Morgunblaðið - 28.05.1998, Blaðsíða 60
.60 FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1998
I DAG
MORGUNBLAÐIÐ
Matur og matgerð
Karrí og
karríréttir
Kristín Gestsdóttir segir að til þess að
karrí verði verulega gott þurfí að sjóða
það í olíu eða annarri feiti áður en það
er sett út í matinn.
EN hvað er kan
svarað þar sem ]
af mörgum kryi
allt upp í 20. Vi
krydds eru þó all
sem kardimom
negull, koriandi
múskat, pipar og
merik sem gef-
ur karríinu gula
litinn en annað
krydd svo sem
anís, fennel,
fenugreek, lár-
viðarlauf, masi
valmúafræ,
sesamfræ, cayen
epipar og saffr
er líka oft með
það eins og ti
merik gefur líl
sterkgulan li
Notkun kam's
Asíu við trúarathafnir
og til matargerðar er ævaforn.
Getið er um kam' í matreiðslu-
bók sem var samin á 5. öld f.Rr.
af indverskum Brahmatrúar-
manni sem hét Sheta Karma, en
sú bók er elsta þekkta mat-
reiðslubókin. Sú karríblanda var
búin til úr sama kryddi og notað
er í karrí í dag, en þótt Shema
Karma hafi verið Brahmatrúar
eru enn þann dag í dag bornir
fram karríréttir við hátíðir
Hindutrúarmanna guðinum
Shiva til dýrðar. I Indlandi og
víðar þar sem kam' er mikið not-
að blanda húsmæður sitt karrí
sjálfar, rista kryddið og mala í
morteli eða á annan svipaðan
hátt. En á Vesturlöndum kaup-
um við oftast karrí tilbúið, en
það er af skiljanlegum ástæðum
mjög mismunandi, við getum
ekki gert mikið annað en að
prófa og smakka okkur áfram.
Lambakjöt í karrí
í kg súpukjöt
1 meðalstór laukur
2 hvítlauksgeirar
% dl matarolia
1-2 msk. milt karrí
(meira eða minna)
1 tsk. salt
vatn svo að fljóti yfir kjötið
!/> dós hrein jógúrt
1 msk. hreinn rjómaostur
1. Skerið kjötið frá beinum, en
sjóðið beinin með. Skerið frá
fítu og fleygið. Skerið kjötið í
gullashbita.
2. Afhýðið lauk og hvítlauk og
saxið fínt.
3. Setjið olíuna í pott, hafíð með-
alhita og sjóðið báðar laukteg-
undimar ásamt karríi í um 5
mínútur í feitinni.
4. Hitið pönnu svo að rjúki úr
henni, snöggsteikið kjötið á
þurri pönnunni á öllum hlið-
um. Setjið kjötið og beinin í
pottinn ásamt vatni og salti og
sjóðið í 45 mínútur.
5. Takið beinin úr, blandið saman
jógúrt og rjómaosti og hitið
smástund t.d. í örbylgjuofni.
Hrærið út í.
Meðlæti: Soðin hrísgrjón og
bananar í sneiðum.
Karríkjúklingasúpa
1 kjúklingur um 1 kg
1 tsk. salt
1 lítri sjóðandi vatn
6 svört piparkorn
1 frekar stór gulrót í sneiðum
2-3 steinseljugreinar
'/2 meðalstór blaðlaukur (púrra)
eða annar laukur
15 g smjör + 2 msk. matarolía
1 msk. karrí (meira eða minna)
ló pk. púrrulauksúpa
1/2 lítri sjóðandi vatn til viðbótar
30 g hreinn rjómaostur
1/2 dl rjómi (má sleppa)
1. Klippið kjúklinginn í sundur
um miðju bringunnar, klippið
bak, lappir og vængi frá. Sker-
ið frá fitu og fleygið. Raðið öllu
þétt í pott. Stráið salti yfir og
látið bíða meðan þið sjóðið
karrí og grænmeti.
2. Setjið smjör og olíu á pönnu,
hafið meðalhita. Setjið karrí út
í. Þvoið blaðlaukinn vel, skerið
í sneiðar. Þvoið gulrót og sker-
ið í þunnar sneiðar. Setjið
hvort tveggja í karrífeitina og
sjóðið í um 5 minútur. Setjið
þá út í súpupottinn ásamt
leggjunum af steinseljunni
(geymið laufíð). Skolið pönn-
una með örlitlu vatni og setjið
saman við. Hellið 1 lítra af
sjóðandi vatni yfír kjúklinga-
bitana í pottinum. Sjóðið við
hægan hita í um 1 klst.
3. Takið kjötið úr pottinum og
fjarlægið húð, bein og stein-
seljuleggi og fleygið.
4. Hrærið púrrulauksúpuna út í
ásamt 1/2 lítra af sjóðandi
vatni og látið sjóða meðan þið
skerið kjötið í bita.
