Morgunblaðið - 28.05.1998, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1998 13
FRÉTTIR
því sambandi vil ég nefna ákvarðan-
ir um laxeldi, fiskeldi og refarækt.
Eg nefni einnig ýmislegt sem teng-
ist sjávarútvegi og byggðastefnu,
sem bankinn hefur þurft að fylgja.
Petta eru stjórnvaldsákvarðanir og
það er mjög mikilvægt að það komi
upp á yfirborðið í sambandi við þessi
útlánatöp hvað sé hægt að rekja
beint til stjórnvaldsákvarðana,"
sagði Anna.
Hún sagði að það hlyti að vera
fengur í því fyrir þá þingmenn sem
færu fremstir í flokki varðandi
Landsbankann að þeir fengju allar
þessar upplýsingar til þess að eiga
auðveldara með að setja hluti í sam-
hengi. Þegar það lægi fyrir hvernig
ríkisvaldið á hverjum tíma hefði
haft afskipti af bankanum væri
mjög mikilvægt að menn veltu íyrir
sér hverjir bæru ábyrgðina á
útlánatöpum vegna fiskeldis, ref-
aræktar og fleira. „Eru það banka-
stjórarnir, bankaráðið, einstakir
þingmenn eða er það ríkisstjórnin
öll? Menn skulu svara því þegar
þessar upplýsingar liggja fyrir. Ég
mun sjá til þess að þær upplýsingar
sem ég hef óskað eftir verði birtar,“
sagði Anna að lokum.
Jóhann Ársælsson, fyrr-
verandi bankaráðsmaður
Full ástæða
til að skoða
þessi mál
JÓHANN Ársælsson, fyrrverandi
bankaráðsmaður Landsbanka Is-
lands, segist fagna þeirri tillögu
Kjartans Gunnarssonar að óska eft-
ir sakamálarannsókn á málefnum
eignaleigufyrirtækisins Lindar hf.
Hann telji að full ástæða sé til að
skoða þessi mál.
„A sínum tíma þegar þetta var
rætt í bankaráðinu var ég afskap-
lega efins um að við gætum litið
framhjá því sem virtist vera sak-
hæft í þessu máli. Pað varð hins
vegar niðurstaðan eftir miklar um-
ræður í bankaráðinu að Ijúka því
með þessum hætti, með bréfi eða
greinargerð til Ríkisendurskoðunar
og mér fannst miklu líklegra þegar
það bréf var sent að Ríkisendur-
skoðun myndi ekki una við og láta
þar við sitja, eins og raun varð nú
á,“ sagði Jóhann.
Hann sagðist gera ráð íyrir því að
bankaráðið hefði óskað eftir rannsókn
ef Ríkisendurskoðun hefði ekki
svarað með þeim hætti sem hún
gerði. „Þetta var auðvitað fyrst og
fremst spuming um það hvort ætti að
fara fram opinber rannsókn á þessu
máli eða ekki. Þetta var niðurstaðan á
þessum tíma og ég tek ábyrgð á því
með þeim sem voru með mér í
bankaráðinu, en það hefði ég aldrei
gert ef Ríkisendurskoðun hefði ekki í
raun og veru lýst því skýrt yfir að
hún gripi ekki til frekari aðgerða
nema nýjar upplýsingar kæmu
fram,“ sagði Jóhann ennfremur.
Hann sagði að hann hefði talið að
hægt væri að treysta því ef Ríkisend-
urskoðun, sem hefði a.m.k. í hans
augum sérstaka stöðu sem siðgæðis-
stofnun, léti málið afskiptalaust. Þá
væri það trygging fyrir því að
bankaráðið hefði gengið þannig frá
málinu að það væri forsvaranlegt.
Tel mig ekki bera sök
Jóhann sagði að fjallað hafí verið
um það innan bankaráðsins hvernig
mætti koma í veg fyrir að svona
hlutir gætu endurtekið sig í rekstri
bankans. Auk þess hafi bankaráðið
gripið til ýmissa ráðstafana í málinu
sem hann kvaðst þó ekki geta tjáð
sig um hverjar væru. Sagði Jóhann
það koma fram í bréfi bankaráðsins
til Ríkisendurskoðunar og eðlileg-
ast að bréfið yrði birt.
