Morgunblaðið - 28.05.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.05.1998, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/Kristinn Leikarar í loftið HJÁ Leikfélagi Reykjavíkur eru hafnar æfingar á barnaleikritinu Pétri Pan eftir skoska rithöfundinn J.M. Barrie (1860-1937) íþýðingu Karls Ágústs tílfssonar. Leikendur eru Friðrik Friðriks- son, sem fer með hlutverk Péturs Pan, Ari Matthíasson, Árni Pétur Guðjónsson, Edda Björg Eyjólfs- dóttir, Ellert A. Ingimundarson, Gísli Rúnar Jónsson, Hamia María Karlsdóttir, Jóhann G. Jóhannsson og Sigrún Edda Björnsdóttir. Auk þess kemur fjöldi barna og ung- linga fram í sýningunni. Hljóð ann- ast Baldur Már Arngrímsson, lýs- ingu hannar Elfar Bjarnason, leik- mynd Jón Þórisson, búninga Una Collins, dansa David Greenhall og leikstjóri er María Sigurðardóttir. Eins og þeir vita sem þekkja sög- una af Pétri Pan hefur hann þann eiginleika að geta fiogið og tekið aðra á flug með sér. Leikfélagið fékk Nick Kirby frá Kirby’s Flying Ballets hingað til þess að gæða Pét- ur Pan þessum eiginleikum og var myndin tekin, þegar íslenzku leik- ararnir voru komnir á loft undir stjóm Kirby.. Kór Hafnar- fjarðar- kirkju á Eg- ilsstöðum KÓR Hafnarfjarðarldrkju held- ur tónleika í Egilsstaðakirkju laugardaginn 30. maí kl. 16. Tónleikarnir bera yfirskriftina Sól og vor ég syng um. Dagskráin spannar allt frá gömlum kirkjulögum til vor- og sumarlaga. Nokkrir kórmeðlim- ir sem stundað hafa söngnám syngja einsöng með kómum. Þessa dagskrá söng kórinn í Hafnarfjarðarkirkju sunnudag- inn 25. apríl. Stjórnandi kórsins er Natalía Chow og undirleikari er Helgi Pétursson. Aðgangs- eyrir er kr. 1.000. Sýningnm lýkur Gallerí Kambur, Holta- og Landsveit SÝNINGU á pastel-myndum listamannsins Kíkós Korrirós fer senn að ljúka og verður þetta síðasta sýningarhelgi. Blindur poppari snýr sér að óperum ítalinn Andrea Bocelli segir að hann hefði aldrei náð jafn langt og raunin er á óperu- sviðinu hefði hann ekki fyrst öðlast vinsældir sem dægurlagasöngvari. ANDREA Bocelli frá Italíu er einn örfárra tónlistarmanna sem hefur tekist að hefja sig til vegs og virðingar í heimi sígildrar tónlistar eftir að hafa slegið í gegn sem poppsöngvar- ar. Bocelli er raunar sagður hafa svo góða rödd að sjálfur Luciano Pavarotti hafi látið þau orð falla að hann þurfi ekki lengur að syngja Misere, því Andrea Bocelli geri það svo miklu betur. Fyrsti geisladiskurinn með klassískum söng Bocellis kom út fyrir skemmstu en það er aðeins byrjunin, því einir þrír eru væntanlegir á markað á þessu ári. Tímarítið Classical CD átti spjall við Bocelli fyrir skömmu. Ferill hins fertuga Bocellis er óvenjulegur; hann er lögfræðingur að mennt og starfaði sem slíkur í eitt ár. Á skólaárunum vann hann hins vegar fyrir sér sem tónlistarmaður, lék á píanó og söng á börum og kaffi- húsum. Svo náði tónlistin yfirhend- inni og Bocelli gerðist poppsöngvari, vinsæll mjög, því á síðasta ári seld- ust geisladiskar hans í yfir 14 millj- ónum eintaka í Evi-ópu og aðeins Kryddstúlkurnar voru vinsælli. En Bocelli var ekkert sérstaklega hrifinn af því að vera