Morgunblaðið - 28.05.1998, Side 35

Morgunblaðið - 28.05.1998, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1998 35 LISTIR Eitt af snilldarverkum heimsbókmenntanna Morgunblaðið/Ásdís ARNÓR Hannibalsson „SKÁLDSAGAN Hinir óðu var sam- in í kringum 1870. Hún er uppgjör við strauma og stefnur í stjórnmál- um Rússlands sem þá voru uppi,“ segir Arnór þar sem við sitjum inni á skrifstofu hans á efstu hæð aðal- byggingar háskólans, innan um ótölulegan fjölda bóka og tímarita, sem skaga út af öllum hillum og borðum. Þetta er maður sem engu hendir og engu gleymir hugsar blaðamaður með sér þar sem hann situr að spjalli við Arnór og virðir fyrir sér umhverfíð. „Dostojevskí notar réttarhöld yfir manni að nafni Nétsjaev sem uppistöðu í bókinni," heldur Arnór áfram. „Nétsjaev þessi var leiðtogi fyrir róttækum flokki byltingarmanna sem höfðu uppi neðanjarðaráróður. Svo fór að gæta skoðanamunar í flokki Nétsjaev og tók hann þá það ráð að myrða einn flokksmanna sinna og hélt að með því hefði hann búið þá undir sína for- ystu. Síðar var hann handtekinn og dreginn fyrir rétt. Dostojevskí er í þessari bók að gera upp sakirnar við tvær kynslóð- ir, annarsvegar þá sem aðhylltist frjálslynda stefnu eins og var uppi á þessum tíma í Evrópu. Svo voru það hinir sem hugsuðu sér að breyta stjórnskipulagi Rússlands með vel heppnuðu valdaráni. A móti þessari skoðun teflir Dostojevskí lífsafstöðu hins trúaða manns sem heldur fram virðingu fyrir einstaklingnum og friði. Niðurstaða höfundarins er sú að samfélag sem hvílir á ofbeldi hvort sem það er flokkur eða ríki fær ekki staðist. Þessi saga er byggð upp af mikilli snilld þannig að oft á tíðum meðan á vinnunni stóð varð ég alveg dolfall- inn,“ segir Arnór. „Sagan leiðir fram söguhetjur sem eru hver fyrir sig sérstakar og halda uppi umræðunni um tilvist og framtíð mannsins. Hvað það er að vera maður og hvernig rússneskt þjóðfélag er á leiðinni að verða á þessum tíma. Persónurnar eru skýrt mótaðar. Þar er ekki að finna pólitískar predikanir heldur er verið að lýsa örlögum manna sem hafa ákveðna lífsskoðun. Dostojevskí nær vel málfari sögupersónanna, kækjum og siðum. Það var stundum erfitt að koma þessu til skila í Nýlega kom út skáldsagan Hinir óðu eftir Fjodor M. Dostojevskí í þýðingu Arnórs Hannibalsson- ar prófessors við Háskóla íslands. Hinir óðu er ein af stóru skáldsögunum eftir Dostojevskí og hér fræðist Hildur Einars- dóttir um bakgrunn sögunnar og um það hverjir voru helstu erfíðleikarnir á vegi þýðandans. þýðingunni. Hann hefur meistaratök á rússnesku tungumáli og það stend- ur eftir sem minnisvarði um mikla menningu þessa tíma.“ Gefur út sjálfur Amór segir að það hafi verið eins og Dostojevskí hafi séð fram í tí- mann. Því í rauninni sé hann að lýsa hugsunarhætti manna sem voru uppi um og eftir aldamótin þegar Lenín og menn hann gerðu byltingu í Rúss- landi árið 1917. „Enda mátti heita svo að Dostojevskí væri bannaður í Sovétríkjunum að fyrirskipan Leníns en kommúnistaflokkurinn hafði megnustu óbeit á Dostojevskí." Hvar var Dostojevskí sjálfur staddur á pólitísku litrófi þessa tíma? „Það má segja að hann hafi verið „kristilegur demókrati," segir Amór og brosir örlítið. „Annars er erfitt að staðsetja hann eftir nútíma mæli- kvörðum. Hann var einlæglega krist- inn maður þótt hann væri á móti kaþólskunni sem hann gagnrýndi fyrir að hafa gleymt Kristi og gert kirkjuna að valdastofnun. Hann var hlynntur framfömm en var á móti gróðahyggjumönnum sem héldu að þeir gætu keypt allt og alla og gerði óspart grín að slíkum mönnum eins og í skáldsögu sinni um Karamasov bræður. Ef hann hefur tileinkað sér einhverja pólitík þá var hún sú að feta í fótspor Krists ef hægt er að tala um pólitík í þeim skilningi." Afhverju varð þessi bók fyrir val- inu þegar þú ákvaðst að helga þig þýðingum um tíma? „Mér fannst bókin eiga erindi við íslenska lesendur. Um allan heim er nú verið að gera upp reikningana við sjötíu ára tímabil í sögu Sovétríkj- anna, tímaskeiðið frá 1917 til 1991. Þessi saga er vel til þess fallin að átta sig á hvaða sakir er verið að gera upp.