Morgunblaðið - 28.05.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 28.05.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1998 45— Náttúran er órofa heild NÁTTÚRAN og vistkerfið eru órjúfan- | leg heild. Maðurinn verður að læra að taka 3 tillit til umhverfisins og | ekki bara eins þáttar heldur allrar heildar- innar. Þetta hefur ver- ið boðskapur umhverf- isvemdarsinna og græningja árum sam- an. Flestir eru famir að sperra eyrun og opna hug sinn fyrir | boðskapnum. Hvers vegna menn geta skilið nauðsyn þess að skerða I ekki hið viðkvæma jafnvægi náttúmnnar vegna þess að þar er allt tengt inn- byrðis en taka svo lyf og eða fæðu- bótarefni sem hafa verið slitin úr náttúmlegum tengslum sínum á rannsóknarstofum er mér óskiljan- legt. Vísindamenn hafa á undan- förnum árum verið að uppgötva að I ofát af einhverju einu efni getur | verið skaðlegt og það þó að efnið sé • bráðhollt sé það tekið í réttum skammti og með þeim efnum sem nauðsynleg em til að tryggja nið- urbrot þess í líkamanum. I framtíðinni, segir Ragnar Þjóðólfsson, munu menn nota lyf æ sjaldnar og minna. Að undanfómu hafa menn I hrópað hátt og lengi um gagnsemi C-vítamíns í stómm skömmtum en af því fara tvennar sögur. Þannig rakst ég á htla frétt í Time á dög- unum sem sagði frá því að breskir vísindamenn vömðu endregið við ofnotkun C-vítamíns því hún geti orsakað frekar en komið í veg fyrir sjúkdóma. Tískusveiflur hafa verið í neyslu vítamína eins og annars og | í dag er það C-vítamín sem er allra I meina bót og á morgun verður það sennilega D. Hér vaknar enn og aftur spurningin um að rjúfa heild- ina. Menn þurfa að leita sér heild- amæringar, þ.e. fæðu sem inni- heldur öll næringarefni í réttum hlutföllum og öll þau ensím sem þarf til að brjóta fæðuna vel niður. Afurðir býflugnabúsins, drottning- arhunang og blómafrjókom em slík heildamæring. Ef menn vilja tryggja að þeir fái öll nauðsynleg næringarefni og stuðla þannig að eigin heilbrigði og hreysti ber fyrst og fremst að var- ast verksmiðjuframleiðslu. Allur matur sem er lífrænt ræktaður og óunninn er hollur en ekki allur matur inniheldur öll næringarefni sem líkaminn þarfnast. Því þarf að velja saman af kostgæfni. Menn era frjálsir að því að velja sér leiðir að markinu og hvaða fæðubótar- efni þeir kjósa hvort hunang og frjókom verða fyrh' valinu, lýsi eða eitthvað annað en töflur úr verk- smiðjum em gagnslausar og þeir sem borga stórfé íyrir slíkt kasta peningunum sínum á glæ. Lengi var litið á vísindin og lyfjaiðnaðinn sem helsta bjargvætt mannkyns. Spádómar um að búið yrði að útrýma sjúkdómum um aldamótin 2000 hafa ekki gengið eftir og því miður era nú ýmis teikn á lofti um að lyfin hafi skapað jafnstóran vanda og þau leysa. DV flutti okkur frétt af því fyrir nokkram dögum að rúmlega 2 milljónir Bandaríkjamanna yrðu alvarlega veikar eða létust ár hvert af völd- um eitmnar vegna lyfjagjafar. Time segir okkur að kanadískir læknar hafi með því að rýna í tölur séð að af þessum tveimur millj- ónum látast 100.000 á ári. DV segir jafnframt að séu þessar tölur réttar sé dauði af völd- um hliðarverkana lyfja fjórða algengasta dánarorsök í Bandaríkjunum og aðeins krabba- mein og hjartasjúkdómar taki stærri toll af þjóðinni en lyfin. Enn hafa menn gleymt að líta til heildarinnar. Flest lyf eru unnin úr náttúranni og í náttúrunni em þau bundin öðmm efnum sem nauðsynleg em til að þau vinni rétt í líkamanum. Þegar efni er einangrað á rannsóknarstofu eykst virkni þess til muna en stundum væri kannski betra að flýta sér hægar og ná markinu án þess að vinna skaða á leiðinni. Bretar eiga máltæki sem segir að til að gera gott þurfi jafnframt að vinna nokkum skaða og má segja að það máltæki hafi átt vel við stefnu vísindanna á undanförnum áratugum. Mörg gömul máltæki hafa hins vegar