Morgunblaðið - 28.05.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.05.1998, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ . Tilboðsverð kr. 94. 718 Listaverð kr. 105.242, FLAGGSKIPIÐ FRÁ BENEFON Benefon Spica ► Valmynd á íslensku ► Vegur aðeins 240 g ► Rafhlaðan endist allt að 5 daga íbið ► Úrval aukabúnaðar Listaverð kr. 52.611,- 1 Tilboðsverð kr. 47.350,- ) Benefon Delta ► Vegurtfog ► Rafhlaðan endist allt að 4 daga i bið eða 2,5 felst. í notfeun Listaverð kr. 78.926,- ( Tilboðsverð kr. 71.033,- ) Benefon Sigma Gold ► Valmynd á íslensku ► Vegur2g8g ► Rafhlaðan endist allt að 4 daga í bið eða \ 2,5 filst. í notkuh ( Listaverð kr. 73.663 AFSLATTUR AF BENEFON VÖRUM í MAÍ ( Tilboðsverð kr. 66.296,-) Benefon Forte atvinnusími ► Sendistyrkur ísW ► Handfrjáls búnaður, bílfestingar og kaplar fylgja Vandaðu valið LANDIÐ STÚDENTAR voru að venju fjölrnennasti hópurínn sem brautskráðist frá skólanum og þeir settu siðan upp hvítu kollana eftir að hafa tekið við prófskírteinum sínum. Fjölbrautaskóli Suðurnesja Aldrei fleiri brautskráðir Keflavík - Fjölbrautaskóla Suður- nesja var slitið við hátíðlega athöfn á sal skólana á laugardaginn að viðstöddu fjölmenni. Að þessu sinni voru brautskráðir 97 nemendur og hafa aldrei jafn margir verið verið brautskráðir frá skólanum. Á skólaárinu brautskráði skólinn 170 nemendur sem einnig er nýtt met. Olafur Jón Arnbjörnsson skóla- meistari afhenti nemendum braut- skráningarskírteinin og sagði hann við það tækifæri að húsakostur skól- ans væri nú orðin of lítill vegna fjölg- unar nemenda og að menn væru þegar farnir að leita leiða til úrbóta. Að venju voru veittar viðurkenn- ingar fyrir góðan námsárangur og bar þar hæst frábæran árangur Lilju Daggar Heiðarsdóttur Fjeldsted sem hlaut verðlaun í 5 greinum: þýsku, dönsku, ensku, íslensku og í stærðfræði og raungreinum. Aðrir sem hlutu verðlaun voru: Bragi Guðjónsson fyrir árangur í við- skiptagreinum, Lilja B. Jónsdóttir fyrir árangur í uppeldis- og sálar- fræði og í heimspeki, Þorvaldur Halldór Bragason fyrir árangur í stærðfræði, Hulda Sævarsdóttir fyr- ir frábæra ffammistöðu í ffönsku, þær Dagbjört Hulda Guðmundsdótt- ir, Sigurbjörg Jónsdóttir úr Sand- gerði og Sara Ross Bjarnadóttir all- ar fyrir frábæra frammistöðu í þýsku. Sara Ross fékk einnig verð- laun fyrir góðan árangur í ensku. Rósant G. Aðalsteinsson hlaut við- urkenningu fyrir frábæran árangur í almenna hluta meistaranáms, Vil- hjálmur Árnason fyrir mestar fram- farir í fornámi, Brynjar Guðmunds- son fyrir bestan árangur í málm- greinum, Gísli Blöndal fyrir góðan árangur á iðnbraut húsasmiða og Guðni Þór Frímannsson fyrir bestan árangur í málmsuðukeppninni sem fram fór í lok apríl. 700 nemendur í dagskóla Á önninni stunduðu 700 nemendur nám í dagskóla og í öldungadeild Morgunblaðið/Björn Blöndal LILJA Dögg Heiðarsdóttir Fjeld- sted hlaut verðlaun fyrir frábær- an námsárangur í fímm greinum. voru 300 nemendur. Ólafur Jón Arn- björnsson skólameistari sagði að í öldungadeildinni ætti sér stað at- hyglisverð þróun. I öðrum skólum fækkaði þeim stöðugt sem sæktu nám í öldungadeild á meðan nem- endum í Fjölbrautaskóla Suðumesja fjölgaði ár frá ári. Þetta var 22. skólaár Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Kennarar í fullu starfi við skólann eru 55 og stundakennarar eru 4. Skólaslit í Framhaldsskólanum á Húsavík Morgunblaðið/Silli HÓPURINN sem útskrifaðist frá Framhaldsskólanum á Húsavík. - úrval hágæöa N3V1T farsíma frá ® ■BENEF«Nk V SÍMINN Ármúla 27, sími 550 7800 • Kringlunni, sími 5506690 Landssímahúsinu v/ Austurvöll, sími 800 7000 Afgreiðslustaðir íslandspósts um land allt Húsavík - Framhaldsskólanum á Húsavik var slitið um sfðustu helgi og útskrifaði hann þá 37 nemendur, þar af 28 með stúdentspróf, og er þetta Qöl- mennasti hópur stúdenta sem út- skrifast hafa frá skólanum. „Þeir sem setja markið hátt eiga með áhuga árangurinn næsta vísan,“ sagði skólameistari Framhaldsskólans á Húsavík, Guðmundur Birkir Þorkelsson, er hann sleit skólanum um síð- ustu helgi. „Nú hefur framhaldsskólinn á Húsavík starfað í 11 ár. Tor- tryggni fylgdi honum frá upphafí vegna smæðar hans en hann hef- ur nú fullkomlega sannað tilver- urétt sinn með því að útskrifa 28 stúdent- ar braut- skráðir góða nemendur sem vel hafa staðið sig þegar þeir hafa komið á hærra menntastig. Sterkustu hliðar skólans eru fjölbreytt námsval og gott kennaralið þótt skólinn sé ekki stór.“ Það stendur skólanum fyrir þrifum að heimavist hans er lítil og ekki hentug og er mikill áhugi fyrir því að bæta úr því máli. Skólameistari minntist sér- staklega fjögurra starfsmanna sem nú yfirgefa skólann sökum aldurs. Þau eru hjónin Brynhild- ur Gísladóttir og Halldór Bjarna- son, sem séð hafa um húsvörslu og ræstingu skólans og kennar- arnir Védís Bjarnadóttir og Ingi- mundur Jónsson. Hann þakkaði þeim öllum samviskusemi og trúnað í starfí. Hann sagði að trúmennska og samviskusemi hefði mótað þeirra starf, þau hefðu haldið uppi aga en jafn- framt átt vináttu nemenda. Þeim voru færðar gjafir. Tveir nýstúdentar, Þórunn Harðardóttir og Jóhanna Gunn- arsdóttir, settu svip sinn á hátíðina með því að leika fjór- hent á píanó.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.