Morgunblaðið - 28.05.1998, Síða 34

Morgunblaðið - 28.05.1998, Síða 34
34 FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1998 LISTIR MORGUNB LAÐIÐ Gylturaunir Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason NEMENDUR Tónlistarskóla Stykkishólms luku skólaárinu með fernum vortónleikum í Stykkishólmskirkju. Á myndinni leika flautunemendur Tónlistarskóla Stykkishólms. Skólastj óraskipti Stykkishólmi. Morgunblaðið. BÆKUR Skáldsaga GYLTING eftir Marie Darrieussecq í þýðingu Adolfs Friðrikssonar. Mál og menn- ing. 1998. SUMAR skáldsögur eiga það skil- ið að þeim sé veitt athygli vegna þess að vel er að þeim staðið á allan hátt. Ég tel svo vera með frönsku skáldsöguna Truismes eftir Marie Darrieussecq sem fengið hefur ís- lenska heitið Gylting. I henni tekst höfundi að sameina á meistaralegan hátt formræna hugmynd og inntak sem speglar með næmum og eftir- minnilegum hætti ákveðnar tilhneig- ingar í samfélagi samtímans. Hugmyndin er einfóld. Höfundur notar dæmisöguformið. Kona breyt- ist í gyltu. Sennilega er fátt meira niðurlægjandi fyrir konu en að vera kennd við þessa dýrategund. Enda fjallar sagan öðrum þræðinum um niðurlægingu konu. Aðalpersónan er ráðin í vinnu á nuddstofu fyi’ir hálf lágmarkslaun. Nuddstofan höfðar með þjónustu sinni fyrst og fremst til karla með dularfullar kynferðis- legar þarfír. Með því að gangast undir þá mannlægingu sem starfinu fylgir og taka misbeitingu karlanna með brosi á vör verður líf konunnar ekki einungis svínslegt heldur taka brjóstin og aðrh’ líkamspartar henn- ar að umbreytast uns hún verður að gyitu. Slíkar hamskiptasögur eru svo sem engar nýjungar. Minna má á gullinn asna Aupeliusar eða það sem nærtækara er Hamskipti eftir Kafka. En Gylting kallast einnig á við ótal stefnur og höfunda á 20. öld- inni og það er sá samruni ólikra bók- menntalegra áhrifa sem eflir galdur sögunnar. Eitt af megineinkennum Ham- skipta Kafka var hversu sögusviðið var þröngt. Petta hefur gjarnan ein- kennt skáldskap módernista. Tilvist- arleg umræða þeirra var einangruð vitandi vits. Maðurinn einn sér var rannsóknarefnið. Örlög manns. Samfélagið varð dálítið útundan í þeirri skoðun þótt næm augu les- enda og gagnrýnenda hafí lesið sam- félagslegan boðskap út úr þeim. Enda þótt módernisminn hafi á sín- um tíma verið viðbrögð við ákveðnu upplausnarástandi þjóðfélagsins varð sú upplausn ekki beinlínis viðfangsefni þeirra heldur maðurinn við þau skilyrði. Darrieussecq er barn annars tíma. Hún er stödd í óreiðunni miðri. Þess vegna nægir það henni ekki að skoða og skilgreina tilveru einstaklingsins. Pjóðfélagsmynd Kaíka var kyrr- stætt firringarsamfélag með járnhörðum lög- málum. I Gyltingu horf- um við á upplausn sam- félagsins í gegnum augu gyltunnar. A sam- félagssýn sögunnar er nokkur framtíðarbrag- ur. Sagan á að gerast í mjög náinni framtíð í París og þar í grennd. Á meðan konan breytist í gyltu losna fasísk lýðskrumsöfl úr læðingi og villimennska sam- félagsins helst í hendur við dýrseðli hennar. París verður eins og rjúkandi rúst á tímabili, lýðræðinu er sópað í fægiskúffu tímans og eftir það skynjum við á bak við sög- uþráðinn stjórnarbyltingar, sýnd- arréttarhöld, nýjar stjórnir, stríð, skort og svartamarkaðsbrask. Jafn- vel geðveikrahælum er eytt. Sagan er ferli sem í senn nær til einstak- lings og samfélags. Það þarf svo sem ekki mikið ímyndunarafi til að sjá að Darrieus- secq beinir athyglinni sérstaklega að tvenns konar samfélagsmeinum. Annars vegar veikri stöðu kvenna í karlaveldi og hins vegar ógn fasism- ans. Það má líka líta ismeygilega gagnrýni á innantómleika fjölmiðla- heimsins og neysluþjóðfélagsins. En