Morgunblaðið - 28.05.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.05.1998, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MYJMPLIST Listhúsið Fold MÁLVERK ÞORBJÖRG HÖSKULDSDÓTTIR Opið virka daga frá 10-18. Laugar- daga 10-17. Sunnudaga 14-17. Til 1 júní. Aðgangur ókeypis. SUMIR málarar finna sitt af- markaða svið í upphafi ferils síns og halda tryggð við það allt lífið, og þannig er því vísast farið með Þor- björgu Höskuldsdóttur. Allt frá því hún hóf að skeyta saman landslagi og framandi menningarskeiðum hef- ur hún haldið tryggð við myndefnið og það hefur lítið breyst í tímans rás. Brot af súlum og flísalögðu gólfi úr fortíð hafa prýtt forgrunn ein- faldra landslagsmynda þar sem eitt rammíslenzkt fjall hefur til að mynda fyllt út í bakgrunninn. Þó er naumast um stöðnun að ræða, því Þorbjörgu hefur með brögðum listar tekist að endumýja myndefnið út í það endalausa og það er einmitt meginveigur allrar gildr- ar myndsköpunar. Að hvert verk sé ferskt og upplifað, eitthvað alveg sérstakt, myndefnið skiptir þá minna máli. Þannig var þessu farið með Cézanne og fjallið Mount St. Vietoire, uppstillingar Giorgios Mor- andis af nokkrum karöflum á borði, og fuglar Carl Hennings Petersens hafa alla tíð verið af sama ættlegg. Hin viðvarandi og safaríka lifun skiptir sköpum og þannig hafa sum- ir mannamyndamálarar látið sér nægja fjölskyldu sína og nána vini, og þó umbylt listgreininni. nægir að nefna hér Alberto Giacometti. Myndefnin eru þannig allt um kring og gildi þeirra er öllu frekar falið í ríkidómi innri sýnar, og hæfni ger- andans hverju sinni til að meðhöndla þau, en í sjálfum marg- breytileikanum. Nákvæmlega á sama hátt og að stærð er ekki mæli- kvarði á gæði, og þau skipta sömu- leiðis stórum meira máli en magnið. Meirihluti mynda Þorbjargar í sýningarrými listhússins Fold eru málverk í olíu, en hitt eru akvarellur og hér er það hin svipsterka mynd, Lýs-andi, (7) á miðjum endavegg sem dregur að sér óskipta athygli. Ber, ásamt myndinni „I lausu lofti“ (4), höfuð og herðar yfír aðrar myndir á sýningunni fyrir fjarræna og þó beina og ótvíræða skírskotun. í forgrunni sér í ferstrent austur- lenzkt teppi er gengur þvert inn í myndgrunninn og framkallar ákveðna fjarvídd, en þó fremur til- finningu fyrir tíma og rými. Tvö aflöng kerti sem logar á um miðjan dag standa hvort sínu megin á hand- gerðu og mynstruðu teppinu, en tvö önnur á vinstri hlið þess. Forgrunn- urinn eimyrjulituð flosamjúk gróð- urmoldin, en yfir öllu rís voldugt dimmblátt fjall sem skýjabakki um- faðmar. Hér er komin nokkurs kon- ar táknsæi og um leið andhverfa táknsæis með margræðar vísanir og duldir að lesa úr ef vill. En fyrst og fremst er þetta málverk sem ber í sér meginása listar Þorbjargar Höskulsdóttur. Lýs - andi MÁLVERKIÐ, Lýs-andi, eftir Þorbjörgu Höskuldsdóttur. FRÁ sýningu Leirlistarfélagsins í Kringlunni. Á þessari sýningu gegnir mann- taflið og hugarþrautir aðrar einnig nokkru hlutverki sem myndefni í sjálfu sér, og hér nálgast listakonan að vissu marki hjástefnuna, kann að boða eitthvað nýtt þótt ekki beri að auglýsa eftir slíku, því það á að koma fyrirhafnarlaust sem fljótandi á fjöl, eins og það er stundum orðað. Nokkrar vatnslitamyndir sem hanga saman vekja sérstaka athygli, eink- um „Það drýpur" (16), sem er óvenjuleg frá hálfu listakonunnar og afar viðkvæmnislega og fínt máluð. I heild telst þetta ekki ein af veiga- meiri framkvæmdum Þorbjargar Höskuldsdóttur, en þó... Nýr sýningarstaður Laugardaginn 16. maí opnaði Björn Bjarnason menntamál- aráðherra fyrstu listsýningu í nýju sýningarrými á annari hæð Kringl- unnar, gegnt Hagkaupi. Og eins og skrifað stendur, er sýningarsvæðið samstarfsverkefni Kriglunnar og listhússins Foldar og er ætlunin að mestan hluta ársins verði gestum annarrar stærstu verslunar- miðstöðvar landsins boðið upp á fjölþættar listsýningar. Markmiðið er að halda gildri list að viðskipta- vinum Kringlunnar um leið og fram- takið veitir listamönnum aukin tækifæri til að koma list sinni á framfæri, en álitið er að meira en fjórar milljónir gesta komi í húsið ár