Morgunblaðið - 28.05.1998, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 28.05.1998, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1998 MORGUNB LAÐIÐ FRÉTTIR Álverksmiðjan á Grundartanga Morgunblaðið/Emil Þór Sigurðsson FORYSTUMENN Norðuráls skoða búnað verksmiðjunnar en framleiðsla á áli hefst í henni 5. júm' næstkomandi. Vélar ræst- í DAG verða álbræðsluker álversins tengd við rafleiðara til að prófa hvort allar vélar starfi rétt. Verksmiðjan er þegar fullmönn- uð að sögn Caudells. Hluti starfs- manna, sem vinna munu við fram- leiðsluna, hefur eytt fimm vikum í Þýskalandi við þjálfun og hinn _ hlutinn er í þjálfun núna hér á ís- landi, að sögn Caudells, og munu þeir ljúka henni á næstu 3-4 vik- um. Starfsmenn verksmiðjunnar eru alls 115. -----------iag SÍÐDEGIS í dag verða vélar ál- verksmiðju Norðuráls á Grundar- tanga ræstar til reynslu í fyrsta skipti. Prófa á hvort þær standast það sem til er af þeim ætlast og verða álbræðslukerin tengd við leiðara. Miðað er við að álfram- leiðsla hefjist í verksmiðjunni 5. júní næstkomandi ef allt fer sam- kvæmt áætlun. „í dag verður fullum straum hleypt á vélarnar til að prófa leiðni allra rafleiðara. Þetta er gert til að tryggja að rafleiðarar og öll raf- skaut og spennubreytar starfi eðli- lega,“ sagði Gene Caudell, forstjóri verksmiðjunnar, í samtali við Morgunblaðið. Caudell segir að framkvæmdir gangi samkvæmt áætlun. „Við er- um á undan áætlun á sumum svið- um en munum halda upphaflegri áætlun okkar og 5. júní er dagsetn- ingin sem miðað er við að fram- leiðsla Tillaga Ástu R. Jóhannesdóttur Tekjur maka hafí ekki áhrif á tekjutryggingu BREYTINGARTILLAGA Ástu R. Jóhannesdóttur, þingfloktó jafiiaðar- manna, við frumvarpi til laga um breytingu á lögum um almannatrygg- ingar, gerir ráð fyrh- því að tekjur maka hafi ekki áhrif á tekjutryggingu lífeyrisþega. Ásta mælti íyrir breyL ingartillögunni við þriðju umræðu um frumvarpið á Alþingi í gær. Meðflutningsmenn Ástu eru Margrét Frímannsdóttir, Alþýðu- bandalagi og óháðum, Guðný Guð- björnsdóttir, Kvennalista, Kristín Ástgeirsdóttir, utan flokka, og Össur Skarphéðinsson, þingflokki jafnaðar- manna. I máli Ástu kom m.a. fram að sam- kvæmt núgildandi reglum skertust tekjutryggingar lífeyrisþega þegar bætur maka færu yfir 38 þúsund krónur á mánuði. Það ætti því ekki að koma á óvart að fjölskylda sem væri í slíkri aðstöðu gæti ekki séð sér farborða. Þetta væri alger fátækra- gilda sem ekki væri hægt að koma sér út úr nema með því að breyta reglunum. Hún sagði ennfremur að allstór hópur öryrkja og lífeyrisþega byggi við þessa reglu og að þeir gætu ekki verið í sambúð án þess að vera fjárhagslega háðir maka sínum. Aðr- ir hópar byggju hins vegar ekki við þessa ósanngjörnu reglu eins og til dæmis þeir sem væru á atvinnuleys- isbótum. Ásta nefndi nokkur rök fyrir því að Alþingi bæri að samþykkja breyting- artillöguna m.a. þau að í áliti umboðs- manns Alþingis frá 13. apríl sl. hefði verið óskað eftir því að Álþingi tæki af skarið í þessum efnum. Ásta sagði ennfremur að það væri mikið réttlæt- ismál að þessu reglum yrði breytt og kvað jafnvel að slík breyting þyrfti ekki að hafa mikinn kostnaðarauka í fór með sér íyrir ríkissjóð. Dómsmálaráðuneytið