það væri mikil einföldun að líta svo á að bók Darrieussecq sé fyrst og fremst vettvangur slíki’a samfélags- umræðna. Hugmyndir hennar rista mun dýpra en svo. í frásögnum hennar af gyltunni er það mest sláandi hve persónurnar láta kúgun og réttindaskerðingu yfir sig ganga athugasemdalaust og án mikillar umhugsunar. Sársaukinn er bældur í undirmeðvitundinni og þrælslund og hræðslugæði verða að þjóðfélags- legum gildum. Þannig verða menn að dýrum. Takmörkun neyslu, vitræn umi-æða, og lestur góðra bóka hefur að vísu þau áhrif að gylt- an snýr aftur tO mennskunnar um stundarsakir. Jafnframt er sagan óð- ur til þeirra þátta dýrsins í okkur sem geta hafið okkur upp yfir þetta. Lífsviljinn, hugrekkið og sú viðleitni að halda höfðinu hátt þrátt fyrir erf- ið skilyrði eru þau mannlegu gildi sem helst má lesa úr athöfnum gyltunnar þegar hún hefur lagst lægst. Þá er eins og hún vakni tfl nýrrar vitundar. Sagan snýst því öðrum þræðinum um mann- lega reisn. Það er eitt sterkasta einkenni þessarar sögu hversu sögufram- vindan er allt að því vélræn í hraða sínum. Hún er fyrst og fremst bundin við gyltuna og aðrar persónur fá lítið rými. Stíllinn er knappur og markviss. Efnisgreinar eru óvenjulangar én þó aldrei þannig að les- andi týni þræði. Þvert á móti er sagan aðgengileg og skemmtileg. Hún er hlaðin svartri kímni sem oft er á mörkum velsæmis. Ef til vill er það sú kímni sem gefur skáldsögunni vængi. Þvi að í henni er fólgið andóf gegn ófrelsi, réttindaskerðingu og mann- lægingu. Þýðing Adolfs Friðrikssonar er látlaus og vönduð. Hvergi er að sjá hnökra á málfari og textinn er með þeim hætti að sjaldnast víkur lesandi huganum að því að um þýðingu er að ræða. Hugsanlega mætti þýða nafn á borð við Loup Y-Es-Tu sem hefur fólgið í sér ákveðinn orðaleik innan skáldsögunnar. En erfitt er að velja sum nöfn til þýðingar en önnur ekki. Einhvern veginn finnst mér líka að finna hefði mátt ritverkinu betra heiti. Að mínu mati er Gylting með merkari bókum sem komið hafa út undanfarin ár. Hún er vel skrifað og vandað bókmenntaverk sem grípur á ýmsum málefnum. Þar að auki er hún fjörleg og skemmtileg. Þetta er bók sem ástæða er til að mæla með. Skafti Þ. Halldórsson Á FYRRI önn í vetur stunduðu 127 nemendur nám við tónlistar- skólann í Stykkishólmi og 115 á vorönn. Nemendur skólans komu oft fram opinberlega í Stykkishólmi og annars staðar á skólaárinu. I vetur var kennt á píanó, gítar, harmoníku, blásturshljóðfæri og eins er söngdeild starfandi við skólann. I vetur var stofnaður hljóðfærakaupasjóður við tónlist- arskólann og var stofnframlag til hans peningagjöf frá Jósef Blön- • „... HVAR væri ég þá?“ er með verkum Sveins Lúðvíks Björnssonar, í flutningi Caput- hópsins. A plötunni eru ellefu verk samin á árunum 1980-1997 og eru cinleiks- og tvíleiksverk, og svo einn kvintett. í bæklingi sem fylgir plötunni skrifarAtli Heimir Sveinsson m.a. eftirfarandi: „Sveinn Lúðvík Björnsson er einfari í íslenskri tónlist. Það ber mjög lítið á honum og verk hans heyrast sjaldan. Það er einkum Caput-hópurinn sem hefur flutt verk hans á tónleikum, og dal og fjölskyldu. Sömu kennarar voru og á síðasta ári. Þær breyt- ingar verða á næsta skólaári að Daði Þór Einarsson skólasljóri hefur fengið ársleyfí og mun hann flyija til Jótlands og starfa þar að tónlistarmálum. