Morgunblaðið - 06.03.1998, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 06.03.1998, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1998 59 4 FÓLK I' FRÉTTUM FÖSTUDAGSMYNDIR SJÓNVAPSSTÖÐVANNA Stöð 2 ► 20.55 Töfrar vatnsins (Magic in the Waters, (‘95)), nefnist bandarísk/kanadísk mynd sem kol- féll í kvikmyndahúsum vestan hafs fyrir þrem árum og birtist nú á skjánum. Þetta er ævintýramynd um fjölskyldu sem fær að kenna á nykrinum í stöðuvatninu við sumar- bústaðinn. Ebert gefur ★)4 í Chicago Sun-Times. Með Mark Har- mon og Zane Ziminski. Leikstjóri Skotinn Rick Stevenson (Iiestless Natives). Sýn ► 21.00 Billi barnungi (Billy the Kid (‘41)). Sjá umsögn í ramma. Sjónvarpið ► 22.15 Valmyndir mánaðarins: 1.: Gagnvegir (Safe Passage, (‘94)), mynd sem naut ekki brautargengis á hvíta tjaldinu, segir af hádramatísk- um atburðum. Heimilisfaðiiinn er skilinn við konu og sex börn en kem- ur í heimsókn þegar fréttist að elsti sonurinn, í landgönguliði flotans, sé látinn. Hafí farist í stríðsátökum. Ebert gefur ★ 'Æog segir myndina voða flotta og farsæla og dramatíkin virki engan veginn. Undir það tekur Halliwell. Leikararnir eru altént góðir; Susan Sarandon og Sam Shepard leika foreldrana. Leikstjóri Todd Haynes. 2. : Annarra fé (Other People’s Mon- ey, (‘91)), hressilegt gamandrama byggt á samnefndu Broadway verki, er að líkindum skásti kostur þrennu kvöldsins. Danny De Vito er fjár- málabraskari sem kaupir fyritæki, bútar niður og selur. Hefur fengið augastað á raflagnagerð Gregory Pecks á Nýja Englandi - og lögfræð- ingnum (Penelope Ann Miller), dótt- ur hans. Hún tekur að sér að verja pabba gamla. Græðgi nútímaborgar- búans gagnvart íhaldssemi og mýkri gildum sveitamanns af gamla skólan- um og snúin ástamál í kaupbæti skapa ágæta skemmtun. Fátt eftir- minnilegt utan fínn leikur hjá De Vito. Leikstjóri Norman Jewison. ★★Vi2 3. : Gamanmyndin Lífið á lands- Byssubófinn Billy Sýn ► 21.00 Billi barnungi (Billy the Kid, (1941)) er ein af fáum myndum frá þess tíma- skeiði - öðrum en sögufrægum stórmyndum - sem gefst kost- ur á að skoða á skjánum. Fróð- legt að bera hana saman við hinn nýlega stórvestra Wyatt Earp, sem einnig er á boðstól- unum í kvöld. Þessi hartnær sextugi vestri telst ekki í þeirra hópi, en var þó engu að síður ein stærsta mynd MGM þetta árið. Á þessum tímum var MGM stórveldið í Hollywood og stærði sig af því að vera með fleiri stjörnur á sínum snærum en fyndust á festingunni. Það sýnir sig í þessari endurgerð um útlagann fræga, sem ungur að árum var orðinn rómaður í villta vestrinu fyrir gikkgleði sína, fólshátt og drápslund. Vitaskuld er hann fegraður hér í dramatísku handriti fagmannsins Gene Fowlers. Hér fer ein skærasta stjarna MGM-smiðjunnar með aðalhlutverkið, sjálfur Robert Taylor, mikill og vörpulegur náungi, sem tók sig huggulega út á tjaldinu með sitt vel snyrta yfirskegg. Hinsvegar voru leik- hæfileikarnir umdeildir. Hvað viðvék hæfni meðleikara hans, Brian Donlevy, efaðist á hinn bóginn enginn. Stærsti kostur myndarinnar, og sá sem heldur nafni hennar fyrst og fremst á lofti, er mikilfenglegt útlitið. Hún er fjarskalega vel tekin af Leonard Smith og William V. Skall, á stórfenglegum sögu- slóðum í Monument Valley og víðar. En sagnfræðin er samin í Hollywood. ★★★ ANTIKHORNIÐ FJARÐARGÖTU 17, HAFNARFIRÐI Útsala þessa viku Verslunin hættir byggðinni (Funny Farm, (‘88)), seg- ir af íþróttafréttamanni (Chevy Chase) sem leitar að friði og ró úti á landsbyggðinni, til að skrifa. Finnur flest annað, og hæfiieikarnir reynast lúra í frúnni (Madelyn Smith). Gall- inn við flestar myndir Chase hin síð- ari ár, er fyrst og fremst skortur á ærlegri fyndni. Þessi er dæmigerð, þrátt fyrir stöku brandara. ★ Stöð 2 ► 23.10 Innrásin (The Arri- val, (‘96)) er vísindaskáldsöguleg spennumynd í B-dúr, og kemur gleðilega á óvai-t. Snýst um samsæri og óæskilega gesti utanúr geimnum. Tæpast hægt að hugsa sér jafnóað- laðandi leikarapar í aðalhlutverkun- um og Charlie Sheen og Ron Silver, þeh- standa sig engu að síður með ágætum. Leikstjórinn/handritshöf- undurinn David Twohy, á örugglega eftir að láta meira að sér kveða.*** Sýn ► 23.35 Ógæfa og dauði eru fylgifiskar persónanna í Litlu Ódessu (Little Odessa, (‘95)), þung- búinni jaðarmynd um leigumorð- ingja (Tim Roth), sem snýr aftur heim í hverfíð sitt í Brooldyn og myndin dregur nafn sitt af. Ástæðan er verk sem hann þarf þar að vinna. Maximillian Schell er óvenju aðsóps- mikill sem ómennið, faðir Roths og yngri bróðir hans (Edward Furlong), sem stefnir á villigötur. Vanessa Redgrave leikui’ dauðvona móður þeirra. Ekki er það upph'fgandi, myndin er hinsvegar nokkuð for- vitnileg og óvenjuleg og leikararnir standa allir fyrir sínu. ★★‘/2. Sjónvarpið ► 24.00 Blóraböggull (Face Down, (‘94)), er ráðgáta kvöldsins, notendur IMDb gefa þó 6,6, og efnið er býsna áhugavert. Áf- dankaður spæjari á samskipti við geðklofa sem liggur undir grun sem manndrápari. Lofar góðu, og reynd- ar aðalleikararnir líka, sem eru Joe Mantegna og Peter Riegert. Stöð 2 ► 0.10 Wyatt Earp, (‘94) er stórvestri gerður af Lawrence Kasd- an, um lífshlaup sýslumannsins í Tombstone. Langdregin, enda mikið lagt uppúr vel gerðum smáatriðum og mai-gtuggin sagan kemur iðulega á óvai’t. Kevin Kostner er heldur yf- irborðskenndur í titilhlutverkinu, en Dennis Quaid (sem vinur hans Doc Holliday) fer fyrii- afbragðshópi aukaleikara, og taka Owens Roizmans og tónlist James Newtons Howard er mikilfengleg. ★★★ Sæbjörn Valdimarsson Armbi UR & GULL GRÉTAR HELGASON ÚRSMIÐUR Firðinum 2.hœð, Hafnarfirði, Sími: 565-4666 Skartgripir ■ \ Shírnargjafir ir armbandsúr Skeiðklukkur Fljót og góð þjónusta miðbfe H af n a rfj a r ð a r og klukkum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.