„Ég tel mig ekki bera sök í þessu
máli vegna þess að þeir sem yfir
okkur eru settir, sem ég tel vera
Ríkisendurskoðun, sem er aðalend-
urskoðandi bankans auk þess að
vera ríkisendurskoðun sem á að
vera hægt að treysta fyrir því að
leggja dóm á þessa hluti, og
bankamálaráðherra, sem er æðsti
yfirmaður bankans, höfðu um þetta
fulla vitneskju. Bankaráðið tók
þessar ákvarðanir í góðri trú um að
því yrði þá alla vega komið til skila
snarlega til bankaráðsins ef menn
teldu að ekki hefði verið nægilega
langt gengið í ráðstöfunum vegna
þessa máls,“ sagði Jóhann.
Jóhann segir að bankaráðið hafi
verið sammála um það að Lands-
banki íslands gat ekki látið Lind
verða gjaldþrota. Bankinn hafi
orðið að taka tapið á sig.
„Það hefði orðið algjört stflbrot á
orðstír Landsbankans að láta fyrir-
tæki sem hann átti algjörlega sjálf-
ur fara í gjaldþrot. Fyrirtækið var
keypt á sínum tíma og hefur örugg-
lega verið illa statt þegar það var
keypt. Því var síðan stjómað á þann
hátt að enn seig á ógæfuhliðina.
Þetta var reyndar allt löngu liðið
áður en ég kom inn í bankaráðið en
það sat eftir með þessi dým
mistök," sagði Jóhann.
Sverrir Hermannsson segir að Finnur
Ingólfsson fari með rangt mál á þingi
Vissi að 1996 var
talið að tapið af Lind
yrði 900 milljónir
SVERRIR Hermannsson, fyrr-
verandi bankastjóri Landsbanka
íslands, sagði í gær að Finnur
Ingólfsson, iðnaðar- og við-
skiptaráðherra, væri að reyna að
koma sér út úr máli eignarleigu-
fyrirtækisins Lindar hf. og
Landsbankans með ósannindum.
Hann sagði að þegar Finnur
svaraði fyrirspurn um Lindar-
málið á Alþingi í júní 1996 hefði
verið talið að tapið vegna Lindar
yrði 900 milljónir króna og það
hefði Finnur vitað.
„Viðbrögð Finns Ingólfssonar í
máli þessu em öll eins og gera
mátti ráð fyrir,“ sagði Sverrir.
„Með ósannindavaðli og útúrsnún-
ingum reynir hann að smjúga út
úr Lindarmálinu."
Sverrir kvaðst þar eiga við að
Finnur hefði bæði haft undir
höndum skýrslu rfldsendur-
skoðanda um málefni Lindar þar
sem fram kemur að hann telji
brýnt að bankaráð Landsbankans
láti rannsaka þau nánar og bréf
Kjartans Gunnarssonar, þáver-
andi formanns bankaráðs Lands-
bankans, þar sem segir að talið
hafi verið að tapið vegna Lindar
yrði 400 milljónir króna en ljóst
væri orðið að það væri miklu
meira.
Minnkuðu tapið um
200 milljónir
„Rfldsstjórninni endilangri var
þá kunnugt um að talið var að
tapið mundi verða 900 milljónir,“
sagði Sverrir. „Ég hef það stað-
fest í bréfi. Endirinn varð hins
vegar sá að tapið var 707 milljónir
eftir að við höfðum stjórnað inn-
heimtunni í Hömlum. Við
minnkuðum tapið um 200 milljón-
ir, en þegar Finnur var að fela
málið hélt hann og allir aðrir að
það mundi nema 900 milljónum.
Finni var fullkunnugt um þetta."
Sverrir sagði að reyndar mætti
með sanni líkja Finni við könguló í
þeim fjármálavef Lindar. Hann
væri einkavinur og ráðgjafi Þórð-
ar Ingva Guðmundssonar, sem
var framkvæmdastjóri Lindar, og
hefði tekið að sér að sjá um yfir-
hylminguna í málinu.
„Þeir fóru ekki dult með það,
framsóknarmennimir í Lands-
bankanum, á sínum tíma að Finn-
ur myndi sjá til þess að ekkert
yrði aðhafst í Lindarmáli,“ sagði
Sverrir. „Hann myndi fá aðstoð
Steingríms Hermannssonar í
Seðlabankanum til að bankaeftir-
litið héldi að sér höndum. Sem
æðsti yfirmaður Landsbankans
myndi hann og rfldsstjórnin kæfa
málið í bankanum.
