Morgunblaðið - 28.05.1998, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 28.05.1998, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ 42 FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1998 AÐSENDAR GREINAR Ánauð ungra sjómanna - Vistarband kvótakerfisins Kvótakerfið, hel- stefna stjórnvalda, er nú að vinna með fullum þunga á sjávarþorpun- um vítt um landið. Fólki hefur fækkað þar jafnt og þétt frá miðjum síðasta áratug og smábátum enn meira, •í'eins og komið verðm- að síðar. Er það tilviijun að kvótakeifinu var komið á um sama leyti? A sama tíma fer fram um- ræða á Alþingi um byggðamál og menn velta fyiir sér aðgerð- um til þess að snúa þessari þróun við. Fæstum þar á bæ virðist detta í hug að líta til fækkunar smábáta (með rándýrum úreldingaraðgerðum) sem eina af orsökunum. Fæstir vh-ðast gera sér rellu út af því að kvótinn er að lokast inni hjá sífækkandi eigend- um sem eignast æ stærri hlut. Á rúmum tveimur árum, 1995- ^Í997, voru 190 krókabátar úreltir og þannig teknir úr rekstri. Fyrir þá sem ekki vita, fer úrelding þannig fram, að eigendur smábáta eru lokkaðir með gylliboðum til þess að selja frá sér lífsbjörgina, bátinn og veiðileyfið. Framan af voru svo bát- arnir sagaðir í sundur með tilþrifum og þeim hent, jafnvel nýlegum, en nú er þó farið að leyfa aðra notkun á þeim. Trillukarlar brátt úr sögunni? Smábátum fækkar og verð á þeim stórhækkar. í vaxandi mæli eru þeir nú keyptir af eigendum stærri báta, sem nota þá til þess að róa þeim á sumrin (eða láta róa þeim), á meðan leigu- kvótinn sér þeim að öðru leyti fyrir fram- færi. Stórútgerðir og fiskvinnslufyrirtæki eru einnig farin að hasla sér völl á þessu sviði og kaupa smábáta í kippum til að reyna að tryggja sér hráefni. Á öllu landinu eru nú einung- is eftir 270 bátar sem hafa leyfi til handfæraveiða með sóknardögum og þeir mega sækja sjóinn í 40 daga á árinu. Eru menn svo hissa á því að sjávarþorpin eru í vanda? Á þetta að heita undirstaða fyrir markvissa verndun fiskistofna við landið? Eða ef til vill úrræði í byggðamálum? Ungt fólk útilokað Þegar vistarbandið var við lýði á síðustu öld varð ungt fólk að vinna hjá bændum fyrir brauði sínu. Há- setar bænda sóttu sjóinn á bátum þeirra og þræluðu vertíð eftir vertið, en bóndinn hirti hlut þeirra. Er þetta svo ókunnuglegt í dag? Ungir sjómenn, sem margir hafa stundað sjó á togurum, vilja gjam- an breyta til eftir að þeir hafa stofnað fjölskyldu og stunda sjó frá þorpinu sínu, eins og feður þeirra Saga sem þessi er ekki einsdæmi, segir Pétur Bjarnason, en gefur hugboð um vitfirringuna sem kvótakerfið býður uppá. og afar gerðu; eignast bátshorn og stunda handfæraveiðar. Hvernig era aðstæður þeirra til slíks í dag? Eins og fram kom hér að framan eru sárafáir bátar eftir til þessara veiða og til að eignast þá þarf að standast samkeppni við kvótagreif- ana, sem ýmist hafa reiðufé í hönd- um fyrir kvótaleigu eða sölu, eða geta boðið veð í óveiddum aflaheim- ildum sínum. Mig langar að nefna lítið dæmi um bátakaup nú um miðjan maí 1998. Það er ekki einsdæmi, en gef- ur hugboð um vitfirringuna sem þetta kerfi býður uppá. Ungur mað- ur sem hefur stundað sjó í mörg ár og er orðinn þreyttur á löngum úti- legum á togurum ákveður að reyna kaupa sér handfærabát. Það kemur í ljós að slíkt er ekki