Morgunblaðið - 28.05.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.05.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1998 25 Indónesía Þrýst á um lausn Gusmaos Jakarta. Canberra. Medan. Reuters. AUKINN þrýstingur er nú á stjórn- völd í Indónesíu að láta lausan úr fangelsi Xanana Gusmao, leiðtoga skæruliðasveita Austur-Tímor, sem setið hefur í fangelsi síðan 1992. Austur-Tímor, sem var innlimað í Indónesíu árið 1975, var áður portúgölsk nýlenda og sagði Antonio Guterres, forsætisráðherra Portú- gals, á þriðjudagskvöld að stjómvöld þar í landi legðu nú aukna áherslu á að Gusmao og öðmm pólitískum fóngum yrði þegar sleppt úr haldi. Portúgalar hyggjast reyna að fá erlenda stjórnarleiðtoga til liðs við sig í baráttunni íyrir lausn Gusmaos og í gær tók Chris Smith, sem situr í fulltrúadeild bandai-iska þingsins, undir kröfu þeirra eftir að hafa hitt Gusmao í Cipinang-fangelsinu í Jakarta. Smith hafði áður hitt Jusuf Habibie, nýjan forseta Indónesíu, og utanríkisráðherrann Ali Alatas og sagðist telja að indónesísk stjórnvöld væra í alvöra að hugleiða að sleppa Gusmao úr haldi enda þótt þau hafí hingað til viljað flokka Gusmao sem ótíndan glæpamann, sem beri ábyrgð á dauða fjölda manna, en ekki sem pólitískan fanga. Lausn pólitískra fanga og stjórnar- farslegar úrbætur er meðal þess sem --------------- Nýja-Sjáland Kosninga- kerfínu breytt? Wellington. The Daily Telegraph. JENNY Shipley, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur gefíð í skyn að hún sé fylgjandi því að ríkisstjórn Þjóðarflokksins heiti kjósendum þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort leggja skuli niður hlutfallsþingkosn- ingar, og taka aftur upp einmenn- ingskjördæmi. Shipley viðurkennir að tillaga hennar um að þingsætum verði fækkað úr 120 í 99 sé ekki samrým- anleg við núverandi hlutfallskerfi. Fjöldinn var aukinn í því skyni að hægt væri að taka upp hlutfallskosn- ingu. Kerfinu, sem nú er notað, var komið á eftir að meirihluti kjósenda lýsti sig fylgjandi því í atkvæða- greiðslu 1993. Það er að þýskri fyrir- mynd og geta kjósendur í raun greitt tvö atkvæði, bæði einstökum þing- manni og einstökum flokki. Fer fjöldi þingmanna hvers flokks eftir því hversu hátt hlutfall flokkaat- kvæða hann hlýtur, en þó verður hann að fá að minnsta kosti 5% til að hljóta þingsæti, eða fá mann kjörinn sem einstakan þingmann. Aður en þetta kerfi var tekið upp voru einmenningskjördæmi á Nýja- Sjálandi, eins og enn tíðkast í Bret- landi. I þingkosningunum 1996, þeim fyrstu efth' að nýja kosningaskipu- lagið vai- tekið upp, náði enginn flokkur hreinum meirihluta og Þjóð- arflokkurinn myndaði samsteypu- stjórn með smáflokki. 80% vilja þjóðaratkvæði Skoðanakannanir benda til þess að einungis 30% kjósenda séu nú fylgj- andi nýja kosningafyrirkomulaginu, og um 60% andvíg því. Hátt í 80% vilja að innan fjögurra ára verði efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort eigi að breyta því. Allt að 80% kjósenda eru nú and- víg stjórninni, þótt Þjóðarflokkurinn sé vinsælastur flokka. Þykh- mörg- um kjósendum sem samstarfsflokk- urinn í stjórninni hafi óeðlilega mikil áhrif miðað við að kjörfylgi hans var aðeins 13%. Reuters ANDÓFSMAÐUR í Indónesíu kom skilaboðum sínum á framfæri í gær með því að binda klút sem á stóð „algerar úrbætur" fyrir vit sér. Hóp- ur manna safnaðist saman í Jakarta og krafðist lausnar allra pólitískra fanga af íslamstrú og frá Austur-Tímor. Jusuf Habibie, nýr forseti Indónesíu, lofaði þegnum sínum í síðustu viku en í gær sagði Ginandjar