Morgunblaðið - 28.05.1998, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 28.05.1998, Blaðsíða 64
64 FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Teikni- myndastríðið Teiknimyndir eiga eftir að verða meira áberandi í kvikmyndahúsunum en nú er eftir að önnur kvikmyndafyrirtæki í Hollywood en Disney hafa farið út í teikni- myndagerð, segir í grein Arnaldar Indriðasonar. Hann fjallar um hvað er á döfínni í teiknimyndaheiminum. Iupphafi voru Disneyteikni- myndir og áratugum saman voru þær einráðar á markaðinum eða frá því á fjórða áratugnum þegar Walt Dis- ney gerði Mjallhvíti og dvergana sjö, fyrstu teiknimyndina í fullri lengd. Ekkert annað kvikmynda- ver hætti sér út í samkeppnina við teiknarana hjá Disney. Þótt t.d. Wamer Bros. héldi úti teikni- myndadeild voru aðeins unnar þar stuttar gamanmyndir; engir gerðu þær reyndar betur en teiknaramir hjá Wamer. Svo gerðist það undir lok níunda áratugarins að Amblin Entertainment, kvikmyndafyrir- tæki Steven Spielbergs, gerði „An American Tail“, sem gekk betur í miðasölunni í Bandaríkjunum en tvær Disneyteiknimyndir, sem Útskriftargjafir Islenskir listmunir Stefánsbíóm Laugavegi 178 S: 561 0771 pallhúsin komin! Við bjóðum raðgr. tii allt að 36 mán. Pailhús sf., Ármúla 34, sími 553 7730 og 561 0450. TRIUMPH sundboiir og bikini í miklu úrvali Útsölustaðir: Útilíf, Glæsibæ, Sportkringlan, Hringbrautarapótek, Axel Ó., Vestm., Sporthúsið, Akureyri. Heildsöludreifing: Aqua Sport ehf., Hamraborg 7, sími 564 0035. DISNEYHETJURNAR gegn teiknimyndahetjum annarra kvikmyndavera; samkeppnin á sviði teikniniynda er að aukast. frumsýndar voru um svipað leyti, „The Black Cauldron" og „The Great Mouse Detective". Dis- neyteiknararnir tóku sig taki undir stjóm Jeffrey nokkurs Katzen- bergs svo úr varð endurreisn gamla Disneyveldisins í teikni- myndum, sem náði hámarki með Konungi ljónanna og er enn á miklu skriði. Núna loksins hafa ílest hin kvikmyndaverin þó tekið við sér og eru þegar komin í bull- andi samkeppni við Disney og munu auka þá samkeppni verulega á næstunni. Væntanlegar myndir Þrjú af stóru kvikmyndaverun- um hafa stofnað teiknimyndadeild- ir, 20th Century Fox, Warner Bros. og hið nýja fyrirtæki Spiel- bergs, David Geffens og téðs Katzenbergs, DreamWorks. A næstu árum mun verða slíkt fram- boð á teiknimyndum að ekkert viðlíka hefur áður gerst í sögu kvikmyndanna. DreamWorks sendir fljótlega frá sér Prinsinn af Egyptalandi, „The Prince of Eg- ypt“, og Maura eða „Antz“, sem gerð er að öllu leyti í tölvum. Warner Bros. frumsýnir Leitina að Kamelot. „The Quest for Camelot", og gerir eftir hana teiknimyndina Járnrisann eða „Iron Giant“. Dis- neyfyrirtækið sendir frá sér „Mul- an“ á árinu og Pöddulíf eða ,A Bug’s Life“, tölvuteiknaða teikni- mynd eins og Leikfangasögu, „Toy Story“, gerða af sama fyrirtækinu, Pixar, sem er í eigu Steve Jobs. Paramount, sem sendi fyrir tveim- ur árum frá sér teiknimynd í fullri lengd um ævintýri Bevisar og Buttheads, gerir næst teiknimynd sem ber heitið „Rugrats". Fox hef- ur þegar riðið á vaðið og frumsýnt Anastasíu og mun á næsta ári framleiða myndina Isplánetuna eða „Planet Ice“. Svo af nógu er að taka næstu misserin af teiknimyndum. Búast má við að flestar verði þær gerðar í Disneyhefðinni, sem á rætur að rekja til Walt gamla og fyrstu teiknara fyrirtækisins á fjórða ára- tugnum. Fyrirtækið markaði stefn- una á þeim áratugum sem það hafði teiknimyndirnar útaf fyrir sig og er víst að önnur kvik- myndaver munu reyna að íylgja henni eftir. Þannig bar Foxteikni- LIST en ekki hasarblað; úr Prinsinum af Egyptalandi. myndin Anastasía mjög keim af Disneymyndum og má segja henni til hróss að hún stóðst allar þær kröfur sem áhorfendur gera til slíkra mynda. Spurningin er hvort hægt sé að finna nýjar leiðir og víkja frá Disneyhefðinni (gerð verður tilraun í þá átt með Isplá- netunni eftir því sem fréttir herma). Einnig er spurning hvort þessi fjöldi mynda sem er í framleiðslu sé aðeins of seinn á ferðinni því aðsókn á teiknimyndir hefur dalað nokkuð frá því Konungur ljónanna varð metsölumynd (sam- anlagðar tekjur af henni hafa numið meira en milljarði dollara). Disney- myndirnar Pocahontas, Hringjarinn frá Notre Dame og Herkúles gengu mjög bærilega í miðasöl- unni í Bandaríkjunum en