á hvers manns færi. Ef á að kaupa bát sem er þokkalega stór og leggjandi á dýpri mið þarf hann að greiða 13 til 17 milljónir fyrir hann. Hann á ekki möguleika á því að fjármagna slíkt dæmi, enda gera það helst þeir sem hafa verið í hringiðunni fyrir og náð sér í fjármagn með leigukvóta. Hon- um gefst síðan kostur á að kaupa lítinn hraðbát með handfæraleyfi og má reiða fram tæpar 10 milljónir í reiðufé fyrir hann. Beint á borðið. Hvað fær hann fyrir þessar tíu milljónir? Hann fær bát, sem myndi seljast á hálfa til eina milljón ki’óna ef hann væri án heimildar, og hann þarf því að greiða 9 milljónir til þess að fá að róa bátnum í 40 daga í sum- ar. Þetta þýðir að ef hann er sæmi- lega heppinn og harðduglegur, þá getur hann eignast þessa veiðiheim- ild á tíu til fimmtán árum með því að vinna kauplítið öll sumrin. Þar við bætist að báturinn er lítill og þegar vel aflast freistast menn til þess að hlaða svo sem unnt er, því ekki má tvíhlaða, þó fiskurinn sé uppi í landsteinum. Við löndun telst veiðiferð lokið og sólarhringurinn búinn. Ég efa það að lausamannsbréf hafi nokkurn tíma í íslandssögunni verið jafndýru verði keypt, nema ef væri litið til ungra manna sem vilja byrja búskap í sveit. Þar gæti svipað verið uppi á teningnum. Byggðastefna? Það er góðra gjalda vert að for- sætisráðherrann hæstvirtur ætlar nú að líta til okkar „útkjálkafólks" með góð ráð. Gaman væri að vita hvað eftirfarandi málsgrein þýðir: „Sérstaklega verði hugað að að- gerðum í byggðum þar sem at- vinnulíf er fábreytt og útgerð á í vök að verjast." Ég vil nú benda honum og þingmönnum okkar á það Pétur Bjarnason að fyrsta skrefið gæti verið rýmkun á krókaveiðum í stað þess að reyna markvisst að gera út af við þær. Finna leiðir til þess að ungt fólk eigi möguleika á því að komast inn í sjávarútveg og landbúnað án þess að eiga sægreifa eða stórbændur fyrir foreldra. Samtímis þarf að veita framhaldsskólum í dreifbýli stóraukið fjármagn til að þróa sam- starf við háskóla um fjarnám á háskólastigi, sem þegar hefur sann- ast að er gerlegt. Það er rangt sem sumir hafa haldið fram að það sem okkur landsbyggðarmenn vanti fyrst og fremst sé að fá hingað fleiri kaffi- hús, listasöfn, knæpur eða kvik- myndahús. Atvinna og möguleikar til menntunar heima fyrir er frum- skilyrði og þá sjáum við okkur sjálf fyrir þeirri þjónustu sem við þurf- um. Menning er fyrir hendi bæði fjölbreytt og gefandi. I stað þess að flytja stofnanir í heilu lagi út á landsbyggðina á að þróa hluta þeirra vítt um landið, eftir því sem aðstæður bjóða. Við Vestfirðingar erum til dæmis tilbúnir að taka að okkur allar rannsóknir á botnlæg- um sjávardýrum ef útibú Hafró hér fær að eflast til þess í samstarfi við nýja Náttúrustofu í Bolungarvík. Vestfirðingar hafa haft frumkvæði að veiðarfærarannsóknum um langt árabil. Vestfirðingar kunna til verka við skipasmíði og hátækni. Upphaf rækjuveiða og nýtingu rækju má rekja til Vestfirðinga, hvort heldur er talað um innfjarðarækju eða af rækju af djúpslóð. í stuttu máli sagt; gefið þið unga fólkinu okkar tækifæri til þess að hasia sér völl á landsbyggðinni. Lofið okkur Vestfírðingum að sitja að þeirri einu stóriðju sem hér er að hafa, nýtingu gullkistunnar fyrir ströndunum. Við getum unnt ykkur hinnar í staðinn. Höfundur er forstöðumaður