Morgunblaðið - 28.05.1998, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 28.05.1998, Blaðsíða 58
FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Ljóska Ferdinand BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Stöndum saman, matsveinar! Frá Skúla Einarssyni: KÆRI matsveinn! Eins og þú efalaust veist hefur verið mikil deyfð yfir félaginu okkar nokkur undanfarin ár og liggja ýmsar orsakir að baki sem við ætl- um ekki að tíunda hér en eru að baki og við horfum fram á við og horfum fram á bætta þjónustu við félagsmenn. Okkur finnst við hæfi með þinni hjálp að hefja nú sókn hjá öllum matsveinum á fiskiskipaflotanum og fleirum til hagsbóta en samstaða gerir okkur sterka. Matsveinafélag Islands er eini samningsaðili sem hefur rétt á að semja fyrir þína hönd, þess vegna þarftu að kynna þér rétt þinn, því sem félagsmaður átt þú rétt á styrktar- og sjúkra- sjóði og munum við reyna að koma á sambandi við útgerðarmenn um ráðningu á skip þeirra. Matsveinar ganga fyrir um störf um borð í fiski- skipum hvar sem er á landinu ef þeir eru félagsmenn í MSFÍ. Matsveinafélag íslands var stofnað 7. mars 1952. Við heitum á þig að hafa samband við okkur í síma félagsins s. 552-1815 frá mánu- degi til föstudags, frá 9-16 alla daga í Skipholti 50D, Rvík. Úr lögum félagsins frá 15. des. 1984 og staðfest af miðstjórn Alþýðusambands íslands 10. júlí 1986. 1. gr. Nafn félagsins er Matsveinafélag íslands, félagið er í Sjómannasam- bandi Islands. 2. gr. Starfssvið félagsins nær yfir allt landið, en heimili og varnarþing þess er í Reykjavík. 3. gr. Tilgangur félagsins Tilgangur félagsins er að efla samvinnu og samtök matsveina, stuðla að aukinni þekkingu þeirra, semja um kaup og kjör, ákveða vinnutíma og gæta þess að réttur þeirra sé ekki fyrir borð borinn í at- vinnumálum eða öðrum málum. 4. gr. Inntökuskilyrði Inntöku í félagið geta allir fengið, sem stunda atvinnu sem matsveinar á fiskisldpum, flutningaskipum, mötuneytum, svo og öðrum vinnu- stöðum og hafa lokið námskeiði í Matsveina- og veitingaskóla Islands eða hafa öðlast álíka þekkingu, og eru búsettir hér á landi. Engan má taka í félagið, sem stendur í óbættum sökum við það eða önnur félög innan Alþýðusam- bands Islands. 5. gr. Sá, sem vill verða meðlimur félagsins skal senda formanni skrif- lega inntökubeiðni og skal formaður leggja inntökubeiðnina íyrir næsta félagsfund. Þegar félagsftmdur hef- ur samþykkt inntökubeiðnina og umsækjandi hefur greitt inntöku- gjald er hann löglegur meðlimur félagsins. Hafðu samband. SKÚLI EINARSSON, varaformaður Matsveinafélags íslands, Skipholti 50D, sími 552-1815, fax 562-5215. Sumarbúðir! Til hvers? Frá Pétri Þórarinssyni: ÞEGAR ég var unglingur og starfaði í æskulýðsfélagi á vegum kirkjunn- ar, var ég svo heppinn að fá að að- stoða við uppbyggingu á sumarbúð- um sem standa við Vestmannsvatn í Aðaldal. A þessum frábæra stað dvöldu þá stórir hópar bama, böm sem nutu þess að leika sér frjáls í náttúranni, fóra í ævintýraferðir upp í skóginn, sigldu á bátum og kajök- um um vatnið eða voru við íþrótta- iðkun á grasvellinum. Það var mikið líf og mikið fjör, og ekki voru kvöldvökumar síðri. Þeg- ar ég var orðinn tvítugur fékk ég sjálfur að axla þá ábyrgð að vera þama stjómandi í 5 sumur og era þessi ár mér ógleymanleg, og marga trygga vini eignaðist ég úr hópi barnanna. Nú koma þesi böm ti mín sem fullorðið fólk og biðja mig að vinna fyrir sig prestsverk, giftingu eða skím. Þegar það gerist átta ég mig á því hversu hratt tím- inn líður, og atvik hversdagsins hrannast upp í hólfi minninganna, en flest tapast þaðan jafnskjótt aft- ur. En árin mín við Vestmannsvatn gleymast ekki, og ég skynja hversu dýrmæt þessi ár mín voru. Þau í raun og veru kenndu mér að meta frelsið í fallegri náttúra meira en afþreyingu bæjarlífsins. En nú era meira en tveir áratugir síðan ég starfaði við Vestmanns- vatn, samt finnst mér alltaf jafn- notalegt að koma þangað og dvelja dag og dag. Aðstæður allar eru frábærar. Vatnið, völlurinn og skóg- urinn draga enn til sín fjölda barna sem njóta þess að lifa frjáls fjarri hættum umferðar og amsturs. Og nú er meira að segja kominn heitur pottur, sem svona stútungskallar eins og ég njóta að busla í ekki síður en bömin. En um hvaða böm er ég að tala? Er það talið svo mikilvægt nú til dags að senda börnin í sumar- búðir? Kostar það ekki peninga? Jú, vissulega kostar svona dvöl einhverjar krónur, en hvaða hugs- andi foreldri lætur niðurskurðar- hnífinn sníða af vikudvöl íyrir bam- ið í sumarbúðum, ef vilji er á annað borð fyrir hendi að gefa baminu tækifæri að öðlast nokkuð sjálf- stæði á góðum stað fjarri heimili sínu? Foreldrar! Hvetjum bömin okkar til að sækja um dvalarpláss í þeim sumarbúðum sem sinna öllum þörf- um bamsins og leggja baminu til guðsótta og góða siði jafnhliða frábærri skemmtan í fjölbreyttri náttúru. Gefum börnunum tækifæri á dvöl sem býr með þeim alla ævi. PÉTUR ÞÓRARINSSON, Laufási. Þegar þú ert búinn að sigla, þá ættirðu að binda bátinn þinn svo að hann reki ekki i burtu ... Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti! birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.