Svemr sagði Ijóst að við-
skiptaráðherra hefði ekki greint
Alþingi rétt frá þegar hann
svaraði fyrírspum Ástu Ragn-
heiðar Jóhannesdóttur alþingis-
manns um það fyiir tveimur ár-
um.
Hugsaði sig um í
tvo mánuði
„Auðvitað laug Finnur vísvit-
andi að Alþingi 3. júní 1996 eins
og sannast hefur,“ sagði hann.
„Hann hugsaði sig um í tvo mán-
uði hvemig hann ætti að svara
bréfi bankaráðsformanns Lands-
bankans frá því í apríl 1996
þannig að hafa mætti í því út-
gönguleið ef yfirhylmingin
kæmist upp. Nú er hann að reyna
að notfæra sér þau undanbrögð,
en rekur um leið rýtinginn í bakið
á Kjartani Gunnarssyni og reynd-
ar Davíð Oddssyni forsætis-
ráðherra einnig eins og sannaðist
eftiiTninnilega á blaðamannafundi
hans. Það er of seint að sam-
hryggjast þeim tveimur, Kjartani
og forsætisráðherra, þar sem
Finnur á aðeins eftir það, sem
honum mun nú þykja erfiðast, en
það er að hljóta pólitískan
dauðdaga."
Sverrir gagnrýndi framgöngu
Finns vegna laxveiðiferða, risnu
og fleira á vegum Landsbankans,
en í kjölfar þess máls sögðu
bankastjórar bankans, Björgvin
Vilmundarson, Halldór Guð-
bjamason og Sverrir, af sér.
„Á hinn bóginn vann Finnur
ýmis afrek eins og það að stjórna
aðfór bófagengis að mér í Lands-
bankanum af þeirri snilld að sjálf-
ur forsætisráðherrann taldi það
skyldu sína að krefjast þess hálfri
klukkustund eftir að ég varð land-
fastur 13. apríl að ég viki tafar-
laust úr sæti bankastjóra," sagði
Sverrir. „Ekki lét framkvæmda-
stjóri Sjálfstæðisflokksins sitt eft-
ir liggja í undirtekunum við aðfar-
imar fremur en endilangt Alþingi
undir forustu forsetadæmisins að
ógleymdum Gunnlaugi M. Sigfús-
syni Kögunarmanni."
Sverrir sagði að það kæmi sér
ekki á óvart að Ríkisendurskoðun
hefði í mars 1996 sagt að rann-
saka þyrfti mál Lindar vegna þess
að í Ijósi þeirra hagsmuna, sem
hefðu glatast og hvemig haldið
hefði verið á málum, virtist vera
tilefni til að kanna hvort rétt væri
að draga menn til ábyrgðar, en í
nóvember komist að þeirri niður-
stöðu að ekki væri ástæða til að
aðhafast frekar í málinu nema
nýjar upplýsingar kæmu fram.
„Ríkisendurskoðandi sneri við
blaðinu eftir pöntun eins og sá
maður gerir ævinlega," sagði
Sverrir Hermannsson.
Viðskiptaráðuneyti afhenti Lindarskýrslu vegna ákvæða upplýsingalaganna
Upplýsingarnar ekki
þess eðlis að tak-
markanir ættu við
Viðskiptaráðuneytið taldi sér skylt að af-
henda gögn ráðuneytisins um málefni
Lindar á grundvelli 3. greinar upplýsinga-
laganna. Pétur Gunnarsson kynnti sér
rökstuðning ráðuneytisins og viðeigandi
ákvæði upplýsingalaganna.
PÁLL Gunnar Pálsson, deildar-
stjóri í viðskiptaráðuneytinu, segir
að eftir að hafa farið yfir þær tak-
markanir, sem settar em við upp-
lýsingaréttinum, m.a. í 5. grein upp-
lýsingalaganna, þar sem fjallað er
um takmarkanir á upplýsingarétti á
grundvelli einkahagsmuna, hafi það
verið mat ráðuneytisins að upplýs-
ingar í skýrslu um málefni Lindar
væra þess eðlis að ákvæði greinar-
innar mundu ekki takmarka skyldu
ráðuneytisins til að veita upplýsing-
amar.
Opinber birting gagnanna hafi
því verið ákveðin að teknu tilliti til
annarra ákvæða laganna og með til-
liti til þeirrar umræðu sem verið
hefði um málefni Lindar í þinginu
og fjölmiðlum.