“ Sagan, Hinir óðu, er tæpar sjö hundruð blaðsíður og þýddi Arnór söguna beint úr rússnesku. Hverjir ætli hafi verið helstu erfiðleikarnir við þýðinguna? „Það er ekki hægt að þýða Péturs- borgar rússneskuna eins og hún var á 19. öld yfir á íslenskt mál. Því mið- ur tapast í þýðingunni þessi Péturs- borgarmenning sem þá var eins og ég hef drepið á áður. Þar að auki hef- ur hver persóna sitt sérstaka málfar, það er mjög erfitt að þýða það. Hins vegar ættu allir aðrir þættir að kom- ast til skila.“ Arnór hefur áður þýtt langa smásögu eftir Dostojevskí, sem heit- ir á íslensku Vornætur (Ur endur- minningum draumóramanns). Sög- una las hann upp í Ríkisútvarpinu. Sagan er nú til á prenti og fæst ásamt Hinum óðu í Bóksölu stúdenta. Arnór segir að engin leið sé að reikna tímann nákvæmlega sem fór í að þýða skáldsöguna Hinir óðu. Hóf hann verkið árið 1994 og lauk við það rúmum tveim árum síðar. „Síðan þá hefur þýðingin verið að flækjast á milli útgefenda sem allir neituðu að gefa verkið út svo ég ákvað að gefa það út sjálfur." Listaverka- sýning* í Bústaða- kirkju Á KIRKJUVIKU í Bústaða- kirkju er sýning listamannanna Þórðar Hall og Þorbjargar Þórð- ardóttur og sýna þau verk sín í forkirkjunni. Verk Þorbjargar eru ofin úr ull, hör og handspunnu hrosshári. Hugmyndir að verkunum sækir hún til náttúrunnar og vinnur úr þeim á óhlutbundinn hátt. Þetta eru minningarbrot af náttúrufyr- irbærum þar sem samspil efnis og áferðar er mikilvægur þáttur. Þorbjörg stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Is- lands 1968-72 og lauk mynd- mennta- kennaraprófi þaðan. Síð- an stundaði hún framhaldsnám við Konstfackskolan í Stokkhólmi 1972-74. Hún starfaði sem kenn- ari við Textíldeild Myndlista- og handíðaskóla Islands um tólf ára skeið, starfar nú á eigin vinnu- stofu að listvefnaði. Þorbjörg hefur haldið nokkrar einkasýningar hérlendis auk þess tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og í útlöndum. Þórður Hall stundaði myndlist- amám við Myndlistaskólann í Reykjavík, Myndlista- og handíðaskóla Islands og Konung- lega listaháskólann í Stokkhólmi á árunum 1967-1974. Hann er kennari og deildarstjóri við Myndlista- og handíðaskóla Is- lands og sat í stjómum og sýning- amefndum íslenskrar grafíkur og Félags íslenskra myndlistar- manna á ámnum 1978-1989. Hann er einnig félagi í Grafikens Hus, Gripsholm í Svíþjóð. Þórður hefur haldið nokkrar einkasýningar hérlendis og er- lendis og tekið þátt í fjölda alþjóðlegra sýninga. Hann hefur einnig myndskreytt nokkrar bækur og gert bókakápur. Þórð- ur teiknaði „Jólafrímerki 1987“ fyrir Póst- og símamálastofnun. Viðfangsefni Þórðar er eins og oft áður í verkum hans náttúran, birtan og mismunandi tímaskeið í landslagi. Sýningin er opin alla daga frá kl. 9-19 til 1. júní. Lofgjörð Coltranes TOJVLIST Fella- o<f Hólakirkja DJASSMESSA Kvartett Sigurðar Flosasonar: Sig- urður, altósaxófónn, Kjartan Valdi- marsson, píanó, Þórður Högnason, bassi, og Matthías MD Hemstock, trommur. Verk eftir John Coltrane. Sunnudagskvöldið 24. maí 1998. SÉRA Sigurjón Ámi Eyjólfsson hefur gjaraan notað djasstónlist við messur sínar og muna margir eftir djassmessu hans á RúRek djass- hátíðinni sl. haust þar sem Egill Ólafsson og tríó Björns Thoroddsens sáu um tónlistina. Sl. sunnudags- kvöld lék kvartett Sigurðar Flosa- sonar við messu hjá séra Sigurjóni í hinni stórglæsilegu Fella- og Hóla- kirkju í Efra-Breiðholti. Þetta var hefðbundin messa, en í stað sálma var tónlist eftir John Coltrane leikin. Spiritual