Morgunblaðið - 28.05.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.05.1998, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Dæmdir fyrir að koma kvóta undan skiptum ÞRÍR forsvarsmenn Reiknistofu fiskmarkaða hf. og framkvæmda- stjóri úgerðarfélags í Sandgerði voru í gærmorgun dæmdir í Héraðsdómi Reykjaness til að greiða hálfa til eina milljón króna í sekt hver fyrir að koma kvóta und- an skiptum. Umrætt útgerðarfélag hafði í árs- byrjun 1996 ekki yfír að ráða þorskaflaheimildum fyrir skip, sem engu að síður var haldið til þorsk- veiða. Talið var upplýst fyrir dómn- um að öll áhöfn skipsins hefði sam- mælst um að taka þátt í kaupum á kvóta með útgerð skipsins. Fjórir menn sekt- aðir um hálfa til eina milljón króna Viðskiptin fóru þannig fram að Reiknistofa fískmarkaða afiaði sér þorskaflaheimilda með atbeina Kvótamiðlunar Landssambands ís- lenskra útvegsmanna og lét skrá þær á eiganda þess. Aflaheimildirn- ar voni síðan færðar á skip útgerð- arfélagsins. Um það samdist með áhöfn og útgerð annars vegar og Reiknistofu fiskmarkaða hins veg- ar, að við uppgjör söluverðs þess afla sem þannig fékkst myndi kostnaðurinn við öflun veiðiheimild- anna dragast frá söluverði aflans. Dómurinn taldi að útvegun afla- heimilda hefði ekki verið þáttur í tekjuöflun Reiknistofunnar eða út- gerðarfélagsins enda viðurkennt að Reiknistofan hafi ekki haft fjár- hagslegan ávinning af sölunni. Hins vegar var uppgjörsmátinn talinn varða við lög. Var útgerðarmaður- inn m.a. talinn hafa brotið lög þegar hann dró frá kostnað við kaup á veiðiheimildum við uppgjör til skipsáhafnar. , ■ “ -ti'-irjsij Á v i ■ JmmrOLiá ymi Morgunblaðið/Jón Svavarsson Stuðningur við starfsemi Kísiliðj- unnar við Mývatn MÝVETNINGAR afhentu Finni Ingólfssyni iðnaðarráðherra stuðn- ingsyfirlýsingu við áframhaldandi starfsemi Kísiliðjunnar við Mývatn á Alþingi í gær. Meirihluti íbúa við Mývatn skrif- aði undir stuðningsyfirlýsinguna en talsverð umræða hefur verið undan- farin ár um starfsemi Kísiliðjunnar og hvort hún skaði á einhvem hátt lífríki vatnsins. Upp hafa til dæmis komið spurn- ingar um hvort efnistaka af botni Mývatns sé m.a. ástæða fyrir lakari veiði og afkomu fugla við vatnið. í fréttatilkynningu, sem íbúar Mývatnssveitar sendu frá sér í gær, segir að þrátt fyrir áratuga rannsóknir og um 60 milljón króna framlög til rannsókna á undanfóm- um ámm hafi ekkert komið fram sem stutt geti fullyrðingar um að efnistaka skaði lífríkið. Meirihluti íbúa við vatnið hafni því málflutn- ingi þeirra líffræðinga og andstæð- inga Kísiliðjunnar sem haldið hafa fram skaðsemi efnistökunnar á líf- ríki vatnsins og vilja leggja rekstur- inn af. Um 60% atkvæðisbærra íbúa við Mývatn skrifuðu undir stuðnings- yfirlýsinguna og segjast munu leggja hart að stjórnvöldum að tryggja rekstur hennar um ókomna tíð. Þeir benda á að lífsaf- koma um 200 einstaklinga á svæðinu sé í húfi og að lokun Kísil- iðjunnar muni koma hart niður á tekjum Skútustaðahrepps og hafn- arsjóðs Húsavíkur. Góð karfa- veiði á Reykjanes- hrygg Á REYKJANESHRYGG hefur verið mikil og góð úthafskarfa- veiði að undanförnu. Togarinn Svalbakur, sem þýska útgerðar- fyrirtækið Mecklenburger Hoch- seefischerei leigir af Utgerð- arfélagi Akureyrar, hefur verið þar að veiðum undanfarið. I gær var landað í Hafnarfirði 675 tonnum af heilfrystum og hausuðum karfa úr Svalbaki eftir 29 daga veiðiferð. Aflaverðmætið er um 85 milljónir króna og fer karfinn á Japans- og Evrópu- markaði. Þá er þýski togarinn Dorato væntanlegur til