5. Hrærið rjómaost út í, gott er
að mýkja hann smástund í ör-
bylgjuofni eða á hellunni.
6. Setjið kjötbitana út í og látið
súpuna sjóða upp, hellið þá
rjóina út í. Klippið steinselju-
laufíð og stráið yfir.
Meðlæti: Heitt snittubrauð
eða annað brauð.
Athugið: Þetta er matarmikil
súpa og ætti að duga handa 6, en
súpuna má drýgja með því að
setja soðin hrísgrjón út í.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Brauð og sýklar
ÁSTÆÐA er til að hrósa
starfsfólki bakarísins í
Hagkaupum i Skeifunni
fyrir að taka ekki á ópökk-
uðum brauðum með berum
höndum, hvort heldur er
til að sneiða þau eða ann-
að. Það ber hreinlæti vott
og er bakaríinu til sóma.
Sem sagt, prik til þeirra
í Skeifunni og annarra sem
selja okkur ekki sýklum
drifin fíngraför með brauð-
unum og áskorun til ann-
arra, sem jafnvel hand-
leika grútskituga peninga
milli þess sem þeir taka á
brauðunum, um að taka
vinnulag þeirra í Skeifunni
sér til fyrirmyndar.
Neytandi.
Enginn sóðaskapur
VEGNA skrifa Leifs
Sveinssonar í Morgunblað-
inu um viðamikinn sóða-
skap í borginni þar sem
hann skrifar um illa um-
gengni í borginni og að
rennur séu stíflaðar vil ég
taka fram að ég bý í Breið-
holti og nota strætisvagna
mikið. Finnst mér til fyrir-
myndar hvað strætis-
vagnaskýlin hafa tekið
miklum breytingum. Áður
var allt fullt af bréfum og
skít, en nú eru skýlin
snyrtileg. Vona ég að þetta
sé ekki breyting sem á sér
stað aðeins fyrir kosning-
ar.
230626-4059.
Fyrirspum vegna
útstrikana á kosn-
ingalista
í KOSNINGALÖGUM er
ákvæði um útstrikun af
lista. Er einhver sem getur
útskýrt hvernig útstrikan-
Hver kannast við myndina?
FILMA, átekin, fannst myndunum af filmunni. Ef
fyrir nokkru síðan við einhver kannast við mynd-
Hamarsrétt á Vatnsnesi í ina er hann beðinn að hafa
V-Húnavatnssýslu. Búið er samband við Aðalheiði
að láta framkalla filmuna Jónsdóttur, Sauðá í síma
og er þessi mynd ein af 451 2696.
ir á kjörseðli virka. Hef ég
heyrt á tali margra undan-
farna daga að fólk áttar sig
ekki á því hvernig þetta
virkar. Er það þýðingar-
laust að strika menn út af
lista?
Kjósandi.
Tapað/fundið
Svart Bally-veski
týndist
SVART Bally-veski týnd-
ist sl. laugardag 23. maí í
Álfabakka, Mjódd. I vesk-
inu voru mjög mikilvægir
lyklar, gleraugu o.fl. Skil-
vís fínnandi hafi samband í
síma 5101700.
Svört svamptaska
SVÖRT svamptaska týnd-
ist á kosningavöku Tónlist-
ans í Hafnarfirði sl. laug-
ardagskvöld. I töskunni
var m.a. veski með skilrikj-
um sem er sárt saknað.
Skilvís finnandi hafi sam-
band í síma 555 0308.
Karlmannshjól
í óskilum
KARLMANNSHJÓL,
Wheeler, er í óskilum í
Breiðholtinu. Upplýsingar
í síma 557 6325.
Dýrahald
Læðu vantar heimili
6 MÁNAÐA læðu vantar
heimiM. Upplýsingar í síma
567 2150 og 568 5450.
Lítill fress týndist í
Garðabæ
GULBRÖNDÓTTUR
fress, nettur og lítiH, lok-
aðist úti sl. laugardags-
kvöld á Háuflöt 18, Garða-
bæ. Þeir sem hafa orðið
varir við kisa eða tekið
hann inn eru beðnir að
hafa samband í síma
565 6087.
Kettlingar óska
eftir heimili
GÆFIR og gáskafullir,
kassavanir kettlingar óska
eftir kærleiksríku heimili.
Upplýsingar í síma
552 0834.
Dimmalimm óskar
eftir heimili
3JA ára kolsvört læða ósk-
ar eftir heimili vegna flutn-
ings eiganda úr landi.
Upplýsingar í síma
898 0029.
Kettlinga vantar
heimili
3 KETTLINGA, 2ja mán-
aða, vantar gott heimili,
helst sem fyrst. Upplýs-
ingar í síma 554 0902 eftir
kl. 15.
Kettlinga vantar
heimili
GETUR einhver tekið að
sér yndislega kassavana
kettlinga sem bráðvantar
heimih. Upplýsingar í síma
568 7234.