Skóla- skrifstofu Vvsl fjarða á Isafírði. FÁ MAL hafa verið meira til um- ræðu síðustu vikurnar en gagna- grunnurinn um heilbrigðismál. Mikl- ar deilur hafa risið vegna þess, bæði rökstuddar og rakalausar. Með % frestun á afgreiðslu málsins til hausts gefst svigrúm til að skoða það betur og vonandi beina því í farveg sem tryggir bæði hagsmuni íslensku þjóðarinnar og ýtrustu framþróun þekkingar. Umræðu þessa bar brátt að og því varð hún nokkuð flausturs- leg. I hana vantaði ýmsa þætti sem vert er að gefa gaum. Þyrnirós og prinsinn Þáttur Kára Stefánssonar og ís- lenskrar erfðagreiningar í þessu máli er mikilvægur og ber að viður- kenna. Við höfum sofið þymirósar- svefni í mörgum þáttum þekkingar- Gormabindivélar. Vírgormar. Plastgormar. Kápuglærur og karton Otto B. Arnar ehf. Ármúla 29, Reykjavík, sími 588 4699, íax 588 4696 mála og Kári er á sínu sviði prinsinn sem er að vekja okkur. Hann á til- kall til umbunar. Hags- munir okkar krefjast þess að hann beri nokkuð úr býtum, því án gustmikilla einstak- linga sofnum við aftur. En forlög og hlutskipti Þymirósar hafa breyst. Svo er baráttu kven- réttindafrömuða fyrir að þakka að henni ber ekki lengur skylda til að gjalda kossinn með ævilangri þjónustu við prinsinn. Sál sína og líkama á hún sjálf og kossinn sem vekur rýrir á engan hátt stöðu hennar sem jafningja. Það er hlutverk íslenskra stjómvalda að leita leiða til að Þymirós og prinsinn nái að mynda samband sem tryggir hagsmuni beggja. Takist það ekki verður ekki um samband að ræða. Svo einfalt er málið og svo nöpur er tilvera prinsa í dag. Á hverju stakk Þyrnirós sig? í þessu máli er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því af hverju Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Þyrnirós svaf. Einkum vegna þess að í deilum undanfarinna vikna hafa óþörf tilfinninga- semi og hnjóðsyrði hindrað eðlilega um- ræðu. „Kári er yfir- gangssamur og er að reyna að nauðga kerf- inu,“ segir annar hóp- urinn. „Þetta era bara öfundsjúkir læknar, sem geta ekki sætt sig við að Kári er klárari en þeir,“ segir hinn hópurinn. Líklega er hvorugt rétt. Það bendir allt til þess að Kári sé hæfur á sínu sviði og ætli að vinna hið þarfasta starf, enda krefjast eigin- hagsmunir hans þess. Og þótt öfund geti hrjáð lækna líkt og aðra eru þeir læknarnir fleiri sem hér telja aðferðafræðina ranga og vilja að hagsmunir íslensku þjóðarinnar séu hafðir að leiðarljósi. Við megum ekki heldur missa sjónar á því að hér starfa aðrir jafnhæfir sér- fræðingar, sem þurfa að koma að málum. Kári er ekki sá eini sem getur. Staðreyndin er að við höfum til þessa nær eingöngu skoðað þekk- ingaröflun okkar frá kostnaðarsjón- armiði, í stað þess að líta á hana sem fjárfestingu og horfa á lang- tímaarðsemi hennar. Með þeirri skammsýni höfum við heft marga þá sem hæfni sinnar vegna gætu hafa fleytt okkur mun lengra fram en orðið er. Aðstöðuleysi og fjár- magnsskortur er svefnþornið sem Þyrnirós stakk sig á. Nú virðast peningar ætla að detta af himnum ofan. Þá ofankomu þurfum við að skoða mjög vel. Fjármagn það sem hugsanlega má fá til uppbyggingar á gagnagranninum hlýtur að byggj- ast á hagsmunum. Þeir hagsmunir hverfa ekki út í veður og vind, þótt leitað sé leiða við framkvæmd máls- ins sem tryggja hagsmuni íslensku þjóðarinnar og þá beitingu