aðsóknin minnkaði með hverri mynd og var minnst á þá síðastnefndu, sem er aðsóknarminnsta Disneymyndin hin síðari misseri. „Það eru svo margar myndir á leiðinni að vel má vera að markaðurinn verði of- mettaður," er haft eftir einum af gömlu teiknurunum hjá Warner Bros., hinum hálfníræða Chuck Jones, en vikuritið Time segir að hann sé sögufrægasti teiknimyndahöfundur sem nú sé á lífí. biblíumyndamálaranum Gustave Doré og Claude Monet. „Við viljum að áhorfendur upplifi myndina eins og listaverk ekki eins og hasar- blað,“ er haft eftir listrænum stjórnanda hennar, Kathy Altieri. Það kostaði 300.000 vinnu- og tölvustundir að fullgera fjögurra mínútna atriði af því þegar Móses fer yfir eða öllu heldur í gegnum Rauðahafið og sagt er að ekki hefði verið hægt að gera það nema með tölvugrafík. Myndin kostar í allt um 65 milljónir dollara. Það er tal- an sem DreamWorks geíúr upp. Prinsinn af Egyptalandi Sú teiknimynd sem kannski er beðið eftir með mestri eftii-vænt- ingu og ekki er gerð af Disneyfyr- irtækinu er Prinsinn af Egypta- landi. Katzenberg sér um fram- leiðsluna en hann var yfir kvik- myndadeild Disney þegar teikni- myndimar Fríða og dýrið, AJaddín og Konungur ljónanna voru gerð- ar. Prinsinn verður frumsýndur hinn 18. desember og er gerð að talsvert miklu leyti í tölvum; næst- um hvert einasta af 1.192 skotum í myndinni inniheldur einhverja tölvugrafík. Myndin segir söguna af Móses og hvernig hann leiðir þjóð sína frá Egyptalandi og sagt er að stíll myndarinnar og útlit sé fengið frá þremur listamönnum: David Lean, sem gerði Arabíu-Lárens, franska ANASTASÍA, sem Foxkvikmyndaverið framleiddi, var gerð eftir Disneyhefðinni. Samkeppnisaðilarnir segja að hún hljóti að kosta helmingi meira. Eins og kunnugt er hafa Disney- höfundamir ekki lagt mikið uppúr því að fara eftir sögulegum heim- ildum þegar þeir gera myndir sín- ar og það sama má segja um höfunda Anastasíu, sem á að ger- ast í rússnesku byltingunni. Teiknimyndir eru ekki kennsla í sagnfræði heldur skemmtun og lúta lögmálum skemmtanaiðnaðar- ins; aðalmálið er að selja leikföng- in og hamborgarana sem fylgja markaðssetningu þeirra. í tilfelli Prinsins þurfti helst að varast að móðga ekki trúarleiðtoga heimsins með sögunni um Móses. Enginn söluvarningur verður tengdur myndinni svosem annars tíðkast og Katzenberg segist hafa átt fundi með meira en 500 trúarleiðtogum til þess að kynna þeim gerð myndar- innar. í þeim hópi eru m.a. fulltrúar frá Vatikaninu og Jerry Falwell í Bandaríkjun- um. Teiknarar eftirsóttir Þegar DreamWorks hefur sent Prinsinn frá sér hefst markaðs- setning Mauranna, sem er tölvu- teiknuð frá upphafi til enda og sjá margir þekktir leikarar um tal- setninguna m.a. Woody Harrel- son, Meryl Streep, Sharon Stone og Sylvester Stallone. Warner Bros. teiknimyndin Leitin að Kamelot segir frá leit ungrar stúlku að sverðinu Excalibur. Lögin eru samin af David Foster og Carole Bayer Sager en fram- leiðslan hefur ekki gengið átakalaust fyrir sig. Tveir leikstjórar hurfu frá gerð hennar ásamt tveimur af aðal- teiknurunum og frum- sýningunni var frestað. Næsta mynd Warners, Járnrisinn, er byggð á sögu eftir Ted Hughes og segir af vinskap drengs og dularfulls vélknúins leikfangs. Samkeppnin er mikil núorðið um teiknara og hafa laun sumra þeirra margfaldast á undan- förnum árum. Kvik- myndaverin hafa reynt að laða þá frá Disney með því að bjóða hærri laun og ráða til starfa listamenn nýskriðna úr myndlist- arskólum. Sumir teiknaranna hafa jafnvel orðið milljónamæringar. Þannig var það ekki þegar Chuck Jones teiknaði sem mest fyrir Warner Bros. en hann er höfundur fígúra eins og Bugs Bunny, Dufíys og „The Roadrunner“. „Það er sannarlega nýmæli ef til eru orðnir milljónamæringar í stétt teiknara," er haft eftir honum. Disneyhefðin er ágæt til síns brúks og hefur sannað gildi sitt í tímans rás. En kannski er kominn tími til þess að skapa eitthvað nýtt úr henni, eitthvað sem dugar áhorfendum í framtíðinni. Talað er um að ákveðin stöðnun hafi átt sér stað. Með aukinni samkeppni á sviði teiknimynda í fullri lengd og auknu framboði teiknimynda verður eflaust hægt að reyna nýj- ungar og það er aldrei að vita nema kúrsinn verði fundinn inn í öld. næstu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.