Morgunblaðið - 28.05.1998, Blaðsíða 72
f
Það besta
úr báðum heimum!
unix og NT = hp
OPIN KERFIHF
Wm hewlett
mHfiM PACKARD
IBM notenda-
ráðsteina
Hótel Örk
23.-24. mars
Skráning
arhafin!
www.nyherji.is
MORG UNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF 6691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ(áMBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1998
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Sigurður Þórðarson nldsendurskoðandi
Hafnar kröfu um
endurupptöku
greinargerðar
Málinu skotið til Alþingis, segir lög-
fræðingur Sverris Hermannssonar
Morgunblaðið/RAX
Grafið og hellulagt
SIGURÐUR Þórðarson ríkisend-
urskoðandi hefur í bréfi til lög-
fræðings Sverris Hermannssonar,
hafnað kröfu Sverris um endur-
upptöku greinargerðar stofnunar-
innar írá því í apríl síðastliðnum
kostnað bankans af veiðiferð-
um, risnu og fleiru. Asgeir Þór
Amason, lögfræðingur Sverris
Hermannssonar, segir að
ákvörðunin komi ekki á óvart. í
bréfi ríkisendurskoðanda sé rökum
Sverris fyrir endurupptökukröf-
unni í engu svarað og málinu verði
skotið til Alþingis.
í umræddu bréfi, sem dagsett er
í gær, segir orðrétt að í greinar-
gerðinni séu „einvörðungu dregnar
saman upplýsingar um staðreyndir
__ J bókhaldi Landsbanka Islands“.
Tlngar ákvarðanir hafi verið teknar
í henni um réttindi og skyldur
Sverris Hermannssonar sem geti
verið grundvöllur „endurupptöku
málsins", i lagalegum skilningi
þess hugtaks.
Beiðni Sverris um endurupptöku
greinargerðarinnar, frá 18. maí
síðastliðnum, byggðist meðal ann-
ars á meintu vanhæfi ríldsendur-
skoðanda, þar eð hann hefði verið
annar tveggja endurskoðenda
Landsbankans og því hefði
rannsóknin varðað hann sjálfan
verulega. Einnig hefði Lárus Ög-
mundsson, lögfræðingur embættis-
ins, sem aðstoðaði ríkisendur-
-Jikoðanda, verið vanhæfur vegna
'téngsla við Jóhönnu Sigurðardótt-
ur, upphafsmann málsins.
Ekki vanhæfír til að
vinna sérfræðiskýrslu
I samtali við Morgunblaðið í gær
hafnaði Sigurður Þórðarson
ríkisendurskoðandi algerlega ásök-
unum Sverris um vanhæfi. „Við er-
um alveg klárir á því að við vorum
ekki vanhæfír til að gera sér-
fræðiskýrslu," sagði hann. Að
öðru leyti vildi Sigurður ekki tjá
sig um einstök gagnrýnisatriði í
endurupptökukröfunni. „Við erum
búnir að skila skýrslunni til
bankaráðsins og ef Sverrir Her-
mannsson hefur athugasemdir við
hana eða upplýsingar sem við höf-
um ekki fengið frá honum áður og
gætu haft áhrif á framsetningu
málsins, þá verður hann að koma
þeim athugasemdum á framfæri
við bankaráðið. Við teljum að okk-
ar hlut í þessu máli sé lokið.“
FRAMKVÆMDIR við Laugaveg
standa nú sem hæst. Vinnuvélar
eru enn að grafa upp jarðveginn
milli Barónsstígs og Vitastígs, en
frá Vitastíg og að Frakkastíg er
byijað að helluleggja og nokkuð
farið að móta fyrir endanlegu út-
liti.
■ Kaupmenn jafnt /16
Kítósan-
verksmiðja
á Siglufirði
UNNIÐ er að stofnun verksmiðju á
Siglufírði til að vinna kítósan úr
rækjuskel. Kítósan er verðmætt
bindiefni sem notað er við iðnaðar-
framleiðslu, meðal annars í mat-
væla- og lyfjaiðnaði.
Þormóður rammi-Sæberg hf. og
SR-mjöl hf. eiga hvort félag um sig
42,5% í Kítin ehf. sem stofnað hefur
verið um rekstur verksmiðjunnar
og lífefnafyrirtækið Genís ehf. á
15%. Keypt hefur verið þekking til
stofnunar og reksturs verksmiðj-
unnar frá bandarísku félagi sem er
framarlega í þróun afurða úr kítós-
an.
