Morgunblaðið - 28.05.1998, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 28.05.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 1998 1$ AÐSENDAR GREINAR Mannlegi þátturinn og vegakerfíð I Fjarðarpóstinum nýlega má sjá eina grein úr röð slíkra eftir Kristján Pétursson, þingmann Keflavíkur, og nú var fjallað glanna- lega um Reykjanes- hraðbrautina sem á að tr.yggja Suður- nesjamönnum greiða leið í Mosfellsbæ. Baksvið málsins Nú má halda því fram að tvöfóldun Reykjanesbrautar sé mildlvæg vegna um- ferðaröryggis og um- ferðarþunga sem lík- lega fer vaxandi þar sem íbúar Reykjanesbæjar sækja í ríkari mæli inn á Stór-Hafnarfjarðar- svæðið eftir vinnu og afþreyingu. Þá þarf líklega að bæta umferðar- mál úr Reykjavík og suður á bóg- inn. Hins vegar er spurning hvort á að halda í áragamlar hugmyndir sem virðast hafa verið settar fram áður en í ljós kom hve mikil byggð Líklega er hér um að ræða skipulagsslys og spurning hvorir eiga frekar að gjalda, segir Magnús Þorkelsson, þeir sem keyptu lóðirn- ar eða hraðakstursliðið af Suðurnesjum. myndi verða í Setbergslandi, Fjár- húsholti og Mosahlíð. íbúarnir þar yrðu einangraðir frá meginbyggð Hafnarfjarðar og þjónustu með vegarferlíki sem meira að segja tekur af hluta byggðarinnar. Ég man eftir að hafa séð þorp og byggðir í Þýskalandi sem urðu svipuðum hugmyndum að bráð. Líklega eru þetta gamlir draumar Vegagerðarmanna að fá að leggja almennilega vegi eins og þeir sáu í námi sínu á árum áður. En þessi ryk- og verðföllnu þorp sem urðu yfirgangi ríkisvaldsins að bráð á fjórða áratugnum eru minnisvarðar um úrelt sjónarmið. Væri ekki nær að tryggja það að svona umferð- argötur fari út fyrir byggð eins og hún nú er og beina síðan byggðinni inn á svæði sem eru öruggari fyrir hraðakstri, hávaða og mengun? Breikkunarsinnar benda á reiknilíkön sem sanni að það verði að tvöfalda veginn og að ofan- byggðarvegur gagnist ekki í þessu máli. Líkt líkan lá einnig fyrir þeg- ar núverandi skipulag var unnið. Hvemig vita menn að þetta sé betra? Á að ónýta nýlegar fjárfestingar fólks? Þegar Setbergsland var að byggjast fyrir tæpum áratug var verið að láta sig dreyma um álver á Keilisnesi, - eitt af mörgum álver- um sem rísa myndu þjóðinni til heilla. Það ásamt nú gjaldþrota stálbræðslu og stærra álveri hjá Isal átti að þýða að lagður yrði of- anbyggðarvegur og að Hafnar- íjörður fengi að vera í friði fyrir vegarferlíkinu sem Kristján rifjar upp. Sami vegur liggur um Kópavog, en þar koma iðnaðarhverfi á milli vegarins og byggðarinnar, og í Garðabæ standa húsin ýmist vel fyrir neðan eða ofan veginn. Hér í Magnús Þorkelsson bæ er aftur á móti byggt upp að veginum og í tillögum bæjaryf- h-valda var gert ráð fýrir að gróin hljóðmön víki fyrir steyptum hljóðvegg, sem skv. útreikning- um þarf að vera margra metra hár. Líklega er hér um að ræða skipulagsslys og spurning hvorir eiga frekar að gjalda - þeir sem keyptu lóðir í hálffrágengnu hverf- inu eða hraðakst- ursliðið af