Nýr sýslumaður í Vestmannaeyjum DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefur skipað Karl Gauta Hjaltason sýslu- mann í Vestmannaeyjum frá 1. júlí nk. Átta umsóknir bárust um embættið. Karl Gauti lauk lögfræðiprófi frá Háskóla íslands árið 1989 og vann sem fulltrúi hjá bæjarfógetanum í Keflavík, Grindavík og Njarðvík og sýslumanninum í Gullbringusýslu til ársins 1990. Hann var lögfræðingur hjá ríkisskattanefnd árið 1990 og full- trúi hjá bæjarfógetanum á Selfossi og sýslumanninum í Ámessýslu sama ár til ársins 1992 er hann varð fúlltrúi hjá sýslumanninum á Selfossi. Flaga sérhæfír sig í smíði tækja til svefnrannsokna - komið á markað austan hafs og vestan Um 100 tæki í smíðum fyrir er- lendan markað ✓ Islenskir sérfræðingar hafa undanfarin ár smíðað tæki til svefnrannsókna. Fyrirtæki þeirra heitir Flaga hf. og hef- ur þegar haslað sér völl er- lendis. Jóhannes Tdmasson kynnti sér starfsemina. NÝTT tæki til svefnrannsókna sem smíðað er á Islandi er nú komið á markað bæði austan hafs og vestan. Framleiðandinn er Flaga hf., raf- eindafyrirtæki sem stofnað var árið 1992, og hafa sérfræðingar þess séð um hönnun og smíði tækisins að öllu leyti. Nýlega voru opnað- ar tvær söluskrifstofur í Bandaríkjunum og eru nú um 100 tæki í smíðum fyrir þennan markað. Um 30 manns starfa nú í fyrirtækinu. Flaga hf. var stofnað af Helga Kristbjarnar- syni lækni, sem stundað hefur svefnrannsóknir síðustu 17 árin. Tilgangur fyiirtækisins er að hanna og þróa tæki til svefnrannsókna. Þekk- ing Helga í rafeindafræði, sem tengdist námi hans í taugalífeðlisfræðinni, leiddi hann inn á þá braut að velta fyrir sér sjálfum rannsóknatækj- unum. Ásamt honum hóf lítill hópur tækni- manna, verkfræðinga, tölvunarfræðinga og lí- feðlisfræðinga, að þróa hugmyndina um smíði tækis til að rannsaka ýmsa lífeðlisfræðilega starfsemi mannslíkamans í svefni. Tækið sem þeir hafa hannað er nefnt Embla og segir Helgi það nafn valið þar sem það sé tiltölulega þjált á mörgum tungumálum. Tækið vegur aðeins tæplega eitt kíló en gömlu tækin eru um 10 kg að þyngd og geta ekki mælt eins marga þætti. Sextán rása rafeindamælitæki Helgi lýsir tækinu nánar svo:“Þetta er mælitæki með 16 rásum sem mælir heilalínu- ritið til að vita hvernig svefninn er, öndun og súrefni í blóðinu, hreyfingar, hjartslátt og annað sem varðar líðan manna í svefni. Tækið er einkum notað til að rannsaka sjúklinga með kæfisvefn. Þeir sem þjást af kæfisvefni eru stöðugt að vakna til að ná andanum. Þegar þeir ná djúpum svefni hættir öndunin og þeir hrökkva upp. Þess vegna sofa þeir illa, hvílast ekki nóg og eru stöðugt þreyttir. Það dregur úr starfsgetu þeirra og kæfisvefn getur einnig valdið öðrum sjúkdómum, svo sem háum blóðþrýstingi, heilablóðfalli og fleirum og er kæfisvefn talinn stytta lífslíkur fólks ef hann er ekki meðhöndlaður. Yfirleitt þarf að grípa til einhverrar meðferðar. Með því að rannsaka sjútóingana með tæki sem þessu getum við ákvarðað betur meðferðina, sem er ýmist skurðaðgerð í koki eða sjúklingum er auðveldaður andardráttur með því að blása í þá lofti með sérstöku tæki. Yfir 500 manns þjást af þessum sjúkdómi hérlendis." Helgi segir ekki stóran markað fyrir rannsóknatækið hér en