Morgunblaðið - 28.05.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.05.1998, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Ríkisendurskoðun heyrir undir Alþinffl Sumar skýrslur koma ekki fyrir augu þingmanna RAGNAR Arnalds, 1. varaforseti Alþingis, segir að þótt Ríkisendurskoðun heyri undir þingið, séu sumar skýrslur hennar meðhöndlaðar sem innan- hússmál og komi ekki fyrir sjónir þingmanna. Þannig hafl veríð um skýrslu stofnunarinnar um málefni eignarleigufyrirtækisins Lindar, sem gerð var árið 1996 en kom fyrst fyrir sjónir þing- manna í fyrradag. „Sumar skýrslur eru skrifaðar fyrir þingið vegna beiðni þingmanna. Þingmenn beina þá tilmælum til forsætisnefndar um að Ríkisendurskoðun verði beðin að skrifa skýrslu um ákveðið mál og forsaetis- nefnd ákveður hvort orðið skuli við beiðni þing- manna og framsendir til Ríkisendurskoðunar. Síð- an koma þær skýrslur inn í þingið,“ segir Ragnar. „Síðan er allmikið af skýrslum, sem Ríkisend- urskoðun semur, sem eru innanhúsmál þar og koma aldrei fyrir augu þingmanna. Bæði geta það verið skýrslur, sem skrifaðar eru að beiðni einstakra stofnana, og jafnvel skýrslur, sem Ríkisendurskoðun metur svo að skuli vera inn- anhússmál hjá þeim. Það eru mörg dæmi um það.“ Spurning hvað hefði gerzt ef þingið hefði spurt um skýrsluna Hann segist gera ráð fyrir að í málinu sem um ræðir, þar sem Ríkisendurskoðun átti öll sín samskipti við bankaráð Landsbankans, hefði stofnunin annaðhvort ekki talið sér skylt eða ekki séð ástæðu til að senda þinginu skýrsluna. „Hvað gerzt hefði ef þingið hefði spurt um hana, er önn- ur saga,“ segir Ragnar. Finnur Ingólfsson viðskiptaráðherra hefur lýst því yfír að skýrslan sé opinbert plagg. I umræð- um á þingi 1996 spurði Ásta R. Jóhannesdóttir alþingismaður ráðherrann hvort hann teldi ástæðu til að utanaðkomandi aðili skoðaði málefni Lindar hf. Aðspurður hvort hann telji ekki, í þessu ljósi, að ráðherrann hefði átt að benda þinginu á tilvist skýrslunnar, segist Ragn- ar ekki ætla að fella neina dóma um það sem einn af forsetum þingsins. Ekki náðist í Olaf G. Einarsson, forseta Alþingis, en hann er á ferðalagi í útlöndum. Utanríkisráðherra um ráðningu fyrrverandi fram- kvæmdastjóra Lindar til utanríkisráðuneytisins Ráðuneytið vissi ekki um skýrslu Ríkisendurskoðunar HALLDÓR Ásgrímsson utan- ríkisráðherra segir að Þórður Ingvi Guðmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri eignarleigu- fyrirtækisins Lindar, hafi verið talinn hæfur starfsmaður er hann var ráðinn til starfa í utanríkis- ráðuneytinu árið 1995. Halldór segir að honum hafí ekki fyrr en í þessari viku verið kunnugt um skýrslu Ríkisendurskoðunar til bankaráðs Landsbankans frá í marz 1996, þar sem m.a. kemur fram að ástæða sé til að kanna starfshætti Þórðar Ingva sem framkvæmdastjóra Lindar, m.a. hvort hann kunni að hafa brotið hegningarlög. Verkefnaráðinn og síðar fastráðinn embættismaður Þórður Ingvi var ráðinn til að sinna sérstökum verkefnum í ut- anríkisráðuneytinu 1. júní 1995, stuttu eftir að Halldór Ásgríms- son tók við embætti utanríkis- ráðherra. I fyrstu starfaði Þórður Ingvi á vamarmálaskrifstofu sem deildar- sérfræðingur, einkum við verkefni tengd fjárhagsvanda og endur- fjármögnun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar en einnig við verkefni sem tengjast Sölu varnarliðseigna og samskiptum vamarliðsins og veitustofnana á Suðurnesjum. Á síðasta ári varð hann fastráðinn embættismaður utan- ríkisþjónustunnar. Starfsheiti hans er sendiráðsritari. Sam- kvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins hefur hann frá því síðast- liðið haust starfað á viðskipta- skrifstofu ráðuneytisins og sinnt þar m.a. málefnum Heimsvið- skiptastofnunarinnar, WTO. Akveðið hefur verið að síðar í sumar fari Þórður Ingvi til starfa hjá fastanefnd Islands við alþjóða- stofnanir í Genf, en þar eru m.a. höfuðstöðvar WTO og EFTA. Engin vitneskja um skýrslu Ríkisendurskoðunar ,Af mönnum, sem sjá um ráðn- ingar í utanríkisráðuneytinu var hann [Þórður Ingvi] talinn hafa menntun og hæfileika til að sinna þeim verkefnum, sem hann var ráðinn til,“ sagði Halldór Ás- grímsson