Suðurnesj- um. Setbergsland er líklega eitt barn- mesta hverfi höfuðborgarsvæðisins í dag. Innan hverfisins er litla þjón- ustu að finna. Þar er helst að nefna ágæta skóla og leikskóla. Iþróttir sækja börnin út fyrir hverfið, sem og afþreyingu og aðra þjónustu. Núna eru tvenn undirgöng frá hverfinu. Önnur eru óupplýst og yf- ir í Kaplakrikann. Þau yrðu annaðhvort að lengjast eða hverfa. Þau hafa oftar en einu sinni orðið vettvangur skemmdarverka. Hvernig verða þau helmingi lengri? Við Lækjargötu eru önnur sem munu hverfa. Ibúum hverfisins verður gert erfiðara fyrir að sækja sína þjónustu í bæinn og göngustíg- ar sem eru í dag notaðir til heilsu- bótargönguferða munu einangrast frá bænum. Þegar fundað var um málið, með þeim hætti að glannalegum yfirlýs- ingum skipulagsmanna var hafnað og lofað að leita betri lausna, þá kom m.a. fram að ekki þótti tiltök- umál að nýleg hús myndu hverfa! Að auka hraða eða auka öryggi? Það þarf að laga veginn, enda ekki fært að leiða þungaumferð í gegnum byggð eins og nú er gert. Og það er ekki málum til fram- dráttar að auka hraðann enn meir en nú er. Mögnuðustu slysin þama verða vegna of mikils hraða. Benda má á bandarísku aðferðina, sem er að hægja á umferð, enda eru sér- fræðingar um umferðarmál ein- huga um að besta leiðin til að draga úr slysum sé að minnka hraða en ekki að auka hann. Forystumenn í Garðabæ hafa sagt að það sé varla verra fýrir Hafnarfjörð að klofna um vegarferlíki en Garðabæ. Það segir sína sögu um viðhorf þeirra til byggðarinnar norðan og austan Víf- ilsstaða að þar er nú verið að reisa vegrið og girðingar. Þetta er í anda þess að ef ekki er hægt að tryggja réttlæti þá verði að jafna út óréttlætið. En væri ekki betra að finna leiðir sem bæta lífsmöguleika fremur en verðfella heilu byggðar- lögin með því að gera ný hús ill- byggileg, - svo ekki sé talað um illseljanleg? Bæjarfulltrúar Hafnarfjarðar hafa lofað að endurskoða málin og leita betri leiða. Líklega væri það sama rétt af þingmönnum Reykja- neskjördæmis, nema þeir séu bara þingmenn sumra íbúa kjördæmis- ins. Höfundu r býr í Setbergslandi. Þrjú skákmót á næstunni SKÁK Skákmiðstöðinni, Faxafeni 12, 16. maí MEISTARAMÓT SKÁKSKÓL- ANS HEFST f KVÖLD Meistaramót Skákskdla íslands verður haldið í fímmta sinn dagana 28. maí til 1. júní. Mdtið verður haldið í húsnæði skdlans, Faxafeni 12, Reykjavik. TEFLDAR verða sjö umferðir samkvæmt Monrad eða sviss- nesku kerfi. í fyrstu þremur um- ferðunum verða tefldar atskákir, en í fjórum síðustu umferðunum verða tefldar kappskákir. Tímamörkin í atskákunum eru 30 mínútur á hvorn keppanda. I kappskákunum eru tímamörkin hins vegar 1!4 klst. á 35 leiki og síðan 30 mínútur til að ljúka skák- inni. Mótið verður reiknað til skákstiga, þar af fyrstu þrjár um- ferðirnar til atskákstiga. Fyrstu verðlaun á mótinu eru meistaratitill Skákskóla íslands 1997/1998 og farandbikar. Auk þess fær sigurvegarinn greiddan kostnað vegna þátttöku í alþjóð- legu skákmóti erlendis. í 2.