dægurlaga- söngvari, dreymdi um annað og meira, enda með óvenjufallega tenórrödd. Bocelli var svo lánsamur að söngkennarinn Franco Corelli féllst á að kenna honum söng, en Corelli hefur kennt mörgum þekkt- um óperusöngvurum heims. Frami Bocellis í sí- gildu tónlistinni hefur orðið undraskjótur, þrátt fyrir ýmsar úrtöluraddir. Því það er ekki nóg með að hann sé dægurlagasöngvari, heldur er hann blindur og hefur þurft að yfir- stíga margar og stórar hindranir vegna þess, ekki síst fordóma og vanþekkingu þeirra sem sjá. Bocelli hefur hins vegar hreint ekki látið fötlun sína standa í vegi fyrir því að láta draumana rætast, hvort heldur það er að stunda útreiðar eða syngja í óperum, en Bocelli hefur verið blindur frá tólf ára aldri. Bocelli segir poppið hafa verið nauðsynlegan stökkpall, segist aldrei hefðu náð jafn langt og raunin varð hefði hann ekki fyrst orðið frægur fyrir dægurlagasöng. Kannski það tengist fötlun hans, því þegar Bocelli fór að reyna fyrir sér á óperusviðinu voru tíndar til ótrúleg- ustu ástæður fyrir því að það myndi aldrei ganga. Sagt var að þar sem hann gæti ekki séð hljómsveitarstjórann myndi hann aldrei geta orðið óperusöngvari. Aðrir töldu helstu hindrunina þá að sjónleysið kæmi í veg fyrir að hann gæti leikið á sviði. Hvorugt hefur reynst á rökum reist. Bocelli segir mikilvægast nú að sanna sig endanlega í söngnum en hann virðist á góðri leið með það. Puccini-aðdáandi Á fyrsta sígilda geisladiskinum, ,Aifa“, syngur Bocelli aríur úr La Andrea Bocelli Boheme, Toscu og Luciu di Lammermoor og fleirum. Hann seg- ist vera mikill aðdáandi Puccinis, segir ljóðrænar ariurnar og trúverðuga söguþræði ópera tónskáldsins höfða til sín. Bocelli hefur haft meii’a en nóg að gera síðustu mánuði. Tilboðin um að syngja um allan heim sti’eyma inn; hann er nýbúinn að syngja í upp- færslu á La Boheme, og er að íhuga tilboð um að syngja í Rigoletto, Don Giovanni og Madame Butterfly. Þá ætlar hann að syngja inn á fjóra geisladiska á árinu, þrjá sígilda og einn með dægurlögum, hann hefur ekki alveg sagt skilið við poppið enn. Segist hafa meira dálæti á því að syngja inn á plötur en á tónleikum eða sýningum, vegna varanleika plötunnar. Pavarotti stórhrifinn Bocelli á sér marga aðdáendur og einn þeirra er stórtenórinn Luciano Pavarotti, sem heyrði upptöku af flutningi Bocellis á laginu Misere. Pavarotti varð svo hrifinn að hann hringdi í landa sinn snemma morg- uns og kynnti sig sem meistara Pavarotti. Boeelli varð svo mikið um að hann hélt að verið væri að gera at í sér en náði áttum í tíma. Bocelli og Pavarotti eru nú mestu mátar og hefur sá fyrrnefndi komið fram í sjónvarpsþætti Pavarottis. Væntanlega geta þeir rætt um mat, en af öðrum áhugamálum Bocellis má nefna skíði, sem hann ræðir við vin sinn, ólympíumeistarann Alberto Tomba. Það sem á þó einna stærst- an sess í huga hans eru hins vegar útreiðar. Þarna er á ferð maður sem lætur ekkert stöðva sig. Bocelli er til alls líklegur og segist reiðubúinn að grípa til ýmissa að- gerða til að auka veg tónlistarinnar. Segir það vera sinn mesta sigur, takist honum að vekja áhuga, þótt ekki sé nema eins ungs áhorfanda, á sígildri tónlist. Hvort sem það sé gert með því að syngja Puccini í popptónlistarþætti eða einhverju enn öðru. BÆKUR F r æ ð I r i t KÚGUN KVENNA eftir John Stuart Mill, islenzk þýðing eftir Sigurð Jónsson. 