Þá er unnið að endurbótum á hús-
inu Síberíu á Siglufirði en þar verð-
ur verksmiðjan til húsa. Stofn-
kostnaður skiptir hundruðum millj-
óna en stjórnendur félagsins telja
að reksturinn geti orðið arðvænleg-
ur.
■ Verðmætt bindiefni/B3
■piRr.’í~ í'.-fyLif O1
Stjórnarandstæðingar gagnrýndu Finn Ingólfsson harðlega í þingumræðum í gær
Morgunblaðið/Kristján
I sól og
Viðskiptaráðherra ætti
jafnvel skilið vantraust
ÞINGMENN stjórnarandstöðu sökuðu í gær
Finn Ingólfsson viðskiptaráðherra um að hafa
sagt þinginu ósatt og leynt það upplýsingum þeg-
ar hann svaraði fyrirspum Ástu R. Jóhannes-
dóttur um tap Landsbanka íslands vegna fiár-
mögnunarfyrirtækisins Lindar fyrir tæpum
tveimur árum. Þingmenn sem til máls tóku sögðu
að trúnaðarbrestur hefði orðið millí Alþingis og
viðskiptaráðherra. Jóhanna Sigurðardóttir, Þing-
flokki jafnaðarmanna, sagði að ráðherra ætti
jafnvel skilið vantraust. Finnur segir að í skýrslu
Ríkisendurskoðunar, sem hann hafði þá undir
höndum, hafi ekki verið nægilegar upplýsingar
^ til að svara fyrirspuminni.
Jóhann Arsælsson, fyrrverandi bankaráðs-
maður Landsbankans, og Anna Margrét Guð-
mundsdóttir, sem sat bæði í fyrra bankaráði og
því núverandi, segjast styðja tillögu Kjartans
Gunnarssonar, fyrrverandi fonnanns bankaráðs-
ins, um að taka mál Lindar upp að nýju. Jóhann
tekur undir þá hugmynd Kjartans að sakamála-
rannsókn fari fram.
Anna Margrét og Jóhann segja afstöðu sína til
málefna Lindar á sínum tíma hafa ráðist af því að
Ríkisendurskoðun óskaði ekki nánari rannsóknar
og Anna Margrét segir að hún hefði aldrei
samþykkt þau málalok sem urðu nema vegna
þess að málið var unnið í samstarfi við Ríkisend-
urskoðun og viðskiptaráðherra.
Helgi S. Guðmundsson, formaður bankaráðs
Landsbanka íslands, segist munu útskýra af-
stöðu sína til sakamálarannsóknar vegna málefna
Lindar að loknum bankaráðsfundi í dag. Halldór
Guðbjarnason, fyrrverandi bankastjóri Lands-
banka íslands og fyrrverandi stjómarformaður
Lindar, segist ekki vilja taka afstöðu til málsins
ennþá, enda hafi fæst orð minnsta ábyrgð.
Sverrir Hermannsson, fyrrverandi bankastjóri
Landsbanka íslands, segir að þegar fyrirspurnin
var borin fram hafi verið talið að tapið af Lind
yrði 900 milljónir króna og að Finni Ingólfssyni
og ríkisstjóminni allri hafí verið fullkunnugt um
það.
■ Málefni Lindar/12-13 og 36-37
sumri a
Akureyri
IÐNAÐARMENN kepptust við
störf sín við nýju sundlaugina á
Akureyri í gær, en í gömlu laug-
inni, pottum og busllaugum þar í
kring var hópur fólks að sleikja
sólskinið.
Framkvæmdir við nýju Akur-
eyrarlaugina eru í fullum gangi.
Að sögn Gísla Kristins Lórenzson-
ar, forstöðumanns, er stefnt að því
að taka laugina og nýjan pott í
notkun laugardaginn 20. júní. Nýir
búningsklefar verða hins vegar
ekki tilbúnir fyrr en eftir um eitt
ár. Nýja laugin er 25 metra löng
útilaug og tæpir 17 metrar á
breidd.
Nauðsynlegt er að fjölga starfs-
fólki um leið og nýja sundlaugin
verður tekin í notkun. Nú eru fjór-
ir starfsmenn á vakt en Gísli Krist-
inn sagði nauðsynlegt að fjölga um
3-4 starfsmenn.