-5. verðlaun eru vandaðar skákbæk- ur. Tvenn verðlaun verða veitt til þeirra keppenda 14 ára eða yngri, sem ná bestum árangri. Éinnig verða tvenn verðlaun fyrir kepp- endur í hópi 10 ára og yngri. Þá verða verðlaun veitt þeim tveim stúlkum, sem bestum árangri ná í mótinu. Þátttöku í mótinu er hægt að tilkynna til skrifstofu Skákskól- ans (Sími 568-9141. Bréfsími: 568- 9116), en einnig er hægt að skrá sig á skákstað. Skrifstofan er opin virka daga kl. 10-13. Dagskrá mótsins er eftirfar- andi: 1. umf. 28. maí kl. 20 2. umf. 28. maí kl. 21 3. umf. 28. maí kl. 22 4. umf. 29. maí kl. 20-24 5. umf. 30. maí kl. 10-14 6. umf. 30. maí kl. 16-20 7. umf. 31. maí kl. 10-14 Sigurvegari á síðasta meistara- móti var Jón Viktor Gunnarsson, eftir tveggja skáka úrslitaeinvígi við Bergstein Einarsson. Boðsmót TR Hið árlega Boðsmót T.R. hefst miðvikudaginn 3. júní nk. kl. 19.30. Sem fyrr verða tefldar 7 umferðir eftir Monradkerfi með umhugsunartímanum 1,5 klst. á 30 leiki og síðan 30 mínútur til að ljúka skákinni. Teflt verður ein- ungis virka daga, og hefjast um- ferðir ávallt kl. 19.30. Umferða- taflan verður sem hér segir: 1. umf. miðvikud. 3. júní kl. 19.30-23.30 2. umf. fimmtudag 4. júní kl. 19.30-23.30 3. umf. miðvikudag 10. júní kl. 19.30-23.30 4. umf. föstudag 12. júní kl. 19.30-23,30 5. umf. mánudag 15. júní kl. 19.30-23.30 6. umf. fóstudag 19. júní kl. 19.30-23.30 7. umf. mánudag 22. júm kl. 19.30-23.30 Vegna ýmissa annara viðburða er dagskráin fremur óregluleg, m.a. vegna minningarmóts um Freystein Þorbergsson hjá Skák- félagi Hafnarfjarðar dagana 5.-7. júní. Veitt verða þrenn peninga- verðlaun, 12 þús., 8 þús. og 5 þús., auk verðlaunagripa og farandbik- ars. Þátttökugjöld: 16 ára og eldri kr. 1.500 (2.300 utanfél.) 15 ára og yngri kr. 1.000 (1.500 utanfél.) Boðsmótið er öllum opið. AÐ tafli við Ijörnina. Morgunblaðið/Ásdís Minningarmót um Freystein Þorbergsson Helgina 5.-7. júní mun Skák- félag Hafnarfjarðar gangast fyrir minningarmóti um Freystein Þor- bergsson, sem varð m.a. íslands- meistari árið 1960 og skákmeist- ari Norðurlanda árið 1965. Frey- steinn keppti á fimm Ólympíu- skákmótum fyrir Islands hönd. Hann fæddist 1931 og lést fyrir aldur fram árið 1974. Sævar Bjamason sigrar á helgaratskákmóti Taflfélagið Hellir efndi til helg- aratskákmóts 22.-23. maí sl. Sæv- ar Bjamason, alþjóðlegur meist- ari, sigraði af öryggi á mótinu, hlaut 6 vinninga í 7 umferðum. Sævar hafði tryggt sér sigurinn fyrir síðustu umferð, en þá mætti hann Magnúsi Emi Úlfarssyni og lauk viðureigninni með jafntefli. Auk Magnúsar Arnar náði Bragi Þorfinnsson jafntefli á móti Sævari. Sævar lenti einungis einu sinni í taphættu, en það var á móti Bergsteini Einarssyni. Þá kom klukkan Sævari til bjargar því Bergsteinn var í miklu tímahraki og féll að lokum á tíma. Röð efstu manna varð þessi: 1. Sævar Bjamason 6 v. 2. -3. Bragi Þorfinnsson 5 v. 2.-3. Araar Gunnarsson 5 v. 4. Magnús Öm Úlfarsson i'Æ v. 5. -7. Bergsteinn Einai-sson 4 v. 5.