Kartasasmita, ráðheraa efnahagsmála, að ólíklegt hlyti að teljast að kosningar færu fram í Indónesíu fyrr en í fyrsta lagi að ári liðnu; tímafrekt væri að gera nauðsynlegar endurbætur á kosn- ingalögum og að skipuleggja kosn- ingar. Nýr stjórnmálaflokkur stofnaður Mien Sugandhi, fyrrum ráðherra málefna kvenna í indónesísku stjórn- inni, sagði í gær skilið við Golkar- flokkinn sem ræður ríkjum í Indó- nesíu. Sugandhi, sem er leiðtogi Ráðstefnu um fjölskyldugildi og gagnkvæma aðstoð (MKGR) sagði að samtök sín, sem telja um 25 millj- ónir meðlima, hygðust verða sjálf- stæður stjórnmálaflokkur og berjast um völdin við Golkar-flokkinn. Ákvörðun Sugandhis er í samræmi við loforð Habibies forseta um rétt manna til að stofna stjórnmála- flokka. Búist er við að fleiri slík sam- tök bindi á næstunni enda á skyldu- aðild sína að Golkar-flokknum og leitist við að verða sjálfstæðir stjórn- málaflokkai-. Pakistan senn tilbúið í tilrauna- sprengingar Islamabad, Nýju Dehlí, Tókýd. Reuters. STJORNVOLD í Pakistan sögðu í gær að aukin efnahagsaðstoð Band- aríkjamanna myndi engu breyta um þær fyrirætlanir sínar að trj'ggja öryggi Pakistans eftir að Indverjar framkvæmdu kjarnorku- tilraunasprengingar fyrr í mán- uðinum. Sartaj Aziz, fjármál- aráðherra landsins, endurtók á blaðamannafundi orð Nawaz Sharifs forsætisráðherra þess efnis að Pakistanar myndu einungis hætta við tilraunasprengingar ef þeir væru fullvissir um eigið öi-yggi. Getgátur hafa hins vegar verið uppi um að bandarísk stjóm- völd myndu bjóða Pakistan aukna efnahagsaðstoð ef þau féllu frá fyr- irætlunum sínum. Bandaríska leyniþjónustan greindi frá því á þriðjudagskvöld að Pakistanar væru nú á lokastigi undirbúnings að eigin tilrauna- sprengingum og að búast mætti við að þeir létu til skarar skríða innan skamms. Bandaríkjamenn hafa hins vegar lagt hart að Pakistönum að íylgja ekki fordæmi Indverja og bent þeim á þær gífurlegu efna- hagsþvinganir sem beitt hefur ver- ið gegn Indverjum eftir að þeir sprengdu fimm kjarnorkusprengj- ur í tilraunaskyni. Sartaj Aziz við- urkenndi í gær að stjórnvöld í Islamabad undirbyggju nú viðbrögð sín við efnahagsrefsingum Bandaríkjanna og annarra ef til til- raunasprenginga kemur. Sharif vill engu lofa Ryutaro Hashimoto, forsætis- ráðherra Japans, lagði í gær einnig hart að pakistanska forsætis- ráðherranum Sharif að hefja ekki tilraunasprengingar. „Ég vona heitt að Pakistanar sýni fullkomna stillingu og hlýði tilmælum annarra þjóða í þessum efnum.“ Sharif gat í samtali þeirra Hashimotos hins vegar ekki gefið nein loforð í þessa veru, „við munum taka ákvörðun okkar í samræmi við eigin hags- muni“. Loftmengun í Mexíkóborg hættulega mikil Börnum bannað að leika sér úti og fólki ráðið frá trimmi Reuters VERKAMAÐUR sinnir vinnu sinni uppi á hárri byggingu þar sem sér yfir Mexíkóborg og mengunar- mistrið sem hylur hana og gerir hinum 17 milljónum borgarbúa lifið leitt þessa dagana. Mexíkóborg. Reuters. LOFTMENGUN í Mexíkóborg er þessa dagana hættulega mikil og hafa stjómvöld þess vegna lýst yfir umhverfis-neyðarástandi í borginni. Miklir skógareldar sem geisa í grennd við borgina hafa fyllt loftið af reyk, en auk þess spýr bílafloti borg- arbúa, sem er um 17 milljónir bíla, og verksmiðjur á svæðinu út ómældu magni mengandi útblásturs. Meðal neyðarráðstafana sem hef- ur verið gripið til er að banna hluta bílaflotans að hreyfa sig og verður nú um þriðjungur hans að sitja heima, verksmiðjur hafa orðið að draga úr framleiðslu og skólabörn- um er bannað að leika sér úti. Verstu þurrkar í 70 ár og