granns- ins sem samræmist siðfræði okkar. Við verðum líka að gæta þess að kossinn sem er að vekja okkur reynist ekki þegar frá líður það svefnþorn sem svæfir svefninum langa. Heilbrigðiskerfi okkar er veður- barið eftir áralangt niðurskurð- arfárviðri. Við erum að leita nýrra leiða til að tryggja sem best fulla þjónustu, á verðlagi sem við ráðum við. Liður í þeirri leit er að afnema á mörgum sviðum einkaleyfi opinbera heilbrigðiskeifisins. Við verðum þó Við höfum sofið þyrnirósarsvefni í mörgum þáttum þekkingarmála, segir Halldór K. Valdimarsson, og Kári er á sínu sviði prinsinn sem er að vekja okkur. að gæta þess að kerfið geti áfram starfað sem fullgildur aðili. Ef að- gangur þess að þekkingu og þátt- taka þess í þekkingaröflun eru ekki tryggð, þá deyr það. Og með því hyrfi grundvöllur heilbrigðisþjón- ustu í landinu. Upplýsingagjaldmidill Gagnagrunnsmálið fjallar í raun um upplýsingar og verðmæti þeirra. Hér áður fyrr fólst ríkidæmi í að safna skildingum í handraða og liggja á sem fastast. í kjölfar iðn- byltingar urðu peningar að fara að ávaxta sig til að halda gildi sínu. Það þurfti að fjárfesta, ef stöðnun og gjaldþrot áttu ekki að blasa við. Upplýsingabyltingin hefur kallað fram svipaðar breytingar á stöðu þekkingar. Þekking er ekki lengur eitthvað sem við liggjum á líkt og ormar á gulli. Þekkingu verður að endurnýja hratt og samfellt og gjaldmiðlillinn í þeim viðskiptum er þekkingin sjálf. Það er fyrirsjáan- legt að í náinni framtíð verði þekk- ing og upplýsingar mikilvægari gjaldmiðill en peningar. Við verðum því að umgangast þekkingarforða okkar eins og fjárhirslu. Möguleik- ar okkar til að skapa nýja þekkingu eru auðlind sem jafnast á við fiski- stofna og vatnsföll. Við verðum einnig að gera okkur grein fyrir því að jafngildi upplýsinga er ekki tryggt. Það er ekki sjálfgefið að við getum greitt fyrir þekkingu í lækn- isfræði, með upplýsingum um orku- eða fiskveiðimál. Við verðum að byggja þekkingarforða á öllum svið- um, ef gjaldgengi okkar á ekki að rýma. Aðkoma allra Til þess að þekkingargrunnur okkar byggist og nýtist á skilvirkan máta verðum við að tryggja að sem flestir komi að uppbyggingunni og hafi aðgang að þekkingunni sem hlýst af. Öll einkaleyfi, hvort sem þau era veitt einstaklingi, fyrirtæki eða stofnun, eru þar í eðli sínu af hinu illa. Afleitt einkaleyfi fámenns hóps sérfræðinga er þar jafnslæmt og yfirlýst einkaleyfi lögaðila, þannig að það verður ekki einfalt að finna viðunandi Ieiðir. Loks verðum við að hafa hugfast að gagnagrunnsmálið er undanfari margi-a skyldra mála og sú af- greiðsla sem það fær verður for- dæmi, sem við viljum vanda eins og kostur er. I raun krefst þetta mál þess að við tökum til endurskoðunar afstöðu okkar til öflunar og með- ferðar þekkingar. Það er skiljanlegt að stjórnvöld hneigist til að beita skammtímalausn, sem felst í því að veita eitt lítið einkaleyfi og leggja sig aftur. Þessi auðvelda lausn mun hins vegar skapa illleysanleg vandamál fyrir íslensku þjóðina þegar til lengri tíma er litið og ætti því síst allra að vera til umræðu nú. Við megum ekki afhenda neinum það páfavald að ákveða hver má lesa biblíuna. Höfundur er Ijósmyndari á Landspítala. Gagnagrunnsmálið og viðhorf til þekkingar Halldór K. Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.