Hafnar- fjarðar í næstu viku á vegum sömu útgerðar með 330 tonn af frystum úthafskarfa. ■ Betri búnaður/23 Morgunblaðið/Jónas FRÁ slysstað skammt vestan við Hverfísfljót í Vestur-Skaftafellssýslu. Tvær kind- ur lifðu af vetrarvist á fjalli Ólafsvík - Tvær kindur hafa lifað af vetrarvist í fjallinu Mýrarhymu við Grundarfjörð, en þær voru þrettán þegar vetur gekk í hönd. Munu flest- ar, sem fórust, hafa hrapað. Þessar tvær, sem lifðu, eru nú komnar úr verstu hillunum og sjást á stað, sem gefur vonir um að hægt sé að ná þeim, en þær eru þó í um 400 metra hæð. Ekki er þó öll sagan sögð því með þeim hefur sést lamb síðan um miðjan april. Hefur það fengið að kenna á vorhret- unum því tvisvar varð þarna alsnjóa. Nú er hins vegar farið að grænka undan fugli og lambið leikur sér eins og það sé öllum ógnum fjarri. Banaslys í Vestur- Skafta- fellssýslu UNGUR maður lést þegar flutn- ingabíll með tengivagni fór út af veginum og valt skammt vestan við Hverfísfljót í Vestur-Skaftafells- sýslu um klukkan hálftólf árdegis í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Reyni Ragnarssyni, lögreglumanni í Vík í Mýrdal, fór bíllinn út af í krappri beygju sem þykir varasöm. Talið er að ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, hafi látist samstundis. Ferðafólk kom að bílnum og lét lög- reglu vita um klukkan tuttugu mínútur fyrir tólf. Bíllinn var að koma frá Höfn í Homafirði og var fiskur geymdur í kerum í gámi á tengivagninum. Að sögn Reynis var bíllinn á hvolfi þegar að var komið en tengivagninn virðist hafa farið heila veltu. Talning kærð í Sveinsstaðahreppi Atkvæði gilt þótt nafn fyndist ekki KOSNING til sveitarstjórnar í Sveinsstaðahreppi í Húnavatns- sýslu var kærð til sýslumannsins á Blönduósi í gær á þeirri forsendu að talning hefði verið ámælisverð. Málið kærir Birgir Ingþórsson. I kærunni segir að við talningu at- kvæða hafi komið upp úr kjörkassa atkvæði merkt nafninu Gunnari Pálmasyni og ekkert heimilisfang hafi fylgt. Enginn maður sé á kjör- skrá í hreppnum með þessu nafni, en tveir með nafninu Gunnar, annar Ellertsson á Bjarnastöðum en hinn Ríkharðsson á Þingeyrum. Kjörstjómin hefði dæmt at- kvæðið Gunnari Ellertssyni. Þetta hefði verið um miðja talningu og þá hefðu úrslit ekki legið fyrir. Át- kvæðið hefði hins vegar breytt nið- urstöðum kosninganna því að Gunn- ar Ellertsson hefði fengið einu at- kvæði meira en næsti maður og því verið talinn kosinn. í kærunni segir að hefði atkvæðið verið talið ógilt þar sem ekki hefði verið hægt að segja með vissu hver hefði átt að fá það hefði orðið að varpa hlutkesti milli þeirra tveggja, sem hefðu orðið jafnir, eða Gunnars Ellertssonar og kæranda málsins. Fyrirkomulag kosninganna er þannig að kjósendur skrifa nafn þess frambjóðanda, sem þeir velja, á kjörseðilinn. 66 manns em á kjör- skrá í Sveinsstaðahreppi, 40 karlar og 26 konur. Þar búa 98 manns. Ef kæran nær fram að ganga þarf að ganga til kosninga að nýju í Sveinsstaðahreppi. Lögum samkvæmt skal sýslu- maður skipa þriggja manna nefnd til að fjalla um málið og verður nefndin væntanlega skipuð í dag. i Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is VIÐSKIPn AIVINNULÍF • •••••••••••••••••••••••••••••••< : Ríkissjóður styrkir Afreks- : mannasjóð um 50 milljónir/Ct • •••••••••••••••••••••••••••••••' • Meiðsli setja strik í reikning • Guðrúnar Arnardóttir/C8 Siglufjórður Framleiða krtósan Verðmætt efni úr rækjuskel/B3 SAS breytist Flugfélag 21. ald- arinnar/B4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.