Skylt að veita aðgang
I 3. grein upplýsingalaganna, sem
tóku gildi 1. janúar 1997, segir að
stjórnvöldum sé skylt, sé þess
óskað, að veita almenningi aðgang
að gögnum sem varða tiltekið mál
með þeim takmörkunum sem grein-
ir í 4.-6. grein laganna. Réttur til
aðgangs að gögnum nái í fyrsta lagi
til allra skjala sem mál varða, þar
með talin endurrit af bréfum sem
stjómvald hefur sent enda megi
ætla að það hafi borist viðtakanda; í
öðra lagi til allra annarra gagna
sem mál varða, svo sem teikninga,
uppdrátta, korta, mynda, örfilma og
gagna sem vistuð era í tölvu. I
þriðja lagi nái rétturinn til dag-
bókarfærslna sem lúta að gögnum
málsins og lista yfir málsgögn.
„Stjórnvöldum er heimilt að veita
aðgang að gögnum í ríkari mæli en
kveðið er á um í þessum kafla nema
fyrirmæli laga um þagnarskyldu
standi því í vegi,“ segir í lok 3.
greinarinnar.
í greinargerð með frumvarpi til
upplýsingalaganna kemur fram að
almenningur eigi rétt til aðgangs að
gögnum mála án þess að þurfa að
sýna fram á tengsl við málið eða
aðila þess og án þess að þurfa að
sýna fram á hagsmuni af því að fá
eða nota umbeðnar upplýsingar.
Takmarkanir á þeim almenna
upplýsingarétti sem veittur er í 3.
grein eru tvíþættar. Annars vegar
era tiltekin gögn undanþegin upp-
lýsingarétti í 4. grein laganna. Þar
er einkum um að ræða fundargerð-
ir ríkisráðs og ríkisstjórnar, bréfa-
skipti stjórnvalda við sérfróða
menn til afnota í dómsmáli eða við
athugun á því hvort slíkt mál skuli
höfðað. Einnig vinnuskjöl, sem
stjómvald hafi ritað til eigin afnota
og hafa ekki að geyma endanlega
ákvörðun um afgreiðslu máls eða
upplýsingar sem ekki verður aflað
annars staðar. Loks eru umsóknir
um störf hjá rfki eða sveitarfélög-
um og öll gögn sem þær varða, und-
anþegin upplýsingarétti, að öðru
leyti en varðar upplýsingar um
nöfn, heimilisföng og starfsheiti
umsækjenda.
Hagsmunamat
Hin takmörkun upplýsingaréttar-
ins er útfærð í 5. og 6. grein laganna
á þeim forsendum tilteknir hags-
munir geti vikið upplýsingaréttin-
um til hliðar. 5. greinin fjallar um
takmarkanir vegna einkahagsmuna.
Þar segir að óheimilt sé að veita al-
menningi aðgang að gögnum um
einka- eða fjárhagsmálefni einstak-
linga sem sanngjarnt er og eðlilegt
að leynt fari, nema sá samþykki
sem í hlut á. Sömu takmarkanir
gildi um aðgang að gögnum er
varða mikilvæga fjárhags- eða við-
skiptahagsmuni fyrirtækja og ann-
arra lögaðila.
í 6. grein laganna er ákvæði um
takmarkanir á upplýsingarétti
vegna almannahagsmuna. Þar segir
að heimilt sé að takmarka aðgang
almennings að gögnum þegar mikil-
vægir almannahagsmunir krefjast
enda hafí þau að geyma upplýsingar
um öryggi ríkisins eða varnarmál,
samskipti við önnur ríki eða
fjölþjóðastofnanir, viðskipti stofn-
ana eða íyrirtækja í eigu ríkis eða
sveitarfélaga að því leyti sem þau
era í samkeppni við aðra eða fyrir-
hugaðar ráðstafanir eða próf á veg-
um ríkis eða sveitarfélaga ef þau
yrðu þýðingarlaus eða næðu ekki
tilætluðum árangri væru þau á al-
manna vitorði.
í greinargerðinni kemur fram að
aðgangur almennings að upplýsing-
um verði almennt ekki takmarkaður
á grandvelli þessara ákvæða nema
að undangengnu mati stjórnvalds á
því hvort hætta sé þá að þeir hags-
munir sem tilgreindir eru í 5. og 6.
grein laganna skaðist ef upplýsing-
ar era veittar.