Morgunblaðið - 28.05.1998, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.05.1998, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1998 19 ______________LANDIÐ_____________ Breiðbandið opnað á Húsavík Morgunblaðið/Silli EINAR Njálsson bæjarstjóri, Guðmundur Björnsson, framkvæmda- stjóri Landssímans, Halldór Blöndal samgönguráðherra og Eggert Haraldsson, símstjóri á Húsavfk. Húsavík - Samgöngumálaráðherra Halldór Blöndal opnaði formlega hinn 21. þessa mánaðar Breið- bandið á Húsavík og hefur því nú Húsavík og hluti Reykjavíkur afnot af því. Athöfnin hófst með ávarpi bæjar- stjórans Einars Njálssonar. Hann sagði að 1996 hefði samstarf Húsa- víkurkaupstaðar og Landssímans hafist um það verkefni að endur- nýja ýmsar lagnir í götum bæjarins og um leið að leggja breiðband um bæinn og var því verki lokið á tveim árum. Nú er breiðbandið komið inn fyrir vegg allra íbúðarhúsa á Húsa- vík og þá er aðeins val eigenda að tengjast því. Stofnaður hefur verið samstarfs- hópur, sem Húsavíkurkaupstaður og Landssíminn standa að. Starfs- hópnum er ætlað að útfæra og kynna hugmyndir og verkefni til nýtingar á tækni breiðbandsins til flutnings upplýsinga, fræðslu í skólum og endurmenntunar, til hagræðinar í atvinnulífi og úr- lausna í heilbrigðisþjónustu svo eitthvað sé nefnt af þeim mörgu möguleikum sem breiðbandið býð- ur upp á. Starfshópinn skipa frá Landssímanum Friðrik Friðriks- son, frá Borgarhólsskóla Vala Stef- ánsdóttir, frá atvinnulífinu Steindór Sigurgeirsson, en Húsavíkurbær hefur ekki tilnefnt sinn fulltrúa. Guðmundur Björnsson, fram- kvæmdastjóri Landssímans, ávarp- aði viðstadda gesti, sem fjölmennt höfðu tO þessarar athafnar. Hann óskaði Húsvíkingum til hamingju með að vera komnir í þetta sam- band, sem gæfi svo mikla mögu- leika í fjarskiptum. Hann sagði að til umræðu hefði verið að velja stað utan Reykjavíkur til tilraunar og hefði Húsavík orðið fyrir valinu. Hann taldi það vel hafa verið valið því gott samstarf hefði verið milli aðila sem að verki þessu hefðu unn- ið. Áformað er að árið 2000 verði ljósleiðarinn kominn inn á 52.000 heimili í landinu. Nú er hafin lagn- ing bandsins á Akureyri, ísafirði, Keflavík og Egilsstöðum. Gamla Pakkhúsið í Olafsvík opnað Hellissandi - Laugardaginn 23_. maí var gamla Pakkhúsið í Ólafsvík formlega opnað að þessu sinni. A húsinu hafa verið gerðar verulegar end- urbætur síðustu tvö 2 ár en þá hafði það beðið Iokavið- gerðar í allmörg ár. Húsið, sem er yfir 150 ára gamalt, er alfriðað. Húsið var upphaflega reist af Clausensverslun í Ólafsvík og þykir með merkilegustu húsum sinnar gerðar sem enn varðveitast. Eft- ir nákvæma úttekt á húsinu hef- ur það verið smám saman endur- gert og er því nú að mestu leyti lokið. Steinþór Sigurðsson, list- málari frá Þjóðminjasafni Is- lands, hefur haft eftirlit með framkvæmdinni upp á síðkastið. Langtum fleiri hafa þó að þessu komið og sýnt húsinu einstakan áhuga sem vert er. Májþar nefna safnvörðinn, Sigrúnu Astu Jóns- GAMLA pakkhúsið í Ólafsvflí. dóttur, formann byggðasafns- nefndar, Svanhildi Pálsdóttur og Sigurð Elínbergsson húsasmíða- meistara sem annast hefur smíð- ina upp á síðkastið. Fjölmargir gestir sóttu Pakk- húsið heim þennan laugardag, skoðuðu breytingarnar, byggða- safnið sjálft sem búið er að koma fyrir með smekklegum hætti, Náttúrugripasafnið á Hellissandi, sem lánað hefur muni sína til orgunblaðið/Ólafur Jens Sigurðsson ÞAU báru veg og vanda af opnun byggðasafnsins. Frá vinstri: Svan- hildur Pálsdóttir, Sigrún Ásta Jónsdóttir og Steinþór Sigurðsson. safnsins, merkilegt eggjasafn, sem Torfi Sigurðsson hefur lánað til safnsins, og krambúðina sem búið er að koma upp á neðstu hæð hússins. Húsinu er ætlað það hlutverk í framtíðinni að vera hluti af Byggðasafni Snæfellinga, upplýsingamiðstöð ferðamála og krambúð, þar sem handunnir munir verða til sýnis og sölu. Eins og áður getur var húsið formlega opnað á þessu sumri sl. laugardag og gerðu það Svan- hildur Pálsdóttir, formaður byggðasafnsnefndar, og Sigrún Asta Jónsdóttir safnvörður. Gest- um var boðið upp á kaffí. Pakk- húsið verður opið í allt sumar frá því kl. 10 að morgni til kl. 18 síð- degis. FÉLAG GARDPLÖNTU- FRAMLEIÐENDA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.