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, kennari við skól- ann, mun leysa Daða af næsta vetur. Daði Þór hefur starfað við tónlistarskólann í 17 ár. Nú þegar hafa 113 nemendur sótt um skólavist á næsta skólaári. einstakh• flytjendur hafa fengið verk hjá Sveini... Stúlinn er tjáningarþrunginn, knappur, markviss og beinskeittur... Verkin eru mjög samanþjöppuð, að því leyti minnir Sveinn áAnton Webern, samt er hann gjörólíkur honum." Hljóðritunin var gerð af tæknideild Ríkisútvarpsins undir stjórn Bjarna Rúnars Bjarnasonar. Upptökumenn voru Hreinn Valdimarsson og Hjörtur Svavarsson. Hönnun umslags var í höndum Jóns Óskars/Gagarín. Útgefandi á íslandi er Smekkleysa SM ehf. og erlendis í samvinnu við Arsis í Hollandi. Japis dreifir plötunni. Útgáfan er styrkt af Blindrafélaginu, samtökum blindra og sjónskertra á íslandi ,og Blindravinafélagi íslands. Marie Darrieussecq Nýjar hljómplötur Tískuverslun Kringlunni Anna og útlitið gefur lit- og fztastíls- rdðleggingar út frd vaxtarbyggingu,, dhugamdlum og atvinnu í dag d milli kl. 14—17. \\\\ sdíc. Tuttugu og ein leið til að sofa vel BÆKUR Upplýsingarit HEILSUFRÆÐI HEIMILANNA Gísli Ragnarsson tók saman. Utgef- andi IÐNÚ 1997. HEILSUFRÆÐI heimilanna heitir prýðileg bók sem nýlega hefur verið gefin út. Undirtitill hennar er „hollráð við algengum kvfllum“, og má segja að þetta segi allt sem þarf. Bókin er ótrúlega efnismikil og tek- ur á tíðahvörfum og tanntöku, blöðrubólgu og blóðnösum jafnt sem vefjagigt og vanmetakennd. Sá sem tekið hefur bókina saman hefur viðað að sér efni víðs vegar að. Hann styðst að stórum hluta við banda- ríska handbók, sem heitir Home Remedies Handbook og mun runnin undan rifjum bandarísku neytenda- samtakanna, en einnig er leitað fanga í íslenzka tímaritinu Heil- brigðismálum og öðrum heimildum eins og sagt er frá í formála. Gísli Ragnarsson segir þar einnig að í bókinni séu engin leyndarmál eða töfraráð, en rétt sé að ræða efni hennar við heimflislækninn sinn, og fara varlega í að sjúkdómsgreina sjálfan sig eða aðra. Þetta er skyn- samlegt og ætlað til að varna því að fólk vanræki að leita læknis. I bókinni koma fram skýringar, húsráð og kerlingabækur í bland og mikið af heilbrigðri skynsemi. I nútímaþjóðfélagi þar sem ungt fólk með börn býr gjarnan fjarri ættingj- um nýtist reynzla kynslóðanna ekki sem skyldi og húsráðin gleymast eða komast ekki til skila. Með því er ég ekki að segja að fólk eigi að lækna sjúkdóma með húsráðum, en þó kennir ýmissa grasa í þekkingar- forða landans sem ekki má gera lítið úr. Gott dæmi er kaflinn um svefn- leysi, en þar er tíunduð 21 leið til að sofa vel. I kaflanum um vörtur eru á sama hátt raktar 11 aðferðir til að eyða þeim en þar kemur reyndar talsvert stílbrot þar sem sagt er á blaðsíðu 330 að þeir sem fái vörtur hafi um tvo kosti að velja. Annar sé að fara til húðsjúkdómalæknis en hinn að reyna að eyða þeim sjálfh’. Nær hefði verið að hvetja fólk til að takast á við vörtur sínar sjálft með húsráðum en dugi það ekki þá leiti það til heimilislæknis sem í flestum tilfellum getur leyst vandann. Sé hins vegar ástæða til sendir heimfl- islæknirinn sjúklinginn áfram, en ýmist til húðsjúkdómalæknis eða skurðlæknis, og sé um kynsjúk- dómavörtur að ræða getur þurft að leita hjálpar hjá kvensjúk- dómalækni, þvagfæraskurðlækni eða húð- og kynsjúkdómalækni. Allt er þetta matsatriði hverju sinni. I kafla um fyrirtíðaeinkenni er vitnað í íslenzka rannsókn sem nokkrir ís- lenzkir hjúkrunarfræðinemar unnu að fyrir nímum tíu árum, þar sem 67% kvenna í úrtaki sögðust finna fyrir einkennum á síðari hluta tíða- hrings sem gætu flokkast undir fyr- irtíðaspennu. Hollráðin sem koma fram í þessum kafla lúta helzt að hvíld, slökun, líkamsrækt og matar- æði. Bók af þessu tagi getur kallazt handhæg viðbót við bókasafn heimil- anna, og einnig verður gott að eiga vísan aðgang að henni á almennings- bókasöfnum. Katrín Fjeldsted.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.