í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Mér vitanlega var engin vitneskja í ráðuneytinu um neina skýrslu Ríkisendurskoðun- ar um hans fyrri stöif, að minnsta kosti vissi ég ekkert um hana. Eg las hana í Morgunblaðinu í morg- un. í þessari skýrslu sýnist mér engin niðurstaða og væntanlega hefur bankaráðið haft einhverjar ástæður fyrir að gera ekkert frek- ar í rnálinu." Aðspurður hvort það hafí ein- hver áhrif á framtíð framkvæmda- stjórans fyrrverandi í utan- ríkisþjónustunni, verði hafín opin- ber rannsókn á málefnum Lindar, segir Halldór: „Ég get ekkert sagt um það á þessu stigi. Við munum fylgjast með því máli. Hingað til hefur það gilt í íslenzku réttarkerfi, svona yfírleitt, að menn eru saklausir þar til annað er sannað." Formaður bankaráðs um málefni Lindar hf. Útskýrir af- stöðu sína eftir fund bankaráðs HELGI S. Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbanka íslands hf., segir að hann muni ekki útskýra af- stöðu sína til tillögu Kjartans Gunn- arssonar, fyrrverandi formanns bankaráðs Landsbanka Islands hf., um sakamálarannsókn vegna málefna eignarleigufyrirtækisins Lindar hf. fyrr en að loknum fundi bankaráðsins í dag. Helgi sagði að hann hefði ásamt Kjartani tekið þátt I því að svara ríkisendurskoðanda á sínum tíma og algjör samstaða hefði verið um það þá. Um afstöðu sína til þeirrar tillögu Kjartans að óska eftir að fram fari sakamálarannsókn á þvi hvort framkvæmdastjóri eignar- leigufyrirtækisins Lindar hf., stjórnarmenn i fyrirtækinu og aðrir starfsmenn kynnu að hafa brotið lög i störfum sínum, sagði Helgi að hann myndi væntanlega útskýra hana í dag eftir að hann hefði gert bankaráðinu grein fyrir afstöðu sinni til málsins og hvort hún væri breytt. Viðskiptaráðherra um rannsókn á málefnum Lindar Ennþá sömu skoðunar og íjúní1996 FINNUR Ingólfsson, viðskipta- ráðherra, segist ennþá vera sömu skoðunar og kom fram í bréfí hans til fyrrverandi formanns bankaráðs Landsbankans í júní 1996 varðandi málefni Lindar, að það sé hlutverk bankaráðsins að taka ákvarðanir í þeim efnum telji það ástæðu til sér- stakra aðgerða. Aðspurður um viðbrögð sín við yfirlýsingu Kjartans Gunnarssonar, fyrrverandi formanns bankaráðs Landsbanka íslands, um að hann ætli á fundi bankaráðsins í dag að gera tillögu um að óskað verði eftir að fram fari sakamálarannsókn á málefnum Lindar, sagði Finnur að hann væri enn sömu skoðunar og þegar hann hefði á sínum tíma skrifað Kjartani sem formanni bankaráðsins bréf 14. júní 1996, þar sem hann hefði vísað til þess að hann teldi það vera hlutverk bankaráðsins að taka ákvarðanir í þessu máli og sagði að teldi bankaráðið ástæðu til sérstakra að- gerða í málinu væri því rétt að leita til þeirra aðila sem færu með opin- bert vald í hverju tilviki. „Bankaráðið fer með þetta hlut- verk og getur gripið til þeirra að- gerða sem það telur vera réttastar á hverjum tíma og ég ætla enga skoðun að hafa á því núna hvaða að- gerða þeir grípa til frekar en ég hafði þegar ég vísaði málinu til þeirra,“ sagði Finnur. Aðspurður af hverju hann hefði ekki haft samráð við fyrrverandi formann bankaráðsins um þau gögn sem hann lagði fram á blaðamanna- fundinum á þriðjudag í tengslum við málefni Lindar, þannig að önnur gögn sem tengdust málinu hefðu getað komið fram líka, sagði Finnur að á þriðjudagsmorguninn hefði umræða um málefni Lindar farið fram á Alþingi í upphafí þingfundar. Þar hefði svar hans við fyrirspurn um málefni Lindar á árinu 1996 komið til umræðu. Þegar hann hefði komið í ráðuneytið eftir það hefðu legið fyrir fjórar beiðnir frá fjölmiðlum, þ.