-7. Davíð Kjartansson 4 v. 5.-7. Vigfús Oðinn Vigfússon 4 v. 8. Jóhann H. Ragnarsson 314 v. Skákstjórar voru Þorfinnur Björnsson og Daði Öm Jónsson. Atkvöld Hellis Stefán Kristjánsson sigraði örugglega á atkvöldi Hellis sem haldið var 4. maí 1998. Stefán fékk 5'A vinning af sex mögulegum, gerði aðeins jafntefli við Ingóif Hjaltalín, en vann alla aðra and- stæðinga sína. Röð efstu manna var eftirfarandi: 1. Stefán Kristjánsson 5‘/z v. 2. -4. Jóhann H. Ragnarsson, Davíð Kjartansson og Ingólfur Hjaltalín 4'A v. 5.-8. Kristján Örn Elíasson, Guðmund- ur Kjartansson, Ólafur Kjartansson og Sigurjón Kjæmested 4 v. 9. -10. Jón Bjamason og Vigfús Ó. Vig- fússon 3'/2 v. o.s.frv. Fjöldi þátttakenda ^ var 22. Skákstjóri var Vigfús Ó. Vigfús- son. Jón Torfason sigrar á öðlingamóti Jón Torfason sigraði örugglega á skákmóti öðlinga sem nýlega er lokið. Jón gerði jafntefli við Magnús Gunnarsson í síðustu um- ferð og hlaut 6 vinninga af 7 mögulegum. Á mótinu kepptu skákmenn 40 ára og eldri. Lokaúrslit mótsins: 1. Jón Torfason 6 v. a 2. -3. Gunnar Gunnarsson og Júlíus Friðjónsson 5 v. 4.-6. Magnús Gunnarsson, Jóhann Ö. Sigurjónss og Ögmundur Kristinss 4!4 7.-9. Sverrir Norðfjörð, Sigurður H. Jónsson og Hörður Garðarsson 4 v. 10.-13. Ólafur S. Ásgrímsson, Halldór Garðarsson, Grétar Á. Sigurðsson og Bjami Magnússon 3!4 o.s.frv. Vetrarstarf Taflfélags Hreyfils Vetrarstarfi Taflfélags Hreyfils er lokið. Þátttaka í mótum og skákæfingum félagsins í vetur var jöfn og góð. Margir af eldri skák- mönnum félagsins hafa verið með og nýir bæst í hópinn. Fyrirhugað er að skákmenn frá félaginu taki þátt í Skákþingi NSU (samband norrænna vagnstjóra) sem haldið verður dagana 22.-28. júní í Stokkhólmi. Skákmót þetta er haldið árlega og til skiptis í helstu borgum Norðurlanda og er stefnt er að þvi að mótið verði í Reykja- vík árið 2000. Úrslit helstu móta hjá Hreyfli urðu þessi: Hraðskákmót Hreyfils. Svonefnt drottningarmót fór fram dagana 1. og 15. aprfl. Hraðskákmeistari varð Friðbjörn Guðmundsson og fékk hann til varðveislu drottning- una, sem er veglegur farandgrip- ur. Annar varð Trausti Pétursson og Haukur Sveinsson þriðji. Aðalskákmót Hreyfils var haldið 4. og 18. febrúar. Keppt var um titilinn skákmeistari Hreyfils og kónginn, sem er annar veglegur farandgripur. Skákmeistari Hreyfils varð aldin kempa, Jónas Kr. Jónsson, sem hlaut sex og hálfan vinning. Annar varð Baldur Isberg með fimm vinninga og þriðji Ketill Ólafsson með fjóra vinninga. Firmakeppni TFH fór fram fyrir skömmu. Eftirtalin fyrirtæki voru mætt til leiks og þakkar TFH þeim kærkominn stuðning: Hjól- barðahöllin, ESSO, Guðmundur Arason hf., Nesradíó, Sjóvá-Al- mennar, Múlaradíó, Toyota, Hjól- barðastöðin, VIS, Trygginga- miðstöðin, Þrep, Rafkaup og Höfðadekk. Síðastnefnda fyrir- tækið sigraði á mótinu, en fyrir það keppti Friðbjörn Guðmunds- son sem hlaut átta og hálfan vinn- ing. Daði Örn Jónsson Margeir Pétursson ■C7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.