Kettlingar fást gefíns
KETTLINGAR fást gef-
ins. Upplýsingar í síma
587 2067.
Læða óskar
eftir heimili
10 VIKNA gömul læða,
kassavön, fæst gefins.
Upplýsingar í síma
568 7367.
Skógarkettlingar
fást gefins
BLANDAÐIR skógarkett-
lingar fást gefins. Upplýs-
ingar í sfma 586 1485.
SKÁK
liinsjón Margeir
Pétnrsson
STAÐAN kom upp í einvígi um
þriðja sætið á forsetabikarmótinu í
Elista fyrr í þessum mánuði.
Evgení Barejev (2.675) var með
hvítt og átti leik, en Aleksei Drejev
(2.630) hafði svart.
51. h4+! - Hxh4 52. Hg6+! -
Kxg6 53. Kxh4
(Svartur er svo illa settur í þessu
biskupaendatafli að hann verður að
láta biskup sinn af hendi fyrir hvíta
a peðið.)
33. - Bd3 54. Bb7 - Kf6 55. a5 -
f4 56. a6 - Bxa6 57. Bxa6 - Kf5 58.
Bb7 og svartur gafst upp.
Vasílí ívantsjúk frá Úkraínu
sigraði Rússann Alexander
Khalifman í úrslitum á mótinu,
með tveimur og hálfum vinningi
gegn einum og hálfum. Barejev og
Drejev gerðu fyrst fjögur jafntefli í
baráttunni um þriðja sætið, en í
styttri skákum hafði sá fyrrnefndi
betur.
HVÍTUR leikur og vinnur.
Víkveiji skrifar...
HEIMSBYGGÐIN var óþægi-
lega minnt á það nú nýlega,
þegar fréttir bárust af kjarnorku-
tilraunum Indverja, að þótt kalda
stríðinu og vígbúnaðarkapphlaupi
stórveldanna sé lokið fyrir all-
nokkru er langt frá því að hættan á
kjarnorkustríði sé liðin hjá og í
vopnabúrum þjóða víða um heim
eru nægilega margar kjarnorku-
sprengjur til að eyða jörðinni
mörgum sinnum.
I umfjöllun bandaríska frétta-
tímaritsins Time um kjamorku-
vopn kemur fram að 8 ríki í heim-
inum ráða ömgglega yfír kjam-
orkuvopnum. Bandaríkin, Rúss-
land, Bretland, Frakkland, Kína og
Indland era yfírlýst kjamorkuveldi
og talið er víst að ísrael og Pakist-
an ráði einnig yfir kjamorku-
sprengjum.
Sjö ríki til viðbótar hófu á sínum
tíma að þróa kjarnorkuvopn en
lögðu þær áætlanir á hilluna. Þetta
eru Alsír, Argentína, Brasilía,
Hvíta Rússland, Kazakstan, Úkra-
ína og Suður-Afríka. Þá leikur
granur á að Iran, Irak, Norður-
Kórea og Líbýa hafí áform um að
koma sér upp kjamorkuvopnum.
Það fer ekki hjá því að Víkverji
hugsi með sér að þjóðir heims hafi
lítið lært af reynslunni ef kjarn-
orkutilraunir Indverja leiða til
gamaldags vígbúnaðarkapphlaups
milli Indverja og Pakistana. Marg-
ir telja raunar að mesta kjamorku-
hættan stafi af búnaði til kjarna-
vopnasmíði, sem komist hafí á
svartan markað eftir hran Sovét-
ríkjanna og efnahagslega upplausn
í fyrrum Sovétlýðveldum, og menn
óttast að slíkur búnaður kunni
jafnvel að lenda í höndum hryðju-
verkasamtaka.
xxx
SIÐVÆÐING í stjómmálum á
sér ýmsar birtingarmyndir og
Víkverji rakst á eitt dæmi um það.
Aðstoðarforsætisráðherra og fjár-
málaráðherra Tyrldands vora ný-
lega á ferð nálægt landamærum
Tyrklands og íraks og talsverður
fjöldi blaðamanna fylgdist með.
Þar kom að rúta ráðherranna varð
olíulítil en þegar þeir vildu kaupa
díselolíu á bensínstöðvum og fá
kvittun kom babb í bátinn og eig-
endur bensínstöðvanna harðneit-
uðu, þótt helstu ráðamenn landsins
ættu í hlut. Því upphófst mikil leit
aðstöð sem var tilbúin að gefa ráð-
hemmum kvittun, sem sýndi að
greiddur hafði verið virðisauka-
skattur af olíudropunum.
Skýringin er sú að á þessu svæði
kaupa bensínstöðvar díselolíu á
svörtum markaði af íröskum ná-
grönnum sínum, og þótt slík við-
skipti brjóti í bága við viðskipta-
bann Sameinuðu þjóðanna á Irak
munu vestræn ríki hafa horft á það
með blinda auganu.