ám. ein frá Morgun- blaðinu, um að fá þessa skýrslu af- henta og þau gögn sem tilheyrðu Lindarmálinu og væru til í ráðu- neytinu frá hans ráðherratíð. Hann hefði þá ákveðið að rétt væri að af- henda þau gögn sem til væru í ráðu- neytinu til allra fjölmiðla á sama tíma og til fundarins hefði fyrst og fremst verið boðað til að afhenda þau. Þau hefðu verið afhent en við- skiptaráðuneytinu hefði aldrei verið sent þetta svar bankaráðsins til Ríkisendurskoðunar og það því ekki verið afhent. Skýrslan upplýsingaskyld Finnur sagði ennfremur að það hefði alveg legið fyrir að sú skýrsla sem bankaráðið hefði sent til við- skiptaráðuneytisins væri upplýs- ingaskyld. Hann hefði verið búinn að láta fara fram athugun á því, þannig að það hefði alltaf mátt bú- ast við því að hún yrði gerð opin- ber. Aðspurður sagðist hann ekki hafa haft sérstakt samband við Kjartan út af þessu. Aftur á móti hefði hann átt mjög gott samstarf við hann bæði sem fyrrverandi formann bankaráðs Landsbankans og núna sem varaformann í bankaráði Landsbanka íslands hf. Honum hefði líkað það samstarf vel í alla staði og hefði fullt traust á honum, en þetta hefði hins vegar verið blaðamannafundur sem hann hefði haldið sem viðskiptaráðherra. Fyrrverandi stjórnar- formaður Lindar Enga sér- staka skoðun á tillögu um rannsókn HALLDÓR Guðbjarnason, fyrrver- andi bankastjóri Landsbanka ís- lands hf. og fyrrverandi stjórnarfor- maður Lindar hf., segist ekki hafa neina sérstaka skoðun á þeirri yfir- lýsingu Kjartans Gunnarssonar, fyrrverandi formanns bankaráðs Landsbanka Islands, að hann muni á fundi bankaráðs Landsbankans í dag gera tillögu um að óskað verði eftir sakamálarannsókn á málefnum Lindar. Halldór sagðist myndu sjá hvaða afstöðu bankaráðið tæki í þessu sambandi og á meðan hefði hann enga sérstaka skoðun á því, hann myndi líta á það þegar þar að kæmi. „Fæst orð hafa minnsta ábyrgð. Mér sýnist að þessi mál séu á öðr- um vettvangi heldur en hjá mér,“ sagði Halldór. Aðspurður hvort hann myndi tjá sig eitthvað frekar um þessi mál eft- ir fund bankaráðsins í dag, sagði hann svo ekki vera. Ef hann þyrfti að tjá sig eitthvað frekar þá myndi hann gera það þegar honum fyndist ástæða til. „Þetta mál er í mínum huga löngu búið og ef það verður tekið upp aftur núna eða einhver sérstök ástæða er til þess þá geri ég ráð fyrir að ég muni tjá mig á rétt- um tíma,“ sagði Halldór. Anna Margrét Guð- mundsdóttir, bankaráðs- maður Landsbankans Styður til- lögu um að taka upp mál Lindar ANNA Margrét Guðmundsdóttir, sem situr í bankaráði Landsbanka íslands hf. og sat einnig i fyrra bankaráði bankans, segir að eins og málum sé komið í dag sé hún mjög svo sammála fyrrverandi formanni bankaráðs um að það eigi að setja öll spil upp á borðið og taka mál Lindar upp aftur. í Morgunblaðinu í gær lýsti Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi formaður bankaráðs Landsbankans, því yfir að hann hygðist leggja til á fundi bankaráðsins í dag að óskað yrði eftir því að fram færi sakamála- rannsókn á því hvort framkvæmda- stjóri eignarleigufyrirtækisins Lind- ar hf., stjórnarmenn í fyrirtækinu og aðrir starfsmenn kynnu að hafa brotið lög í störfum sínum. Anna Margrét sagði að þetta mál ætti sér langan aðdraganda og mikil vinna hefði verið lögð í það í bankaráðinu að skoða það. Það mætti segja að það hefði tekið alltof langan tíma fyrir bankastjórana að taka sameiginlega ákvörðun um það hvernig bankinn stæði að eigna- leigu. Um það hefðu verið mjög skiptar skoðanir í bankastjórninni og bankaráðinu. „Niðurstaðan í þessu máli var kannski ekki öllum að skapi, en hún var unnin í samvinnu og samstarfi bæði við viðskiptaráðherra og Ríkisendurskoðun og ég hefði að sjálfsögðu aldrei nokkum tíma samþykkt málalok þessa máls nema af því að það var gert í samvinnu við þessa aðila,“ sagði Anna Margrét. Hún sagði að nú virtist málið vera að þróast með þeim hætti að aðilar væru að horfa á það út frá einhverj- um öðrum forsendum en hingað til og þá fyndist henni ekld hægt annað en taka allt málið upp. Hún myndi því styðja tillögu þar að lút- andi þegar hún yrði lögð fram. Gríðarlegt tap Anna sagði að bankinn hefði orðið fyrir gríðarlegu tapi vegna Lindar og undanfarið hefðu verið miklar umræður um afskriftir og töp við- skiptabankanna í landinu. Því hefði verið slegið þannig upp að Lands- bankinn hefði tapað mestu, enda væri hann stærsti bankinn. „Mér finnst mjög mikilvægt og er búin að óska eftir því innan bankaráðsins að það verði gerð sérstök greining á því í sambandi við útlánatöpin hver sé tenging þeirra við stjóm- valdsákvarðanir. Þetta er og hefur verið ríkisbanki, sem hefur fylgt oft á tíðum stjórnvaldsaðgerðum og stefnu stjómvalda á hverjum tíma. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.