1997. Hið ís- lenzka bdkmenntafélag, Reykjavík. 371 bls. EITT af stærri samfélagsmálum líðandi stundar er félagsleg staða og réttindi kvenna. Á seinni hluta síðustu aldar og í byrjun þessarar varð mikil breyting á réttindum og stöðu kvenna víðast í vestrænum samfélögum, konur fengu sama rétt og karlmenn á öllum sviðum með lögum: kosningarétt, erfð- arétt, rétt til embætta og ýmislegt fleira. Þessi breyting var mikilvæg og hafði umtalsverð áhrif en samt ekki eins mikil og ætla hefði mátt. Félagsleg staða kvenna tók ekki miklum breytingum, þær sinntu fyrst og fremst heimilisstörfum, uppeldi barna, foreldrum og úti á vinnumarkaðinum lenti stærsti hluti þeirra í þeim störfum sem verst voru launuð. Nú á síðustu þremur áratugum hafa verið gerð- ar ýmsar tilraunir til að breyta þessu í samfélögum heimsins með löggjöf af ýmsu tæi, tilraunum í skólum, fyrirtækjum og stofnun félaga. Á þessum tíma hafa orðið ýmsar breytingar á stöðu kvenna og það má búast við að þær breyt- ingar haldi áfram næstu áratugina. Bók Johns Stuarts Mills, Kúgun kvenna, sem kom fyrst út árið 1869, er eitt mikilvægasta framlag til skipulegrar rökræðu um réttindi og stöðu kvenna sem hefur verið skrifað fram til þessa að ýmsu Röksemdir um félags- lega stöðu kvenna ólöstuðu. Bæði er bókin vel skrifuð og skipuleg og ótrúlega framsýn. Það þýðir ekki endilega að allar röksemdir í henni séu gallalausar en þær eru allar þess virði að hugsa um þær alvarlega. En eins og við er að búast þá beinir Mill at- hyglinni að lögbundnu ójafnræði karla og kvenna eins og það tíðkaðist á hans tíma. Það blandast engum lengur hugur um að allt sem um það efni er sagt hér er orðin viðtekin sannindi nú. En Mill skyggnist dýpra og hug- ar að hlutverki hefða og venja í samfélaginu og hvert sé mannlegt eðli. Þegar hann fer á þær slóðir verður hann skarpskyggn og snjall og kemur auga á ýmislegt sem enn á fullt erindi við okkur nú um stundir. Yfirlýst markmið Mills er að rökstyðja þá skoðun sína að það fyrirkomulag sem ríkjandi var á hans tíma sem gerir annað kynið háð hinu væri óhafandi. Hann stendur náttúrulega við það að leiða fram slík rök og hugsar sér einnig hvernig hægt væri að and- mæla þeim og setur fram svör við þeim andmælum. En hann hugsar líka um það hvernig hægt sé að breyta þeim hugsunarhætti og venjum sem liggja að baki fyrir- komulaginu, hvernig hægt sé að sannfæra um að fyrirkomulagið sé ranglátt. Hann gerir það með því að fara vandlega yfir allar röksemdir máls- ins, taka afdráttar- laust og skýrt til orða svo að enginn ætti að fara í grafgötur með álit hans. Mill byrjar á að fara yfir almenn atriði þessa máls í fýrsta kaflanum, leitar skýr- inga á því hvers vegna þetta fyrirkomulag hafi komizt á og hald- izt við. Lykilhugmynd hans er sú að farið sé með konur eins og ambáttir og þær hafi sömu stöðu og þrælar höfðu en þrælahald hafði