mikill hiti hafa skapað aðstæður sem valda því að mengunin er meiri nú en elztu menn muna. Að sögn Ingvars Emilssonar, sjávarlíffræðings og prófessors í Mexíkóborg, þar sem hann hefur búið undanfarin 25 ár, helgast þetta ástand af tíðarfarinu á svæðinu. I venjulegu árferði er þurrkatími frá í nóvember fram í apríl. Sumarregnið byrjar venjulega í maí og nær há- marki síðsumars og þá munu felli- byljir vera tíðir við strendur lands- ins. í lok þurrkatímans er það aldagömul venja að bera eld í akur- lönd til að brenna burt þurran hálm og sinu því þá sprettur nýgræðing- m-inn vel strax og regnið kemur og auk þess útrýmir eldurinn skordýr- um og annarri óværu. „En því miður fer margt úrskeiðis hjá bændunum og eldurinn læsir sig í nálægar skógarspildur og breiðist út svo enginn fær við neitt ráðið,“ sagði Ingvar í samtali við Morgun- blaðið. Sagði hann elda einnig oft koma upp vegna ógætni vegfarenda, og er því jafnvel haldið fram að flöskubrot geti tendrað eld „með því að virka eins og brennilinsur í sól- skininu og lognmollunni“. Sagði Ingvar að þessi þurrkatími, sem nú sé vonandi senn á enda, hafa verið óvenjulega heitur, þurr og langvarandi, „með þeim afleiðingum að skógareldar hafa geisað látlaust í nær þrjá mánuði um allt svæðið“. Þúsundir hektara skóglendis hafa brunnið og reykjarsvæla með hárfínu öskuryki hefur lagzt yfir landið og svifið upp í háloftin vegna hitans frá eldinum og sólskininu. Ellen Gunnarsdóttir er annar ís- lendingur sem býr í Mexíkóborg. Þegai- Morgunblaðið náði sambandi við hana í gær var ástandið í borg- inni aðeins farið að skána frá því síð- ustu dagana á undan, en neyðará- stand var enn í gildi. Sagði EUen að byrjað hefði að rigna í borginni Puebla, sem er í um klukkustundar akstursij'arlægð frá höfuðborginni, og voru þvi bundnar vonir við að regnið næði fljótlega að létta íbúum Mexíkóborgar andardráttinn. En fyrr í vikunni var haft eftir Juliu Carabias, umhverfisráðherra Mexíkó, að ekki væri búizt við veru- legu regni næstu tvær vikurnar. Veðurstofa Mexíkó greindi frá því í gær að minni háttar regn hefði fallið í fylkjunum Chiapas og Oaxaca í suðurhluta landsins, og reiknað væri með að eitthvað muni dropa úr lofti næstu daga. „Ástandið síðustu tvær vikur er búið að vera nær allsendis óþol- andi,“ sagði Ellen, og bætti við að borgarstjómin hefði verið gagnrýnd fyiir að grípa ekki fyrr til neyð- arráðstafana, þar sem borgarbúar voru búnir að þjást undan hinni auknu loftmengun í heila viku áður en slíkar aðgerðir hófust. E1 Nino kennt um „Þetta óvenjulega ástand á auðvitað upprana sinn í fyrir- brigðinu sem menn kalla E1 Nino, sem meðal annars hefur orsakað langvarandi hæð yfir svæðinu," sagði Ingvar Emilsson. Þetta hefur gert það að verkum að ryk og reyk ber yfir nágrannann í norðri, „með þeim afleiðingum að ástandið er komið í heimsfréttimar og Band- aríkin bjóða nú aðstoð við að slökkva eldana sem virðast valda mistrinu í Texas og víðar í Bandaríkjunum. En fyrfr okkur sem búum hér,“ segir hann, „er mengunin frá fjórum milljónum bíla erfiðari viðfangs og veldur augnsviða, öndunarerfiðleik- um og jafnvel þetta ástand ríkir meðan um þriðjungur bílaflotans er úr umferð, verksmiðjum lokað, al- menningi ráðlagt að halda sig inni og sleppa öllu trimmi. Og svona til að fullkomna mynd- ina trónir hið fræga eldfjall Popocatepetl yfir borginni og blæs nú frá sér reykjarmekki og ösku í meira magni en elztu menn muna,“ sagði Ingvar að lokum. Ekki væri þó talin hætta á sannkölluðu eldgosi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.