hvert. Núverandi sýning nefnist „Skál“ í Kringlunni og er samsýning 19 lista- manna úr Leirlistafélaginu, allt kon- ur, og hafa þær sjálfar gefið sýning- unni nafnið. Þótt Kringlan sé naumast vel fall- in til sérsýninga svo sem fram hefur komið, jafnvel á neyðarlegan hátt, hefur stundum vel tekist eins og með síðustu sýningu „World Press Photo“, sem ég varð var við að óskipta athygli vakti, og er þá frekar vægt til orða tekið. Þessi framkvæmd í afmörkuðu rýminu er nokkurs annars eðlis en hinar fyrri í sama rými. Um er að ræða, að sýningargripum allra lista- kvennanna er komið fyrir í sérstök- um sérhönnuðum glerskápum. Skál- arnar njóta sín vel þótt ekki boði þær nein stórtíðindi umfram það sem sést hefur til sömu listakvenna. Eru til mikillar prýði og drjúg viðbrigði að koma í rýmið heldur en þegar það stendur autt og tómt eða er undirlagt veraldlegri tiltektum. Þetta fyrirkomulag er ekki óalgengt erlendis og má nefna að ýmsar virtar stórv’erslanir eru með svipaðar og af- ar mikilsverðar kynningar þekktra listamanna, á stundum heimskunnra, og mikill metnaður að gera hér vel. Og þess má geta að í Japan, öllu falli Tókýó, eru nútímalistasöfn stundum staðsett á efstu hæð stórverzlana! Mikilvægi slíkra kynninga ef gengið er af stórhug og metnaði að hlutunum, er hafin yfir alla gagnrýni og vonandi tekst hér vel til, þannig að allir aðilar hafi ávinning af, list- húsið, listamennirnir og gestir Kringlunnar.. Bragi Ásgeirsson. Reuters Eftirleikur hamfara BRESKI listamaðurinn Anthony Gormley leggur sig innan um af- steypur af sjálfum sér, sem hann hefur komið fyrir í garði kon- unglegu bresku listaakademíunn- ar. Verk Gormleys kallast „Gagnrýninn fjöldi" og fjallar einum þræði um eftirleik ham- fara í stórborg. -------------- Listhús Ófeigs Norskar kon- ur sýna textíl og skart SÝNING á textíl og skarti sex norskra kvenna verður opnuð í List- húsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5, laugar- daginn 30. maí. Randi Hartmann, Live Helgeland og Ellen Monrad Vistven sýna skart- gripi úr ólíkum efnum, svo sem háls- festar úr gúmmíboltum og silfri, armbönd og festar úr oxideruðu silfri og glerperlum, hringi og nælur úr hvaltönn, silfri og viði. Allar hafa þær lokið námi frá lista- skólum og var Ingema Andersen m.a. tvö ár í Myndlista- og handíða- skóla íslands 1964-66. Listakonunar hafa allar haldið nokkrar einkasýn- ingar og einnig tekið þátt í fjölda samsýninga innanlands sem utan. Fjórar þeirra hafa áður sýnt á Is- landi. Ingema, Sigrunn og Toril í Norræna húsinu 1984, og Ingema og Live í Hafnarborg 1993. Nokkur verka þeirra eru í opin- berri eigu í Noregi. Þær hafa fengið fjölda opinberra styrkja til náms- ferða og eru allar á listamannalaun- um hjá hinu opinbera. Þær eru félag- ar í norsku listiðnaðarsamtökunum og sameiginlega reka þær listiðnað- arverslun í Ósló sem heitir „Kun- sthándverkerne í Kongensgate“. Sýningin er opin á verslunartíma mánudaga til laugardaga en lokað á sunnudögum og stendur tif 13. júlí. Grenl Núerréttítímiim Margar stærðir Sumarblóm og fjölærar plöntur Opnunartímar: Virka daga kl. 9-21 Um helgar kl. 9-18 Trjáplöntur Hansarósir og fjöldi annarra tegunda GRÓÐRARS TÖÐIN 15 cm bakkaplöntur uppí 2ja metra tré STJðmUGRÓF 18, SÍM SSl 4288, FAX S812228 Sækið sumarið til okkajr Jumvandaðan garðræktarbækling með plöntulista • Einnig þrjú glæsUeg vcggspjöld, skrautrunnar, lauftré og barrtré Listasetrið Kirkjuhvoll, Akranesi Yfírlitssýning á verk- um í eigu safnsins í LISTASETRINU Kirkjuhvoli, Akranesi verður opnuð sýningin Aðföng laugardaginn 30. maí. Þetta er yfirlitssýn- ing á verkum í eigu safnsins og eru eftir listamenn sem hafa sýnt f húsinu. Sýnd verða olíumál- verk, vatnslitamyndir, glerlistaverk, högg- myndir, skúlptúrar o.fl. Verkin eru m.a. eftír Gest og Rúnu, Sossu, Pál á Húsafelli, Auði Vé- steinsdóttur, Vigni Jóhannsson, Daða Guðbjörnsson, Elías B. Halldórsson, Erlu Sigurðardótt- LISTASETRIÐ Kirkjuhvoll á Akranesi. ur, Bjarna Jónsson og Sjöfn Har. Listasetrið er opið daglega frá kl. 15-18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.