verið afnumið í brezka konungdæminu árið 1833. Þess vegna lá beint við að spyrja hvers vegna skyldi ekki gilda það sama um konur og þræla. Spurningin hafði umtalsverðan þunga á þeim tíma og hún hefur það enn um hvern þann hóp mann- félagsins sem hægt er að sýna fram á að hafi svipaða eða sömu stöðu og þrælar. Þótt Mill orði það hvergi beinlínis í bókinni þá er að finna svar í þessari bók, og enn frekar í Frelsinu, við spurningunni hvað rangt sé við þrælahald. I öðrum kaflanum snýr Mill sér að því að skoða hjónabandslöggjöf- ina í Englandi en hún var (og kannski er) mikilvæg vegna þess að almennar og út- breiddar hugmyndir í samfélaginu gera hjónabandið að lífs- markmiði allra kvenna. Alvarlegasti galli löggjafarinnar í augum Mills var sá að við gift- ingu hætti konan að vera sjálfstæður aðili gagnvart manni sínum. Allar eignir konunnar urðu hans eign en ekki öfugt og heimilisrekst- urinn, sem var fyrst og fremst á hendi kvenna þá og er enn, olli því að konur áttu ekki kost á að neyta hæfileika sinna annars staðar en þar. f þriðja kafla athugar Mill þá reglu að kon- um er neitað um aðgang að „arðsömum sýslum og um næstum öll æðri embætti í mannfélaginu”, eins og segir í þýðingunni. Mill skoðar síðan ólík svið mannlífsins og hvernig hæfileikar kvenna gætu notið sín á þeim. Hann rökstyður að samfélagið allt tapi á þessu fyr- irkomulagi, eins og við var að bú- ast, og konurnar líka hvort sem þær átta sig á því eða ekki, sem er mjög merkileg röksemd. í lokakaflanum leiðir Mill fram kosti Auður Styrkársdóttir þess að fyrirkomulaginu verði breytt. Það mikilvægasta er náttúrulega að samfélagsskipanin yrði réttlát og það er ekki lítið unn- ið við það. En nýju skipulagi fylgdi líka aukinn þroski og hamingja. í þessari bók eru líka tveir merkilegir fyrirlestrar. Sá fyrri er eftir Pál Briem um frelsi og mennt- un kvenna. Fyrirlesturinn er sögu- legur og rekur baráttu kvenna fyr- ir réttindum sínum frá fornöld og fram á daga höfundar en fyrirlest- urinn var fluttur 1885. Fyrirlestur Bríetar Bjarnhéðinsdóttur um hagi og réttindi kvenna sem fluttur var árið 1888 er einnig í þessari bók en þar rekur Bríet ýmis efni úr sam- tímanum og skoðar þau í ljósi rétt- inda kvenna. Báðir þessir fyrir- lestrar eru skemmtilegir aflestrar og sögulega merkilegir og eiga vel heima í þessari bók. Auður Styrkársdóttir, stjórn- málafræðingur, ritar formála að þessari bók í lærdómsritaröð Hins íslenzka bókmenntafélags. Auður hefur ritað margt um sögu og rétt- indi kvenna. Hún skrifar ítarlegan formála að þeim þremur verkum sem eru í þessari bók, rekur þann jarðveg sem hugmyndir Mills eru sprottnar úr bæði í ritum annarra stjórnspekinga og lífi hans sjálfs. Hún tengir þróun kvenréttinda er- lendis ágætlega við atburði í ís- landssögunni á síðustu öld. Þessi bók er sú fyrsta í lærdóms- ritaflokknum sem kemur út undir ritstjórn Vilhjálms Árnasonar, pró- fessors við Háskóla Islands. Það verður ekki annað sagt en hann fari vel af stað, þessi bók er verðug viðbót við þann ágæta flokk. Guðmundur Heiðar Frímannsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.