgrave leikui’ dauðvona móður þeirra. Ekki er það upph'fgandi, myndin er hinsvegar nokkuð for- vitnileg og óvenjuleg og leikararnir standa allir fyrir sínu. ★★‘/2. Sjónvarpið ► 24.00 Blóraböggull (Face Down, (‘94)), er ráðgáta kvöldsins, notendur IMDb gefa þó 6,6, og efnið er býsna áhugavert. Áf- dankaður spæjari á samskipti við geðklofa sem liggur undir grun sem manndrápari. Lofar góðu, og reynd- ar aðalleikararnir líka, sem eru Joe Mantegna og Peter Riegert. Stöð 2 ► 0.10 Wyatt Earp, (‘94) er stórvestri gerður af Lawrence Kasd- an, um lífshlaup sýslumannsins í Tombstone. Langdregin, enda mikið lagt uppúr vel gerðum smáatriðum og mai-gtuggin sagan kemur iðulega á óvai’t. Kevin Kostner er heldur yf- irborðskenndur í titilhlutverkinu, en Dennis Quaid (sem vinur hans Doc Holliday) fer fyrii- afbragðshópi aukaleikara, og taka Owens Roizmans og tónlist James Newtons Howard er mikilfengleg. ★★★ Sæbjörn Valdimarsson Armbi UR & GULL GRÉTAR HELGASON ÚRSMIÐUR Firðinum 2.hœð, Hafnarfirði, Sími: 565-4666 Skartgripir ■ \ Shírnargjafir ir armbandsúr Skeiðklukkur Fljót og góð þjónusta miðbfe H af n a rfj a r ð a r og klukkum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.