ekki reynst fela í sér neinn stóra sannleik og kannski er tími til kominn að menn staldri við. Eg er sannfærður um að í fram- tíðinni munu menn nota lyf æ sjaldnar og minna. Flestir munu leggja gmnninn að eigin heilbrigði með hollu fæði, hreyfingu og góð- um fæðubótarefnum. Þá munum við ekki síst líta til reynslu fyrri kynslóða og nota okkur hollustu sem neytt hefur verið frá örófi alda. Býiflugur em ein elstu húsdýr mannsins og hafa afurðir þeirra verið á borðum og neytt frá því maðurinn fór að ganga uppréttur á þessari jörð. I dag hafa menn lært að nýta sér þetta holla fæði á ann- an og nýjan hátt og hugsjónamenn hafa eytt miklum tíma og pening- um í að auka hollustu efnanna. High desert búgörðunum í Arizonaeyðimörkinni var vahnn staður fjarri mannabyggð til að forðast loftmengun og mengun af völdum skordýraeiturs. Þar er unnið með sérstaka geymsluaðferð sem stofnandi íyrirtækisins þróaði, aðferð sem ekki bara tryggir fersk- leika afurðanna heldur líka að magasýmmar brjóta greiðlega niður skelina utan um frjókornin og melta hollustuna. Líkaminn er heild og því verður aldrei hægt að sinna einungis hluta hans. Flestum þætti sennilega heimskulegt að þjálfa aðeins fæt- urna eða handleggina og leyfa öðr- um hlutum líkamans að hröma. Umhverfisvemdarmenn bera boð- skap sem vert er að hlusta á. Allt er hluti af heild og ekkert má slíta úr samhengi. Höfundur er áliugamaður um sjálfslækningar og náttiíruefni. Ragnar Þjóðólfsson y^Mylv^VV Brúðhjón Allur boróbiínaöur - Glæsileg (jjafavara Briiðdihjónalistar VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Börn og sundlaug'ar SÍÐASTLIÐIN fjögur ár hefur undir- rituð starfað í sund- laug, og alltaf verð ég jafn hissa og reið þeg- ar hlýna fer í veðri og fólk flykkist á sund- staðina. Kæmleysið er svo mikið hjá mörgum foreldrum að ég hefði ekki tráað því. En ég verð vitni að því svo til á hverjum degi. Oft hef ég séð smábörn niðri í laug- inni og hlaupandi á bökkunum kútalaus. Foreldrarnir sitja í heitu pottunum í hrókasamræðum við aðra gesti. Ef þeim er bent á að láta kúta á börnin er manni oft og iðulega sagt að þau geti bjargað sér, þau kunni að synda eða foreldrarnir ætli ekki að líta af þeim. Siðan líta Sundstaðir eru skemmtilefflr, segir Drífa Heiðarsdóttir, en þeir geta verið hættu- legir. foreldrarnir af börnunum sínum í nokkrar mínútur. En það þarf ekki nema nokkrar mínútur til að slys verði. Við laugaverðir emm ekki bara í barnagæslu fyrir foreldra sem halda að 4ra ára sonur þeirra sé syndur og geti bjargað sér eða 5 ára dóttir þeirra verði ekkert hrædd og haldi ró sinni ef hún gleypir vatn. Við höfum séð hvernig börn bregðast við ef þau verða hrædd í lauginni og þau bjarga sér ekki sjálf. Oft hef ég verið að fylgjast með í lang- an tíma litlu barni eða börnum sem ég er hrædd um af því að þau eru ekki með kúta og þá einbeiti ég mér minna að öðrum sund- laugargestum. Sund- staðir era skemmtileg- ir en þeir geta verið hættulegir. Foreldrar verða að gerða sér grein fyrir því að þeir em með bömin með sér í sundlaugunum á eigin ábyrgð. Sundlaugarverðir þurfa að íylgjast með tugum og jafnvel hundmðum gesta sama daginn og geta því ekki verið „bamapíur" fyr- ir einstakasundgesti. Því eru það vinsamleg tilmæli til allra foreldra með börn sem em ekki orðin vel synd að nota kúta á þau. Því börnin okkar em það dýr- mætasta sem við eigum. Höfundur er starfsmaður í sundiaug. Drífa Heiðarsdóttir v/Nesveg Seltjarnarnesi Síml: 561 1680 FERÐIR Allar nánari upplýsingar hjá sölumönnum skattar innifaldir. flS/Í .9€Ck, 7*900 fer. á mann á hótel Bristol. Flug, gisting, morgunverður og aílir flugvallarskattar. Faxafeni 5 • 108 Reykjavík Simi: 568 2277 • Fax: 568 2274 11 daga ferð Dinber umar VI8 / Xipj X10 P
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.