möguleikarnir liggi er- lendis og hafi salan á síðasta ári verið nær öll þar. Segir hann mjög mikla eftirspurn eftir þessum tækjum víða erlendis. Þá nefnir hann sem dæmi að eftir auglýsingu á tækinu í alþjóðlegu læknariti um svefn hafi þeir fengið óskir um tilboð í tæki fyrir 40 milljónir. Starfsemi Flögu hf. hefur vaxið ört og flutti fyrirtækið nýlega í 500 fermetra húsnæði við Vesturhlíð í Reykjavík. Helgi segir að starfs- menn eigi meirihluta hlutafjár fyrirtækisins en Morgunblaðið/Jón Svavarsson TVEIR af lykilmönnum Flögu; þeir Helgi Kristbjarnarson læknir, sem heldur á tækinu, og Sigurjón Kristjánsson yfirverkfræðingur. ýmsir fjárfestar eiga einnig hlut, m.a. Marel hf. sem á 9% hlut. Fyrstu árin var eingöngu unnið að undirbúningi og þróun en eftir að sala hófst og arður fór að skila sér hefur hann farið í frekari þróun og útvíkkun. Á síðasta ári seldust tæki fyrir um 75 millj- ónir króna og er reiknað með mun meiri sölu í ár. Tækin hafa þegar selst í 20 löndum og eru tíu tæki í notkun hérlendis. Fyrir um það bil ári var opnað útibú í París með einum starfs- manni og í Bandaríkjunum var nýlega opnuð söluskrifstofa í Flórída og önnur á vestur- ströndinni og þar starfa jafnframt nokkrir um- boðsmenn til viðbótar sem sjá um að selja rannsóknatækin. í Evrópu hefur Flaga hf. 10 umboðsmenn. í júní segir Helgi fyrirtækið munu sýna framleiðslu sína á ársþingi band- arískra svefnlækna og í haust verður það sýnt á þingi evrópskra lækna. Markaðsleyfí í Banda- ríkjunum og Evrópu „Við höfum fengið markaðsleyfi í Bandaríkj- unum, svokallað FDA approval, sem er viður- kenning bandaríska lyfjaeftirlitsins á tækinu, og viðurkennda merkingu sem heimilar okkur sölu í Evrópulöndum. Þá erum við að ljúka undirbúningi fyrir ISO 9002 staðalinn hér og gerum ráð fyrir að fá þá vottun fljótlega í júní,“ segir Helgi. Og þróunarvinnan heldur áfram því þrátt fyrir að Flaga hf. hafi náð ákveðinni forystu á sínu sviði þarf þróunarstarfið að halda áfram. Nauðsynlegt er að vera áfram skrefinu á undan og hugsanlegt er að vinna á ýmsum nýjum sviðum með nýrri kynslóð tækisins. Starfs- menn vinna nú að endurbótum á tækinu og stefna að því að koma með endurnýjaða útgáfu á markað árið 2000. Helgi segir að auk svefn- rannsókna á sjúklingum með kæfisvefn séu þegar í gangi rannsóknir á ýmsum öðrum svið- um pg fleira í uppsiglingu í þeim efnum: „Ég get til dæmis nefnt að einn af þekktari bílaframleiðendunum hefur verið að spyrjast fyrir um tækið en þeir hafa stundað rannsóknir þar sem tæki sem þetta kemur að notum og í Hollandi er starfandi rannsóknastofnun sem sérhæfir sig í rannsóknum á ýmsum þáttum tengdum flugi og hegðun flugmanna. Þannig getur tækið komið að notum til dæmis til að rannsaka starfsemi og hegðun starfsmanna við samgöngur, vaktavinnufólk og þeirra sem starfa undir margs konar og breytilegu álagi og stofnanir sem sinna vinnueftirliti og ýmsum öryggisþáttum geta haft gagn af upplýsingum sem byggjast á rannsóknum með svona tæki,“ segir Helgi að lokum. Hann helgar fyrirtækinu að miklu leyti starfskrafta sína en er jafnframt í hlutastöðu á Landspítalanum og sinnir þar rannsóknum á sjútóingum með svefntruflanir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.