frá 1961, svítan A Love Supreme frá 1964 og After the Rain frá 1963. Eins og séra Sigurjón kom inná í predikun sinni var Coltrane mjög trúaður maður og tónlist hans síðustu æviárin lofgjörð til drottins. Coltrane lést árið 1967 aðeins rúm- lega fertugur að aldri. A Love Supreme er ein af helstu perlum djasssögunnar. Verkið er í fjórum þáttum: Sá fyrsti nefnist Ack- nowledgement, þar sem hið fræga fjögurra tóna stef er endurtekið í ýmsum tóntegundum; annar er hinn tilfinningaþrangni Resolution, sá þriðji hinn blúsaði Pursuance og að lokum er hin undurfagra ballaða Psalm. Coltrane hljóðritaði svítuna með kvartetti sínum þar sem hann blés sjálfur í tenórsaxófón, McCoy Tyner lék á píanó, Jimmy Garrisson á bassa og Elvin Jones á trommur. Sú skífa er, ásamt Kind of Blue með Miles Davis kvintettinum (þar sem Colti-ane blés einnig), ein söluhæsta djassskífa allra tíma og hefur verið gefin út í fjölda útgáfna frá því hún kom fyrst út hjá Impulse 1964. Sl. haust flutti kvartett Sigurðar Flosasonar verk eftir Coltrane á tón- leikum í djassklúbbnum Múlanum. Þar voru Spiritual og After the Rain á dagskrá ásamt fleiri Coltrane-verk- um frá svipuðum tíma. Aftur á móti er þetta frumflutningur A Love Supreme á íslandi. Ég er ekki viss um að þetta tímamótaverk Coltranes sé oft leikið, enda ekki heiglum hent að glíma við það. Ekki að verkið sjálft sé svo flókið heldur er hljóðrit- un Coltrane-kvartettsins slíkt lista- verk að seint verður jafn vel gert. Hann blæs af sama trúarmóði og Hallgrímur Pétursson orti Passíu- sálmana. Kvöl og gleði í bland. Þó John Coltrane sé áhrifamesti saxófónleikari djassins síðan Charlie Parker leið hefur Sigurður Flosason aldrei verið undir sterkum áhrifum frá honum. Þeir félagar tóku mið af hljóðritun Coltranes á A Love Supreme, en túlkuðu verkið á per- sónulegan hátt. Ekkert var sungið í þessari messu, ekki heldur stefið úr fyrsta þætti A Love Supreme, sem Coltrane kyrjaði í hljóðritun sinni. Dramatískt upphafið hljómaði sterkt, en þó vel hljómaði í kirkjunni var dálítið ójafnvægi milli hljóðfæra. Bassinn og sér í lagi píanóið heyrðust oft illa. Öll voru hljóðfærin ómögnuð og trúlega hefði nægt að hafa upp- röðun kvartettsins öðruvísi til að ná auknu jafnvægi milli hljóðfæranna. Gleðin og fegurðin var efst á blaði í túlkun þeii'ra félaga og var seinni hluti svítunnar sérstaklega vel spilaður. Sóló Sigurðar í Purcuance var heitur og ki-aftmikill og túlkun hans á Psalm einlæg. Kjartan Valdi- mai-sson hefur um árabil verið einn fi-emsti djasspíanisti okkar, en sjald- an hefur heyrst í honum á djasstón- leikum það sem af er árinu. Vonandi stendur það til bóta og þó hann gyldi þess hve illa heyrðist í píanóinu að þessu sinni glöddu vel uppbyggðir einleikskaflar hans kirkjugesti. Þórð- ur Högnason svíkur ekki og var kletturinn í sveiflunni og Matthías MD Hemstock var í essinu sínu í túlkun þessarai- tónlistar. Það eru ekki margir sem hafa slíkt lag sem hann á að ljá tónlistinni lit með kjuðunum - sér í lagi í hægu tempói. Ég hvet alla tónlistarunnendur til að leggja við eyran verði Coltrane aftur sálumeistari við djassmessu. Vernharður Linnet GHþakrennur Samkvæmt athugun Iðntæknistofnunar er ekki hætta á tæringu þar sem álþakrennur komast í snertingu við galvaniserað stál. 30 ára reynsla • Ódýr gæðavara frá Noregi S Söluaðilar utan höfuðborgarsvæðisins: I Vestmannaeyjar Eyjablikk ehf, | Strandvegi 99. Simi 481 2252 w Keflavík £ Blikksmiðja Ágústar Guöjónssonar S Vesturbraut 14. Sími 421 2430 JL o» 3 < HAGBLIKK ehf. Smiðjuvegi 4c 200 Kópavogur Sími 587 2202 Fax 587 2203 Akureyri Blikkrás ehf, Hjalteyrargötu 6 Sími: 462 7770 Selfoss Þ.H. Blikk ehf, Gagnheiöi 37 Sími 482 2218 Akaranes Blikksmiöja Guömundar Hallgrimssonar Sími: 431 2288

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.